Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ E NSKAN er orðin bindiefnið í Evrópu, að því er fram kem- ur í grein í nýjasta hefti viðskipta- tímaritsins Business Week. Fólk er ekki gjaldgengt á vinnumark- aðnum nema að hafa gott vald á enskri tungu, og er þá ekki bara átt við forstjóra og starfsfólk fjár- mála- og tæknifyrirtækja, heldur allan evrópska vinnumarkaðinn. En í sömu andrá og enskan bindur Evrópuþjóðir saman stíar hún þeim í sundur. Þessi kunnátta er ekki allra. Rannsóknir hafa sýnt að 41% íbúa Evrópu segist kunna ensku en að- eins 29% geta haldið uppi samræðum á tungumálinu. Það er því ljóst að mynd- ast hefur breitt bil á milli þeirra sem hafa kunnáttuna og þeirra sem ekki hafa hana. Bilið er kyn- slóðabil, menntunarbil og bú- setubil. Þeir sem tala ensku eru farnir að krefjast 25–35% hærri launa en þeir sem ekki tala heimstunguna verðandi. Ritarar sem ekki kunna ensku verða að gera sér 30% lægri laun að góðu ef þeir eru svo heppn- ir að fá vinnu yfir höfuð. Með æ fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum verður enskukunnátta ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Þegar kynslóðin sem nú er kom- in á miðjan aldur var að hefja störf voru fá alþjóðleg fyrirtæki starf- andi í Evrópu en eru nú mörg- hundruð. Þá sinntu sérstakir sér- fræðingar samskiptum við erlenda aðila en nú er litið svo á að sam- skipti séu auðveld og eigi að vera á allra færi. Því meiri samskipti, því betra. Tölvupósturinn hefur auð- veldað þessa þróun og mörg fyr- irtæki hafa þá reglu að tölvupóst- samskipti skuli fara fram á ensku, hvort sem þau eru á milli manna með sama móðurmál eða innan breiðari hóps. Þessi þróun hefur teygt anga sína til Íslands og fara tölvupóstsamskipti fram með þess- um hætti innan sumra fyrirtækja sem skilgreina sig sem alþjóðleg fyrirtæki. Forsvarsmenn ýmissa erlendra fyrirtækja hafa gengið enn lengra og gert enskuna að fyrirtækjamáli og nær það þá út fyrir tölvupóst- inn. Á öllum starfsstöðvum við- komandi alþjóðlegra fyrirtækja, hvort sem þær eru í Þýskalandi, Finnlandi eða á Spáni, er þá ensk- an töluð og skrifuð. Stórfyrirtæki eins og Nokia og Alcatel hafa fyrir löngu tekið upp þessa stefnu. Til að slá á hættu á spennu og togstreitu milli starfsmanna fyr- irtækja sem hafa sameinast yfir landamæri hefur enskan verið gerð að fyrirtækjamáli í stað ann- ars hvors þeirra tungumála sem ríktu innan viðkomandi tveggja fyrirtækja. Þessi varð raunin við samruna franska fyrirtækisins Rhone Poulenc og þýska Hoechst sem sameinuðust í Aventis fyrir tveimur árum (reyndar var það nú sterkur leikur að breyta nafninu úr þessum tveimur tungubrjótum). Þar sem menntunar- og efna- hagsástand er gott, í Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og víðar í Vestur-Evrópu, er enskukunnátta nokkuð góð og fer enn batnandi. Ísland má telja í hópi þessara landa. Á Miðjarðarhafssvæðinu og í Austur-Evrópu er enskukunnátta í lakara lagi og gerir það að verk- um að þessi svæði verða undir hvað varðar erlenda fjárfestingu og atvinnustig. Til dæmis tala að- eins 5–10% starfsmanna í ítölskum bönkum ensku. 67% af Evr- ópubúum á aldrinum 15–24 ára tala ensku en 18% af þeim sem eru eldri en 55 ára. Íslendingar eiga að íhuga það al- varlega að skilgreina sig sem tví- tyngda þjóð. Eitthvað á þessa leið voru ummæli framámanns í ís- lensku viðskiptalífi sem í vetur spunnust um heilmiklar umræður. Rök athafnamannsins voru á þá leið að hvort sem Íslendingum lík- ar það betur eða verr eru þeir orðnir þátttakendur í alþjóðlegri samkeppni sem á eftir að aukast á komandi árum. Business Week lýsir því greinilega að enskukunn- átta er orðin nauðsynleg á evr- ópskum vinnumarkaði. Íslend- ingar þurfa þó ekki að ýta undir þá þróun með því að gera ensku enn hærra undir höfði en nú er. Vissulega þarf að leggja meiri áherslu á tungumálanám en nú er gert. Taka má undir sjónarmið um að tungumálanám ætti að hefjast fyrr, þegar nemendur eru enn á næmiskeiði en því lýkur við 10 ára aldur. Þá á líka að leggja áherslu á fleiri tungumál en ensku; Evrópu- málin. Það er „kúl“ að kunna ensku. En það er ennþá meira „kúl“ að geta átt samskipti við við- skiptavini eða samstarfsmenn á þeirra móðurmáli sem gæti verið franska eða finnska. Og það er ekki síður „kúl“ að tala tungumál sem á sér langa sögu og sterkar rætur eins og íslenskan. Íslensk fyrirtæki, jafnvel þótt þau kalli sig alþjóðleg fyrirtæki, eiga ekki að taka upp ensku sem fyrirtækjamál. Starfsfólk Flug- leiða á ekki að svara „Æslander“ í símann, frekar en starfsfólk Eim- skips ætti að svara „Stímsjipp“. Allt frá því danskan var hreins- uð úr íslenskunni hefur stoltið lýst af Íslendingum yfir þeirri stefnu að smíða nýyrði yfir ný fyrirbæri sem fram koma. Við segjum þyrla og tölva með glampa í augum (en að reyna að útskýra slíka nýyrða- smíð t.d. á norsku er þrautin þyngri). Yngri kynslóðin kann að meta þetta þrátt fyrir allt tal um viðskiptatækifæri í útlöndum. Mér bregður við þegar farið er að slaka á í þessum efnum. Okkur þykir t.d. sjálfsagt að teiknimyndir séu talsettar og titlar þeirra ís- lenskaðir. Teiknimyndin Shrek er nú sýnd í nokkrum kvikmynda- húsum, talsett á íslensku að vísu, nema söngvarnir, en aðalpersónan ófrýnilega, Shrek, heitir ekki Skelkur eða Skrekkur eins og ligg- ur beint við, heldur er hann kall- aður „Srekk“ sem mörgum þykir erfitt að bera fram og enginn skil- ur. Kvikmyndahúsafrömuðir eiga ekki að sleppa með skrekkinn. Evrópu- málin Allt frá því danskan var hreinsuð úr ís- lenskunni hefur stoltið lýst af Íslendingum yfir þeirri stefnu að smíða nýyrði yfir ný fyrirbæri sem fram koma. Við segjum þyrla og tölva með glampa í augum. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is ÓLAFUR G. Einarsson, fyrrver- andi forseti Alþingis, ráðherra og stjórnarmaður í Lyfjaverslun Ís- lands hf., núverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, ritar kostulega grein í Morgunblaðið fimmtu- daginn 9. ágúst. Í henni er fjallað um mál, sem mikið hefur verið í fjölmiðlum á þessu sumri, og varð- ar tilraun fyrrverandi stjórnar Lyfjaverslun- ar Íslands hf. til að láta Lyfjaverslunina kaupa hlutafé í Frum- afli hf. af Jóhanni Óla Guðmundssyni á 860 milljónir króna. Sama dag birtist viðtal við Ólaf í DV um málið. Nauðsynlegt er að fara nokkrum orðum um þessi útspil formanns bankaráðsins. Vanhæfur? Ólafur segist, áður en hann varð við beiðni um að taka sæti í stjórn LÍ, hafa haft mikinn áhuga á starf- semi Frumafls og fyrirætlunum þess um rekstur á vistheimili fyrir aldraða í Sóltúni. Kveðst hann hafa átt þess kost fyrir atbeina Jóhanns Óla að fylgjast með þróun þessa verkefnis og stundum að leggja orð í belg. Sér hafi verið vel kunnugt um áhuga innan LÍ á að kaupa Frumafl. Þess vegna hafi hann orð- ið við beiðni um að taka sæti í stjórn LÍ. Hvað er formaður bankaráðsins hér að segja? Hann er að lýsa því, að hann hafi tekið sæti í stjórn þessa markaðshlutafélags gagn- gert í þeim tilgangi að láta það kaupa Frumafl af stærsta hluthaf- anum í félaginu, Jóhanni Óla Guð- mundssyni. Verða orð Ólafs jafnvel skilin svo að hann hafi sjálfur verið þátttakandi í starf- semi þessa félags, að minnsta kosti sem sérstakur áhugamað- ur og einhvers konar ráðgjafi. Ólafur G. Einarsson var kosinn í stjórn LÍ með tilstyrk atkvæða Jóhanns Óla Guðmundssonar. Í 56. gr. laga um hlutafélög eru lagðar skorður við því að stjórnarmenn í hlutafélögum taki þátt í meðferð máls ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem fara í bága við hagsmuni félagsins. Verður ekki betur séð en Ólafur G. Einarsson hafi, af þeim ástæðum sem hann sjálfur lýsir í grein sinni, verið vanhæfur til að fjalla um kaupin á Frumafli í stjórn LÍ. 700 milljónir fyrir ekki neitt Ólafur fjallar um málið í grein sinni án þess að nefna verðið sem átti að greiða fyrir Frumafl einu orði. Ágreiningurinn um málið inn- an LÍ snerist þó einungis um verð- ið. Ólafur virðist telja, að allir þeir sem sýnt höfðu áhuga á að kaupa Frumafl hafi viljað gera það án til- lits til verðs. Svo mikið er ljóst, að Ólafur vildi láta LÍ kaupa án tillits til verðs. Hann vildi láta þetta markaðshlutafélag greiða hluthaf- anum í LÍ, Jóhanni Óla Guðmunds- syni, 860 milljónir króna fyrir Frumafl. Í lögum um hlutafélög eru skýr ákvæði um hvernig standa skuli að ákvörðunum um af- hendingu á aukningarhlut í félagi, þegar endurgjaldið er annað en reiðufé, eins og hér var. Þar þarf m.a. að koma til mat hlutlausra sérfræðinga um að verðmætið svari að minnsta kosti til hins um- samda endurgjalds. Það er ekki nóg með að formaður bankaráðs Seðlabankans hafi viljað láta þetta markaðshlutafélag kaupa þessa hluti af Jóhanni Óla, án þess að farið yrði að þessum lagaákvæðum. Hann vildi hreinlega að hlutirnir yrðu keyptir á 860 milljónir króna, án þess að hinn lögmælti undirbún- ingur ætti sér stað. Ekki veit ég, hvort Ólafi G. Einarssyni var kunnugt um það í júnímánuði, að viðskiptabanki LÍ hafði að beiðni stjórnar félagsins metið verðmæti Frumafls á 100–150 milljónir króna, en þar var aðeins um að ræða mat á viðskiptavild þar sem eigið fé félagsins var óverulegt. Stjórnarformaðurinn, Grímur Sæ- mundsen, afpantaði matið þar sem það hentaði ekki fyrirætlunum þeirra Ólafs og fleiri stjórnar- Jón Steinar Gunnlaugsson Viðskipti Það blasir við, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, að hér var gerð tilraun til að afhenda þessum stóra hluthafa í LÍ fjár- muni út úr félaginu, sem nema sýnilega meira en 700 milljónum króna, fyrir ekki neitt. Formaður banka- ráðs Seðlabankans LYFJABANNI var upphaflega komið á að kröfu almennings eftir dauðsföll á leikvangi fyrir allra augum vegna misnotkunar lyfja. Þetta var árétt- að á fundi Alþjóða- ólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne 1999 með þátttöku stjórnvalda og að lyfjareglur ættu að gilda jafnt fyrir alla. Íþróttamenn krefðust tíðra prófa og ákveð- inna refsinga. Megin- þorri lyfja á bannlista eru hinsvegar fullkomlega réttmæt lyf í læknisfræði séu þau notuð rétt. Á listanun er t.d. hjartalyf, in- súlín og hormónalyf. Lyf er sett á listann þegar vitað er að íþrótta- menn eru farnir að misnota þau. Sigríður heldur því fram að af listanum séu aðeins insúlin og ast- malyf leyfð með undanþágu. Sig- ríður VEIT MIKLU BETUR. Hún hefur undir höndum skrá, ítarleg- an lista Alþjóðakörfuboltasam- bandsins yfir sjúkdóma, sem þarfnast lyfja úr öllum flokkum listans, t.d. testósteróns, vaxtar- hormóns og jafnvel amfetamíns (ofvirkni). Íþróttamenn verða þá að leggja fram sannanlegar lækn- isfræðilegar upplýsingar og stund- um undirgangast ákveðið eftirlit. Í síðasta lagi verða þeir að segja frá lyfjanotkun við próf- töku. Enginn munur er gerður á lyfjum, sjúkdómum eða ein- staklingum, nema far- ið er að krefjast ít- arlegri sannana um astma vegna þess fjölda sem segist hafa þann sjúkdóm. Afrit af jákvæðu prófi fer jafnframt til IOC og viðkomandi alþjóða- sérsambands og er því aldrei prívatmál. Við Sigríður erum sennilega aðeins sam- mála um eitt. Hvorugt okkar gæti fundið það alþjóðasér- samband sem tæki gild læknisvott- orð eftir að íþróttamaðurinn er bú- inn að lýsa því yfir skriflega að hann taki engin lyf og hafi því enga sjúkdóma, hvað þá ef vott- orðið sannar ekkert. Íþróttamað- urinn yrði að taka út refsingu, ann- að gerði lyfjaeftirlit marklaust ef jafnræði ætti að ríkja meðal íþróttamanna. Sýknun í slíku til- felli þrátt fyrir skriflegt álit IOC, viðkomandi alþjóðasérsambands og læknaráðs er einsdæmi í sögu lyfjaeftirlits og gerist ekki vegna orðalags reglugerðar. Sigríður biður mig að rökstyðja ásakanir í garð forseta ÍSÍ um íhlutun í val íþróttamanna til lyfja- prófs, framkvæmd refsinga og ákærur. Það gerði ég skilmerki- lega á fundi ÍSÍ sem hún stjórnaði og á að vera skráð í fundargerð fyrir alla að sjá. Sigríður segir mig bæði vera höfund og jafnframt vankunnugan um lyfjareglur, þær eiga að vera bæði fullkomnar en þarfnist endur- skoðunar! Fleiri rangfærslur og mótsagnir bendi ég ekki á að sinni. Síðustu orð Samaranch, fráfar- andi forseta IOC, voru að betur þyrfti að gera í lyfjamálum. Fyrstu orð Rogge, nýkjörins forseta, voru að það yrði forgangsatriðið. Af- staða og framgangur forseta og varaforseta ÍSÍ er ekki í samræmi við stefnu IOC. Þau hljóta að end- urskoða stöðu sína í íþróttahreyf- ingunni. Athugasemdir vegna greinar Sigríðar Jónsdóttur Birgir Guðjónsson Lyfjamisnotkun Afstaða og framgangur forseta og varaforseta ÍSÍ, segir Birgir Guðjónsson, er ekki í samræmi við stefnu Alþjóðaólympíu- nefndarinnar. Höfundur er í læknanefnd Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins og situr þing þess í Edmonton, Kanada

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.