Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri, er heið- urslistamaður Borgarbyggðar árið 2001 og fékk þá útnefningu í upphafi sumars á setningu Borg- arfjarðarhátíðar í Reykholti. Hann var þá staddur í sumarfríi á Spáni en sendi elsta son sinn til að taka við viðurkenningar- skjali og fjárupphæð. Guðmund- ur segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig og hvatningu til þess að halda áfram í listsköpun og að aðalatriðið sé að vinna sín sé metin. Listamaðurinn fæddist á Hornafirði árið 1936 og bjó þar til 8 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og segir stundum að þá hafi æskunni lokið. Eftir að Guðmundur kom til Reykjavíkur gekk hann í Lind- argötuskóla hjá Jóni Gissurar- syni, síðan í Gaggó Aust og fór þaðan í Kennaraskólann. Þar var listnám skylda alla fjóra veturna og kenndi Jóhann Briem. Meðal annars var lagt upp úr töflu- teikningu eða hvernig kennari gæti teiknað á töfluna og tekið próf í þessu. Annars listnáms afl- aði Guðmundur sér í Danmörku veturinn 1973–74 í danska kenn- araháskólanum. Skrapp í Borgarnes Árið 1959 skrapp Guðmundur í Borgarnes og er þar enn. „Fyrst kom ég sem kennari við gagn- fræðaskólann og kenndi raun- greinar. Ég tók við skólastjórn 1978 og hætti 1998. Mér fannst þetta kjörinn tími til að hætta, en ég er þó enn að kenna fáeina tíma í grunnskólanum. Áður hafði ég þessa myndlist og sköp- un sem tómstundagaman en núna er það orðið að aðalstarfi og þá er kennslan hobbí.“ Guð- mundur segir að listsköpunin hafi verið sér slökun og losað hann við stressandi hversdag- leikann. Hann kenndi teikningu í mörg ár en segir hins vegar að á meðan hafi hann ekkert teiknað sjálfur. Guðmundur hefur málað með olíukrít og olíulitum auk þess að vinna skúlptúra úr leir og tré. Peysufatakonur, englar, dvergar og jólasveinar eru meðal þess sem hann hefur töfrað fram. „Ég á svo góða nágranna og vini, þeir sem fella tré úr görðunum sínum koma með þau til mín. Jólasveinarinir eru allir gerðir úr reynitrjám og það er virkilega gaman að smíða úr íslenskum við. Ég hef líka málað alveg ógrynni á drumba eða rekavið, þeir gefa manni sjálfir myndefn- ið,“ segir Guðmundur. „Ég hef teiknað mikið af allskonar merkj- um og fánum, t.d. merki Vírnets, Vöruflutninga Vesturlands, ég hef teiknað í ferðabæklinga og jólakort, síðast fyrir Félag heyrnleysingja, og svo hef ég teiknað eigin jólakort alveg frá 1970 að sjálfsögðu.“ Borgarfjörður í nýju ljósi Fyrstu sýninguna hélt Guð- mundur í Borgarnesi í stúkuhús- inu árið 1962. Hann sýndi þá myndir unnar úr olíukrít og nokkrar olíumyndir. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar í Borgarnesi, eina í Munaðarnesi, Hveragerði og austur á Horna- firði, auk samsýninga hér, í Reykjavík, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. „Ég hef verið mjög lánsamur að selja nánast allt upp á sýn- ingum og sýningarnar hafa gefið mér þá athygli sem þarf til að selja áfram. Gallerí fyrir sunnan eru að fal- ast eftir verkum, en það er reyndar þurrabúð hjá mér núna. Ég þarf að sinna þessu, því sem betur fer eru alltaf einhverjir sem vilja eiga það sem ég bý til, og ég er mjög ánægður með það,“ segir Guðmundur og bætir við að sig langi til að setja upp sýningu sem heitir „Borgarfjörð- ur í nýju ljósi“ og er þá að hugsa um mótív héðan úr Borgarfirði sem hann myndi þá skálda upp. „Ég hef mikið glímt við Hafn- arfjallið og er enn að glíma við það. Það er erfitt að gera mynd- efni úr þessu fjalli, það er yf- irþyrmandi ef maður málar það, þá eiginlega gleypir það alltaf alla myndina. Ég er alveg ákveðinn í að vinna þetta fjall og gera eitthvað úr því.“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Guðmundur málar foss. Guðmundur Sigurðs- son heiðurslistamaður Borgarbyggð Tréskúlptúrinn „dans aldanna“ eftir Guðmund. UM helgina verður 50 ára afmæli Þorlákshafnar minnst með fjöl- breyttri dagskrá. Dagskráin í dag hefst á hafnarsvæðinu þar sem bæjarbúum, gestum og gangandi verður boðið til morgunverðar. Hátíðarmessa veður í kirkjunni kl. 10.30 og klukkustund síðar verður hátíðarstund við Ráðhúsið þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpar listaverk eftir Helga Gíslason, myndhöggvara. Eftir hádegi verður fjölbreytt skemmtun á hafnarsvæðinu þar sem m.a. fyrirtæki í Þorlákshöfn kynna afurðir sínar og gefa að smakka, boðið verður upp á skemmtiatriði og leiktæki fyrir börnin ásamt veitingasölu og harmonikkuleik. Um kvöldið verð- ur kveiktur eldur, sunginn fjölda- söngur og skotið upp flugeldum. Að lokum verður stiginn dans á bryggjunni. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, segir það von bæjarstjórnar Ölfuss og allra þeirra sem koma að undirbúningi afmælisins að bæjarbúar taki þátt í hátíðarhöldunum og að margt góðra gesta sæki Þorlákshöfn heim í tilefni afmælisins. Allir séu hjartanlega velkomnir. Forsetinn heim- sækir Þorlákshöfn Þorlákshöfn Þorlákshafnarbúar kunna vel að meta sundlaugina og ætti enginn sem þangað kemur sem gestur að láta þessa paradís fram hjá sér fara. Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson SUMARIÐ er útivistartími kúnna og kærkomin tilbreyting fyrir þær frá því að vera lokaðar inni í fjós- um. Oft bera þær í haganum og leita þá út úr kúahópnum til þess að vera einar hjá kálfunum í háu grasi eða næstu laut þar sem fáir sjá til. Ef langt er í fjósið er óvíst að nýfæddir kálfar geti gengið alla leið heim og því þarf að leita að far- artæki. Þá koma hjólbörurnar í góðar þarfir og getur talist ágætur „barna- vagn“ þegar svo ber undir. Kýrin Humla í Reykjahreppi var Ánægð kýr í haganum Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon ánægð með þetta fyrirkomulag og elti kálfinn í hjólbörunum langa leið í fjós- ið sitt eftir að hafa karað hann og snyrt næturlangt og leyft honum að sjúga að vild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.