Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BYGGING leikskólans Hraunkots í Hafnarfirði verður boðin út á næst- unni en um er að ræða nýja bygg- ingu í stað leikskólabyggingar sem var rifin fyrir tveimur mánuðum. Áætlað er að nýi leikskólinn verði tilbúinn í júlí á næsta ári. Bæjarráð hefur nýlega samþykkt að heimila útboðið en það mun taka yfir uppsteypu hússins og fullnað- arfrágang þess að utan og innan. Byggingin verður á einni hæð, sam- tals um 650 fermetrar og 2.337 rúm- metrar. Að sögn Sigurðar Haraldssonar, forstöðumanns byggingadeildar Hafnarfjarðarbæjar, verður leik- skólinn fjögurra deilda og er þar gert ráð fyrir leikskólaplássum fyrir 100 börn. Þannig verður full nýting á rýminu í húsinu því leyfilegt er að vera með eitt barn á hverja 6.5 fer- metra húsnæðis. „Þetta uppfyllir þær kröfur alveg og leiksvæðin eru meira en nægjanleg,“ segir hann. Uppfyllti ekki heilbrigðiskröfur Leikskólastæðið er í Haukahrauni í grennd við Iðnskólann og Bjark- arhúsið en að sögn Sigurðar var gamli leikskólinn starfræktur í gömlu æskulýðsheimili sem þar var. „Hann var orðinn mjög lélegur, upp- fyllti ekki kröfur og það voru komnar fram athugasemdir frá Heilbrigðis- eftirlitinu. Þess vegna var ákveðið að endurbyggja hann.“ Hvað varðar starfsemi leikskólans á meðan á byggingu nýja húsnæð- isins stendur segir Sigurður að um 20 börn, sem voru í honum, hafi verið flutt yfir í Hlíðarberg, sem einnig var notað þegar leikskólinn Hörðu- vellir var rifinn í fyrra. Þá hafi ekki verið fjölgað í leikskólanum í ár. Ráðgert er að opna tilboðin 1. október næstkomandi og á byggingu leikskólans að vera að fullu lokið næsta sumar þegar hann verður tek- inn í notkun. Sigurður segir að kostnaðaráætl- un fyrir bygginguna verði ekki gefin út fyrr en tilboð hafa verið opnuð. „Hins vegar er þetta af sambæri- legri stærðargráðu og leikskóli, sem er austur á Selfossi, og þar eru menn að tala um kringum 100 milljónir. Það eru þó ekki nákvæmar tölur,“ segir hann. Hönnun leikskólans var í höndum Arkitekta Skógarhlíð. Teikning/Arkitektar Skógarhlíð Full nýting verður á nýja leikskólanum en leyfilegt er að vera með eitt barn á hverja 6.5 fermetra húsnæðis. Nýr leikskóli í Haukahrauni verði tilbúinn næstkomandi sumar Hafnarfjörður ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta samkeppni um skipulag Mýrargötu- svæðisins svokallaða um tvo mánuði. Að sögn formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur er þetta gert til að færa samkeppnina yfir á fjárhagsáætlun næsta árs. Svæðið afmarkast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, slippasvæði og Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í norðri, Norðurstíg í austri og Vest- urgötu í suðri. Í sumar var efnt til hugmyndaþings um svæðið og er meiningin að vinnan, sem þar var innt af hendi, verði höfð til hliðsjónar við gerð samkeppnislýsingarinnar. Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur, stóð til að hrinda samkeppninni af stað í byrjun desember en ákveðið hefði verið að bíða með það þar til fram yf- ir áramót. Þetta hefði verið gert til að fá keppnina yfir á fjárhagsáætlun næsta árs. „Það breytir í sjálfu sér engu fyrir verkefnið sem slíkt en þetta er út af fjárhagsramma okkar. Við erum lítið farin að undirbúa þetta og það var okkar mat að þetta breytti ekki öllu þótt þetta frestaðist um tvo mánuði,“ segir Steinunn Valdís. Mýrargötusvæðið Samkeppni frestað um tvo mánuði Vesturbær BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa samþykkt að hafa samvinnu við Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu um frágang svæðis þar sem söfnuðurinn óskaði eftir að fá að gera almenningsgarð. Svæðið er við lóð kirkjunnar við Ásabraut. Í erindi talsmanna hennar segir að söfnuðurinn vilji gera sitt til að bæta umhverfi og mannlíf í nágrenninu. „Hugmyndin er að fá landslagsarki- tekt til að skipuleggja og hanna um- rætt svæði, en engar hömlur eða kvaðir eru gerðar af hendi safnaðar- ins við hönnun garðsins, sem hugs- aður er til nota fyrir almenning í ná- grenninu,“ segir í bréfinu. Þá kemur fram að öll uppbygging garðsins og viðhald í framtíðinni yrði kostað af söfnuðinum. Svæði við Ásabraut Samráð haft við Kirkju Jesú Krists Garðabær ATVINNU- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar hefur lýst sig já- kvæða gagnvart hugmynd um að koma á fót útiveitingastað með smáhýsum þar sem viðskiptavinir staðarins sæju sjálfir um elda- mennskuna á meðan þeir njóta mat- arins. Leggur nefndin til að starf- seminni verði fundin lóð en bæjarráð telur að útfæra þurfi hug- myndina betur áður en afstaða er tekin til hennar. Í sumar barst bæjaryfirvöldum erindi þar sem óskað var eftir leigulóð undir útiveitingastað að asískri fyrirmynd. Staðurinn yrði starfræktur í þjónustuhúsi, sem yrði um 65 fermetrar að stærð, og um 20 smáhýsum þar sem gestir elduðu matinn sjálfir og neyttu hans. Yrðu smáhýsin innréttuð með setubekki við veggi og borði en í því miðju væri niðurfelldur gaseld- unarbúnaður þar sem maturinn yrði eldaður af viðskiptavinunum á meðan á máltíðinni stæði. Slíkir staðir víða felldir inn í útivistarsvæði Kemur fram í bréfinu að öll húsin yrðu færanleg án þess að mikið rask hlytist af. Lóðin þyrfti að vera um einn hektari og yrði hún ræktuð upp með trjágróðri. Vegna veðurs yrði staðurinn aðeins starfræktur í sjö mánuði á ári. „Þessi tegund veit- ingastaða er þekkt í SA-Asíu og hafa margir slíkir staðir verið felld- ir inn í útivistarsvæði stórborga,“ segir í bréfinu. Bréfritari kynnti hugmyndina á fundi atvinnu- og ferðamála- nefndar bæjarins í upphafi mán- aðarins og í bókun hennar segir að hún sé „mjög jákvæð gagnvart er- indinu og leggur til að fundin verði hentug lóð undir starfssemina“. Telur nefndin að reksturinn geti rennt styrkari stoðum undir ferða- þjónustu í Mosfellsbæ og bendir á að hugsanlega megi tengja rekstur útiveitingahúsanna við rekstur tjaldstæðisins. Bæjarráð bókaði í síðustu viku að það væri jákvætt fyrir hugmyndum sem gætu styrkt ferðaþjónustuna í bænum. „Hugmyndir um útiveit- ingastað þarfnast þó frekari út- færslu og nánari athugunar á stað- arvali áður en bæjarráð getur tekið afstöðu til málsins.“ Nýstárleg hugmynd um veitingarekstur í bænum Gestir eldi sjálfir í þar til gerðum smáhýsum Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hef- ur samþykkt reglur um úthlutun lóða til einbýlishúsabygginga í Garðabæ. Verður farið eftir nýju reglunum við úthlutun 18 einbýlis- húsalóða sem eftir eru í Ásahverfi en að auki hefur bæjarstjórn samþykkt að bjóða út byggingarrétt á þeim rað- og parhúsalóðum sem eftir er að úthluta í hverfinu. Í fréttatilkynningu frá Garðabæ kemur fram að í reglunum séu sett fram almenn skilyrði sem umsækj- endur verði að uppfylla til að koma til greina við úthlutun lóða, svo sem varðandi fjárhag. „Ef umsækjendur sem uppfylla almenn skilyrði eru fleiri en lóðirnar sem auglýstar eru skal umsóknum forgangsraðað með tilliti til fjögurra þátta. Litið er til þess hvort viðkomandi hafi átt lög- heimili í Garðabæ í a.m.k. eitt ár, hafi stundað atvinnu í Garðabæ í a.m.k. þrjú ár, hafi áður sótt um lóð í hverf- inu en ekki fengið og einnig skal það metið til forgangs ef umsækjandi sýnir fram á sérstaka þörf fyrir lóða- úthlutun t.d. vegna fjölskylduað- stæðna.“ Heimilt verði að beita hlutkesti gangi forgangsröðun ekki Þá kemur fram að telji bæjar- stjórn að lóðaúthlutun verði ekki ákveðin á grundvelli forgangsröðun- ar t.d. vegna fjölda umsókna verði henni heimilt að láta hlutkesti eða útdrátt ráða lóðaúthlutun á milli um- sækjenda sem njóta sama forgangs. Farið verður eftir þessum reglum við úthlutun 18 einbýlishúsalóða sem óúthlutað er í Ásahverfi en bæjar- stjórn hefur einnig samþykkt að auglýsa eftir kauptilboði í eina rað- húsalóð og fjórar parhúsalóðir sem eftir eru í hverfinu. Verður lág- marksverð fyrir parhúsalóðirnar fjórar milljónir og fyrir raðhúsalóð- ina sex milljónir, en þar verða þrjár íbúðir. Reglur um lóðaút- hlutun samþykktar Garðabær EKKI hefur verið ákveðið hvað gert verður við gamla skóla- húsnæði Lækjarskóla í Hafnarfirði en starfsemi skólans er að hluta til flutt í nýja byggingu og verður al- farið flutt úr húsinu næsta haust. Að sögn Sigurðar Haraldssonar, forstöðumanns byggingadeildar Hafnarfjarðarbæjar, er þó líklegt að einhvers konar skólastarfsemi verði í húsinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Sigurður segir að þegar grunn- skólinn flutti frá ríki til sveitarfé- laga hafi verið gerður samningur sem kvað á um að í húsinu skyldi vera menntastofnun út árið 2004. „Samningurinn tók gildi árið 1989 þannig að það var gefin 15 ára að- lögun. En hvað Hafnarfjarðarbær gerir við það eftir þann tíma er nokkurn veginn frjálst.“ Húsið, sem er rúmlega 2.000 fer- metrar að stærð, var byggt árið 1927 og hefur hýst Lækjarskóla all- ar götur síðan. Áfram verði skólastarfsemi í eldra húsnæði Lækjarskóla Hafnarfjörður Morgunblaðið/Árni Sæberg ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.