Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kæri Ástmar. Nú kveð ég þig eftir stutt kynni sem ég hélt að yrðu miklu lengri. Ég kynntist þér haustið 1999 þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur með Birni Árna bróður þínum. Ég var að hitta þig í fyrsta skipti en þú talaðir við mig eins og þú hefðir alltaf þekkt mig. Þú komst ekkert öðruvísi fram við fólk sem þú varst að hitta í fyrsta skipti heldur en það sem þú hafðir alltaf þekkt. Þú varst svo hreinskil- inn og traustur. Þú brást hvorki vin- um þínum né fjölskyldu. Þú sagðir alltaf það sem þú meintir og fórst ekki í felur með neitt. Ef þú sagðist ætla að gera eitthvað, sama hvað það var, þá stóðstu við það. Þú guggnaðir aldrei, svo mikið er víst. Við Björn Árni fórum með þér og Berglindi vestur á firði yfir eina helgi í fyrrasumar. Það má segja að það hafi verið ævintýraleg ferð og oftar en einu sinni sýndirðu að þú varst maður orða þinna. Þú talaðir alla leiðina um að við yrðum að finna einhverja gamla útisundlaug sem væri full af slýi og tilheyrandi og hoppa út í hana. Við fundum jú laugina en þú varst sá eini sem fór út í þótt þér fyndist hún heldur ókræsileg. Það var ekki til að tala um að þú myndir klikka sjálfur á að hoppa út í. Þessa einu helgi kynntist ég þér enn betur og sá að ef maður þarfnaðist einhvers sem hægt væri að treysta, þá værir það þú. Fengum við oftar en einu sinni að rúnta um á Corvettunni þinni og hefði nú ekki hver sem er lánað slík- an dýrgrip en þú vildir að við fengj- um að njóta hennar líka. Einnig lán- aðirðu okkur Lancerinn þinn í vetur þegar bíllinn okkar bilaði svo að við kæmumst á milli staða. Þegar við ÁSTMAR ÓLAFSSON ✝ Ástmar Ólafssonfæddist í Kefla- vík hinn 18. desem- ber 1980. Hann fórst með m.b. Unu í Garði 17. júlí síðastliðinn og minningarathöfn um hann var í Ytri- Njarðvíkurkirkju 10. ágúst. héldum innflutnings- partý á Víðimelnum í fyrrasumar slóstu svo rækilega í gegn og sem betur fer eigum við þessar minningar á filmu sem við getum alltaf flett upp í til að minnast þín. Þessa tvo vetur sem við Björn Árni höfum verið á Bifröst hélstu alltaf sambandi. Þau voru ófá sms-skila- boðin sem við fengum frá þér og tölvupóstur- inn. Þannig fréttum við alltaf af þér og vissum hvað þú varst að gera. Þú varst besti vinur bróður þíns, hans Björns Árna, og það var frábært að sjá ykkur sam- an. Þið hlóguð manna mest að vit- leysunni í sjálfum ykkur og mön- uðuð hvor annan í alls kyns hluti. Ég veit að hann á eftir að sakna þín sárt. Ég mun ávallt minnast þín, Ástmar minn, og vona að þú og Skarphéðinn bróðir þinn lítið eftir bræðrum ykkar, þeim Birni Árna og Þórði, sem við höfum hér. Takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þín Kristbjörg. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. (Tómas Guðmundsson.) Þetta kvæði lýsir best bróðursyni mínum, Ástmari Ólafssyni, sem fórst með m/b Unu í Garði 17. júlí síðastliðinn. Ástmar bjó í foreldra- húsum og stundaði nám í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, hann fór til sjós í sumar til að afla sér fjár til að geta haldið áfram námi í haust. Ást- mar hafði mikinn áhuga á vélum og bifreiðum og hafði nýlokið við að kaupa húsnæði til að geta sinnt áhugamáli sínu, einnig til að geyma draumabílinn sinn, Corwettuna, þegar hann væri ekki að nota hana. Af fjórum tápmiklum lífsglöðum bræðrum hafa nú tveir farist af slysförum, Skarphéðinn Rúnar, en hann fórst í snjóflóði í Óshlíðinni fyrir tólf árum, þá 25 ára að aldri, og Ástmar nú, aðeins tvítugur. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Góði guð, ég bið þig að varðveita þá bræður. Jórunn J. Þórðardóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku frændi minn. Það var hræðilegt símtalið sem amma fékk til Spánar þegar okkur var sagt að þú hefðir drukknað, ég vildi ekki trúa því, þú sem varst svo góður, af hverju þú? Ég hélt að ég myndi aldrei geta hætt að gráta en amma sagði að við ættum að fara með bænirnar okkar og biðja fyrir þér og við gerðum það og veit ég að það hefur hjálpað okkur öllum. Ég var rosalega heppin að fá að vera heima á Íslandi í allt sumar og kynnast þér upp á nýtt og fá að vera svona mikið með þér. Þú gast nú strítt manni svolítið eins og til dæmis kvöldið áð- ur en lagt var upp í Spánarferðina, þá kom ég með ömmu til að kveðja ykkur, þú varst búinn að láta renna í baðið, og gerðir þér lítið fyrir og tókst mig í öllum fötum og skelltir mér í baðið – sagðir að ekki veitti af að baða mig áður en ég færi. Það má ekki gleyma öllum 100 krónunum sem þú gafst mér til að kaupa bland í poka, ég hef aldrei fengið annað eins sælgæti. Þú varst svo góður að lána mér gemsann þinn þegar upp komst að allar stelpurnar sem ég var með voru með síma, þú vildir sko ekki að litla frænka þín væri eit- hvað minni en hinar, og ég var svo montin að eiga svona frábæran frænda. Þegar ég ætlaði að láta ömmu hafa símann þegar ég fór heim gat ég það bara ekki því þetta var hlutur frá þér, ég veit að ég get ekki notað hann hérna úti en mér líður betur bara að taka hann upp, snerta hann og hugsa um þig. Við vorum sko búin að ákveða að fara á Hooters að borða þegar þú kæmir út í haust því þú varst alltaf að stríða mér með að ég væri ekki með nein „hooters“. Svo þegar amma kom heim og gaf mér Hooters-bol- inn frá Ameríku fannst þér það svo flott og ég tróð sokkum inn á mig og „módelaði“ hann fyrir þig, það var nú mikið hlegið að því. Ég lærði bænina sem fer hér á eftir daginn sem hræðilegu fréttirnar komu og ætla ég alltaf að fara með hana með faðirvorinu áður en ég fer að sofa á kvöldin. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku frændi, þakka þér fyrir frábært sumar. Þín frænka, Ólöf Rún. Þegar frændi minn Ástmar Ólafs- son kom í þennan heim var honum gefið af miklu örlæti: heilbrigð sál, gott útlit, góð mamma, pabbi og þrír stórir bræður. Ástmar var sannkallað jólabarn og gleðigjafi, fæddur 18. des. 1980. Þá voru bræð- ur hans: Skarphéðinn Rúnar, sem er látinn, var þá sautján ára, Þórður Jörgen, var fjórtán ára, hann er landfræðingur og búsettur í Banda- ríkjunum, og Björn Árni, sem var þá sex ára, en er nú nemandi við Samvinnuháskólann á Bifröst. Ást- mar átti marga vini, herbergið hans var næstum alltaf fullt af strákum, allir vinir velkomnir. Forstofan á Hæðargötunni var líka oft full af strákaskóm og núna síðast engir smáskór, enda var hann frændi minn orðinn mjög stór. Það þótti öllum strákum gott að koma á Hæð- argötuna til þeirra Óla, Álfheiðar og strákanna. Tóti minn er einn þeirra, oft er stungið upp á því að fara til Óla frænda, þá kemur Álfheiður iðulega með bílatöskuna en Óli með nokkra sleikjó. Í byrjun júlí fór Ást- mar á sjóinn. Hann ætlaði að leysa af í tvær vikur á Unu í Garði. Ást- mar hafði lært að bjarga sér og sá tækifæri á að þéna aura á sjónum. Sumarið átti að vera eftirminnilegt, hann ætlaði í sína fyrstu Eyjaferð um verslunarmannahelgina. Allt var klappað og klárt, hann átti pantað far og hann ætlaði að hafa lopa- peysu með sér. Þótt Ástmari hafi verið gefið af miklu örlæti hefur það allt verið tekið af honum aftur í einu vetfangi, hann sem var svo ungur og lífsglaður. Hann mætti örlögum sín- um 17. júlí síðastliðinn er hann fórst með Unu í Garði ásamt skipsfélaga sínum Árna Pétri Ólafssyni úr Garðabæ. Líður að dómi, drottins raust mun kalla, hin djúpa gröf, hinn mikli kirkjugarður, fjörðurinn breiði, fjöld sem geymir bragna, hlýtur með tölu aftur láta alla, sem áður tók, og bani deyddi harður, þá skaltu glaður þreyðum bróður fagna! (Jón Th.) Kæri Guð, ég bið þig að vernda ástvin og hetjur, Ástmar og Árna Pétur. Með söknuð í hjarta kveð ég þig Ástmar minn. Þín frænka Birna. Elsku Ástmar minn, það er erfitt að trúa því að þú sért fallinn frá er þú varst í blóma lífsins. Þú sem varst svo lífsglaður og virkilega naust þess að lifa. Ég ætla að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt, frá því við vorum lítil börn og minningarnar eru eitt af því sem verða aldrei frá mér teknar. Þú hefur alltaf verið góður vinur og þegar maður hugsar aftur til baka fer maður að brosa því við áttum svo margar góðar stundir saman í gegnum tíðina. Ég vil þakka þér af því þú varst vinur í raun og láta þig vita hvað ég sakna þín núna og hve mikið ég á eftir að sakna þín. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna og vonandi líður þér vel og ég reyni að sætta mig við það og veit að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég vil votta Álfheiði og Óla, Birni Árna og unnustu, Þórði, Kim og börnum, vinum og öðrum ættingj- um innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Helga G. Ástmar sagði einu sinni: ,,Þeir sem missa barn við fæðingu missa svo mikið því samverustundirnar eru svo fáar.“ Þessi orð hans minna okkur á að þakka fyrir allar þær stundir sem hann gaf okkur. Ég var svo lánsöm að kynnast Ástmari og fylgjast með honum vaxa úr grasi og verða að manni. Ástmar eins og aðrir breyttist úr barni í ungling og úr unglingi í fullorðinn mann. Í mín- um huga voru þessar breytingar stökkbreytingar. Hann var ljóshært og bláeygt barn. Feiminn og ögn undirleitur unglingur. En hnar- reistur og myndarlegur maður, sem gaman var að eiga samræður við. Æska hans var hefðbundin að und- anskildu því að átta ára gamall missir hann elsta bróður sinn, Skarphéðin Rúnar. Sá missir risti djúpt og skildi eftir ör á barnssál- inni. En hann var lánsamur að eiga góða foreldra og bræður, þá Þórð og Björn Árna. Björn Árni og Ást- mar voru ekki aðeins bræður, þeir voru líka vinir. Oft bar á stríðni milli þeirra en í mínum huga var þetta saklaust grín. Fyrir nokkrum árum var hann að hjálpa Birni Árna með nýja tölvu sem hann hafði keypt sér. Þá gat hann ekki stillt sig um að stríða bróður sínum og setti inn í tölvuna hin ýmsu hljóð sem komu í ljós í hvert sinn sem Björn Árni framkvæmdi einhverja skipun. Unglingsárin voru Ástmari eins og öðrum unglingum stundum erfið og stundum skemmtileg. Stuttu eft- ir að hann fékk bílpróf lenti hann í alvarlegu bílslysi og slasaðist alvar- lega. Hann var óvinnufær í tölu- verðan tíma á eftir, en þá gat hann leitað til Þórðar bróður síns, sem bjó erlendis, og dvalið hjá honum. Bílslysið dró ekkert úr bílaáhuga Ástmars og keypti hann sér fag- urbláa Corvettu. Svo mikill var stællinn á honum, að í hvert sinn sem sonur minn yngri sá hann á götunni var viðkvæðið: ,,Ástmar frændi minn á þennan bíl.“ Ástmar hafði þann góða kost að geta byggt upp sterk vinabönd. Hann var vinur vina sinna. Svo góður vinur var hann að einn af hans bestu vinum skírði son sinn í höfuðið á honum. Duglegur var Ástmar og vann með skólanum við hlið föður síns í fyrirtæki hans. Hann var að læra vélstjórnun og byrjaður að leggja grunninn að glæstri framtíð. Sjó- ferð hans á Unu í Garði var hluti af framtíðaráformum hans. Hann var ráðinn sem aðstoðarvélstjóri og var það hluti af vélstjóranáminu og einn steinn í grunninn að þeirri framtíð sem hann var að byggja. Ástmar var skírður í höfuðið á frænku okkar Ástu Guðmundsdótt- ur og var hún honum kær. Oft kom hann við hjá henni þegar hann var á ferð í ,,Bænum“ og fékk kornfleks- köku, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, enginn gerði eins góða kornfleksköku og Ásta frænka. Seinni hlutinn í nafni hans, mar, þýðir sjór. Skrýtin er sú tilviljun að maður sem ber nafnið Ástmar skuli láta lífið á sjó og hvíla þar. En Ást- mar lifir í hjarta og minni manna er hans sakna, vegna þeirra stunda sem hann átti meðal okkar hér á jörðu. Elsku Álfa, Óli, Þórður, Björn Árni, Kim, Kristbjörg, Sævar og Ólöf. Enginn getur skilið sorg ykkar, en ef til vill getum við mildað hana þegar við segjum að Ástmar lifi í hjarta okkar. Minning um góð- an dreng og vissan um að vegna áhrifa ykkar var hann góður dreng- ur. Guðrún Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast Döggu ömmu minnar með nokkrum orðum. Ég var svo lánsöm að eiga hana alltaf að og hún hafði svör við öllu. Þegar ég kom með foreldrum mín- um í heimsókn suður til hennar var alltaf ævinlega nóg rými fyrir okkur þó þröngt væri og við vorum velkom- in. Hún amma kenndi mér faðirvorið og leiðbeindi mér vel í gegnum árin. Það var yndislegur tími er ég var í skóla á Akranesi. Þá fór ég oft til hennar á helgum og við gerðum eitt- hvað saman; fórum á kaffihús, bök- uðum pönnukökur eða góða jólaköku því hana mátti ekki vanta og ég tala nú ekki um ávaxtagrautinn sem þú geymdir alltaf á svölunum til að hafa á sunnudögum. Tengsl okkar ömmu voru afar sterk. Ég naut þess að fá hana í heimsókn er ég bjó fyrir vestan og ekki síður er ég flutti suður, þá átt- um við alltaf saman föstudagana. DAGBJÖRT JÓNA JÓNSDÓTTIR ✝ Dagbjört JónaJónsdóttir fædd- ist í Bæjum á Snæ- fjallaströnd 17. ágúst 1912. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Aðvent- kirkjunni í Reykja- vík 10. júlí. Amma færði okkur Grétari alltaf súkkulaði til að hafa með góðum kaffisopa eftir matinn og henni þótti mjög vænt um strákana okk- ar. Amma var sannar- lega vinur vina sinna og laðaði fram það besta í hverjum manni. Daginn fyrir andlát hennar sat ég hjá henni sem oftar og nuddaði fætur hennar. Þá spurði hún: Er ekki föstudagur í dag? Jú, amma, það er rétt. Þá sagði þessi elska: Þetta er dagurinn okkar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim, þjáningum hennar er lokið og hún hvílir nú í friði. Á kveðjustund er hryggð í hjarta- ,það brestur stór hlekkur við brott- för hennar, en Guð með eilífri gæsku sinni geymir ömmu og við minnumst hennar. Allar yndislegu minningarnar um ömmu lifa með ástvinum hennar, í bljúgri bæn og þökk og við vitum að hún vakir yfir okkur. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigraðst á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Sigríður, Grétar og synir. Elsku langamma. Núna ertu farin frá okkur en eftir sitja minningar um hjartagóða, indæla og frábæra konu. Þú varst alltaf til staðar öll mín ár og það var því áfall að frétta hve stutt þú ættir eftir. Ég man sérstaklega eftir öllum heimsóknunum, bæði í blokkina og á dvalarheimilið. Það fór aldrei neinn svangur frá Döggu ömmu. Það virðist vera svo stutt síðan við hittumst í Reykjavík og þá barst þú þig svo vel þrátt fyrir erfið veikindi. Ég fór svo með pabba og Ingu „mömmu“ á sjúkrahúsið til að kveðja þig. Þú varst máttfarin en samt svo sterk og gafst þér tíma til að tala við okkur um líðan okkar og hagi þrátt fyrir að þér liði illa. Ég veit að þér líður betur núna, langaamma mín, í faðmi langafa, um- vafin örmum Guðs. Ég kveð þig núna í hinsta sinn með þökk fyrir að hafa þekkt indæl- ustu og bestu manneskju í heimi. Þórdís Bachmann. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.