Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁLFSVÍG eru í skúffuþagnar og það er orðiðtímabært að opna hana,“sagði Sigurður Guð- mundsson landlæknir á blaða- mannafundi í gær þar sem kynnt var rannsókn um sjálfsvíg og ís- lensk ungmenni. Þar vísaði Sigurð- ur til þess að geðraskanir væru feimnismál sem lítið væri oft fjallað um. Því væri tímabært að breyta. Akkillesarhællinn varðandi barátt- una gegn sjálfsvígum væri van- þekking, úr því væri verið að reyna að bæta með gerð rannsóknarinn- ar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nær til árs- ins 2010, á að gera átak í geðheil- brigðismálum og fækka sjálfsvíg- um um 25%. Á fundinum voru kynntar niður- stöður rannsóknar fyrirtækisins Rannsókir & greining ehf. á tíðni sjálfsvígstilrauna meðal íslenskra ungmenna sem gerð var í fram- haldsskólum landsins árið 2000. 7,3% framhaldsskólanema sögðust hafa gert sjálfsvígstilraun sem er nokkru hærra hlutfall en sagðist hafa reynt sjálfsvíg í sambærilegri könnun árið 1992. Þá sögðust 4,5% framhaldsskólanema hafa reynt að taka eigið líf. Kemur fram að eftir að tekið var tilllit til þátta eins og félagslegrar einangrunar, vímu- efnaneyslu og sjálfsvígstilrauna annarra séu líkur á sjálfsvígstil- raun tvöfalt meiri árið 2000 en árið 1992. Spurningalistinn var einnig lagð- ur fyrir efstu bekki grunnskóla árið 1992. Þá sögðust 6,7% nemenda í 10. bekk grunnskóla og 5,5% nem- enda í 9. bekk hafa reynt að taka eigið líf. Segir í skýrslu sem land- læknisembættið hefur gefið út um sjálfsvíg að ef þessar tölur séu bornar saman við meðaltíðni sjálfs- víga í þessum aldurshópi láti nærri að nær sex piltar og ein stúlka fremji sjálfsvíg fyrir hverjar 1000 tilraunir í þessum aldurshópi. Ljóst sé að sjálfsvígstilraunir snerti stóran hóp íslenskra ung- menna. 4–5% pilta hafi reynt að fremja sjálfsvíg og 5–9% stúlkn- meðaltal sjálfsvíga íslens er nokkuð samstiga meða Nýja-Sjálandi allt til lok áratugarins, þegar tíðni s féll á Íslandi undir fimm altöl í Ástralíu, Kanada o ríkjunum. Í samanburðinum kemu mun færri stúlkur fremja en piltar. Tíðni sjálfsvíga stúlkna var hærri einstö meðal jafnaldra þeirra Norðurlöndum, en frá lo unda áratugarins er fi meðaltal sjálfsvíga stúlk lægra á Íslandi en fimm altal á hinum Norðurlö Eru sjálfsvíg einnig færri altali á Íslandi en í öðrum löndum og öðrum iðnvædd um heims. Þó færri stúlkur fremji gera þær mun oftar tilr sjálfsvígs en drengir. Þa stúlkur 1,6 sinnum lík drengir til að gera tilraun vígs. Karlar 15–24 ár í mestri hættu Í máli Salbjargar Bjar verkefnisstjóra þver nefndar sem sinnir sjálf vörnum hjá landlæknisem kom fram að ungir kar aldrinum 15–24 ára væru ir til að taka eigið líf. Þá e og geðsjúkir í áhættu, un kynhneigðir, fangar í byrju vistar, fráskildir, einman vinnulausir karlmenn. K aldrinum 55–67 eru í áh sem og eldri karlmenn í lo ferils og fólk 80 ára og eldr Nefndin sem Salbjörg v ystu hefur það verkefni greina áhættuhópa og hvar finna, skapa yfirsýn um gert í forvarnar- og m skyni vegna sjálfsvíga o vígstilrauna. Einnig að ko varnarteymum um allt tengslum við heilsugæ hverjum stað, fylgjast me þeirrar þjónustu sem ve veita henni stuðning. Söm anna. 17–40% nemenda hafi átt kunningja sem framdi sjálfsvíg, 14– 30% góðan vin sem hafði reynt slíkt og 6–12% góðan vin sem féll fyrir eigin hendi. Vímuefnaneysla og félagsleg einangrun áhættuþættir Framhaldsskólanemar sem nutu lítils stuðnings foreldra, voru sjald- an með vinum eða neyttu áfengis, tóbaks og kannabisefna í meira mæli en aðrir reyndust líklegri til þess að gera sjálfsvígstilraun en aðrir. Jafnframt voru þeir nemend- ur sem höfðu heyrt af sjálfsvígs- hugleiðingum annarra, eða áttu vini sem reynt höfðu að fyrirfara sér, líklegri til að hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í skýrslu landlæknisembættisins eru sjálfsvíg íslenskra ungmenna borin saman við tíðni sjálfsvíga á hinum Norðurlöndunum og í öðrum vestrænum ríkjum, eftir upplýsing- um frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO). Þar kemur fram að meðaltíðni sjálfsvíga pilta á aldrinum 15–24 sé í hærra lagi hér á landi miðað við önnur vestræn lönd. Tíðnin sé aftur á móti nokkru lægri meðal íslenskra stúlkna en erlendra jafnaldra þeirra. Að meðaltali frömdu 19 piltar sjálfsvíg hér á landi fyrir hverja 100.000 á árunum 1951–1995 en tvær stúlkur fyrir hverjar 100.000. Samkvæmt tölum WHO var tíðnin hæst hér á landi árið 1991, það ár frömdu 13 piltar á aldrinum 15–24 ára sjálfsvíg. Það ár voru 21.000 piltar í þeim aldurshópi og var tíðn- in því 61 sjálfsvíg fyrir hverja 100.000 pilta. Há sjálfsvígstíðni meðal pilta Tíðni sjálfsvíga pilta á Norður- löndunum er mest í Finnlandi sam- kvæmt tölum WHO, en næst hæst á Íslandi. Frá upphafi 9. áratug- arins hefur meðaltíðni sjálfsvíga verið talsvert meiri á Íslandi en í ýmsum öðrum Evrópulöndum, þ.e. Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi. Samanborið við önnur iðnvædd lönd kemur í ljós að Fleiri falla fyrir eigin hendi á ári hverju en fara Fleiri framhald nemar reyndu víg árið 2000 en                                                         Tíðni sjálfsvíga er í hærra lagi meðal ís- lenskra pilta miðað við önnur vestræn ríki, en í lægra lagi hjá íslensk- um stúlkum. Í nýrri rannsókn sögðust 7,3% framhaldsskólanema hafa reynt að fremja sjálfsvíg og má merkja aukningu í tíðni sjálfs- vígstilrauna hjá fram- haldsskólanemum síðasta áratug. Fleiri falla á ári hverju fyrir eigin hendi en deyja í umferðarslysum. Stefnt er að því að fækka sjálfsvígum um fjórðung til ársins 2010. ÁHRIFAVALDUR Í LISTUM 20. ALDAR Einn merkasti hugmyndasmiðurnútímadanslistar, Merce Cunn-ingham, hefur dvalist hér á landi undanfarna daga, en tvö verka hans voru flutt í Borgarleikhúsinu í gærkveldi. Hann hefur starfað með mörgum fremstu listamönnum tuttug- ustu aldar á sviði tónlistar og mynd- listar, en meðal þeirra má telja John Cage, Morton Feldman, Andy Warhol, Jasper Johns og Robert Rauschenberg. Cunningham kom fram á sjónarsviðið með ný viðhorf til danslistarinnar, þar sem afstæð hreyfing er þungamiðja hvers verks í stað túlkunar á frásögn eða tilfinningum. Samhljómur verka hans við ferskustu stefnur og strauma síðari hluta tuttugustu aldar er eftir- tektarverður, ekki síst vegna þess hvernig hann helst í hendur við hug- myndir á sviði vísinda sem mótað hafa vitundarmiðju listamanna og viðhorf þeirra til umhverfis síns. Á heimasíðu sinni segist Cunningham hafa lesið verk Einsteins þar sem hann segir að í víðáttum geimsins sé enga fasta punkta að finna. Í huga Cunninghams átti það sama við um víðáttur leiksviðsins; þar eru engir fastir punktar og þungamiðj- an einungis þar sem dansarinn er staddur hverju sinni. Haft er eftir tónskáldinu John Cage að „Merce Cunningham hafi þróað sinn eigin stíl í dansi og kóreógrafíu, þar sem samhengið felst ekki lengur í línu- legum þáttum, tengdum frásögn eða sálarlífi, né heldur í hreyfingum þar sem hápunktur markar skil riss og hnigs. Eins og í óhlutbundnu málverki er gert ráð fyrir að einn þáttur (hreyf- ing, hljóð, ljósbrigði) sé í sjálfu sér tján- ing; það sem hann miðlar er að stórum hluta ákvarðað af áhorfandanum sjálf- um.“ Af orðum Cage má ráða hversu mikilvægir afstæðir þættir umhverfis- ins eru í hugmyndafræði síðustu ára- tuga. Þeir hafa mótað vísindin, ástand mannsandans, framsæknustu listir samtímans hverfast um þá, auk þess sem þeirra sér stað í efnistökum, stíl og formi allra listgreina. Um leið hefur hlutverk áhorfandans, hlustandans og jafnvel lesandans breyst, þar sem vits- munaleg virkni þeirra sjálfra samtvinn- ast margræðni hvers verks. Heimsóknir listamanna á borð við Merce Cunningham til Íslands eru þó ekki einungis mikilvægar með tilliti til listuppeldis þjóðarinnar, heldur þjóna afar veigamiklu hlutverki við að tengja íslenskan menningarheim því besta sem gerist á alþjóðavettvangi. Fyrir- hugað samstarf Cunninghams við hljómsveitina Sigur Rós sætir tíðind- um, en fyrr á þessu ári lék hinn heims- frægi Kronos-kvartett verk eftir Sigur Rós á Listahátíð og vonir standa til að í því tilfelli verði um frekara samstarf að ræða. Sóknarfæri íslenskra listamanna liggja ekki hvað síst í slíku samstarfi, lífæð íslenskrar listsköpunar liggur jafnt utan landsins sem innan. ÓFRJÁLS INNFLUTNINGUR LANDBÚNAÐARAFURÐA Innflutningur landbúnaðarafurðaminnkaði á síðasta ári frá því sem var árið 2000. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag kom fram að samanlagður innflutningur á kjöti, ostum og jógúrt nam 366 tonnum í fyrra en 666 tonnum árið áður. Þessi þróun mála kemur ekki á óvart. Samdráttur í nautakjötsinnflutningi vegna ótta við kúariðu og strangar tak- markanir á innflutningi osta úr óger- ilsneyddri mjólk, sem m.a. komu til vegna ótta við gin- og klaufaveiki, eiga sennilega einhvern þátt í þessari þróun en skýra þó tiltölulega lítinn hluta sam- dráttarins. Aðalástæðan felst í þeirri löggjöf, sem sett var árið 1995, um framkvæmd Íslands á skuldbindingum sínum samkvæmt WTO-samningnum um viðskipti með landbúnaðarvörur. Morgunblaðið hefur frá upphafi var- að við því að löggjöfin væri þannig úr garði gerð að markmið WTO-samnings- ins, um að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni og að neytendur njóti þess í lægra verði, myndu ekki nást. Það hef- ur því miður gengið eftir eins og áður- nefndar tölur sýna. Blaðið hefur einkum gagnrýnt þrennt í löggjöfinni. Í fyrsta lagi að tollar væru alltof háir, bæði almennt og á svoköll- uðum lágmarksaðgangi, þ.e. tollkvóta á lægri tolli. Í öðru lagi að það væri lagt í vald landbúnaðarráðherra að ákveða hvort lækka eigi tolla til að hleypa lág- marksaðganginum, 5% af innanlands- neyzlu, inn í landið. Í þriðja lagi hefur Morgunblaðið gagnrýnt það kerfi að bjóða upp innflutningskvótann. Þetta fyrirkomulag hefur stuðlað að verulegri hækkun á verði innfluttra landbúnaðar- vara og er ónauðsynlegt í ljósi þeirrar staðreyndar að enginn „náttúrulegur skortur“ er á innflutningskvóta, sem út- heimtir skömmtunarkerfi af þessu tagi. Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir í Morg- unblaðinu í gær að menn verði að gera skýran greinarmun á því hvort þeir gagnrýni lögin um innflutning landbún- aðarvara eða framkvæmd þeirra. Það er full ástæða til að gagnrýna hvort tveggja. Lögin eru gölluð og ná ekki þeim markmiðum, sem þeim var ætlað. Framkvæmd landbúnaðarráðuneytisins á lögunum hefur síðan verið með þeim hætti að í flestum tilvikum hefur verið stuðzt við þrengstu lagatúlkanir og hagsmunir innlends landbúnaðar hafðir í fyrirrúmi, fremur en hagsmunir neyt- enda. Niðurstaðan af þessu öllu er að þrátt fyrir aukið úrval í verzlunum eru inn- fluttar landbúnaðarvörur aðallega dýr „lúxusvara“, sem hinn almenni neytandi hefur ekki efni á nema kannski til há- tíðabrigða. Þegar það var nýlunda að geta keypt t.d. útlendan ost voru eflaust margir til í að reiða fram það háa verð, sem almennt er á innfluttu vörunni, en til lengdar sparar almenningur slíkan „lúxus“ við sig. Frá sjónarmiði verzlana hlýtur að vera erfitt að koma svo dýrri vöru út, fyrir utan alla þá skriffinnsku sem fylgir innflutningi erlendra land- búnaðarvara. Nú er hafin ný lota samningavið- ræðna á vettvangi WTO, þar sem m.a. má gera ráð fyrir að frjálsræði í við- skiptum með landbúnaðarvörur verði aukið. Í ljósi reynslunnar af núverandi löggjöf verður að gera ráð fyrir að neyt- endur krefjist þess að alþingismenn hugi betur að hagsmunum þeirra þegar að því kemur að hrinda þeim samningi í framkvæmd hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.