Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 13 MIKIL vinna liggur að baki því að þjálfa leitarhunda en síðustu daga hafa áhugasamir menn úr Björgunarhundasveit Íslands ver- ið með hunda sína við stífar æf- ingar á Dalvík og nágrenni. Tvær æfingar eru jafnan á hverju ári, snjóflóðaleit að vetri og svo víða- vangsleit að haustlagi og eru æf- ingar haldnar til skiptis í lands- hlutum. Alls var verið að þjálfa 17 hunda á æfingunni á Dalvík, en hún hófst á laugardag og stendur í fimm daga, lýkur í dag, mið- vikudag. Hundunum er skipt upp í flokka eftir getu, þeir byrja á C- stigi og fikra sig á A-stig eftir því sem hæfni eykst. Tveir dómarar frá útlöndum voru á svæðinu en hundarnir eru látnir gangast undir þar til gerð próf sem skera úr um hæfni þeirra. Í byrjendaflokknum voru 7 hundar ásamt þjálfurum sínum, en búið var að afmarka nokkuð stórt svæði sem þeir áttu að leita á. Nokkur börn úr hópi heima- manna tóku að sér hlutverk „huldumanna“, þ.e. þeirra sem földu sig innan svæðisins, og það var svo hlutverk hundanna að leita þau uppi. Félagar úr björg- unarsveitunum sem fylgdust með sögðu mikilvægt að maður og hundur næðu vel saman og gengi æfingin að stórum hluta út á þann þátt. Um leið og hundurinn finnur manninn hleypur hann til þjálfarans, lætur hann vita og teymir hann með sér að hinum „týnda“. Aðbúnaður á Dalvík var allur sem best verður á kosið að sögn félaga og hefur æfingin í alla staði gengið vel. Það var helst að þátttakendur settu fyrir sig hvað veðrið síðustu daga hefði verið gott. Mikilvægt sé við slíka þjálfun að ekki sé alveg logn, því vind- urinn beri með sér lykt af fólkinu og það sé lykilatriði fyrir hund- inn að finna lyktina. Þeir hundar sem lengra voru komnir í þjálfuninni, A- og B- hundarnir, voru við leit á stóru svæði í Böggvisstaðafjalli, en æf- ingar þeirra eru mun erfiðari en nýliðanna. Morgunblaðið/Kristján Hermann Þorsteinsson, björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi frá Ísafirði , fer yfir málin með Gesti Hanssyni frá Siglufirði. Gestur Hansson frá Björgunarsveitinni Strákum á Siglu- firði og hundurinn hans Keli voru ekki mjög lengi að finna þá Ársæl og Gunnar, sem höfðu falið sig á svæðinu. Hundurinn Hendrix finnur Sigríði Lindu, sem hafði falið sig, en eigandi hans, Jóhann Lárus Baldvinsson úr Björgunarsveitinni Súlum, er ekki langt undan. Vel heppnuð æfing Björgunarhundasveitar Íslands haldin á Dalvík Mikilvægt að maður og hundur nái vel saman SOFFÍA Gísladóttir, félagsmála- stjóri á Húsavík og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að kæra ráðningu Kristins H. Svanbergs- sonar í starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrar- bæjar til kærunefndar jafnréttis- mála. „Þetta er jafnréttiskæra og snýr að því hvort við Kristinn höf- um verið jafnhæf í starfið eða ég hæfari.“ Soffía sagði að samkvæmt upplýsingum frá Mannafli hafi þar á bæ ekki verið gert upp á milli þeirra þriggja umsækjenda sem þóttu hæfir í stöðuna, hennar og tveggja karlmanna. „Það segir mér að samkvæmt jafnréttislögum og jafnréttisáætlun Akureyrarbæj- ar hefði átt að ráða konuna.“ Soffía sagði að rökstuðningur sviðsstjóra félagssviðs sem fylgdi ráðningu Kristins í stöðuna hafi verið út í hött og í raun móðgun við aðra umsækjendur. „Út frá þessum rökstuðningi tel ég mig vera jafnhæfa Kristni ef ekki hæf- ari en ég þarf óháða aðila til að meta það og vil því að þetta mál verði skoðað.“ Soffía sagðist hafa rætt við nokkrar konur sem hafa kært til kærunefndar jafnréttismála og fengið þær upplýsingar að það hefði ekki komið niður á þeim, hvorki persónulega né í atvinnu- legu tilliti. „Það hafa ýmsir reynt að hafa áhrif á mig í þessu máli en mun fleiri hvatt mig til dáða og ég tel mig ekki hafa neinu að tapa.“ Soffía sagði það hvað alvarlegast í þessu máli að ekki var krafist há- skólamenntunar í auglýsingu um starfið. „Það er alvarlegt ef bæj- arfélag á stærð við Akureyri gerir ekki meiri kröfur til stjórnsýsl- unnar varðandi menntun í æðstu stöður. Einnig er það alvarlegt að það skuli talið Kristni til tekna að hafa misjafnt orð á sér í mann- legum samskiptum, eins og bent er á í rökstuðningnum.“ Slæmt fyrir ímynd bæjarins Ráðning Kristins í stöðuna hefur mikið verið rædd innan bæjarkerf- isins og á dögunum kom m.a. til harðra orðaskipta í bæjarstjórn milli fulltrúa minnihluta og meiri- hluta vegna málsins. Björn Snæ- björnsson, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndarAkureyrarbæjar, sagði það alls ekki gott fyrir bæ- inn að fá á sig svona kærur, sem hafi verið allt of margar að und- anförnu. „Það er mjög slæmt fyrir ímynd bæjarins að hlutirnir séu með þeim hætti að það séu stans- lausar kærur eða málaferli í gangi,“ sagði Björn. Ráðning deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar Soffía Gísla- dóttir kærir ráðninguna ELLEN Mooney, húðlæknir og húðmeinafræðingur, flytur opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri á morgun, fimmtudaginn 26. september kl. 20. Hann nefnist „Sólvarnir – Forvörn gegn húð- krabbameinum.“ Sólvarnir eru í lykilhlutverki í forvörnum gegn húðkrabbamein- um, sem eru nú meðal algengustu krabbameina og því stærstu heil- brigðisvandamál víðast hvar í heiminum, segir í frétt um fyr- irlestrinum. Fjallað verður um rétta notkun og val sólvarnarefna og ákveðið hegðunarmynstur sem er nauðsynlegt til þess að fyrir- byggja að húðkrabbamein mynd- ist. Fyrirlesturinn verður í stofu L 203 á Sólborg og er öllum opinn. Forvörn gegn húðkrabba- meinum DJASSKVARTETTINN Come Shine leikur í Deiglunni í annað kvöld, fimmtudagkskvöldið 26. sept- ember, kl. 21.15. á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Þá leikur kvartettinn í Kaffileikhúsinu í Reykjavík á föstu- dagskvöld. Come Shine er norskur djasskvar- tett sem leikur sveifludjass, innblás- inn af gömlu góðu djasshefðinni er hefur vakið athygli víða um heim að undanförnu fyrir hrífandi og ferskan flutning, segir í frétt um tónleikana. Söngkona hljómsveitarinnar er Live Maria Roggen, píanóleikarinn Er- lend Skomsvoll er einnig aðalútsetj- ari Come Shine, á kontrabassa leikur Sondre Meisfjord og Håkon Mjåset Johansen á trommur Þessi kvartett er tvímælalaust í flokki bestu djass- kvartetta á Norðurlöndunum, segir í tilkynningu. Norski djasskvartettinn Come Shine leikur í Deiglunni í kvöld. Come Shine í Deiglunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.