Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 47 Ný Tegund Töffara Yfir 17.000 MANNS Sýnd kl. 7. og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 14. www.regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýjasta meistaraverk Pedro Almodovars 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.  GH Kvikmyndir.com  SG. DV Yfir 17.000 MANNS Donnie Darko (Donnie Darko) Drama/fantasía Bandaríkin, 2000. Góðar stundir VHS. 115 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leik- stjórn og handrit: Richard Kelly. Aðal- hlutverk: Jake Gyllenhaal, Jena Malone, Drew Barrymore, Noah Wyle, Patrick Swayze. ÞAÐ er nokkuð ljóst að bestu myndirnar rata ekki endilega í kvik- myndahúsin þessa dagana, heldur beint á myndband. Nýlega hafa kom- ið á myndbandaleigurnar myndir á borð við Lantana, The Believer og nú síðast Donnie Darko en sú er tví- mælalaust ein sú at- hyglisverðasta sem kemur fyrir sjónir íslenskra kvik- myndaáhugamanna þetta árið (en í Bandaríkjum kom myndin út árið 2000). Myndin er fant- asía um líf, dauða og örlög hvers og eins, en notar jafnframt frásagnar- rými sitt til að rýna í norm hins bandaríska borgaralega veruleika. Myndinni má skipa í hóp með afstrakt myndum á borð við The Truman Show, Fight Club og Being John Malkovich, frásögnin er brotin og endurspeglar um leið afstæði veru- leikans. Meginþráður sögunnar er hins vegar örlagasaga unglingspilts- ins Donnie Darko (Jake Gyllenhaal) sem býr í ósköp venjulegu úthverfi í litlum bæ. Söguna af ævintýrum hans má túlka annars vegar sem sálfræði- lega speglun innri angistar og hins vegar sem fantasíu um kosmískt ferli. Þetta er ein af þessum kvikmyndum sem áhorfandinn þarf að leggja sig allan í til að greiða úr þeirri ríkulegu merkingu sem í henni er falin. Og í því sambandi er nokkuð athyglisvert að hafa séð myndina á myndbandi, sem gefur manni kost á því að spóla til baka og íhuga verkið betur. Svo skemmtilega vill til að leikstjórinn notast sjálfur við áþekkt stílbragð, framvindan spólast hratt og hægt, hún fer fram og til baka. Myndin mor- ar jafnframt af textatengslum við aðr- ar kvikmyndir og aðra afþreyingar- miðla, hún er satt að segja algjör snilld. Tónlist er til dæmis notuð mjög markvisst í myndinni, annars vegar sem vísun í merkingarsamhengi, og hins vegar sem vísun í það tímabil sem sagan á að gerast á, þ.e. seint á níunda áratugnum. Leikarar á borð við Drew Barrymore, Noah Wyle og Patrick Swayze birtast í frábærum hlutverkum í myndinni, ekki síst Swayze, sem leikur vatnsgreiddan og vafasaman lýðskrumara, sem spilar sig á undirförlan hátt inn í þrá fólks eftir ameríska draumnum. Myndbönd Algjör snilld Heiða Jóhannsdóttir OXANA Fedorova, 24 ára gömul rúss- nesk kona frá St. Pétursborg hefur verið svipt titlinum ungfrú alheimur, sem hún hlaut í keppninni í Puerto Rico í maí sl. Aldrei áður í 52 ára sögu keppninn- ar hefur fegurðar- drottning verið svipt titli sínum. Justine Pas frá Pa- nama, sem er 22 ára og varð í 2. sæti í keppninni, tekur við titlinum af Fedorovu. Aðstandendur keppninnar vildu ekki gefa upp ástæðuna fyrir þessari ákvörðun. Fedorova, sem stödd er í Moskvu, sagðist sjálf hafa ákveðið að gefa tit- ilinn frá sér. Sögusagnir hafa verið að kreiki um að Fedorova hafi gift sig á laun og gangi nú með barn undir belti. Fedorova harðneitar því. Aðr- ir heimildarmenn segja að Fedorova hafi ekki sinnt þeim skyldum sem titill- inn lagði henni á herðar og því hafi hún verið svipt hon- um. Fedorova er 1,80 metrar á hæð með svart hár og græn augu. Hún fæddist í Pskov í Rússlandi og foreldrar hennar búa þar. Hún fór í lögregluskóla og hóf að vinna sem lög- reglumaður en hélt síðan í háskóla rúss- neska innanríkis- ráðuneytisins í St. Pétursborg og út- skrifaðist með fyrstu einkunn sem lögfræðingur. Til stóð að hún lyki doktorsprófi í lögum á næsta ári. Ungfrú alheimur svipt titlinum Reuters Ungfrú Rússland, Oxana Fedorova, veifar til fjöldans eftir að hafa verið krýnd Ungfrú alheimur. POPPKÓNGURINN Michael Jack- son er búinn að fara í enn eina „fegrunaraðgerðina“ en á dög- unum sást til hans þar sem hann gekk inn í safn í Las Vegas með umbúðir um nefið. Jackson hélt á regnhlíf til að skýla sér en þrátt fyrir það spurði einn ósvífinn safngestur hvað gengi að. „Fór í aðra aðgerð,“ svaraði Michael. Popparinn sérvitri hefur dvalið síðustu tvo mán- uðina í þessari höfuðborg fjár- hættuspila í heiminum ásamt tveimur sonum sínum. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Michael hefði eytt hvorki meira né minna en þremur millj- ónum króna í gullslegna líkkistu. Hann hefur kannski eitt sinn verið skáti og kýs að vera ávallt viðbúinn. Og ætti þá nefið aldeilis að vera orð- ið fullkomið. Michael Jackson Enn ein „fegr- unaraðgerðin“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.