Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 29

Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 29 Útsala 20-40% afsláttur Opnunar- tími mán.-fös. 10–18, lau. 10–16 og sun. 13–16. Lækkað verð á - speglum í viðarrömmum, - skenkjum, - stólum, - garðhúsgögnum, - bastkommóðum, - bókahillum, og mörgu mörgu fleira. Stærð 120x70 cm. Verð áður kr. 23.500, nú kr. 18.800. Stærð: Hæð 90 cm, lengd 150 cm, dýpt 45 cm. Verð áður kr. 69.000, nú kr. 59.000. Oval borðstofuborð, stækkanlegt, á hjólum. Stærð: Hæð 78 cm, breidd 120 cm, lengd 200 + 40 + 40 cm, og 8 stykki stólar með leðri í setu. Verð áður kr. 258.200, nú kr. 199.000. Stærð: Hæð 206 cm, breidd 202 cm, dýpt 38 cm. Verð áður kr. 69.000 -30%, nú kr. 48.300. Piramid kommóða. Verð áður kr. 8.900, nú kr. 5.900. Stærð 140x80x48 cm. Verð áður kr. 49.000 -20%, nú kr. 39.200. Bæjarlind 4, 201 Kópavogi, sími 544 4420 Lesandi, sem er kona um átt- rætt, hafði farið í skoðunarferð til slökkviliðsins með sínu kven- félagi. Þessir indælu menn mældu hjá þeim blóðþrýstinginn og sitthvað fleira. Svo sögðu þeir henni að það vantaði líklega súrefni í blóðið hjá henni og að blóðþrýstingurinn væri 205/102. Spurning: Hvað þýðir að mig vanti súrefni í blóðið og hvað er þá helst til ráða? Svar: Fyrst er að nefna blóð- þrýstinginn sem er of hár og er ástæða til að láta mæla hann aftur til að kanna hvort hann er áfram svona hár, sem er ekki al- veg víst. Ef blóðþrýstingurinn er áfram of hár gæti verið ástæða til að gefa blóðþrýstings- lækkandi lyf. Æskilegt er að blóðþrýstingurinn sé ekki mikið hærri en 140/90 en á þessum aldri er ekki alltaf ástæða til að eltast við það markmið. Í blóðinu eru rauð blóðkorn og í þeim er blóðrauðinn (hemóglóbín). Blóðrauðinn er stór sameind sem inniheldur járn, getur bundið súrefni og flutt það um líkamann. Það er þannig hlutverk blóðrauðans og rauðu blóðkornanna að binda súrefni í lungunum og flytja það til allra vefja líkamans sem verða að fá súrefni til að geta lifað og starfað eðlilega. Við eðlilegar aðstæður hjá ungu fólki er blóðrauðinn því sem næst 100% mettaður af súrefni í blóðinu sem kemur frá lung- unum og er að finna í slagæðum líkamans. Súrefnismagn blóðsins ákvarðast bæði af lungna- starfsemi og ástandi hjarta og æðakerfisins. Eitt af því sem gerist hjá öldruðum er að súr- efnismagn blóðsins (súrefn- ismettun blóðrauðans) minnkar vegna minnkaðrar starfsemi lungna og hjarta og teljast þess- ar breytingar til eðlilegra breyt- inga sem fylgja öldrun. Ým- islegt óeðlilegt getur einnig orðið til þess að súrefnismagn blóðsins minnkar og ef súrefn- ismettunin fer undir 85% getur sést blámi t.d. á vörum. Svona breytingar geta orðið við hjarta- bilun og ýmiss konar lungna- sjúkdóma. Sumir anda illa vegna offitu, lömunar eða of- skömmtunar vissra lyfja og get- ur það leitt til lágrar súrefn- ismettunar í blóði. Sama er að segja um nokkra tiltölulega al- genga lungnasjúkdóma eins og langvinna lungnateppu- sjúkdóma, astma og lungnabjúg. Hægt er að gera tiltölulega ein- föld próf til að kanna hvort or- sakir súrefnisskorts í blóði er frekar að finna í lungum eða í hjarta og æðakerfi. Eitt af því sem margir geta gert til að bæta súrefnismagn í blóði er að bæta líkamlegt ástand sitt með því að grennast og stunda heppilega hreyfingu eða líkams- þjálfun. Ef um er að ræða sjúk- dóma í lungum eða hjarta þarf að meðhöndla þá eins og kostur er og forðast lyf eða annað sem slævir öndun. Þeir sem eru með lungnabilun, oftast vegna lang- varandi reykinga, geta þurft á stöðugri súrefnisgjöf að halda og þurfa alltaf að hafa súrefn- iskút hjá sér. Hvernig sem allt snýst ætti bréfritari að fara til læknis og láta kanna ástand sitt. Getur vantað súrefni í blóðið? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Rauð blóðkorn  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.