Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MERKAR nýjungar sem flýtt gætu greiningu og aukið batahorfur þeirra sem fá lungnakrabbamein hafa verið kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um forvarnir og greiningu lungnakrabbameins. Í máli sérfræðinga á ráðstefnunni kom einnig fram að leita ætti skipu- lega að lungnakrabbameini meðal áhættuhópa á svipaðan hátt og gert er með annað krabbamein. Ráð- stefnan hófst á Grand hóteli Reykjavík sl. miðvikudag og stend- ur fram yfir helgi. Að ráðstefnunni standa opin samtök lækna og sér- fræðinga, „International Associa- tion for the Study of Lung Cancer“ (IASLC), en félagar í þeim eru um 1.500 talsins í 60 löndum. Í máli Heine Hansen, prófessors í læknavísindum við Kaupmanna- hafnarháskóla og eins helsta sér- fræðings heims í krabbameins- lækningum, og Höllu Skúladóttur, eins skipuleggjenda ráðstefnunnar fyrir hönd dönsku Krabbameins- samtakanna, kom fram að ráðstefn- una sætu um 150 læknar og sér- fræðingar, en samtökin stæðu að fjölda rannsókna auk ráðstefna um margvísleg málefni er sneru að lungnakrabbameini. Ráðstefnuna í Reykjavík segja þau eina af þeim stærri sem samtökin standa fyrir. Framfarir í greiningu krabbameins Fred R. Hirch, gestaprófessor við Miðstöð krabbameinsrannsókna við Colorado-háskóla, er helsti skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segir framþróun í frumgrein- ingu lungnakrabba helsta á tveimur sviðum. Í Bandaríkjunum og Japan, auk nokkurra Evrópuríkja, segir hann að farið sé að beita nýrri tölvu- sneiðmyndatækni til að greina lungnakrabba. Þessi tækni geri læknum kleift sjá myndun æxla og aðrar breytingar mun fyrr en ella og af meiri nákvæmni. Þá segist hann vænta mjög mikils af rann- sóknum á hráka- eða munnvatns- sýnum en í þeim megi greina breyt- ingar á sameindastigi í erfðaefni frumna sem bent gætu til krabba- meinsmyndunar. Hann segir þróun greiningartækni í þessum geira þó skemur á veg komna en sneið- myndatæknina. Tölvusneiðmyndir bornar saman Claudia Henschke, prófessor í geislalæknisfræði við læknadeild Cornell-háskóla og helsti frum- kvöðull nýtingar tölvusneiðmynda- tækni við greiningu á lungna- krabba, sagði að öll nýrri sneiðmyndatæki mætti nýta til að greina lungnakrabbamein og hún væri tilbúin til að greiða götu hverra þeirra íslensku lækna sem hefðu áhuga á að kynna sér þessa nýju tækni. „Með þessari tækni má finna æxli allt niður í hálfan sentí- metra að stærð en hingað til hefur með hefðbundinni röntgentækni í besta falli mátt finna æxli sem eru einn sentímetri að stærð,“ sagði hún og tiltók að við aðferðina væri notuð minni geislun en almennt við sneiðmyndatökur og samsvaraði hún venjulegum röntgenmyndatök- um. Þróun rannsókna af þessu tagi segir hún hafa hafist árið 1992 og að tækninni hafi verið beitt við krabba- meinsleit í fólki alla tíð síðan 1993. Árið 1999 hafi svo fyrstu rannsókn- arniðurstöður verið birtar. Síðan þá segir hún að útbreiðsla tækninnar hafi verið mikil í Bandaríkjunum og hún sé nú notuð víða og að staðaldri. Í Japan segir hún að hafi átt sér stað svipaðar tilraunir og tækninni sé einnig beitt þar. Þá hafi þó nokk- ur ríki Evrópu tekið að nota sneið- myndatökur til að leita skipulega að lungnakrabbameini. Batahorfur stórauknar „Sérstakri tækni er beitt þegar færanlegu borði er rennt í gegnum sneiðmyndatækið, en það tekur inn- an við 20 sekúndur. Þannig er tekin þrívíddarmynd af líkamanum. Svo eru bornar saman breytingar sem hafa orðið á milli ára. Með þessu móti er hægt að greina krabbamein á frumstigi miklum mun fyrr en áð- ur,“ sagði Claudia Henschke og til- tók að greina mætti allt að 80 af hundraði tilfella lungnakrabba- meins á byrjunarstigi, en áður hefði sú tala einungis numið 10 prósent- um. „Þetta er eins og að taka pýra- mída og snúa honum á haus,“ sagði hún. Þá segir hún að tæknina megi jafnvel þróa enn frekar til að greina fleiri sjúkdóma og krabbamein. Prófessor Henschke segir þó enn nokkra óvissu ríkjandi um hversu miklu betri batahorfurnar séu hjá fólki þar sem krabbameinið er greint þetta miklu fyrr en segir útlit fyrir að horfur á fullum bata fari úr því að vera 10 af hundraði sjúklinga og nái allt að helmingi. „Ef horft er til batahorfa í brjóstakrabba, krabbameini í blöðruhálskirtli og ristilkrabba eru horfurnar 50 til 80 prósent og ástæða er til að ætla að hlutfallið í lungnakrabbameini verði svipað,“ sagði hún. Alþjóðleg ráðstefna sérfræðinga á sviði lungnakrabbameins Líkur á bata aukast um- talsvert með nýrri tækni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fred R. Hirch, Halla Skúladóttir og Heine Hansen á ráðstefnu sér- fræðinga á sviði lungnakrabbameins í gær. GUÐMUNDUR Guðmundsson, for- stöðumaður hjá Búnaðarbankanum- Verðbréf og starfandi stjórnarfor- maður Reykjagarðs, segist reikna með að Reykjagarður verði boðinn til sölu síðar í þessum mánuði en bank- inn á fyrirtækið sem stendur. Krist- inn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa og dótturfélags þess, Ferskra kjúklinga, segir að fyrirtækið hafi áhuga á að sameinast eða jafnvel kaupa Reykjagarð. Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, segir hins vegar að þá yrði til of stór aðili á kjúklingamarkaðnum og trúir ekki að samkeppnisyfirvöld myndu heimila slíka sameiningu. Guðmundur segir að um misskiln- ing sé að ræða að Reykjagarður sé að sameinast Móum eða Ferskum kjúk- lingum. „Við erum með Reykjagarð í sölu og erum að vinna að lýsingu á félag- inu svo við getum kynnt það fyrir til- vonandi fjárfestum. Ég reikna með að salan verði sett formlega í gang síðar í þessum mánuði. Hvað varðar hugsanlega sameiningarkosti þá verðum við væntanlega búnir að selja fyrirtækið áður en til slíks kynni að koma en við verðum auðvitað að skoða vandlega hvernig okkar hags- munum er best komið fyrir.“ Reiknar með að fyrirtækið verði selt í mörgum hlutum Aðspurður sagðist Guðmundur frekar eiga von á því að Reykjagarð- ur yrði seldur í mörgum hlutum held- ur en í einu lagi. Varðandi flutning slátrunar og pökkunar á kjúklingum í Móastöðina sagði hann: „Verið er að snúa við verktakasamningum. Undanfarin 13 ár hafa Móar og Ferskir kjúklingar slátrað í stöðinni okkar á Hellu eða þangað til þeir reistu Móastöðina. Húsið á Hellu er orðið lélegt og þarfnast endurnýjunar. Móastöðin bauð okkur hagstætt verð fyrir slátr- un og því var ákveðið að hún færðist þangað. Við erum því að vinna að lækkun á framleiðslukostnaði sem þarf klár- lega að gera og þetta er skref á þeirri leið.“ Sameining skynsamleg Kristinn Gylfi segir það vera til skoðunar að Ferskir kjúklingar sam- einist eða kaupi Reykjagarð. „Búnaðarbankinn á Reykjagarð í dag og það hefur engin sala eða sam- eining farið fram en við höfum áhuga á að láta reyna á það hvort sameining geti farið fram. Þá myndum við síðan fara í lokahlutafjárútboð og fjölga eigendum. Við teljum sameiningu þessara fyrirtækja skynsamlega til að ná fram aukinni hagræðingu í kjúklingageiranum, sem er nauðsyn- legt til að ná fram aukinni hagræð- ingu til lækkunar á verði til neytenda á komandi misserum. Hvort það verði sameining eða að Reykjagarð- ur yrði þá rekið sem dótturfélag verður að koma í ljós.“ Sérðu fram á að þessar hugmyndir komist í framkvæmd á komandi misserum? „Ég vona það en ég vil árétta að þetta eru hugmyndir og það eina sem hefur gerst er það að Reykjagarður hefur flutt slátrun og pökkun á kjúk- lingum frá Hellu yfir í Móastöðina í Mosfellsbæ. Það er í sjálfu sér engin breyting miðað við hvernig hlutirnir hafa verið síðastliðin 13 ár.“ Spurður um hvort markaðshlut- deild fyrirtækjanna yrði ekki of mikil sagði Kristinn: „Það eru nýir stórir aðilar að koma inn á markaðinn og einnig er kjúk- lingamarkaðurinn allur að stækka þannig að þó svo að markaðshlut- deild þessara fyrirtækja hafi verið mikil þá teljum við að heildarhlut- deild fyrirtækjanna komi til með að minnka á komandi misserum.“ Efar að samkeppnisyfirvöld myndu heimila sameiningu Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að á síð- ustu árum hafi verið fákeppnisþróun í kjúklingaframleiðslu. „Mér líst ekki á sameiningu þessara fyrirtækja og trúi því ekki að samkeppnisyfirvöld myndu heimila hana.“ Jóhannes segir að ef fækka eigi þeim aðilum sem eru á kjúklinga- markaðnum í dag þá þurfi að opna landið meira. „Ef það á að koma á fyrirtækjum sem eru með um 70-80% markaðshlutdeild á kjúklingamark- aðnum þá verður að heimila innflutn- ing á kjúklingum án tolla. Annað er ekki hægt að bjóða íslenskum neyt- endum og reyndar er verð á kjúkling- um hér á landi ekki hagstætt fyrir neytendur.“ Eigendur Ferskra kjúklinga vilja kaupa Reykjagarð Reykjagarður boðinn til sölu í þessum mánuði Fákeppni á mark- aðnum, segir for- maður Neytenda- samtakanna LANDHELGISGÆSLAN og björg- unarsveit varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli komu saman til æfinga í ytri höfninni í Keflavík í gær. Til- gangur æfingarinnar var að sveit- irnar gætu skipst á hugmyndum og aðferðum og stillt saman strengi sína. Meðal þess sem var æft var björgun úr sjó. Olaf Holm, majór hjá varnarlið- inu, segir að Bandaríkjamönnum þyki mikið koma til Landhelg- isgæslunnar og að Bandaríkjamenn geti mikið lært af þeim um björg- unarstörf við erfiðar aðstæður. Holm segir að varnarliðsmenn hafi litið á þetta sem frábært tækifæri til að læra nýjar aðferðir við björg- un, sem og að styrkja tengslin við íslenska starfsbræður sína. „Þegar við förum saman í aðgerð er það okkur báðum í hag ef við vitum hvað hinn aðilinn er fær um að gera,“ sagði Holm. Morgunblaðið/Billi Æfðu björgun úr sjó NÝLEGA hafa verið gerðar tvær skoðanakannanir á viðhorfi lands- manna gagnvart Kárahnjúkavirkj- un þar sem niðurstöðurnar eru mjög svipaðar. Fyrri könnunina gerði Gallup fyrir Landsvirkjun í byrjun júní sl. þar sem rúm 40% aðspurðra sögð- ust hlynntir virkjuninni, rúm 23% voru hvorki hlynnt né andvíg en 36% lýstu yfir andstöðu við virkj- unina. Eftir að úrskurður Skipulags- stofnunar lá fyrir gerði DV könn- un í byrjun vikunnar þar sem tæp 40% aðspurðra sögðust vera fylgj- andi Kárahnjúkavirkjun, tæp 35% voru henni andvíg og rúm 25% voru óákveðin eða svöruðu ekki spurningunni. Gallup spurði jafnframt um þekkingu fólks á áformum um byggingu virkjunarinnar þar sem rúm 42% sögðust lítið vita, 29% nokkuð, 22% sögðust ekkert vita og 6% töldu sig vita mikið til virkj- unaráformanna. Kannanir um Kárahnjúkavirkjun Samhljóða fyrir og eftir úrskurð BÍLVELTA varð á Mývatnsheiði í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Húsavík slapp ökumaður, sem var einn í bílnum, með skrámur og hafa bílbeltin bjargað því hversu vel hann slapp. Bíllinn er mikið skemmdur. Bílvelta á Mývatnsheiði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.