Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 36

Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ tekur til máls Víkingur Guðmundsson á Grænhóli: „Kæri Gísli! Ég þakka þér alla þættina í Morgunblaðinu og öll okkar samskipti. Ég óttast svolítið um íslenskuna, þegar Megas verð- ur tekinn við varðveislunni á tungunni. Það er sorglegt hvernig mál- far er orðið í fjölmiðlunum og virðist óhjákvæmilegt að texta mál sumra flytjenda. Raunar ætti að nægja að texta slett- urnar, því að fólk mundi þá fremur vanda málfarið. Ég ólst upp við að það væri talað um að styðja ýms góð málefni, styðja lítilmagnann, styðja þann sem stóð höllum fæti. Nú er búið að nýíslenska þennan stuðning og nú heitir þetta að styðja við bakið á öll- um. Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri ræddi fjálglega um að borgin þyrfti að „styðja við bakið á Háskólanum“. En framhliðina. Hvað um hana? Svo eru það veitingarnar. Það er víst búið að sameina þær allar nú á þessum samein- ingartímum. Menn veita pen- ingum, og menn veita styrkjum og menn veita vínum, og svo veita menn vatni og öllu sem rennur. Sameiginlegt veitu- kerfi? [Innskot umsjónar- manns: V.G. biður menn óbeint að gleyma því ekki, að sögnin að veita stýrir oft og iðulega þolfalli, sbr. veita vín.] (Víkingur áfram:) Þegar ég var að alast upp, var sterk hreyfing meðal ungra manna í þá átt að tala hreina ís- lensku, losna við dönsku slett- urnar. Þá hétu allir nýir hlutir upp á dönsku. Þetta þótti ungu fólki ótækt, og hreyfing var sterk í þá átt að finna íslensk orð yfir þessa hluti. Nú er það enskan. Það er al- gengt að ensk setningaskipan sé í máli manna, en íslensk orð. Nú eru gamlir hlutir lagðir til hliðar, en nýir „taka yfir“. Reglur í íslensku máli eru margar öðruvísi en í ensku. Má þar nefna töluorðin. Í íslensku ræður síðasta talan í setningu í tölum, tölulegri beygingu setn- ingarinnar, til dæmis 61 kg í nf., 61 kg í þf., 61 kílógrammi í þgf. og 61 kg í ef. En í ensku virðist tala setningar miðast við fjölda þess sem um er rætt. [Umsjónarm. eykur við öðru dæmi: Við segjum 21 köttur, Englendingar 21 cats.] (V.G. áfram:) Talan fjórir þvælist dálítið fyrir mönnum. Ég heyrði þul RÚV nefna „fjóra og hálfa milljón“ um daginn, og nokkru áður heyrði ég nefndan „fjóran og hálfan milljarð“. Menn þurfa að læra að fara með stóru töl- urnar líka. Íslendingar þyrftu að eignast nýja Fjölnismenn á þessari öld til að endurvekja þjóðlegan metnað fyrir tungunni. Tungan er það dýrmætasta sem við eig- um. Ef við glötum henni, þurrkast þjóðin út. Það er ekki nóg að veiða fisk eins og skarf- urinn og fljúga svo suður á Reykjanes og bíða eftir að það vaxi stærri vængir, svo við get- um flogið lengra. Ég get ekki lokið þessu bréfi án þess að minnast á sjónvarp- ið. Ég er hættur að geta horft á það nema aðeins fréttirnar. Þar er að mestu leyti töluð enska og ég er orðinn of gamall til að læra málið, þegar það er fyrir mér haft, eins og börnin. Að horfa á mynd og lesa texta samtímis er ekki á mínu færi og ég heyri á fleira eldra fólki að það ræður ekki við þetta. En ég les Moggann því meira. Ég er nú að hætta nöldrinu, en ég get ekki annað en amast við nýyrðinu sláttuorf. Mér finnst það óþarft. Vertu kært kvaddur.“ Umsjónarmaður tekur fast í streng með V.G. um „sláttuorf- ið“. Orf er amboð til þess að slá með gras. Í staðinn fyrir „sláttuorf“ mætti nota raf- magnsorf um þau orf sem með því afli eru knúin. Ég þakka svo Víkingi bréf hans góð fyrr og síðar og ára- langa baráttu hans fyrir móðurmáli okkar.  Þá hefur umsjónarmanni borist bréf, undirritað Íslands- bersi. Það hljóðar svo: „Að vera að gera... „...verð á fiskimjöli...hefur- ...verið að hækka.“ Svo segir í verðbréfafréttum Búnaðar- bankans, sem enduróma rit- hátt, sem nú er í tísku. Verðið hækkar ekki, það er að hækka. Fyrirtækin eru að sýna tap- rekstur. Gengi krónunnar er að lækka...o.s.frv. Menn eru að sulla sagnorðum í setningar, – óþarft að vera að því. Eins og kerlingin sagði (en karl hennar þagði): „To be“ – eða var það „not to be?“ Innilegustu kveðjur.“  Óðar sendir glóey glit, glampa strendur víða, góðar lendur vilji, vit, vænar hendur prýða. (Kristján H. Benediktsson; sléttubönd hringhend.)  „Hver er sú ólukka í heim- inum, er reiðin ekki af stað komi? Hún er verkfæri allra lasta og ódygða, hún er eins og ein púta, sem lifir eftir hvers manns vild. Svo þjónar reiðin öllum skömmum, þegar á þarf að halda.“ (Úr „Reiðilestrinum“ eftirJón Vídalín, predikun milliáttadags og þrettánda.)  Stungið í vasa. Úr lestri í blaði: „Aðalkosturinn við hót- elið er sá, að þar er svo stutt til allra átta.“ Athuga: Í vísu Sverris Páls- sonar í síðasta þætti hefur skotist inn t. „Frostnum“ á að vera frosnum. Þá á djúp að vera með stórum staf, D. Höf- undur og aðrir eru beðnir vel- virðingar. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1122. þáttur HÉR á eftir er velt upp nokkrum þeim atriðum sem minnkandi vinnu- aflsmarkaður mun hafa á hvernig ríkisstjórnir munu þurfa að bregðast við þeirri vá, en einnig hvernig og út á hvað fyrirtæki munu verða rekin í náinni framtíð. Í dag telst rétt tæp- lega helmingur íbúa OECD landa vera á vinnumarkaði og heldur þann- ig uppi velferðarkerfi fyrir alla íbúana. Að þremur áratugum liðnum leggst þessi byrði á herðar 15% færri eða um tvo fimmtu íbúanna. Ástæð- an fyrir þessari þróun er fækkun barneigna og hækkandi lífaldur. Það sem gerir ástandið enn verra er að ríkisstjórnir þessara landa hafa yf- irhöfuð ekki lagt fyrir vegna lífeyr- isgreiðslna ríkisstarfsmanna heldur notað lífeyrisgreiðslur sem gegnum- streymissjóð. Hingað til hafa greiðslur til lífeyrissjóða verið tölu- vert hærri en útgreiðslur og því hafa ríkissjóðir haft meira fé úr að moða en ella. Um 2010 mun hins vegar nær allar þjóðir OECD hafa hærra út- flæði lífeyrisgreiðslna en innflæði. Prófessor Kotlikoff við Boston-há- skólann segir að vandamálið sé svo alvarlegt að ef viðhalda eigi sama kerfi þurfi skattaálögur að hækka sem svarar til 50–100% næstu 30 ár- in. Er því líklegt að þessar þjóðir gangi ekki svo langt að hækka ein- ungis skatta til að standast skuld- bindingar heldur mun fleira koma til. Aðrar leiðir geta verið að hækka líf- eyrissjóðsiðgjöld, hækka ellilauna- aldur og minnka ellilífeyri og lífeyr- isgreiðslur til handa komandi ellilífeyrisþegum. Ríkissjórnir munu þurfa að velja á milli nokkurra óvin- sælla aðgerða til að fjármagna skuld- bindingarnar. Sú óvinsælasta en jafnframt virkasta leiðin er að skera stórkostlega niður í opinberum út- gjöldum og lækka verulega velferð- arskuldbindingar. Önnur leið er að fjármagna skuldbindingarnar með lánum. Þessi aðgerð leiðir til al- mennra vaxtahækkana þar eð eftirspurn ríkisins eftir fjármagni lækkar almennt framboð og veldur því að framboð lánsfjár til einstaklinga og fyrirtækja minnkar en vaxtagengi hækkar. Hærra skuldastig þjóðar lækkar einnig það láns- mat sem hún hefur er- lendis og mun leiða til gengisfellingar á gjald- miðli til lengri tíma litið. Loks geta ríkisstjórnir einfaldlega hækkað skatta, en átt það á hættu að hæfir einstak- lingar og fyrirtæki færi sig um set til ríkja með lægri skatta- álögur. Fyrirtæki munu einnig þurfa að breyta stefnu sinni töluvert til að koma til móts við þessa þróun. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki ekki reitt sig á fyrirgreiðslu stjórnvalda vegna féleysis. Líklega munu fyrirtæki einnig greiða enn hærri vexti og skatta. Þó mun sífellt meiri þrýst- ingur verða á fyrirtækjum að skila miklum hagnaði. Það er vegna þess að fjöldi einstaklinga mun missa trúna á að hið opinbera hafi burði til að greiða ellilífeyri og mun því reiða sig á fjárfestingar einar saman. Sí- fellt harðari alþjóðleg samkeppni á fjárfestingarmarkaði mun leiða til þess að lífeyris- og fjárfestingarsjóð- ir munu herja á fyrirtæki að sýna ávallt gott ársfjórðungsuppgjör. Í staðinn munu fyrir- tæki neyðast til að viðhalda stefnu sem hámarkar skamm- tíma hagnað, oft á kostnað langtíma markaðsþróunar og starfsmannaupp- byggingu. Fyrirtæki sem ekki geta staðið undir væntingum fjárfesta munu neyð- ast til að segja upp starfsfólki í von um að færra starfsfólk geti haldið upp hlutfalls- lega hærri framlegð. Starfsfólk mun einnig finna fyrir þrýstingi af sömu sökum. Dugi þetta ekki til munu mörg fyrirtæki þurfa að færa sig um set á svæði þar sem skattar og vextir eru lægri, framlegð hærri eða starfsmannakostnaður lægri. Hótanir þessara fyrirtækja um upp- sagnir og flutning mun setja gífur- legan þrýstingur á stjórnvöld að halda niðri vöxtum, sköttum og starfsmannatengdum gjöldum, hvort sem það eru launatengd gjöld eða íþyngjandi lög og reglur. Stjórn- völd í þjóðum með öfugan aldurs- píramída og miklar lífeyrisskuld- bindingar eru því í sjálfheldu því það eru ofangreind atriði fram yfir önnur sem munu ákvarða samkeppnishæfi og hagvöxt iðnvæddra þjóða á kom- andi árum. Andri Ottesen Höfundur er viðskiptafræðingur. Lífeyrir Ríkisstjórnir, segir Andri Ottesen, munu þurfa að velja á milli óvinsælla aðgerða til að fjármagna lífeyrisskuld- bindingarnar. Um hlutverk ríkisins og rekstur fyrirtækja Í VIÐTALI á Rás 2 fyrir skemmstu sagði Róbert Melax, einn af stjórnendum Lyfju, að útibúi fyrirtækisins á Stöðvarfirði hefði verið lokað m.a. af öryggis- ástæðum; þ.e.a.s. starfs- maðurinn þar var ófag- lærður og því ekki treystandi fyrir þeirri ábyrgð sem felst í því að afgreiða lyf. Þetta sagði Róbert Melax og það þrátt fyrir að umræddur starfsmaður hefur yfir tveggja áratuga reynslu í afgreiðslu lyfja og er fullkomlega treystandi. Honum hafa aldrei orðið á alvarleg mistök í starfi (sjö, níu, þrettán) og er a.m.k. lyfja- tæknisígildi ef ekki lyfjafræðings. Nú bregður svo við að Lyfja, þetta fyrirtæki sem vill að öryggis sé gætt þegar Stöðfirðingum eru seld lyf, hefur komið á fót kerfi sem engin sið- menntuð og sæmilega skynsöm manneskja hefði látið sér detta í hug. Það kerfi er þannig, að ef senda á lyf frá Egilsstöðum til Stöðvarfjarðar, eru þau sett á áætlunarrútuna og bíl- stjóranum sagt að afhenda þau í Kaupfélaginu. Starfsfólk þar neitar hins vegar að kannast við að vera lyfjaafgreiðslufólk og tekur ekki við þessum sendingum ef kaupfélags- stjórinn er ekki viðstaddur. Þá hefur það gerst að bílstjórinn skilji lyfja- pokann eftir á afgreiðsluborði versl- unarinnar þar sem hann hefur legið þar til kaupfélagsstjórinn hefur kom- ið og tekið hann til varðveislu og af- hendingar. Á meðan hafa margir átt leið um verslunina, bæði heimamenn og ferðafólk sem hefðu getað hirt lyfjapokann án mikillar fyrirhafnar. Nú er rétt að taka fram að bílstjór- inn þarf að halda áætlun og getur ekki beðið eftir að kaupfélagsstjór- inn sem er önnum kafinn maður komi í verslunina og taki við lyfjunum. Því á hann ekki um annað að velja en að skilja pokann eftir. Kaupfélagsstjór- inn er löglega afsakaður því hann er að sinna sínu starfi á sinni skrifstofu eða að erindast í öðrum byggðarlög- um og því að öllu jöfnu ekki í versl- uninni. Afgreiðslu- fólkið tekur þá afstöðu að fyrst starfsmanni lyf- sölunnar á Stöðvar- firði sé ekki treyst- andi fyrir lyfjunum, þá sé því enn síður treystandi þar sem það hafi enga reynslu af því. Þá blasir við að Lyfja, fyrirtækið sem segist vilja setja ör- yggið á oddinn, mein- ar ekki það sem Melax sagði. Því er alveg sama um allt öryggi og vill bara selja lyf með sem mest- um hagnaði svo fjárfestarnir fái há- marks ávöxtun á sínu hlutafé. Það er eina markmið Lyfju, sama hvað Ró- bert Melax talar mikið um öryggi. Ef öryggissjónarmiðið gilti, hefði úti- búinu á Fáskrúðsfirði verið lokað fyrst, því að starfsmaðurinn þar er mun reynsluminni en sá sem var á Stöðvarfirði. Ég vil taka fram að ég er ekki á nokkurn hátt að lasta prýði- legan starfsmanninn á Fáskrúðsfirði sem hefur gegnt starfi sínu með sóma. Ef Lyfja hefði viljað halda áfram að selja okkur lyf og gæta fyllsta öryggis, þá hefði verið rætt við fulltrúa heimamanna og Heil- brigðisstofnunar Austurlands um skertan opnunartíma og minna lag- erhald. Að vísu greiddi Lyfja bara laun fyrir hálft starf en apótekið var opið allan daginn því starfsmaðurinn er líka heilsugæsluritari og hafði opið á meðan hann sinnti því starfi, þann- ig að opnunartíminn hefði lítið skerst. Hlutdeild Lyfju í launakostn- aði hefði bara lækkað. Þess vegna dreg ég í efa að Lyfja hafi verið að tapa fé á afgreiðslunni á Stöðvarfirði. Sem sveitarstjórnar- maður veit ég hver veltan var þegar Stöðvarhreppur rak apótekið og hefði hvaða sérverslun úti á landi sem er verið ánægð með hana. Málið snýst einfaldlega um hámarksarð- semi fjárfesta og stjórnendur Lyfju töldu að Stöðfirðingar myndu halda áfram að versla við þá í gegnum póst- verslun og þannig gætu þeir aukið hagnað sinn um einhverjar krónur. Því hvet ég alla sem þetta lesa og vilja sporna gegn þeirri þróun sem er að verða í þjónustu á landsbyggðinni, að sniðganga verslanir Lyfju sé þess nokkur kostur. Það má vera að íbúar stærri byggðarlaga á landsbyggðinni hafi litla samúð með frændum sínum í krummaskuðunum en þeir ættu að hafa hugfast að næst verður þjónust- an skert hjá þeim þegar fjármagns- eigendur vilja kreista fleiri krónur út úr landsmönnum. Því ber okkur að standa saman og berjast gegn þessu með kjafti og klóm. Þess má að lokum geta, að Lyfja- stofnun hefur lagt blessun sína yfir þetta fyrirkomulag. Björgvin Valur Guðmundsson Höfundur er oddviti Stöðvarhrepps. Útibú Ég hvet þá sem vilja sporna gegn þeirri þróun sem er að verða á þjónustu á landsbyggð- inni, segir Björgvin Valur Guðmundsson, að sniðganga verslanir Lyfju sé þess nokkur kostur. Öryggismál Lyfju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.