Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 25
öðrum hlutafélögum,“ eins og segir í rekstrarleyfinu. M.ö.o þarna eru allir þessi óskyldu þættir saman komnir í einu og sama rekstrarleyfinu í hönd- um eins og sama hlutafélagsins. Þ.e. allt sem viðkemur framkvæmdum og fasteignahaldi, verslun með tollfrjáls- an varning í samkeppni við aðra aðila á flugvellinum og þátttaka í hvers konar annarri starfsemi sem þessu samrýmist. Einnig sá möguleiki að stofna til dótturfélaga eða eignarað- ildar að öðrum hlutafélögum. Er nema von að einkaaðilum með starf- semi í flugstöðinni hafi brugðið í brún. Það hefur nú komið á daginn sem mér og fleirum sýndist mikil hætta á að sambúð ríkisins annars vegar og einkaaðila hins vegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. gæti illa blessast á þeim grunni sem til var stofnað á árinu 2000. Nú er svo komið að stærsti einstaki rekstraraðilinn fyrir utan ríkið í Leifsstöð, Íslenskur markaður hf., hefur kært sambúðina til Samkeppnisstofnunar. Um það er ekki tilefni að ræða frekar. Hitt er ljóst að hlutirnir hafa ekki gengið sem skyldi og a.m.k. ekki í sátt og sam- lyndi. Hrakfallasaga einkavæðingar- brölts ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur áfram. Ekkert lát er á uppákomunum, Landssími í fyrradag, Landsbanki í gær, Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd Alþingis. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 25 GOÐATÚN 23 GARÐABÆ - OPIÐ HÚS Í kvöld milli kl. 19.00 og 21.00 er þetta fallega og vinalega 170 fm einbýli til sýnis. Húsið er mikið endurnýjað. Fallegur og mjög skjól- sæll garður. Verð 19,9 millj. Þetta er hús sem kemur verulega á óvart. og gert var á vegum Fríkirkjunnar í Reykjavík og tók undirritaður þátt í því. Þetta gafst mjög vel og komu margir unglingar í kaffi til okkar í kirkjunna og ræddu alls konar mál við okkur og fannst þetta uppátæki foreldranna töff, eins og ein stúlka sagði við okkur. Auðvitað eru til einstaklingar sem hafa lent í ógæfumálum og ber okkur skylda til að hjálpa þeim og og aðstoða þá. Við vitum að vímu- efnaneysla er að færast niður á við í aldri og til unglinga um allt land. Ekkert sveitarfélag í landinu kemst undan því. Ástæðan er ein- göngu uppgjöf og óskipulagðar for- varnir. Í Hveragerði, litlum bæ, hafa kannski tveir til þrír ungling- ar ánetjast vímuefnum og það er hrópað úlfur, úlfur í fjölmiðlum. Hvað segir það um fréttaflutning af forvörnum? Áður fyrr nánast hvöttu fjölmiðlar til innflutnings á vímuefnum með því að sega frá í upphrópunum í hvert sinn sem ein- hver var tekinn með vímuefni hversu mikla peninga viðkomandi hefði grætt ef hann hefði komið því á götuna. Auðvitað sáu menn sem voru í peningavandræðum sér leik á borði, hugsuðu með sér að það hefði verið klaufaskapur að láta taka sig og hófu að finna aðrar leiðir til að smygla vímuefnum inn í landið til að hagnast á og koma sér út úr skuldum. Einnig menn sem ekki voru í neyslu heldur í hörðum bissness. Fréttir af for- vörnum eru ekki inn hjá fjölmiðl- um vegna þess að þær eru ekki krassandi. Mér fannst fréttaflutn- ingur Sjónvarpsins af foreldra- fundinum á Hótel Örk með ein- dæmum illa unninn og ófag- mannlegur og eingöngu um æsi- fréttaflutning að ræða, sem hefur hingað til verið vörumerki hinnar sjónvarpsstöðvarinnar. Þessi fréttaflutningur hefur skaðað nokkra einstaklinga meira en gert gagn. Ég sé ekki annan tilgang fréttarinnar í þessum búningi en að reyna að gefa ranga hugmynd af litlu bæjarfélagi sem stendur vörð um sín börn. Að halda því fram að Hveragerði sé dópbæli er langt frá því að vera rétt. Við skul- um hafa í huga regluna aðgát skal höfð í nærveru sálar og reyna að sameinast á landsvísu um að berj- ast gegn þessum óboðna vágesti. Því skora ég á ráðherra mennta- mála að koma forvörnum inn í námskrá barna fram á unglings- aldur. Höfundur er formaður Samfylking- arfélagsins í Hveragerði. Í SUMAR gerðu forsvarsmenn eldri borgara harða hríð að stjórnvöldum fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum um kjör þeirra. Það hafði lengi legið fyrir að kjör aldraðra hefðu versnað en þarna voru vel unnar upp- lýsingar settar mjög faglega fram og sýnt var fram á með tölum að afkoman hefur stórversnað. Bent var á að í samanburði við launavísitölu hafa elli- lífeyrisþegar verið sviptir rúmum sjö þúsund krónum á mánuði og yfir 17 þúsund krón- um ef miðað er við samanburð við uppgefin lágmarkslaun sem fáir ef þá nokkrir eru lengur á. Þetta er mikil rýrnun kjara fyrir alla þá sem hafa litlar eða engar tekjur úr lífeyrissjóðum. Það munar um minna en yfir tvö hundruð þúsund krónur á ári en það er sú fjárhæð sem tryggingagreiðslur væru hærri ef áfram hefði verið miðað við lágmarkslaun. Það er ekki að undra að fundir um kjaramál eldri borg- ara eru fjölmennustu fundir sem þingmenn eru boðaðir á í dag og við hljótum öll að bera kinnroða fyrir hvernig málum er komið. Sú ríkisstjórn sem nú sit- ur aftengdi þróun greiðslna Trygginga- stofnunar við þróun launa. Hún ber ábyrgð á stöðunni. Eldri borgarar vilja svar við því hvað rík- isstjórnin ætli að gera. En hingað til hefur verið fátt um svör. Sparað á kostnað aldraðra Því hefur verið haldið fram að á þeim tíma sem er liðinn frá því hætt var að miða trygginga- greiðslur við lægstu laun hafi ríkið sparað milli þrjá til fjóra milljarða á kostnað ellilífeyrisþega. Þetta eru yfirgengilegar fjárhæðir ekki síst miðað við hópinn sem á í hlut. Samkvæmt sérúttekt skattstjóra árið 2000 vegna tekna á árinu 1999 reyndust tæp 40% ellilífeyrisþega hafa 75 þúsund krónur eða minna í heildartekjur. Um 40% höfðu minna en 70 þúsund eftir skatt og tæplega 60% höfðu minna en 80 þúsund eftir skatt. Til samanburð- ar voru raunveruleg lágmarkslaun verkafólks með eingreiðslu rúm 94 þúsund í febrúar síðastliðnum. Ellilífeyrir var liðlega 77% af lág- markslaunum verkafólks árið 1990 en í febrúar sl var ellilífeyrir að- eins tæp 59% af lágmarkslaunum. Á sama tíma hækka mjög mikið ýmis útgjöld svo sem þjónustu- gjöld, matur og lyf. Skattleysis- mörk hafa mikið að segja fyrir stóra hópa aldraðra. Þar hefur þróunin líka verið ellilífeyrisþeg- um afar óhagstæð. Skattleysis- mörk og skatthlutfall staðgreiðslu hafa breyst á liðnum árum. Einar Árnason hagfræðingur hefur skoð- að þróunina sl 12 ár og styður nið- urstöðu sína skýrum dæmum. Hann bendir á að skattleysismörk voru tæp 54 þúsund árið 1990 en eru núna um 67.500 krónur og að ef þau hefðu þróast eins og verð- lag væru þau 82 þúsund en miðað við launavísitölu væru þau hátt í 105 þúsund. Þessir útreikningar og aðrir sem eldri borgarar kynntu í sumar staðfesta ótvírætt hvað þróunin hefur verið þeim óhagstæð og að lífskjör þessa ald- urshóps eru því umtalsvert lakari. Hvað tefur ríkisstjórnina Miklar vonir voru bundnar við viðbrögð ríkisstjórnarinnar í kjöl- far þess að þær upplýsingar sem hér er vísað til voru kynntar op- inberlega. Á hátíðastundum tala menn um þá sem skópu velferð- arsamfélagið og að þeir eigi heið- urinn af því sem þessi þjóð stend- ur fyrir í dag. Þeir eru þá að tala um og til aldraðra. En það er allt önnur mynd sem blasir við þegar skoðað er hvernig ævikvöld þessir sömu menn skapa eldri kynslóð- inni. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að lagfæra þá mismunun sem svo ótvírætt er sýnt fram á. Það hefur verið fátt um svör þessa mánuði sem liðnir eru. Stóra bar- áttumál eldri borgara er að skoðað verði það mikla bil sem orðið er á greiðslum grunnlífeyris og tekju- tryggingar frá Tryggingastofnun ríkisins samanborið við lægstu laun. Að það hefur bitnað illa á af- komu aldraðra að þessar greiðslur hættu að fylgja launaþróun. Samfylkingin hefur flutt tillögur á þingi um að tekið verði á þessum málum. Að komið verði á afkomu- tryggingu fyrir aldraða þannig að enginn þurfi að una fátækt eða óvissu um kjör sín. Þær hugmynd- ir hafa ekki fengið undirtektir á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lengi gumað af góðæri sem hún þakkar sér. Á sama tíma standa stórir hópar hjá og spyrja fyrir hverja það góðæri sé og til hvers það sé notað. Viðbragða ríkisstjórnarinnar er enn beðið. Áhugaleysi um kjör aldraðra Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. Aldraðir Stóra baráttumál eldri borgara, segir Rann- veig Guðmundsdóttir, er að skoðað verði það mikla bil sem orðið er á greiðslum grunnlífeyris og tekjutryggingar frá TR samanborið við lægstu laun. MORGUNBLAÐIÐ fjallar, í leiðara sínum, föstudaginn 20. sept- ember sl. um málefni Áslandsskóla. Eins og oft vill bregða við í leiðurum Morgun- blaðsins er sannleik- anum hagrætt og skáldað í eyðurnar. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um starfsemi Áslands- skóla en sé mig knú- inn til að leiðrétta rangfærslur Morgun- blaðsins í leiðaranum hvað varðar afskipti Kennarasambands Ís- lands af málefnum skólans. Leiðarahöfundur fullyrðir nán- ast að forysta Kennarasambands- ins hafi stýrt aðgerðum kennara skólans undanfarna daga. Þetta er rangt. Hið rétta er að Kennara- sambandið hefur einungis leiðbeint kennurum um hvað lög og kjara- samningar segja um réttindi þeirra og skyldur. Það er hlutverk stétt- arfélaga að gæta hagsmuna fé- lagsmanna sinna og það hefur Kennarasambandið gert í þessu máli eins og öðrum slíkum. Leiðarahöfundar Morgunblaðs- ins hafa sjaldan sýnt skilning rétt- indum launafólks og raunverulegu hlutverki stéttarfélaga enda upp- teknari af öðrum hagsmunum. Kennarar Áslandsskóla komu til fundar í Kennarahúsinu fimmtu- daginn 5. september sl. og fóru yfir stöðu mála í skólanum. Fulltrúar Kennarasambandsins lögðu áherslu á að kennarar færu að lög- um í öllum sínum að- gerðum þrátt fyrir að lög og kjarasamningar hefðu verið brotnir á þeim. Þetta hafa kennarar gert. Kennarasambandið hefur í málflutningi sínum gert skýran greinarmun á rekstr- arformi og stjórnun skólans annars vegar og skólastefnunni hins vegar. Rekstrarformið var frá upphafi dæmt til að mistakast en ég vona hins vegar að menn nái að þróa áfram þá faglegu stefnu sem fylgt hefur verið í skól- anum nemendum hans til hags- bóta. Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að formaður Kenn- arasambandsins væri óhæfur til þess að fjalla um málefni Áslands- skóla vegna pólitískrar andstöðu við sig. Ég verð að segja alveg eins og er að sjaldan hef ég orðið eins hissa og þegar ég las þetta. Yf- irlýsing af þessu tagi eru skilaboð frá Birni um að þeir sem ekki að- hyllast skoðanir sjálfstæðismanna séu óhæfir til að fjalla um þjóð- félagsmál. Ég hélt satt að segja að þessi lína hefði dáið með falli gömlu Sovétríkjanna. Björn hefur hins vegar kosið að endurvekja austantjaldsstílinn og gera hann að sínum þegar hann sakar menn um „andsjálfstæðisflokksískan áróð- ur“. Það er margt skrítið við þessa pólitík. Ég minnist þess til dæmis ekki að hafa verið sakaður um póli- tískan áróður eða vanhæfni þegar ég hef leyft mér að gagnrýna stjórnvöld sem tilheyra vinstri væng stjórnmálanna. Þannig gagn- rýndi ég hart Reykjavíkurlistann í kjaradeilu tónlistarskólakennara á síðasta ári án þess að hafa verið skammaður fyrir það af Birni eða Morgunblaðinu. Mín skýring á framferði Björns er sú að hann sé einfaldlega argur út í sjálfan sig vegna þess að hann hljóp á sig þeg- ar hann veitti Hafnarfjarðarbæ leyfi til þess að fara út í einka- rekstur hverfisskóla án þess að fyrir því væri heimild í lögum. Það er ljóst að leiðarahöfundur Morgunblaðsins, Björn Bjarnason og aðrir þeir sem gagnrýna kenn- ara skólans og Kennarasambandið fyrir framgönguna í þessu máli eru um leið að segja að það sé í himna- lagi að brjóta lög og kjarasamn- inga. Við skulum að lokum ekki gleyma því að þessu rekstrarformi var í upphafi m.a. stefnt til höfuðs samtökum kennara og þar með stéttarfélögunum í landinu. Sú til- raun mistókst og ég græt það ekki. Mogginn, Björn og tjaldið í austri Eiríkur Jónsson Kennarar Ég minnist ekki, segir Eiríkur Jónsson, að hafa verið sakaður um pólitískan áróður þegar ég hef gagnrýnt stjórn- völd á vinstri væng. Höfundur er formaður Kennara- sambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.