Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Freyja, Orasund, Taiea Maru, Björn og Helga koma í dag. Brúarfoss kemur og fer í dag. Goðafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ozherelye kemur í dag. Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Furugerði 1 og Norður- brún 1. Haustlitaferð á Þingvelli verður farin fimmtud. 26. sept. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.45, síðan teknir farþegar í Furugerði 1. Kaffiveitingar í Hótel Valhöll. Ekið verður í gegnum Grímsnes og Hellisheiðin heim. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning í s. 568 6960 Norðurbrún og s. 553 6040 Furugerði. Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, postulín, baðþjón- usta og fótaaðgerð kl. 9. Hárgreiðsla kl. 10. Postulín kl. 13. Ensku- kennsla hefst þriðjud. 1. okt. kl. 10, allir nem- endur mæti þá, laus pláss. Hjúkrunarfræð- ingur er til viðtals fimmtudaga kl. 11. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfin kór eldri borgara í Damos. Laug- ard.: kl. 10–12 bókband, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar Svanhildur s. 586 8014 e.h. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Fræðslufundur í Mið- garði í dag kl. 10. Gestur fundarins: Guðlaugur Þór Þórðarson borg- arfulltrúi. Púttað er ann- an hvern fimmtudag á Korpúlfsstöðum kl. 10 , og annan hvern fimmtu- dag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leshring- urinn byrjar 1. október. Miðvikud.: kl. 9.30 stóla- leikfimi, kl. 10.30 og 11.15 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað og tréskurður, kl. 14. Leirmótun byrjar í okt. Félagsvist 26. sept. í Kirkjuhvoli kl. 19. Félag eldri borgara, Garðabæ. Haustlitafeð á Þingvöll föstud. 27. sept. frá Hleinum kl. 12.30, frá Kirkjuhvoli kl. 13. Þátttaka tilkynnnist í s. 565 7826. eða 895 7826 Arndís. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Bingó spilað í Gullsmára föstud. 27. sept. kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Mynd- mennt frá kl. 10–16, línu- dans kl. 11, glerskurður kl. 13, píla kl. 13.30. Gafl- arakórinn kl. 16.30. Borgarleikhúsið 12. okt. „Kryddlegin hjörtu“, skráning hafin í Hraun- seli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Söngvaka kl. 20.45, Fimmtud.: Brids kl. 13. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Föstu- dagur: Fyrsta fé- lagsvistin á þessu hausti spiluð kl. 13.30. Haust- litaferð að Þingvöllum 28. sept. Brottför frá Glæsibæ kl. 14. Sækja þarf miðana í síðasta lagi á morgun. Félag eldri borgara Suðurnesjum og tóm- stundaráð. Haustferð verður 1. október, látið vita fyrir 27. september. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mósaik, gifs og Ísl. steinar, postulínsmálun, hár- greiðslu- og fótaaðgerð- arstofur opnar. Fræðsla um lyf og lyfjainntöku, geymslu lyfja og bein- þéttnimælingu í dag. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Selið, Vallarbraut 4, Njarðvík, kl. 14 félagsvist miðviku- daga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnaðar, m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilsalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Myndlist- arsýning Birnu Þórð- ardóttur stendur yfir. Fimmtud. 26. sept. „kynslóðir saman í Breiðholti“ kl. 13.15 fé- lagsvist Hólabrekku- skóli (breyting). Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Fræðsla um notkun lyfja og beinþynningu verður í Gjábakka fimmtud. 26. sept kl. 14.30, kaffiveit- ingar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 13 bridge, búta- saumur, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9 böð- un og föndur, kl. 15 teiknin og málun. Fóta- aðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi-verðlaun. Messa hefst aftur fimmtudaginn 26, kl. 10.30 sr. Kristín Páls- dóttir. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl.13–16 tré- skurður. Bíóferð í Sam- bíóið, Mjódd mánud. 7. okt. kl. 13.30, að sjá kvikmyndina Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 562-7077. Föstud. 27. sept. kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 leikur Ragnar Páll Einarsson á hljómborð fyrir dansi. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband, búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl 19.30 félagsvist. Vinahjálp, brids á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi hefst á morgun kl. 11.15 í Digraneskirkju. ITC deildin Melkorka, fundur í Borgartúni 22, 3. hæð, í kvöld. Uppl. í s. 587 1712. Hulda Gísla- dóttir. Ættfræðifélagið fundur verður á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í húsi Þjóðskjalasafnsins Laugavegi 162, 3. hæð. Í dag er miðvikudagur 25. sept- ember, 268. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barns- beini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dýflissan, 8 logi, 9 þolna, 10 greinir, 11 reipi, 13 ránfuglsins, 15 fánýtis, 18 farmur, 21 söngflokkur, 22 vagga í gangi, 23 minnist á, 24 listfengi. LÓÐRÉTT: 2 óbeit, 3 bakteríu, 4 kranka, 5 líkamshlutann, 6 poka, 7 valdi, 12 vesæl, 14 fótaferð, 15 doka við, 16 hugaða, 17 samfokin fönn, 18 stærilæti, 19 hamingju, 20 harmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ferja, 4 flíka, 7 íbúar, 8 lokan, 9 sæl, 11 aðal, 13 maur, 14 Jonni, 15 skrá, 17 svik, 20 err, 22 kænar, 23 iðkun, 24 reiða, 25 tíðni. Lóðrétt: 1 fríða, 2 rjúfa, 3 aurs, 4 full, 5 ískra, 6 asnar, 10 ærnar, 12 ljá, 13 mis, 15 sækir, 16 rengi, 18 vikið, 19 kunni, 20 erta, 21 rist. Biðin langa ÉG hef ítrekað reynt að ná sambandi við Breiðbandið en þar svarar enginn. Hringdi þá í þjónustuver Símans, 800-7000, en þar mátti ég bíða og bíða þar sem allar línur voru upp- teknar. Fékk ég að lokum leið á biðinni. Vil ég koma því á framfæri við Símann að fengnir séu fleiri til að svara í þjónustusímann og að ráðin verði bót á þessu. Mér finnst þetta léleg þjón- usta hjá símafyrirtæki. Viðskiptavinur. Bera af MÉR finnst mjög furðulegt ef fylgi Framsóknarflokks- ins þýtur ekki upp í vetur. Það hljóta allir að sjá og heyra hvað ráðherrar Framsóknar og fleiri flokksmenn bera af hvað varðar kurteisi, prúð- mennsku og vinnusemi. Það fólk reynir að leysa öll mál af mikilli nærgætni. Ekki er hægt að segja það sama um flesta aðra stjórn- málamenn sem eru með mjög stórar yfirlýsingar, leiðindasvör og pirring, svo ekki sé meira sagt. Ein með skoðun. Minni Alþingi á ÉG vil minna Alþingi og Tryggingastofnun ríkisins á það að verkamannalaun eru 102 þús. á mánuði og örorkubætur eru 80.724 kr. Það vantar 21.246 upp á til að ná verkamannalaunum á mánuði. Sæmundur Kristjánsson öryrki. Tapað/fundið Leðurjakki týndist DÖKKBRÚNN leðurjakki, með síma og lyklum, týnd- ist aðfaranótt laugardags- ins 21. september í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi vin- samlega hafið samband í síma 699 7188. Aberdeen Á POLLAMÓTINU á Ak- ureyri í sumar týndist Aberdeen-bolur sem mjög sárt er saknað. Upplýsing- ar í síma 562 1643. Blá slæða týndist BLÁ slæða, með gulri sól og stjörnumerkjunum í kring, týndist aðfaranótt sunnudagsins 15. septem- ber á Kaffi Róm í Hvera- gerði. Slæðan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Þeir sem vita um slæðuna hafi samband við Kaffi Róm í Hveragerði eða í síma 864 1281. Leigubílstjórar, athugið Í FEBRÚAR ’97 tók leigu- bílstjóri, kona milli 60 og 70 ára, persónulegar eigur mínar. Er hún vinsamleg- ast beðin að skila þeim sem fyrst. Upplýsingar hjá Heiðrúnu í síma 464 4286. Dýrahald Oliver er týndur OLIVER er 6 mánaða fress, grábröndóttur með snöggan feld, með tvær ól- ar með bjöllum en ómerkt- ur. Hann týndist í Breið- holti, í Flúðaseli. Hann hefur mikinn áhuga á bílum og gæti þess vegna verið kominn lagt í burtu. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 898 4752. Chino er týnd LÆÐAN Chino, sem er svört með hvíta bringu og sokka, er týnd. Hún er merkt með rauðri ól, við- fest er gyllt hjarta og bjalla. Upplýs- ingar í Stara- rima 55, Graf- arvogi, og í símum 567 5954 og 896 9412. Páfagaukur í óskilum GRÆNN og gulur páfa- gaukur hefur verið í óskil- um á Reykjavegi, svæði 105 Reykjavík, síðan 15. sept- ember. Upplýsingar í síma 553 0723 eða 862 8241. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... EÐLILEGA hefur mikið veriðfjallað um kosningarnar í Þýskalandi um helgina og ekki síst úrslit þeirra þegar þau lágu fyrir. Endanleg úrslit. Víkverja er spurn hvort úrslit eru úrslit fyrr en þau eru endanleg. Eru til bráðabirgðaúrslit? Það eru að vísu til bráðabirgða- þetta og hitt, bráðabirgðaniðurstöður eða skýrslur eða úttektir en það á þó naumast við um úrslit í kosningum. Er þetta ekki eins og í íþróttum, úr- slitin liggja ekki fyrir fyrr en leikur- inn er búinn, ekki fyrr en allt heila dótið hefur verið talið upp úr kjör- kössunum. Ekki er talað um úrslit í hléi í knattspyrnu. Það er heldur ekki talað um endanleg úrslit að leik lokn- um heldur bara úrslit – þegar þau liggja fyrir. Það er hins vegar einhver lenska í sumum fjölmiðlum að tala um að end- anleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á morgun eða hinn, rétt eins og við höf- um eins konar úrslit áður en allt er talið. Víkverja finnst þetta hvimleiður óþarfi að staglast á að þetta eða hitt sé endanlegt. Það sama á við um ákvörðun. Er ákvörðun orðin ákvörð- un fyrr en hún hefur verið tekin eða afráðin? Þegar mál er til umræðu er gjarnan sagt að það standi svona eða hinsegin en endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Hefur þá nokkur ákvörðun verið tekin fyrst ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun? Af hverju erum við að þessu óþarfa stagli? x x x NÝLEGA varð Víkverja það á aðaka mót rauðu ljósi í höfuðborg- inni. Hann hafði ekki leitt hugann mjög alvarlega að þessu atviki, hélt sig frekar vera á „bleiku“ en rauðu og gleymdi því eins og svo mörgu öðru eins og hann á vanda til. Hins vegar var rækilega hresst uppá þessa gleymsku hans þegar hann fékk bréf frá lögreglunni. Sekt uppá 15 þúsund krónur, 11.500 kr. með afslætti ef hann borgaði fyrir tiltekinn tíma, og með gíróseðlinum fylgdi útskýring á því hvar og hvenær afglöpin voru framin. Þessu fylgdu einnig upplýs- ingar um að brotið þýddi að Víkverja voru reiknaðir fjórir punktar í öku- ferilsskrá. Fái ökumenn 12 punkta á þremur árum verður ökuskírteinið tekið af þeim. Takist hins vegar að sigla framhjá öllum brotum fyrnast punktarnir á þremur árum. Á gíró- seðlinum er einnig gert ráð fyrir að bíleigandinn geti tilgreint annan öku- mann hafi hann t.d. lánað bílinn. Það gat Víkverji hins vegar ómögulega gert í þessu tilviki – enda myndin af honum bara góð og skýr! Ekki fannst Víkverja þetta skemmtileg sending. En það var ekki undankomu auðið. Brotið var nefni- lega myndað með einni af sjálfvirku myndavélunum sem vaka yfir nokkr- um gatnamótum í borginni. Víkverji heimsótti lögregluna, fékk að sjá myndirnar og var upplýstur um hvernig myndatakan fer fram. Og lögreglumaðurinn benti Víkverja ísmeygilega á að nokkuð ljóst væri að hann hefði verið sjálfur við stýrið. En brotið var augljóst ef trúa á tækninni. Myndin er tekin þegar bíllinn er kom- inn yfir stöðvunarlínu eftir að rautt ljós hefur logað örskamma stund. Það þýðir að gula ljósið hefur logað nógu lengi til að Víkverji átti að geta stans- að í tíma, hafi hann verið á löglegum hraða. En sem betur fer nemur vélin ekki hraðann. Þá hefði sektin e.t.v. orðið hærri. NÚ er nýafstaðin enn ein vel heppnuð sjáv- arútvegssýningin. Hún hefur alltaf verið að stækka með hverju árinu og þeir sem að henni standa hinir ánægðustu. Það er mik- ið talað um útflutning á vatninu okkar góða en erfitt virðist vera að markaðssetja það er- lendis. Af hverju ekki að setja á fót „vatnsútvegs- sýningu“? Það hlýtur að vera ýmislegt tengt vatni sem vert er að skoða hjá öðrum þjóð- um, sem við getum svo lært og nýtt okkur. Einnig ættum við að geta miðlað einhverju frá okkur, er það ekki? Ef ekki þá er kominn tími til að svo verði. Jóhanna Þórarinsdóttir. Vatnsútvegssýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.