Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfboðastörf í Dvöl Eins og að skreppa í kaffi til vina Í DVÖL, sem er athvarffyrir geðfatlaða íKópavogi, eru á vet- urna starfandi sjálfboðalið- ar á vegum Kópavogsdeild- ar Rauða kross Íslands. Einn þessara sjálfboðaliða er Rúna Hilmarsdóttir. Hún var spurð hvert væri umfang starfs sjálfboðaliða í Dvöl? „Hver sjálfboðaliði situr eina vakt í Dvöl á mánuði. Við höfum verið með opið þrjá laugardaga í mánuði en stefnum að því að manna fjórðu vaktina.“ – Hvað gerið þið á þess- um vöktum? „Við störfum frá kl. 13 til 16 á laugardögum og það eru jafnan tveir sjálfboða- liðar að störfum í einu. Markmiðið með þessu starfi er að hafa stað þar sem geðfatlaðir geta komið og átt notalega stund saman.“ – Hvar er Dvöl? „Húsnæðið er að Reynihvammi 43 í Kópavogi og við völdum laug- ardaga til samverustundanna vegna þess að á Hverfisgötu 47 er rekið sambærilegt athvarf undir nafninu Vin og þar hittast menn á sunnudögum. Þar hafa sjálfboða- liðar frá Rauða krossinum starfað um árabil.“ – Er svona athvarf mikilvægt fyrir hina geðfötluðu? „Já, það er mikilvægt að hafa stað þar sem hægt er að hitta ann- að fólk og spjalla. Þessi starfsemi styttir helgarnar hjá mörgum sem eiga við geðfötlun að stríða.“ – Hvað er gert annað en að ræða málin? „Starf sjálfboðaliðans er fyrst og fremst að vera á staðnum og ræða við gesti. Í sameiningu er hitað kaffi og stundum bökum við. Þann- ig gerum við okkur öllum dagamun frá þessari daglegu starfsemi sem er í Dvöl á daginn.“ – Er hún mikil? „Já, þar er margvíslegt starf, svo sem myndlistarvinna, ýmiskonar nám og stundum er farið í göngu- ferðir.“ – Hvað eru margir sjálfboðaliðar starfandi í Dvöl á veturna? „Við erum sjö starfandi en vild- um gjarnan fá fleiri til starfa. Eins og er má enginn missa sig ef starfið á að ganga upp og við náum ekki að manna alla laugardaga.“ – Hvaða undirbúning þarf fólk að hafa til svona sjálfboðaliðs- starfs? „Að vera tilbúið að gefa tíma sinn til þessara starfa og hafa gam- an af því að umgangst fólk. Engrar sérmenntunar er þörf.“ – Veitið þið nýjum sjálfboðalið- um einhvers konar þjálfun? „Þegar nýr einstaklingur kemur hér til sjálfboðaliðastarfa þá kemur hann fyrst sem þriðji maður á vakt og síðan er hann með vönum sjálf- boðaliða í starfi þar til hann hefur öðlast reynslu. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, forstöðumaður Dvalar, hefur ásamt Eyrúnu Jónatansdóttur félags- ráðgjafa haft fræðslu- fundi fyrir sjálfboðaliða einu sinni í mánuði. Þar hafa verið teknir fyrir hinir ýmsu geðsjúkdómar og fræðsla veitt um þá. Á þessum fundum höfum við sjálfboðaliðar getað rætt saman um starf og okkar og skjólstæð- inga. Þess ber að geta að við erum auðvitað bundnir þagnarskyldu um allt sem viðkemur okkar gestum þannig þessir fundir eru góður vettvangur fyrir okkur til að ræða saman. Einnig eru tekin fyrir ýmis atvik sem upp hafa komið og hvernig leyst var þá úr málum.“ – Koma upp margvíslegir erfið- leikar í sambandi við þetta sjálf- boðaliðastarf í Dvöl? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Þvert á móti kemur þarna bæði skemmtilegt og yndælt fólk í heimsókn. Mér finnst þetta starf vera eins og að skjótast til vina sinna í kaffi eina dagstund. Gestirnir eru frá tvítugu og yfir sextugt. Við sjálfboðaliðar erum líka blandaðir í aldri, sá yngsti er um þrítugt og sá elsti er rúmlega sextugur. Þetta starf er því fyrir fólk á öllum aldri og með margs konar reynslu.“ – Hvað með kynjaskiptingu gesta? „Almennt á virkum dögum eru konur fleiri meðal gesta í Dvöl en hjá okkur um helgar eru karlarnir í meiri hluta. Ástæðan fyrir því er sú að konur eiga í fleiri tilvikum fjöl- skyldur og eru með þeim um helg- ar en karlarnir eru fremur ein- stæðir og hafa þörf fyrir að hitta fólk á frídögunum. Karlar missa fremur í sínum veikindum tengsl við fjölskyldur sínar en konur gera.“ – Hvert á sá að snúa sér sem vill starfa sem sjálfboðaliði í Dvöl? „Best væri að snúa sér beint í at- hvarfið og gefa sig þar fram. Það eru nú að nálgast tíu ár síðan ég hóf sjálfboðastörf hjá Rauða krossin- um. Ég var fyrst hjá URKÍ, ungmennhreyf- ingu Rauða kross Ís- lands, þá stóð ég vaktir í Rauða kross húsinu. Síðan starfaði ég með Vinalínunni um tíma og nú er ég í Dvöl í fram- haldi af stjórnarsetu hjá Kópa- vogsdeild Rauða krossins.“ – Eiga gestir Dvalar við erfið veikindi að stríða? „Það er mjög misjafnt. En ef- gestir sækja regulega í svona at- hvarf þá er hægt að fylgjast betur með ef breytingar verða á heilsu þeirra.“ Rúna Hilmarsdóttir  Rúna Hilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Kópavogi 1987 og BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991. Hún stundaði nám um tíma í kerfisfræði í Tölvuhá- skólanum. Rúna hefur starfað víða, m.a. var hún við ferða- málastörf í sjö ár en núna vinnur hún við upplýsingatæknisvið á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Rúna á einn son. Karlmenn hafa meiri þörf fyrir að hitta fólk um helgar í Dvöl Svona ekkert oj, oj, oj, bara, svo færðu líka ekta hundsbein handa tíkinni, herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.