Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 23 VATÍKANIÐ hefur sakað gyðinga- sagnfræðinga um að hindra fram- gang tímamótarannsóknar sex kaþ- ólskra og gyðinglegra sagnfræðinga á aðild kaþólsku kirkjunnar að hel- förinni. Í óvenjulega harðorðri yfir- lýsingu, sem undirrituð var af þýska jesúítanum Peter Gumbel, sakaði Vatíkanið „tiltekna gyðingasagn- fræðinga“, sem eru meðal sexmenn- inganna, um „ábyrgðarlausar athafn- ir“ sem Gumbel segir að hafi orðið til þess að störf hópsins hafi stöðvast í síðasta mánuði. Heimsráð gyðinga (WJC) tilkynnti í síðasta mánuði að samstarfsnefnd kaþólskra og gyðinga, sem sett var á fót 1999, hefði frestað störfum sínum því að Vatíkanið hefði meinað hópn- um um aðgang að skjalageymslum frá tímum helfararinnar þegar um sex milljónir gyðinga voru myrtar undir stjórn nasista í Þýskalandi. „Ef við fáum ekki einhver jákvæð viðbrögð við beiðni okkar um skjöl úr safninu, sem ekki hafa verið birt, get- um við ekki viðhaldið áreiðanleika okkar í augum þeirra mörgu, kaþ- ólskra, gyðinga og annarra, sem hafa hvatt til þess að aðgangur að skjala- söfnum verið frjálsari,“ sagði í bréfi WJC til Vatíkansins, er birt hefur verið fjölmiðlum. Bréfið var undirrit- að af fimm sagnfræðinganna, tveim- ur kaþólskum og þremur gyðingum. Gumpel sagði að kvartanir WJC væru „ástæðulausar og greinilega settar fram sem áróður gegn hans heilagleika.“ Sakaði hann „suma“ gyðingana í hópnum um að hafa gefið út „fordómafullar og hlutdrægar“ yf- irlýsingar. Sexmannanefndin var sett á fót í því skyni að binda enda á deilur um afstöðu Píusar páfa 12. á þeim tímum þegar nasistar söfnuðu saman gyðingum og myrtu þá. Gumpel fullyrðir að nefndin hafi haft aðgang að þeim 12 bindum af skjölum Vatíkansins sem birt hafa verið varðandi stríðstímana og sagði að tæknilegar ástæður væru fyrir því að takmörk væru fyrir aðgangi að öðrum skjölum Vatíkansins varðandi Píus páfa. Öll skjöl verða aðgengileg „Hver einasti sagnfræðingur veit að maður getur ekki rannsakað skjalasafn sem ekki hefur verið skráð og flokkað,“ sagði Gumpel. „Nýverið hefur því verið haldið fram að Vatíkanið ætli alls ekki að opna skjalasöfn sín. Þetta er beinlínis rangt vegna þess að eins og nefnd- armönnum var gert ljóst munu þeir, og allir aðrir sagnfræðingar, fá að- gang að öllum skjölum um embætt- istíð Píusar 12. eins fljótt og auðið er.“ Gyðingasagn- fræðingar gagnrýndir Píus XII páfi. Vatíkaninu. AFP. Vatíkanið og helförin gegn gyðingum BRESKUM leigubílstjóra brá heldur betur í brún á dögunum þegar hann uppgötvaði að farþegi sem hann tók upp í bílinn var son- ur hans, en hann hafði leigubíl- stjórinn ekki séð í 34 ár. Bílstjór- inn, Barry Bagshaw, sagðist hafa orðið hvumsa við endurfundina. „Ég þekkti hann ekki í fyrstu en það var stórkostlegt þegar ég gerði það,“ sagði hann. Fundum feðganna bar saman í bænum Peacehaven í suðurhluta Eng- lands en sonurinn, Colin, hafði talið föður sinn látinn. Eftir að feðgarnir höfðu grátið gleðitárum fögnuðu þeir endurfundunum með því að opna kampavínsflösku. Barry skildi við eiginkonu sína er hann sinnti herskyldu í Hong Kong og missti þá tengsl við börnin sín. Hitti týndan son eftir 34 ár London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.