Morgunblaðið - 11.08.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.08.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELDAVÉLINA ÞÍNA SELDU OKKUR Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Við sendum þér nýju eldavélina og sækjum þá gömlu þér að kostnaðarlausu (aðeins á höfuðborgarsvæðinu) Nýja vélin heim að dyrum Við tökum gömlu eldavélina þína upp í, ef þú kaupir nýja eldavél af okkur á meðan birgðir endast. Útlit, aldur eða ástand skiptir engu máli.  Keramik helluborð og ofn saman í pakka  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill og grillteinn Stálofn með keramik helluborði og blæstri  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x49,5x60 cm.  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill og grillteinn  Tímaklukka UMBOÐSMENN UM LAND ALLT U pp ítö kuverð KR. 10.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 50 cm Verð áður 42.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 32.900 Verð áður 84.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.900 Verð áður 64.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 49.900 Verð áður 42.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 32.900 Eldavél U pp ítö kuverð KR. 10.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000 U pp ítö kuverð KR. 15.000  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri Stálklædd eldavél með keramik hellub. og blæstri ZANUSSI  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti + grill  Stækkanlegar hellur  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 89.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 74.900 Hvít eldavél með keramik helluborði og blæstri ZANUSSI  Fjölvirkur blástursofn  Undir- og yfirhiti  Grill  Geymsluhólf  HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 84.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.900 Stálofn með blæstri GUÐNÝ Rósa Ingimarsdóttir býður áhorfendum á sýningu sinni á Hlemmi í lítið ferðalag á milli nokkurra augnablika, eins og svo fallega er að orði komist á vefsíðu gallerísins. Þessi lýsing á vel við andrúmsloftið sem ríkir á sýning- unni en þar má sjá persónuleg verk þar sem listamaðurinn vinnur úr eigin tilfinningaheimi og reynslu og leyfir okkur að upplifa með sér. Ferðalagið byrjar í fremri sal gallerísins með ljósmynd af sam- ansaumuðum nafla í grænleitri sjúkrahússbirtu. Gegnt henni er ljóðrænn texti á vegg: „Sofðu í huga mér ég þreytist.“ Hér er ver- ið að lýsa hugarástandi manneskju, líklegast listakonunnar. Verkið er sett fram á mjög hógværan hátt, ritað smáum stöfum í augnhæð. Í aftari sal heldur ferðin áfram og nýtir Guðný sér ýmsa miðla fyrir list sína. Fyrst ber að geta lítilla dropateljara með agnarsmáum hekluðum hettum og húfum, fest- um upp með títuprjónum. Húfurn- ar eru ljósbláar og húðlitaðar og hver dropateljari minnir á lítið barn. Næst er eina verk sýning- arinnar sem ber titil, en það heitir Overture blue, eða blár forleikur. Á sjúkrahússgrænum palli liggur samanbrotinn barnaullarbolur sem ekki er allur þar sem hann er séð- ur. Þegar hann er brotinn í sundur sést að auk gata fyrir höfuð og hendur er skurðarlaga gat í maga- stað sem kallast á við verkið við hliðina, ljósmyndir af maga á skurðarborði. Búið er að setja sótt- hreinsiefni á magann líkt og verið sé að undirbúa skurðaðgerð og dettur manni í hug keisaraskurður þegar horft er á verkið í samhengi við ullarbolsverkið. Í salnum eru tvö önnur textílverk, tilraunaglös, myndband og ljósmynd sem hengd er upp undir loft sýningarrýmisins. Ljósmyndin sýnir listakonuna í einhverskonar gjörningi að taka af sér þunnan andlitsham. Það má túlka sem löngun listakonunnar til að endurfæðast og kallast ljós- myndin á við verkið með dropatelj- urunum, börnin, og nágræna birt- una í ljósmyndinni af naflanum samansaumaða, en það verk minnir óneitanlega á návist dauðans. Myndbandsverkið er afar fínlegt og stillt og sýnir skuggaspil á maga. Hér er magi listakonunnar enn á ferð og skuggaspilið kemur frá hlut sem ungt barn hennar leikur sér með. Myndavélin er kyrr en við sjáum magann bifast og skuggann hreyfast sem gerir verk- ið ákaflega spennandi. Framsetn- ing myndbandsins er það eina við sýninguna sem betur mætti fara, en að tefla því fram í litlu sjón- varpi úti á gólfi er of ódýr lausn og ekki eins vönduð og annað á sýn- ingunni. Titill sýningarinnar, „Tognuð tunga“, er ráðgáta: Listakonunni er hugsanlega tregt tungu að hræra enda gefur hún sýningar- gestum fáa vegvísa um sýninguna en lætur þess í stað verkin túlka tilfinningar sínar. Háfleygum texta eftir Gauthier Hubert, er ætlað að fylgja sýning- unni úr hlaði en á honum er lítið að græða. Sýningin fjallar um kven- lega reynslu og þá einkum um fæð- inguna og samband móður og barns. Þó um hana megi nota lýs- ingarorð eins og tilfinningaleg, kvenleg, fínleg, viðkvæm og nost- ursamleg finnur maður undir niðri fyrir skrýtinni spennu, ógn eða jafnvel hrolli. Guðnýju Rósu tekst í þessari vel heppnuðu sýningu að spila á fínustu taugar sínar og áhorfandans með afar vönduðum hætti. Vel heppnað ferðalag MYNDLIST G a l l e r í H l e m m u r Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14-18. Til 12. ágúst. BLÖNDUÐ TÆKNI GUÐNÝ RÓSA INGIMARSDÓTTIR Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Eitt af verkum á sýningunni í galleri@hlemmur.is. SAMLEIKUR á básúnu og orgel er ekki algengur, enda eru fá verk til fyrir þessa samskipan hljóðfæra. Samt var básúnan eitt af aðalhljóm- sveitarhljóðfærunum um aldamótin 1600 og þá þegar til í ýmsum stærð- um. Vöntun á sérstaklega sömdum verkum fyrir þessa samsetningu, hef- ur leitt til þess, að básúnistar hafa umritað ýmis verk og á tónleikum Helga Hrafns Jónssonar og Harðar Áskelssonar, sem haldnir voru í Hall- grímskirkju sunnudaginn 5. ágúst voru þrjú viðfangsefnanna umritanir, tvær kóral útfærslur eftir J.S. Bach, sónata eftir Pregolesi og auk þess var sóló-sellósvíta nr 2, eftir J.S. Bach, eitt af meginviðfangsefnum básúnu- leikarans unga. Tónleikarnir hófust á Slá þú hjart- ans hörpustrengi, úr kantötu nr. 157, síðar var Vakna Sínons verðir kalla, úr kantötu nr. 140 og lék básúnan sál- mastefið. Á milli kóralanna var umrit- uð tríósónata eftir Pegolesi í F-dúr, sem verkaði á köflum nokkuð þung- lamalega fyri básúnuna. Athyglisverðasta verkið var sóló- svita nr. 2, fyrir selló, eftir J.S. Bach, Helgi Hrafn lék þetta margslungna verk og erfiða verk utan að og sýndi svo ekki verður um villst að hér er á ferðinni efnilegur básúnuleikari, að ekki sé meira sagt. þrír fyrstu kafl- arnir (Prelude, Allemande og Cour- ante) byggjast á sístreymandi tónferli er gera miklar kröfur til hljóðfæra- leikarans í að halda utan um hljóm- skipan og tónferli tónmálsins, þannig að tematísk framvindan verði skýr. Þetta kom að mörgu leyti vel út, Tví- röddunin í sarabördunni og fyrri meúettinum var nokkuð sniðuglega útfærð, þó að þar munaði mestu á um- ritun og frumgerð. Seinni menútett- inn kom fallega út og sama má segja um lokakaflann „gikkinn“. Helgi Hrafn lék þetta erfiða verk af miklu öryggi og á sannfærandi máta. Orgelsvíta nr. 2, eftir Clérambault, er hljómborðsverk og þar í er frægur Duo en þetta fallega verk, sem í raun er samið fyrir mismunandi raddskip- an t.d. flautur og krummhorn mjög vel leikin af Herði Áskelssyni, Sin- fónía úr Kantötu nr. 156, Ich steh mit einem Fuss im Grabe, er upphaflega ætluð fyrir óbó og tekin úr glötuðum óbókonsert en jaðarþættir hans voru notaðir í sembalkonsert, BWV 1056. Næsta verk var umritun á flautusón- ötu eftir Loeillet og voru bæði verkin leikn af þokka. Lokaverk tónleikanna var frum- flutningur á verki eftir Huga Guð- mundsson, sem hann nefnir Signing og á verkið að vera táknrænt fyrir krossmerkið, þá kristin manneskja signir sig. Það er vandfundið í tónmáli verksins, það sem minnir á þessa at- höfn mannsins, en þó býr í því einhver alvara og rósöm fegurð, sem er af sama stofni og þegar einstaklingur signir sig Guði sínum, til verndar sér og sínum. Trítónus tónbil kemur við sögu og á orgelið eru leiknir þéttir, ómstríðir en fallegir hljómar, á móti kyrrstæðu tónferli básúnuraddarinn- ar og einng brá fyrir kontrapunktísk- um vinnubrögðum. Allt þetta myndar sannfærandi tónbálk, sem ber í sér al- vöru og fegurð. þetta fallega verk var sérlega vel flutt og það var auðheyrt á básúnuhljóminum, að sköpun Huga Guðmundssonar var flytjandanum Helga Hrafni Jónssyni nálæg í hugs- un og tilfinningu, en honum verður eftir þennan konsert ætluð seta meðal efnilegustu tónlistarmanna okkar Ís- lendinga. Hörður Áskelsson átti sinn þátt í þessum skemmtilegu tónleik- um, með sérlega vönduðum undirleik og fallegum flutningi á orgelsvítunni eftir Clérambault. Hugsun og tilfinning Jón Ásgeirsson TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Helgi Hrafn Jónsson og Hörður Ás- kelsson fluttu verk eftir J.S. Bach, Pergolesi, Clérambault, Loeillet og frumfluttu verk eftir Huga Guð- mundsson. Sunnud. 5. ágúst, 2001. SAMLEIKUR Á BÁSÚNU OG ORGEL MYNDLISTAMAÐURINN Díana Hrafnsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu og er hún í Selinu, Gallerí Reykjavík, Óðinsgötumegin. Sýningin ber yf- irskriftina Undir niðri og eru verkin tréristur unnar á þessu ári. Díana útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands, grafíkdeild, með BA-gráðu vorið 2000. Í verkum sínum fjallar Díana um einstak- lingsbundna sýn manna sem teng- ist eflaust tilfinningum, persónu- leika og þroska hvers og eins svo úr verður einhverskonar samspil. Sýningin er opin virka daga kl. 13–18, laugardaga til kl. 16 og stendur til 25. ágúst. Undir niðri í Selinu MYNDLISTARSÝNING Helga Þorgils verður opnuð í Listasafni Borgarness í dag, laugardag, kl. 17. Sýn- ingin ber yfirskriftina Landslag og sýnir listamað- urinn í fyrsta skipti á sínum ferli landslagsmyndir ein- vörðungu og er myndefnið einkum sótt til náttúrufeg- urðar Borgarfjarðar og Dala. Elsta myndin á sýn- ingunni er af Baulu í Borgarfirði frá árinu 1988 en nýjustu verkin eru frá þessu ári. Helgi Þorgils hefur haldið fjölda sýninga og eru mörg verk eftir hann í eigu safna hér- lendis og erlendis. Myndir af verkum lista- mannsins er að finna í gagnagrunni Upplýsinga- miðstöðvar myndlistar- manna: http://www.umm.is/ sub.html. Sýningin er opin þriðju- daga- og fimmtudaga frá kl. 13–20 en alla aðra daga frá kl. 13–18, fram til 25. ágúst en að þeim tíma liðnum er lokað um helgar. Sýningin stendur til 7. september. Landslag Helga Þorgils í Borgarnesi Helgi Þorgils

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.