Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í LJÓSI aukinnar samkeppni á sem- entsmarkaði í landinu telur iðnaðar- ráðherra að endurskoða megi áform um einkavæðingu Sementverksmiðj- unnar hf. á Akranesi. Stefnt var að því í fjárlagafrum- varpi ársins 1997 að einkavæða Sem- entsverksmiðjuna en horfið var frá þeim áformum vegna einokunar- stöðu verksmiðjunnar á markaði fyr- ir sementssölu í landinu. Aðstæður hafa þó breyst nokkuð síðastliðið ár og nemur hlutdeild danska sements- framleiðandans Aalborg Portland, sem sýndi á sínum tíma áhuga á að kaupa Sementsverksmiðjuna, í ís- lenskum sementsmarkaði nú tæp- lega fjórðungi. Því er ljóst að sam- keppni hefur skapast í sementssölu. „Það er ljóst að stefna ríkisstjórn- arinnar er að losa sig út úr fyrirtækj- um sem eru í samkeppnisrekstri. Það væri því í samræmi við þá stefnu að grípa þarna til aðgerða,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra og bendir á að nú þegar sé heimild til þess í lögum að selja 25% hlut í Sementsverksmiðjunni. Um hvort málið sé þegar komið á dagskrá segir hún að varla sé hægt að segja að svo sé en telur þetta vera mál sem vert er að skoða. „Þetta hefur alltaf komið upp ann- að veifið en nú eru breyttar forsend- ur þar sem nú er komin samkeppni í sementssölu. Mér þykir því ekki ólíklegt að málið verði skoðað af meiri alvöru.“ Einkavæðing líklega á dagskrá Sementsverksmiðjan í samkeppni HAGNAÐUR Kaupþings hf. eftir skatta á fyrri hluta ársins 2001 dróst saman um tæp 37% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn í ár var 322 milljónir króna en 516 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins fyrir skatta lækkaði um 248 milljónir milli ára og var 474 milljónir í ár. Í tilkynningu frá Kaupþingi seg- ir að afkoma félagsins sé viðunandi miðað við erfiðar aðstæður á fjár- málamörkuðum. Tekjur af fyrir- tækjaþjónustu og erlend verkefni hafi skilað fyrirtækinu verulegum tekjum. Tölvert tap hafi hins veg- ar orðið af viðskiptum með hluta- bréf en úrvalsvísitala VÞÍ hafi lækkað um 17,3% á tímabilinu. Arðsemi eiginfjár hafi þrátt fyrir erfitt árferði á verðbréfamörkuð- um verið u.þ.b. 14%. Fram kemur í tilkynningunni að erlendar starfsstöðvar Kaupþings hafi í heildina skilað viðunandi nið- urstöðu þó að þar hafi hægt á starfsemi í kjölfar erfiðra að- stæðna á erlendum fjármálamörk- uðum. Eigið fé Kaupþings jókst um 2,8 milljarða frá ársbyrjun og nemur nú tæpum 7,4 milljörðum króna, en á tímabilinu var boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 200 milljónir sem seldist fyrir 2.480 milljónir króna. Eiginfjárgrunnur Kaup- þings, þ.e. eigið fé að viðbættum víkjandi lánum, er 10.488 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðu Kaupþings samkvæmt CAD- reglum er nú 11,7%, en það má lægst vera 8,0%. Niðurstaða efna- hagsreiknings 30. júní 2001 var 94 milljarðar króna en í þriggja mán- aða uppgjöri var hún 86 milljarðar. Brýnt að vextir verði lækkaðir Í tilkynningu Kaupþings segir að stjórnendur félagsins telji að næstu mánuðir á fjármálamörkuð- um geti orðið erfiðir. Verulega hafi þrengt að fyrirtækjum og einstak- lingum sökum mikillar skuldasöfn- unar, lækkandi hlutabréfaverðs og hárra vaxta. Hátt vaxtastig til lengri tíma muni hafa alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fyrir- tækja og einstaklinga og sé það verulegt áhyggjuefni. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir þeim hættumerkjum sem víða blasi við sökum hins háa vaxtastigs. Enn- fremur sé nauðsynlegt að við beit- ingu hagstjórnartækja sé litið til hins íslenska hlutabréfamarkaðar. Hlutabréfamarkaðurinn hafi gegnt lykilhlutverki á því hagvaxtar- skeiði sem ríkt hafi undanfarin ár. Verði ekki gætt að því að hann þrífist og dafni geti orðið erfitt fyrir þau fyrirtæki sem bera eiga uppi hagvöxt komandi missera að ná í nýtt eigið fé sem þeim sé nauðsynlegt. Brýnt sé því orðið að vextir verði lækkaðir verulega þannig að vaxtasprotar hagkerf- isins verði ekki endanlega kæfðir. Þá segir í tilkynningu Kaupþings: „Þar sem hagstjórnaraðgerðir koma ekki fram af fullum þunga fyrr en nokkru eftir að til þeirra er gripið, þarf að horfa til fram- tíðar frekar en fortíðar. Spár Seðlabanka, Þjóðhagsstofnunar og aðila á fjármálamarkaði eru allar nánast samhljóma um að verð- bólga fari ört minnkandi eftir þann kúf sem nú hefur mælst í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Aðilar spá á bilinu 3–5% verðbólgu á árinu 2002 og við þann tíma hlýtur hagstjórn dagsins í dag að miðast. Ef spár rætast verða raunvextir á Íslandi um 7–9% á meðan raun- vextir eru nú í Bandaríkjunum undir 1%, um 2% í Bretlandi og u.þ.b 3% víða á Norðurlöndunum. Allar aðgerðir sem kunna að hleypa lífi í atvinnulífið væru vel- komnar við núverandi aðstæður. Fagna ber umræðu um lækkandi skattaálögur á fyrirtæki. Það má ekki gleyma því að ástand á hluta- bréfamarkaði í dag er lýsandi fyrir væntingar um þróun á næstu miss- erum. Til þess að hafa áhrif á þær væntingar þarf að grípa til að- gerða. Hagstjórn þarf því að stefna að því að auka bjartsýni og hvetja einstaklinga og einkafyrir- tæki og gera þeim kleift að auka umsvif sín samfara því að stuðla að auknum fjárfestingum erlendra aðila hérlendis,“ segir í tilkynn- ingu Kaupþings. Hagnaður Kaupþings hf. á fyrri helmingi ársins 322 milljónir króna Viðunandi af- koma við erf- iðar aðstæður      #!4!50 #!4!012 ...    6 ! . 5 ! 50 ...     7 . 5 ! 012 / !!.%.!5 ! 5.+      *5!!        *52 ,.8    ,0+ !.9:6;< !012.! !!.+.%!                   3 3     3   ! !" # 3   ! = >           !   !   !  !                  "  #$$ % #$$ %     "           "  ALLNOKKRAR skipulagsbreyting- ar standa nú yfir hjá Landsbanka- samstæðunni. Verðbréfafyrirtæki Landsbankans, Landsbréf, mun flytja í húsnæði bankans á Laugavegi 77 og nýtt vörumerki, Landsbankinn-Lands- bréf, verður tekið upp fyrir samþætta þjónustu Landsbréfa og Landsbankans á sviði verðbréfa- viðskipta og fjárfestingar- bankaþjónustu. Þrjú svið innan Landsbankans bjóða fram þjónustu undir Landsbankanum-Landsbréf- um, Landsbréf, fyrirtækjasvið og al- þjóða- og fjármálasvið. Að sögn Sigurðar Atla Jónssonar, forstjóra Landsbréfa, er markmiðið með skipulagsbreytingunum að sam- þætta þá starfsemi sem lýtur að verð- bréfaviðskiptum og fjárfestingar- bankaþjónustu. Landsbréf hafi, frá stofnun fyrirtækisins árið 1989, verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Undanfarin rúm þrjú ár hefur fyrirtækið einskorðað starf- semi sína við eignastýringu og verð- bréfaviðskipti einstaklinga. Það sé mat forsvarsmanna bankans og Landsbréfa að þessar aðgerðir séu til þess fallnar að styrkja starfsemi Landsbréfa á sviði eignastýringar og verðbréfamiðlunar og Landsbankans á sviði fjárfestingarbankaþjónustu. Sigurður segir að með breytingun- um sé verið að sinna enn betur en áður kröfum viðskiptavina um heildarfjár- málaþjónustu á einum stað og einnig sé verið að auka hagkvæmni í rekstri Landsbréfa og bankans. Til að mynda verði verðbréfamiðlun samstæðunnar nú á einum stað en áður var hún bæði á Suðurlandsbraut og á Laugavegi. Markmiðið sé að sækja fram og auka tekjur af verðbréfa- og fjárfestingar- starfsemi bankans samhliða því að bjóða enn betri þjónustu. Einnig sé markmiðið að nýta betur þá sérhæfðu starfsmenn sem unnið hafi á tveimur stöðum. Þessar breytingar séu hluti af þróun fjármálamarkaðarins sem engan veginn sé lokið. Að mati Sig- urðar verða nokkrir stórir aðilar sem veita heildarþjónustu á öllum sviðum fjármagnsmarkaðar en áfram verða tiltölulega litlir aðilar á markaðnum sem veita munu sérhæfðari þjónustu. Landsbréf séu með þessum breyting- um að staðsetja sig með skýrum hætti sem aðili er veitir heildarfjármála- þjónustu í samþættu umhverfi Landsbankans og Landsbréfa. Ekki er um breytingar á yfirstjórn að ræða í tengslum við þessar breyt- ingar. Sigurður Atli Jónsson mun áfram verða forstjóri Landsbréfa- hluta Landsbankans-Landsbréfa, Brynjólfur Helgason er fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Gunnar Þ. Andersen er fram- kvæmdastjóri alþjóða- og fjármála- sviðs. Alls starfa um 180 manns innan samþættrar þjónustu Landsbankans- Landsbréfa. Skipulagsbreytingar hjá Landsbankanum ÍSLANDSSÍMI skilaði frekari skýringum varðandi afkomu- viðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér 12. júlí síðastliðinn til Verðbréfaþings Íslands í gær. Máli Ís- lands- síma verður tekið fyrir á stjórnar- fundi Verðbréfaþings á þriðju- dag í næstu viku. Íslandssími hafði frest til 10. ágúst til að skila frekari skýringum. Félag- ið mun birta endurskoðað 6 mánaða uppgjör í vikunni 20. til 24. ágúst. Mál Búnaðarbankans og við- skipta hans með hlutabréf í Út- gerðafélagi Akureyringa 29. júní síðastliðinn sem átti að taka fyrir í vikunni verður tekið fyrir á stjórnarfundi á fimmtu- daginn 14. ágúst. Upphaflega átti að taka það fyrir síðastlið- inn fimmtudag en því var frest- að um viku. Skýring- um skilað til Verð- bréfaþings SAMVINNUFERÐIR-Land- sýn hf. sendu í gær frá sér af- komuviðvörun þar sem segir að fyrirsjáanlegt sé að afkoma félagsins verði ekki í samræmi við væntingar fyrstu sex mánuði ársins og verði þau frávik að stærstum hluta rakin til geng- isbreytinga íslensku krónunnar. Birting árshlutauppgjörs félagsins verður í síðustu viku ágústmánaðar. Frávik vegna breytinga á gengi Samvinnuferðir- Landsýn hf. HAGNAÐUR og umsvif írska flug- félagsins Ryanair, sem þekkt er fyr- ir lág flugfargjöld, hafa aukist tals- vert á síðustu mánuðum á meðan þýska flugfélagið Lufthansa stend- ur frammi fyrir samdrætti. Þykir þetta vera merki um að stærri flug- félögin, sem leggja áherslu á fjölda áfangastaða, eigi nú undir högg að sækja, en þau flugfélög sem leggja aðaláherslu á lág fargjöld njóti nið- ursveiflu í efnahagslífinu, að því er segir í Wall Street Journal. Farþegafjöldinn eykst um 42% Á öðrum ársfjórðungi jókst far- þegafjöldi Ryanair um 42% frá því sem var á sama tíma í fyrra, hagn- aðaraukning frá sama tíma nam 28% en hagnaður fjórðungsins var 2 milljarðar íslenskra króna og tekjur félagsins jukust um 31%, námu ríflega 13 milljörðum á árs- fjórðungnum. Forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, segir horfur á að rekstur félagsins muni áfram ganga vel. Gert sé ráð fyrir að farþegafjöldi komi enn til með að aukast þrátt fyrir versnandi efnahagsástand. Hann segir önnur flugfélög hafa gert þau mistök að hækka flugfar- gjöldin í versnandi árferði. Ryanair hafi hins vegar lækkað fargjöld sín og muni halda því áfram. Svipaða sögu er að segja af helsta keppinauti Ryanair, easyJet, en far- þegafjöldi easyJet í júní jókst um 21% milli ára og tæp 18% í júlí. Lufthansa hefur hins vegar til- kynnt um hagræðingu með fækkun áfangastaða í því skyni að mæta áhrifum niðursveiflu í heiminum. Áherslan verður nú lögð á hagnað fremur en markaðshlutdeild. Þetta er í takt við það sem British Air- ways og KLM hafa gert en öfugt við stefnu Ryanair, sem áætlar að færa enn frekar út kvíarnar. Reuters Michael O’Leary, forstjóri írska flugfélagsins Ryanair, hefur ástæðu til að fagna mikilli aukningu í farþegafjölda félagsins. Lágfargjaldaflugfélög njóta niðursveiflunnar Íslandssími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.