Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 11.08.2001, Síða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Ólafssonfæddist í Háa- gerði á Skagaströnd 24. maí 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafur Ólafsson í Háagerði, f. 1856, d. 1906, og Helga Árnadóttir, f. í Eyjafirði 6. júní 1879, d. 25. ágúst 1912. Systkini hans voru: Jón Árnason (sonur Helgu), Helga, María, Guð- ríður og Jón. Ólafur ólst upp hjá hjónunum Ólafi Björnssyni og Sig- urlaugu Sigurðardóttur á Árbakka í Vindhælishreppi. Árið 1935 kvæntist Ólafur Sveinfríði Jóns- dóttur, f. 2. apríl 1898, d. 23. júlí 1967. Þeirra börn eru: 1) Jónmund- ur Friðrik, f. 3. maí 1934, sambýlis- kona Sveinbjörg Björnsdóttir sem er nýlátin, 2) Olga, f. 29. maí 1935, fyrrv. maki Ólafur Þ. Sigurðsson, d. 7. febrúar 2001, 3) Eiðný Hilma, f. 5. júlí 1936, maki Jón Stefánsson, janúar 1916, d. 3. september 1981. Seinni kona hans var Guðrún Sig- urgeirsdóttir, f. 15. maí 1925, d. 27. desember 1983, 2) Guðrún, f. 26. október 1922, maki Baldur Þórar- insson f. 3. október 1921, d. 14. september 1988, 3) Erlenda Stef- ana, f. 15. desember 1923, maki Kristján Fjeldsted, f. 4. febrúar 1922. Ólafur og Sveinfríður ólu upp tvö börn Guðrúnar, þau Gísla Ófeigsson, f. 13. júní 1943, maki Ester Garðarsdóttir, og Sveinfríði Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 16. desember 1947, maki Ásgeir Axels- son. Ólafur og Sveinfríður hófu bú- skap á Borgarlæk á Skaga árið 1933, síðan fluttu þau að Álfhóli í Skagahreppi. Þaðan fluttu þau að Kleif á Skaga árið 1935 og bjuggu þar í 13 ár, er þau fluttu að Kamba- koti í Vindhælishreppi, þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er Svein- fríður lést. Jónmundur sonur þeirra tók þá við búinu. Eftir að Ólafur brá búi dvaldist hann mest í Kambakoti, að undanskildum nokkrum árum sem hann dvaldist í Grindavík og Kópavogi hjá dóttur sinni Olgu. Frá 1990 dvaldi hann síðan á Gauksstöðum á Skaga hjá dóttur sinni Eiðnýju og tengdasyni sínum Jóni. Útför Ólafs fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 4) Ólafur, f. 3. nóvem- ber 1939, maki Hjör- dís Sæunn Þorsteins- dóttir, 5) Guðríður Fjóla, f. 19. janúar 1941, maki Hörður Jó- hannesson, f. 9. sept- ember 1938, d. 7. októ- ber 1988, sambýlis- maður Skarphéðinn Jóhannesson. Fyrir hjónaband eignaðist Ólafur þrjú börn. Þau eru tvíburarnir Þórey og Hallur, f. 3. október 1931. Maki Halls er Guðlaug Berglind Björnsdóttir. Móðir Halls og Þór- eyjar var Guðbjörg Hallbera Guð- jónsdóttir, f. 23. september 1891, d. 3. júlí 1981. Fríða, f. 11. janúar 1933, maki Guðmundur Matthías- son. Móðir Fríðu var Klemensína Guðný Jónsdóttir, f. 25. október 1909, d. 25. júlí 1966. Stjúpbörn Ólafs frá fyrra hjónabandi Svein- fríðar eru: 1) Guðmundur, f. 27. september 1921, d. 24. desember 1998. Fyrri kona Guðmundar var Guðlaug Jóhannesdóttir, f. 31. Hetjan hann pabbi minn er nú farinn frá okkur í bili. Ég samgleðst honum að vera nú laus við þrautir og pínu enda var hann búinn að lifa langa og stranga ævi. Það er margs að minnast þegar farið er að láta hugann reika til baka, það gerist alltaf þegar ættingjar og vinir hverfa yfir móðuna miklu. Ólafur Ólafsson var sérstakur karakter, ég nefni hann hetju því hann var það í mínum huga, hann var margra manna maki við allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem hann var með orfið, að binda upp á klakk úti á sjó á árabátnum sínum, að fiska í soðið eða sækja björg í bú um langan veg í brjáluðum veðrum, á stundum í brjáluðum veðrum. Stundum vissum við börnin og móð- ir mín ekki hvort við sæjum hann aftur heilan á húfi. Ég get ekki stillt mig um að minnast á hestana hans. Þeir voru ekki minni karakter en eigandinn, sem tamdi þá sjálfur og talaði við þá eins og menn, þeir skildu hann fullkomlega og gerðu það sem hann bað þá um. Foreldrar mínir bjuggu fyrstu búskaparár sín á leigujörðum, fyrst í Húnavatnssýslu, svo á Kleif á Skaga, þar þurfti að borga leiguna með því að taka allan rekavið sem rak þar á land, og það var hræðilega erfitt verk og vond aðstaða að koma þessu þangað sem það átti að fara. En það gustaði oft um hann föður minn enda skapstór og vildi láta verkin ganga bæði fljótt og vel. Þeg- ar við bjuggum á Kleif veiktist hann og varð að leita sér lækninga norður á Akureyri, þar var hann skorinn upp við magasári, sem betur fer fékk hann fullan bata. Árið 1949 fluttu foreldrar mínir aftur yfir Skagaheiðina, þau keyptu jörðina Kambakot við Skagaströnd, það var í síðasta sinn sem þau fluttu búferl- um. Í Kambakoti var lítið búið að rækta og engar girðingar, svo allt var opið fyrir seppum nágrannanna. Faðir minn tók til við að stækka túnin og girða landið. Þetta var að sjálfsögðu mikið verk, en barnahóp- urinn var farinn að potast upp, og gat hjálpað til. Í ágúst sama ár og við fluttum að Kambakoti urðum við fyrir því óláni að það kviknaði í bæn- um og allt brann sem brunnið gat. Þetta var hræðilegt áfall því ekki var búið að tryggja þannig að við stóðum eftir allslaus, en það var ekki gefist upp því faðir minn lét innrétta tvær krær í fjárhúsunum og þar bjuggum við í tvö ár á meðan verið var að byggja nýtt hús. Það var ótrúlegt hvað faðir minn og móðir voru dugleg við að berjast áfram. Ég man oft þegar við bróðir minn vorum í skólanum á næsta bæ. Það kom stundum fyrir að pabbi þurfti að sækja okkur út af veðri, þá batt hann okkur við sig, þá var hríðin og veðurofsinn svo mikill að maður sá ekki út úr augunum en alltaf þrammaði hann í gegnum óveðrið og við vissum ekki fyrri til en hann var kominn með okkur heim í hús. Einu sinni man ég eftir að hafa verið stödd langt uppi í dal að smala, þá gerði snjókomu svo mikla að ég sá ekki út úr augunum, ég fór af baki hestinum og var að reyna að átta mig á í hvaða átt ég ætti að fara, en birtist þá ekki faðir minn út úr hríð- arkófinu og mikið óskaplega var ég fegin, því þá vissi ég að mér var borgið. Árið 1967 dó móðir mín langt um aldur fram. Jónmundur bróðir minn var þá í búskapnum með pabba. Eft- ir þetta fór hann suður og var um tíma hjá systur minni og mági í Grindavík, heilsan var farin að bila sem vonlegt var, en hann fór aftur norður í Kambakot og var þar í nokkur ár, en árið 1998 flutti hann til dóttur sinnar og tengdasonar að Gauksstöðum. Þar bjó hann við gott atlæti, og vil ég færa þeim Eiðnýju systur minni og Jóni manni hennar mínar innilegustu þakkir fyrir þeirra góðu umönnun. Ég vil að lok- um geta þess að síðustu árin var fað- ir minn mjög farinn að heilsu en hélt sinni andlegu reisn þar til yfir lauk. Ég kveð þig nú að sinni og þakka þér fyrir allt og bið guð að geyma þig. Þín dóttir, Fjóla. Fyrir um 56 árum fórum við kon- an mín, Erla, frá Reykjavík til æskustöðva hennar að Kleif á Skaga í Skagafirði. Þetta var um tíu klukkutíma ferð enda allt malarveg- ir og óbrúaðar ár. Þegar þangað kom var tekið á móti okkur af mikilli rausn. Ólafur bóndi fór á báti sínum á handfæri við svokallaðan Þursa og veiddi slatta af þorski. Þegar hann kom að landi sendi hann fisk á bæina í kring. Þetta þóttu mér skrýtnar aðfarir, en þá var mér sagt að þarna væru allir fyrir einn og einn fyrir alla. Ólafur var harðdug- legur maður og ósérhlífinn og þótti mér oft nóg um. Kona hans, Svein- fríður, var öllum kostum búin sem góða húsmóður mega prýða og fannst mér mest um hve þrifin hún var gagnvart mat og híbýlum enda skóluð af veru sinni hjá fólki eins og fjölskyldu Gests á Hæli sem gat hennar í bók sem sérstakrar stúlku sem hjálpaði vel til í miklum veik- indum þar eystra. Þar sem jörðin gaf ekki nóg af sér vann Ólafur að jarðabótum fyrir landbúnaðarfélag- ið í Skagafirði og Húnavatnssýslu á fjölda býla vor og haust með plóg og herfi og afbragðshestum sem hann tamdi sjálfur og skilaði afbragðs- verki hverju sinni. Sveinfríður and- aðist 23. júlí 1967 á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Ég þakka Sveinfríði og Ólafi samleið okkar í lífinu. Ég lærði svo margt af þessu sambandi að ég tel mig betri mann en ella. Kærar þakkir, Kristján Fjeldsted. Afi minn fór á honum Rauð, eitthvað suður á bæi. Sækja bæði sykur og brauð, sitt af hvoru tagi. Þessi einfalda vísa kom upp í huga minn þegar ég ákvað að setjast niður og rita nokkur kveðjuorð um hann afa minn. Hún segir nokkuð um hann. Bæði var hann mikill hestamaður hér í eina tíð og einnig veit ég að lífið fór oft ekki mjúkum höndum um hann og samferðamenn hans, þannig að oft hefur þurft að hafa mikið fyrir að sækja sykur og brauð. Mínar fyrstu minningar um afa eru tengdar honum og ömmu í Kambakoti og eru þær einkar ljúfar. Ég man eftir að hafa dvalið þar oft á tíðum sem ungt barn, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum, stórum sem smáum. Þessar minningar eru bað- aðar sól og sumri. Allra fyrstu minn- ingabrotin um afa eru tengd nokkru afar mikilvægu í mínu lífi, nefnilega líkamsrækt. Man ég eftir því að hafa horft á hann í morgunskímunni, að steypa sér kollhnís í rúminu, ásamt því að iðka hinar ýmsu leikfimiæf- ingar, enda var maðurinn ákaflega vel á sig kominn fram á efri ár. Þessar æfingar fannst mér alveg kostulegar, en fannst mér henta mun betur morgunleikfimin okkar ömmu, með Valdimar Örnólfssyni. Ekki man ég eftir að hann afi hafi verið mjög margmáll á þessum tíma, en ég sóttist þó eftir að vera í návist hans. Man ég eftir að hafa fylgt hon- um í fjósið og haldið honum selskap syngjandi hárri raust. Einnig var gaman að fara í skemmuna og horfa á hann berja harðfiskinn, áður en hann var borinn á kvöldverðarborð- ið. Eitthvað reyndi afi blessaður nú að virkja ungviðið við almenn sveitastörf og man ég eftir honum smíðandi hrífur handa minnsta fólk- inu. Þessar smíðar voru afar vinsæl- ar og er ég ekki frá því að þeir sem fengu að handleika þessa sérsmíð- uðu gripi hafi lagt verulega hart að sér og fengið blöðru í lófana, eða tvær. Stundum þurfti að ganga spottakorn til að sækja kýrnar og var það ekki talið eftir, enda þoldi afi okkur ekki leti. Gaman fannst mér að fylgja honum eftir upp á kambinn fyrir ofan bæinn er hann leit eftir hestunum sínum og eru fleyg orðin sem telpukornið lét falla er hún fylgdi honum eftir, ansi stutt í annan endann þá og orðin þreytt. „Afi, ég er svo sybbin, lúin og lasin. Má ég fara á háhest.“ Hló afi dátt að þessu og lyfti mér auðvitað á háhest, þar sem ég sat á heimleiðinnni. Eftir að amma dó og afi brá búi kom hann suður til Grindavíkur og bjó hjá okkur fjölskyldunni um tíma. Með sér tók hann nokkra hesta, því án þeirra félaga sinna held ég að honum hafi ekki mikið þótt til lífsins koma. Vann hann í fiski í nokkur ár og fannst okkur öll- um afskaplega gaman að hafa hann hjá okkur. Sem fyrr var hann alla jafna ekki málglaður, en gaman hafði hann af spjalli er gesti bar að garði og ekki síst ef tappi var dreg- inn úr flösku. Hláturinn hans gleymist fáum sem heyrðu og víst er að ófáum smábörnunum hefur brugðið í brún. Eftir nokkurra ára dvöl hjá okkur í Grindavíkinni flutti afi aftur norður í Kambakot, en kom svo aftur á mölina og dvaldi um hríð hjá móður minni í Kópavogi. Kom hann á þeim tíma oft í heimsókn, með mömmu. Lét hann sig ekki muna um það, hálfníræður maður- inn, að príla úr aftursætinu í fram- sætið, þegar Skodinn hennar mömmu leyfði aðeins að hægt væri að nota eina hurð, og gjarnan aðra afturhurðina, á köldum vetrardög- um. Já, hann afi var stórbrotinn og skemmtilegur karakter. Þótt yfir- borðið virtist oft hrjúft leyndist þar undir ljúf og stórskemmtileg lund. Elsku afi. Okkur fjölskyldumeðlim- unum þykir sérlega notalegt að hafa hitt þig nú nýverið og fengið að kveðja þig, því það vitum við nú að við vorum að gera. Ekki varstu spar á velgengnisóskirnar, okkur og öll- um okkar afkomendum til handa. Megi guð og góðar vættir umlykja þig og bera þig í hæstu hæðir, þar sem vel verður tekið á móti þér af ömmu og nafna þínum, sem fór að- eins hálfu ári á undan þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dótturdóttir, Helga. ÓLAFUR ÓLAFSSON Það er með ein- kennilegri blöndu af gleði og sorg sem við hugsum til Jakobínu, systir föð- urömmu okkar, nú þegar hún hef- ur síðust af systrahópnum leitað á vit forfeðranna. Gleðin tengist auð- vitað minningunni sem hún skilur eftir, og þeim kærleik og um- hyggju sem alltaf geislaði frá henni. Glettni, gamansemi og hrein- skilni lýsa trúlega best persónu hennar. Hún bjó einnig yfir sér- staklega hlýjum og smitandi hlátri sem oft var erfitt að standast. Enda var enginn óhultur fyrir glettni hennar eða hreinskilni og sjaldnast var Bína að skafa af hlut- unum ef henni líkaði ekki einhver eða eitthvað. „Þetta eru meiri and- skotans fíflin“ var setning sem hún JAKOBÍNA JÓHANNESDÓTTIR ✝ Jakobína Jó-hannesdóttir fæddist á Syðra-Hóli í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 7. mars 1912. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. júlí. oft notaði um leið og hún sló sér á lær og skellti svo upp úr. Þó svo heilsa og líkami hafi verið farin að gefa sig undir það síð- asta hvarf aldrei kímnigáfa hennar eða glettni. Fyrstu minningar okkar af Bínu eru frá Frakkastígnum þar sem hún bjó allt þar til hún flutti inn á elli- heimilið á Norður- brún. Það var alltaf ævintýri að koma þangað og Kristinn eyddi þar mikl- um tíma í barnæsku. Oftar en ekki hitti hann fyrir einhvern fjarskyld- an ættingja sem átti leið um hjá Bínu því þar var alltaf mikill gesta- gangur. Á þessum tíma jukust því kynni okkar og vitneskja á ætt- ingum fjær og nær því alltaf kom fólk við hjá henni þegar það átti bæjarleið, hvort sem það kom frá Blönduósi eða úr Breiðholtinu. Hún laðaði fólk til sín því fólki leið vel hjá henni. Það gætti einnig áhrifa frá Am- eríku á Frakkastígnum því bæði börn Bínu og Ármanns heitins, eig- inmans hennar, fluttu til Ameríku ung að árum. Það var því alltaf einhver ævintýraljómi sem um- vafði Bínu, hvort sem það var am- eríska jólaserían á jólatrénu, súkk- ulaðikökur sem við höfðum aldrei smakkað áður eða bara ævintýrið og spenningurinn yfir því að frænka okkar og frændi bjuggu í Ameríku. Bína var partur af sérlega metn- aðarfullri kynslóð sem nú er óðum að hverfa, kynslóð sem upplifði sjálfstæði þjóðar og lagði grunninn að því velmegunarríki sem við lif- um við í dag. Hún var mjög ötul kona og vann mestan part ævi sinnar eins og tíðkaðist enda var hún með eindæmum sjálfstæð. Eftir að ég (Kristinn) flutti til Ameríku hafði ég það fyrir venju að heimsækja Bínu við hvert tæki- færi þegar ég kom til Íslands. Undir það síðasta kvaddi hún mig alltaf með þeim orðum að ef hún ennþá tórði ætti ég endilega að líta inn hjá henni í næstu ferð. Ég tók þetta aldrei alvarlega, sló einungis á létta strengi eins og hún gerði ávallt og sagði henni að vera ekki með þessa vitleysu. Auðvitað var þetta óskhyggja af minni hálfu eða jafnvel ótti við eigin ódauðleika. Að vissu leyti hafði ég þó rétt fyrir mér því hún verður alltaf til staðar í minningunni. Um leið og við kveðjum Jak- obínu og þökkum samfylgdina vilj- um við senda okkar bestu sam- úðarkveðjur til Ernu, Jóhanns, Önnu Lindu og allra barna og barnabarna Bínu. Hlátur hennar og glettni munu vafalaust létta undir í himnaríki. Kristinn og Guðfinna. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.