Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFVIRKT brunaboðun- arkerfi Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflug- velli fór í gang í gærmorgun og var fólk beðið um að yf- irgefa bygginguna. Fljótlega kom í ljós að ekki hafði kviknað í. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli reyndist um falskt eldboð að ræða frá skynjara í loftræstistokk í farþegasal flugstöðvarinnar. Í ljós kom að lega í aðalloft- ræstikerfinu fór og orsakaði „brælu“ í stokknum sem setti reykskynjara hans af stað. Í þessu tilviki glumdi rödd í hátölurum sem hvatti fólk til að yfirgefa húsið strax vegna elds. Slökkviliðinu barst tilkynn- ing um atvikið klukkan 10.20 og slökkviliðsmenn sem fóru á vettvang gengu úr skugga um að enginn eldur væri í byggingunni, eins og reyndar öryggisverðir í húsinu voru búnir að átta sig á þegar þeir komu á staðinn. Falskt eldboð í flugstöð Keflavíkurflugvöllur FJÖLSKYLDUDAGUR í Vogum hefst með dorgveiðikeppni á smá- bátabryggjunni klukkan 11 í dag. Síðan rekur einn atburðurinn ann- an fram á nótt. Eftir hádegið verða opin leik- tæki á tjaldstæðinu og á sama stað verður andlitsmálun. Boðið vereð- ur upp á kakó og kleinur og kapp- leiki í og við sundlaugina. Leik- tækjunum verður lokað klukkan 18. Þá tekur við grillveisla í boði Vatnsleysustrandarhrepps, pylsur og kók. Þá verður dansað úti. Dag- skránni lýkur með rómantískri flugeldasýningu á miðnætti. Fjölskyldudagurinn er árlegur atburður. Vatnsleysustrandar- hreppur og ýmis félög í sveitar- félaginu standa fyrir skemmtun- inni, björgunarsveitin Skyggnir, kvenfélagið Fjóla, skátadeildin Vogabúðar og Lionsklúbburinn Keilir. Rómantísk flugeldasýning Vogar Morgunblaðið/Billi Sæmundur Gunnarsson við eitt verka sinna. SÆMUNDUR Gunnarsson mynd- listarmaður, sem búsettur er í Njarðvík, opnar í dag sýningu í Gallery Hringlist í Keflavík. Á sýn- ingunni verða tíu landslagsmyndir, unnar með akrýlmálningu. Sýningin í Gallery Hringlist er fjórða einkasýning Sæmundar. Hann hefur „krassað og teiknað“ frá því hann var barn, eins og hann sjálfur orðar það, og þegar hann var um fermingu var farið að ramma innmyndir hans. Sæmundur hefur sótt fjölda námskeiða í myndlist, meðal annars í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskólanum. Erfitt að samræma vinnu og áhugamál Sæmundur vinnur sem tækja- stjóri, mest við byggingu virkjana. Hann segist ekki taka penslana með sér þangað. Erfitt sé að samræma áhugamálið þeirri vinnu en hann fái þá gott frí frá myndlistinni á meðan. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16–18. Hún verður síðan opin á af- greiðslutíma Gallery Hringlistar á Hafnargötu 29 í Keflavík, virka daga frá kl. 13 til 18 og laugardaga 10 til 14 fram til 25. ágúst næstkom- andi. Sýnir landslags- myndir í Hringlist Reykjanesbær Í GÆR fór fram hátíðleg athöfn í fundarsal Reykjanesbæjar í Kjarna þar sem Ellert Eiríksson, bæj- arstjóri, og Mark Anthony, kafteinn í flotastöð bandaríska sjóhersins á Keflavíkurflugvelli, undirrituðu yf- irlýsingu um vináttusamband á milli Reykjanesbæjar og þeirra sem dvelja á vellinum. Var yfirlýsingin undirrituð á fiskroð. Þann 5. maí 1951 var undirrit- aður tvíhliða varnarsamningur Ís- lands og Bandaríkjanna. Tveimur dögum síðar komu fyrstu varn- arliðsmennirnir hingað til lands. Ellert segir að ekki sé um vina- bæi að ræða þar sem þetta séu ekki tvö sveitarfélög heldur sé um að ræða vináttusamband tveggja sam- félaga. „Það hefur verið mikið samstarf hérna á milli síðastliðin 50 ár á sviði sorpeyðingar, brunavarna, heil- brigðiseftirlits svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur verið mikill samgangur, börn varnarliðsmanna hafa til dæmis verið að æfa með íþrótta- félögum hérna í bænum og þá hafa hundruð íbúa Reykjanesbæjar starfað á vellinum. Það skiptir að sjálfsögðu gríðarlega miklu máli fyrir bæjarfélagið.“ Til þess að efla samskiptin Ellert segir að skrifað hafi verið undir skjalið til þess að efla sam- skiptin. „Það er alltaf verið að skipta um yfirmenn og annað fólk í stöðinni og það er grundvallaratriði að þeir sem eru að koma í fyrsta sinn hing- að til lands geti vitnað í skriflegt samkomulag um samskipti á sviði menntunar, menningar, íþrótta o.fl. Þetta hefur verið munnlegt hingað til en núna er þetta orðið formlegt.“ Að sögn Ellerts er þó nokkuð síð- an þessi hugmynd kviknaði. „Ég og Mark Anthony erum bæj- arstjórar og eigum töluverð sam- skipti. Þessi hugmynd varð til og við höfum þróað hana,“ en Ellert vildi þakka því fólki sem gerði þetta að veruleika innilega fyrir. Ellert sagði mikilvægt að halda áfram góðum samskiptum á milli samfélaganna tveggja. Hann sagð- ist þó ekki hafa skýringu á því af hverju þessi yfirlýsing hafi ekki verið gerð fyrir 20 eða 30 árum. Við athöfnina voru flutt tónlist- atriði, þar sem fulltrúar beggja samfélaganna komu fram, og að lokum var boðið upp á veitingar. Morgunblaðið/Þorkell Mark Anthony og Ellert Eiríksson glaðir í bragði eftir að hafa undirritað yfirlýsinguna. Formlegt vináttu- samband staðfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.