Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 C 13 TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexand- ersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Miðlarnir og huglækn- arnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá fé- laginu og bjóða upp á einkatíma. Einnig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróunar- og bænahringi. Vinsamlega athugið að lokað verður vegna sumarleyfa frá 13. til 27. ágúst. Á meðan er hægt að koma fyrirbænum til Bjarna Kristjánssonar í s. 421 1873 og Kristínar Karlsdótt- ur í s. 551 3550. Upplýsingar og bókanir í sumar eru í s. 551 8130 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9.00—13.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130 eða tölvupóst, srfi@isholf.is . SRFI. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is Mánudaginn 30. júlí kl. 20 verður Marita-samkoma í Þrí- búðum. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Í kvöld kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í umsjón majórs Inger Dahl. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnud.: Samkoma kl. 16.30. Þriðjud.: Samkoma kl. 20.30. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.30. Við verðum á Kotmóti um Verslunarmannahelgina og samkomur í Krossinum falla niður. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Allir hjartanlega velkomnir. Vegna Landsmóts hvítasunnu- manna falla allar samkomur í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu niður 1. til 7. ágúst. www.gospel.is . Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17.00 í dag. Fagnaðarsamkoma fyrir Ragnar Gunnarsson, Hrönn Sigurðar- dóttur og fjölskyldu og Kristínu Bjarnadóttur. Matur seldur eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. www.kfum.is .        Nýtt nafn og heimilisfang frá 30. júlí 2001. Öryggismiðstöð Íslands hf. Borgartúni 31,105 Reykjavík Sími 530 2400, fax 530 2401. Sjávarútvegsráðuneytið Auglýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu Samkvæmt samkomulagi við færeysk stjórn- völd frá janúar 2001, fengu íslensk skip heimild til veiða á allt að 1300 lestum af makríl innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 2001 og allt að 2000 lestir af síld annarri en síld úr norsk-ís- lenska síldarstfoninum. Þetta er sama magn og heimilt var að veiða á síðasta ári. Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum þeirra út- gerða sem áhuga hafa á að senda skip sín til þessara veiða. Aðeins koma til greina skip með veiðileyfi í atvinnuskyni sem búin kælitönkum eða öðrum þeim búnaði sem tryggir að aflinn berist óskemmdur að landi. Skriflegar umsóknir skulu berast Fiskistofu fyrir 7. ágúst 2001. Um- sóknir sem berast eftir það verða ekki teknar til greina. Þar sem um svo lítið magn er að ræða verður að hámarki úthlutað veiðileyfum til fimm skipa. Berist fleiri umsóknir verður með útdrætti dregin út fimm skip sem leyfi hljóta. Sjávarútvegsráðuneytið, 27. júlí 2001. sími 533 1777 -------------------------------------------- Sunnudag kl. 17.00 í Ísaks- skóla Fjölskyldusamkoma. Lindsey Seals frá Flórída þjónar í predik- un og tónlist. Líf og fjör fyrir krakka á öllum aldri á sama tíma. Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Í Ísaksskóla. Biblíuskóli með Lindsey Seals. Líflínan, s. 577 5777. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Miðlun frá andlegum leiðbeinendum. Ráðgjöf og heilun. Fer fram á ensku. Gitte Lassen, sími 861 3174. Miðill Anna Carla Ör- lygsdóttir, huglækn- ir (miðill), er stödd hér á landi út ágúst. Áruteikning fylgir hverjum einkatíma sem stendur yfir í 60—90 mín. Uppl. alla daga í síma 423 7660. HRAFNISTA, dvalarheimili aldraðra sjó- manna, er nú helgur steinn margra þeirra manna og kvenna sem gerðu lífsgæðin sem Ís- lendingar búa við nú á dögum möguleg. Marg- ir íbúa Hrafnistu hafa varið stórum hluta æv- innar á sjó, dragandi björg í bú á erfiðum tímum. Ingólfur Ólafsson fæddist á Njálsgötunni í Reykjavík 8. nóvember 1916, sonur hjónanna Ólafs Jónssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur. Ingólfur ólst upp á Seltjarnarnesi þar sem faðir hans starfaði sem gjaldkeri í Kveldúlfi, útgerðarfyrirtæki Thors Jensen. Eftir grunn- skólanám lagði Ingólfur, að ráði föður síns, í vélstjórnarnám, þar sem hann nam fyrst í járnsmiðju Jóns Sigurðssonar og lauk síðan prófi frá rafmagnsdeild Vélskólans 1940. Naumlega sloppið Fyrsta vélstjórastaða Ingólfs var á togar- anum Sviða, þar sem hann var fyrsti vélstjóri í eitt og hálft ár. Í september 1941 greindist einn áhafnarmeðlimur með berkla og þurftu því allir að fara í læknisskoðun. „Þá greindist ég með brjósthimnubólgu og þurfti að fara í veikindafrí, og á meðan ég var í landi sökk skipið með manni og mús í desember sama ár. Það lá í vari við Rauðasand í Breiðafirði, fór síðan út, og sökk. Einn úr áhöfninni náði að synda í land, en króknaði í fjörunni.“ Í næstum hálfa öld eftir þennan atburð var Ingólfur vélstjóri á fjölda skipa og einnig í landi í ýmsum verksmiðjum og tveimur raf- magnsstöðvum við Sogið. Óttinn við heimsstríðið Fyrstu árin sem Ingólfur var á sjó var seinni heimsstyrjöldin í algleymingi og átökin um hafið milli Evrópu og Ameríku stóðu sem hæst. Á Faxaflóa voru tundurduflabelti og þýskir kafbátar vomuðu kringum strendur landsins. Eitt sinn, þegar Ingólfur var vél- stjóri á Brúarfossi, mættu þeir breskum her- skipum sem voru að varpa djúpsprengjum, sem ætlað er að eyða kafbátum. „Við heyrðum drunurnar upp úr sjónum og þetta voru hrika- legar drunur. Bretarnir héldu að þeir hefðu fundið kafbát, en á endanum kom í ljós að þetta var víst bara hvalur, og þá sigldu menn hver sína leið.“ Fyrir utan þetta eina tilvik varð Ingólfur þó lítið var við stríðið sjálft, en skuggi þess hvíldi yfir í formi streitu og ótta, en menn höfðu þó ráð undir rifi hverju. „Á einu farskipi sem ég vann á, fengum við alltaf einn sterkan bjór áð- ur en við fórum í háttinn. Þá sofnuðum við ró- legir og sváfum fast.“ Einnig gerðu menn ým- islegt til að herða sig upp. „Einn túrinn fór ég í sjósturtu á hverjum degi, baðaði mig í ísköld- um sjó. Þetta gerði ég til að vera tilbúinn því að lenda í sjónum. Svo hefur maður auðvitað gott af því að fara í sjóbað.“ Með senjórítum á Spáni Þegar Ingólfur var vélstjóri á farskipinu Önnu Borg, sigldu þeir oft til Spánar með salt- fisk. Þegar komið var til hafnar var blásið í lúðra gleðinnar og dansað og drukkið. „Við dönsuðum við spænsku stelpurnar og það var spjallað og daðrað og svoleiðis. Það voru svona hverfi við höfnina þar sem slíkt var stundað. Ég man eftir einum dreng sem fór á stefnu- mót með ungri stúlku á Spáni og bauð henni út að borða og dansa í heilt kvöld, en þegar hann vildi fara að gera eitthvað meira, benti hún honum að skreppa bara niður í gleði- hverfið, þar gæti hann fengið svoleiðis þjón- ustu.“ Lítið varð úr afrekum þessa drengs og ku hann hafa verið eilítið sneyptur, þegar haldið var aftur á Frón eftir nætur á Spáni. Enginn Kormákur afi Margir kannast við þá staðalmynd hins aldna íslenska sjómanns sem birtist í Kormáki afa í bókum Guðrúnar Helgadóttur um æv- intýri bræðranna Jóns Odds og Jóns Bjarna. Kormákur afi var drykkfelldur, húðflúraður og hafði ferðast um heimshöfin sjö og kunni margar sögur auk þess sem honum líkaði skelfilega illa við Norðmenn. Þessi staðal- mynd er fjarri Ingólfi og segist hann hvorki hafa fengið sér húðflúr eða verið drykkfelldur í gegnum tíðina, og allra síst að honum sé illa við Norðmenn. Ingólfur segist hafa verið hófs- maður að mestu. „Ég var nú aldrei mikið fyrir drykkju, og enn sjaldnar svo ég muni ekki eft- ir mér. En einu sinni var ég búinn að blanda saman pólskum vodka og líkjör. Ég hellti þessu saman og úr varð svaka dúndur. Þá gleymdi ég mér, og morguninn eftir kom hús- bóndinn sem bauð mér heim það kvöld að máli við mig og sagði „Ég er nú húsbóndi á mínu heimili.“ Ég veit ekki hvað ég gerði af mér, en maður var svolítið undrandi og skrýtinn yfir því að muna ekki neitt. Ég sé nú alltaf eftir því að hafa ekki pumpað hann eftir því hvað það var.“ Máttur vonarinnar Veturinn 1958 átti sér stað atburður sem snart Ingólf djúpt. „Þá var ég fyrsti vélstjóri á togaranum Marz og var skipstjóri Sigurgeir Pétursson frá Ófeigsfirði. Við vorum á veiðum á Nýfundnalandsmiðum þegar á skall mann- skaðaveður með gaddfrosti og sjó. Þá vorum við látnir vita af skipinu Júlí frá Hafnarfirði, sem væri í sjávarháska. Mörg skip leituðu að Júlí, en það fórst með öllum sem voru um borð. Þegar við vorum að gefast upp á leitinni, barst neyðarkall frá öðrum togara, Þorkeli Mána, sem var í nauð vegna mikillar ísingar. Þeir höfðu veitt fullfermi af fiski og voru að reyna að létta skipið svo það sykki ekki. Þegar við komum að þeim höfðu þeir skorið dav- íðurnar, sem héldu uppi björgunarbátunum, af skipinu til að létta það, og voru að fara að skera afturmastrið af líka. Ég frétti eftir á að þeir hafi verið orðnir vonlitlir um að komast út úr þessum hremmingum. Við nálguðumst þá, og þegar þeir sáu ljósið var eins og þeir fengju lífið að nýju. Þeir fylltust krafti og þurftu ekki aðra hjálp en að sjá ljós í myrkrinu.“ Áhöfn Þorkels Mána kom skipinu síðan til heima- hafnar í fylgd Marz, og kunnu þeir skipverjum Marz miklar þakkir fyrir vonargjöfina. „Ég get sosum skilið hvernig þeim leið, það er ekki í gamni gert að skera burt björgunarbátana.“ Örvæntingin var mikil, en gleðin þeim mun meiri við að sjá ljósið frá Marz. Sestur í helgan stein Fimmtán ár eru nú liðin síðan Ingólfur hengdi upp sjóstakkinn og tók að njóta ævi- kvöldsins. Þá hafði hann unnið sem vélstjóri á íslenskum far- og fiskiskipum í 46 ár, eða síð- an 1940. Árið 1986 fékk hann silfurkross Sjó- mannaráðs fyrir langa og farsæla sjó- mennsku. Lengi vel bjó Ingólfur á Baldursgötunni, en flutti fyrir ári á Hrafnistu, þar sem hann dvel- ur nú í þjónustuíbúð. Þar þykir honum best að hreiðra um sig með Morgunblaðið og lesa það spjaldanna á milli. Einnig stundar Ingólfur sund á hverjum degi til að halda við kroppnum og er hann furðu léttur á fæti þrátt fyrir ald- ur. Ingólfur á þrjár uppkomnar dætur og segist oft hafa tekið sér frí til að vera með þeim þeg- ar þær voru litlar. Þá hafi vinnufélagarnir sagt við hann: „Þú hlýtur að vera ríkur, Ing- ólfur, fyrst þú getur tekið þér frí svona oft.“ Ingólfur svaraði þá fullum hálsi:„Ég er nú bara ekki eins gírugur í aurana og þið.“ Vonin í ljósinu Ingólfur Ólafsson, fyrrverandi vélstjóri, dvelur nú á Hrafnistu og dundar sér við lestur eftir langan og farsælan sjómannsferil. Svavar Knútur Kristinsson fór í heimsókn til hans. Morgunblaðið/Jim Smart Ingólfur Ólafsson hefur lifað margt á löngum ferli sínum sem vélstjóri. Hann sagði okkur með- al annars sögu af mætti vonarinnar. svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.