Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V e rö l d i n o kk a r • Gæsla yngri barna. 50% starf. Hæfniskröfur: Leikskólakennari, sam- bærileg menntun og/eða reynsla af gæslu barna. • Afgreiðsla/móttaka gesta. 50% starf. Hæfniskröfur: Glaðlegur, traustur og heiðarlegur einstaklingur. • Eftirlit í sal og umsjón með afmælisveislum. 50% starf. Hæfniskröfur: Ákveðinn, glaðlegur, þolinmóður og jákvæður einstaklingur. • Ræstingar og þrif. 50% starf. Hæfniskröfur: Kattþrifinn og samvisku- samur einstaklingur með metnað fyrir því að staðurinn sé ávallt hreinn og snyrtilegur. Það er gott að vinna þar sem gleðin býr: Unnið er eftir mjög þægilegu vaktakerfi. Einstakt tæki- færi fyrir fólk sem langar að breyta til og taka þátt í að byggja upp umhverfi þar sem börn fá að njóta sín. Samkeppnishæf laun og góð starfsaðstaða. Umsóknir ásamt mynd sendist til Morgunblaðsins merkt „Veröldin okkar“ eða með tölvupósti á kreynis@mi.is fyrir 8. ágúst nk. Veröldin okkar er metnaðarfullur barnaskemmtistaður sem opnar í Smáralind þann 10. október nk. Þar verður boðið upp á sérhönnuð leiksvæði fyrir börn á öllum aldri, gæslu barna viðskiptavina Smáralindar og frábær- ar afmælisveislur. …óskar eftir starfsfólki á samnefndan barnaskemmti- stað í Smáralind. Leitað er eftir hressu og skemmtlegu starfsfólki sem ELSKAR að vinna með börnum: Veröldin okkar ehf. Marc O´Polo Kringlunni leitar að starfmanni til starfa í versluninni Okkar kröfur til umsækjenda eru: ● Marktæk reynsla úr sambærilegu starfi. ● Séu sjálfstæðir, drífandi og gæddir metnaði til að gera vel í starfi. ● Hafi smekkvísi og gott skynbragð á gæði. ● Hafi lipurð í mannlegum samskiptum, kurteisi og snyrtimennsku. Í boði er metnaðarfullt og gefandi starf í líflegu umhverfi og góð laun fyrir réttan aðila. Gengið verður frá ráðningu fljótlega og við- komandi þarf að geta hafið störf í ágúst/ september nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Umsóknir sendist til afgreiðslu Morgunblaðs- ins, merktar: „Marc O´Polo“. Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Lausar stöður: ● Staða deildarstjóra á deild 4 og 5 ára barna. ● Staða vegna sérkennslu og stuðnings við barn með einhverfu. ● Almennar stöður leikskólakennara. Leitað er eftir leikskólakennurum, þroskaþjálfa og öðrum áhugasömum einstaklingum. Í leikskólanum er lögð áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggió stefnunnar. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi FÍL og launanefndar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Kjör leið- beinenda eru samkvæmt kjarasamningi STAMOS og Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Stöðurnar eru lausar strax eða eftir nán- ara samkomulagi. Upplýsingar um störfin veita undirritað- ar Lovísa Hallgrímsdóttir í vs. 566 6351 og í hs. 566 7282 og Sveinbjörg Davíðs- dóttir aðstoðarskólastjóri í síma 699 7498. Leikskólastjóri. Skeiðahreppur Kennara vantar að Brautarholtsskóla, Skeiðahreppi Um er að ræða sérkennslu og kennslu yngri barna. Upplýsingar gefa Rut Guðmundsdóttir, skóla- stjóri, s. 486 6434 og 898 6439 og formaður skólanefndar, Jón Vilmundarson, s. 486 5592.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.