Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 43 DAGBÓK Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 9. flokkur, 24. september 2002 Einfaldur kr. 5.947.000.- Tromp kr. 29.735.000.- 53173B kr. 29.735.000,- 53173E kr. 5.947.000,- 53173F kr. 5.947.000,- 53173G kr. 5.947.000,- 53173H kr. 5.947.000,- SUÐUR spilar sjö lauf. Hann á tólf slagi beint og gæti reynt við þrettánda slaginn með svíningu fyrir spaðakóng. En við sem sjáum allar hendur vitum að svíningin misheppnast. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD102 ♥ 7654 ♦ Á6 ♣G108 Vestur Austur ♠ G93 ♠ K654 ♥ DG109 ♥ K832 ♦ 974 ♦ 832 ♣763 ♣54 Suður ♠ 87 ♥ Á ♦ KDG105 ♣ÁKD92 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 lauf Pass Pass Pass Útspil vesturs er hjarta- drottning. Hvernig á sagn- hafi að ná í þrettánda slag- inn án þess að svína í spaðanum? Þetta er tækniæfing í meðferð trompsins. Suður reynir að byggja upp auka- slag á tromp með því að stinga hjarta þrisvar heima. Hann spilar fyrst litlu trompi á áttuna og stingur hjarta hátt. Spilar svo aftur smátrompi á blindan. Þegar báðir andstæðingar fylgja lit er óhætt að halda áætlun. Hjarta er stungið, tígli spil- að á ás og síðasta hjartað trompað með síðasta laufinu heima. Síðan er blindum spilað inn á spaðaás: Norður ♠ D102 ♥ – ♦ 6 ♣G Vestur Austur ♠ G9 ♠ K65 ♥ – ♥ – ♦ 97 ♦ 83 ♣7 ♣– Suður ♠ 8 ♥ – ♦ KDG10 ♣– Laufgosinn er tekinn og spaðahundi hent heima. Tíglarnir standa svo fyrir sínu. Spilamennska af þessum toga er oft nefnd „öfugur blindur“, sem er afleit þýð- ing á „dummy reversal“. Skárra er að tala um „við- snúinn blindan“, þótt ekki sé það fagurt heiti. Hefð- bundin leið til að fjölga trompslögum er að stinga þeim megin sem trompin eru færri (sem er oftast í blindum). En stundum má fjölga trompslögum með því að trompa OFT á lengri tromphöndina. Hugmyndin að baki ensku nafngiftinni er þá sú að höfð séu nokk- urs konar endaskipti á blindum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir einbeitni og sækir fast að markmiðum þínum en tekur jafnframt tillit til annarra. Náin sambönd verða í brennidepli á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Á næstu vikum getur þú átt von á að samband við nána vini og maka dýpki. Þú skalt nýta þetta tækifæri til að skoða þinn innri mann betur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur hvöt til að skipu- leggja alla þætti lífs þíns. Láttu undan henni því þá munt þú koma meiru í verk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ást, rómantík og skemmtun eiga huga þinn allan um þessar mundir og næstu vik- ur. Þetta er besti tími ársins til að njóta lífsins og taka sér frí. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt búast við að þurfa að einbeita þér að fjölskyldunni á næstunni. Samræður, end- urfundir og ánægjulegar stundir geta breytt einkalífi þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Takturinn í lífi þínu verður hraðari á næstunni og á næstu vikum getur þú átt von á meira annríki en venju- lega. Stuttar ferðir, fundir, verslunarferðir og samræður við nágranna og ættingja eru í spilunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn til að skoða hvort eignir þínar séu þess virði að eiga þær. Þjóna þær þér eða þjónar þú þeim? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sólin og Merkúr eru í þínu merki og því munt þú ljóma á næstunni. Allt snýst í kring- um þig á næstu fjórum vik- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft á hvíld að halda. Reyndu að tryggja að þú get- ir átt stundir í einrúmi svo þú náir að hlaða batteríin á ný. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Á næstu vikum gera vinir þínir auknar kröfur til þín. Þú verður að sætta þig við það. Gerðu ráð fyrir aukinni hópvinnu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að axla aukna ábyrgð á næstu vikum. Þú þarft ekki að reyna að koma þér undan þessu því þú munt vinna þín störf með ágætum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ferðalög og ný námstæki- færi auka lífsfyllinguna. Gerðu áætlanir í dag svo þú getir nýtt þessi tækifæri til fulls. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að klára pappírs- vinnu sem hlaðist hefur upp og tengist tryggingum, erfðaskrá eða sameiginlegum eignum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Í DAG Í dag er ég ríkur – í dag vil ég gefa demanta, perlur og skínandi gull. Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, unz sál þín er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt – og ekkert að þakka, því gullið er valt! Í dag er ég snauður og á ekki eyri, ölmusumaður á beiningaferð. Einasta vonin, að himnarnir heyri – þó hanga’ um mig tötrarnir, eins og þú sérð. Gef mér aflóa fat, eða fleygðu í mig mat! Því forðastu’ að tylla þér þar sem ég sat? Í dag er ég glaður – í dag vil ég syngja og dansa til morguns við hverja sem er. Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja – ég kæri mig ekkert um nafnið á þér. Þú ert vinur minn, víst eins og veröldin snýst – á víxla ég skrifa nú eins og þér lízt! – – – Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti Hlutavelta Morgunblaðið/Júlíus ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 6.390 til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Þau heita Hákon, Inga Hrönn og Þröstur. Morgunblaðið/Júlíus ÞESSAR stúlkur söfnuðu flöskum að andvirði 4.350 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Linda Pálsdóttir, Kristín Fríða Alfreðsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. Be3 Rf6 8. f4 Be7 9. g4 d5 10. e5 Rd7 11. g5 Rxd4 12. Dxd4 h6 13. g6 Bh4+ 14. Kd2 fxg6 15. Hhg1 Rf8 16. Bd3 g5 17. Haf1 Bd7 18. Kc1 De7 19. f5 Bc6 20. f6 gxf6 21. Hxf6 0–0–0 22. Hgf1 Be8 23. Da7 g4 Staðan kom upp í keppni heimsins gegn Rússlandi sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. FIDE- heimsmeistarinn Ruslan Ponomarjov (2.743) hafði hvítt gegn Vadim Zvag- insev (2.673). 24. Bxa6! og svartur gafst upp. Stór- meistarinn Viktor Bologan er einn af þjálfurum Ponom- arjovs en Bologan þessi var á sínum undir handleiðslu Zigurds Lanka. Það kom fram í fyrirlestrum Lanka hér á landi að margar af byrjunarhugmyndum hans nýtir Bologan nú við þjálfun Ponomarjovs. Þessi skák er dæmi um það en Lettinn góðkunni taldi að með réttu ætti hann að vera kallaður þjálfari heimsmeistarans! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Fyrsta samvera aldraðra í dag. farið í haustlitaferð. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13-16 opið hús fyrir eldri borgara; Söngur, harmonikkuleikur, spjall og kaffi- sopi, tekið í spil o.fl. Boðið verður upp á kaffiveitingar kl. 15. Allir velkomnir. Kl. 17- 18.10 opin æfing hjá Krúttakórnum (4-7 ára). Kl. 17-18.30 ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7-9 ára börn. Kl. 20-22 opin kór- æfing hjá Kór Langholtskirkju. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir og Jóhanna Kristín Steinsdóttir leiða starf- ið TTT-fundur (10–12 ára) kl. 16.15. Andri Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, fram- kvæmdastjóra safnaðarins, og Bjarna Karlssyni sóknarpresti. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). Gospelkvöld Laugarneskirkju og ÖBÍ að Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni leiðir samveruna ásamt Þorvaldi Halldórssyni, Margréti Scheving sálgæslu- þjóni og hópi heimafólks. Verið velkomin. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðsla í umsjón hjúkrunarfræðinga frá Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Svefn og svefnvenjur barna. Umsjón Elín- borg Lárusdóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Verið hjartanlega velkomin. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM- &KFUK kl. 20–22. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju- krakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30– 19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12 spora námskeið kl. 20. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund- ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10– 12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn- unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel- komin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT – yngri hópur. Kirkjustarf 9–10 ára. Kl. 17.30 TTT – eldri hópur. Kirkjustarf 11–12 ára. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 20 op- ið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmanna- braut. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safn- aðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Spilakvöld aldraðra á morgun, fimmtudag, kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarð- víkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Fyrsta skipti á þessu hausti. Sóknarprestur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks- molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkom- ið. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Sigrún starfsmaður í Bót.- is kemur í heimsókn og kynnir hvað í boði er hjá þessari nýju handavinnubúð. Gaman verður að sjá sem flesta foreldra og börn. Safnaðarstarf FIMMTUDAGINN 26. sept- ember, kl. 18 hefst námskeið í Leikmannaskóla kirkjunnar sem ber heitið Lestur, kyrrð, íhugun. Á námskeiðinu verður þátttak- endum gefinn kostur á að til- einka sér forna aðferð, Lecto Divina, sem hefur verið sam- tímafólki á öllum aldri hvatning til að lesa Biblíuna á nýjan hátt. Kennari á námskeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur en hún þýddi bækling- inn, Skóli Orðsins, sem dreift verður til þátttakenda og stuðst við í kennslunni. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans www.kirkjan.is/leik- mannaskoli og þar má einnig finna frekari upplýsingar. Í Guðs mynd FIMMTUDAGINN 26. september hefjast Biblíulestrar á vegum Leikmannaskólans og Reykja- víkurprófastsdæmis eystra. Á námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Biblíunni þar sem ábyrgð og frelsi manneskj- unnar eru í brennidepli. Kennari á námskeiðnu er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og hefst það kl. 20 í Breiðholts- kirkju. Biblíulestrarnir eru tíu sam- tals og standa yfir til 28. nóv- ember. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmanna- skólans www.kirkjan.is/ leikmannaskoli, þar má einnig finna frekari upplýsingar. Lestur, kyrrð, íhugun ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.