Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ræktaðu sjálfan þig ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS SÝNINGAR tveggja ungra nor- rænna listamanna standa yfir í Gallerí Skugga um þessar mundir. Sýningarnar eru ólíkar og spila þar saman andstæður, mynd- höggvarinn Kimmo Schroderus sýnir umfangsmikla skúlptúra á jarðhæð en í kjallara og klefa sýnir Charlotta Mickelsson gagnsæ verk sem eru í senn ljóðræn og an- kannaleg í samspili sínu við rýmið. Þegar gengið er inn í galleríið blasir við gamall ryðgaður bíll, og er þar lifandi kominn sá vinsæli skandinavíski fjölskyldubíll Volvo PV, árgerð 1962. Hið ryðgaða ytra byrði myndar hins vegar skarpa andstæðu við draumkennda innvið- ina, upplýst sæti sem vandlega eru slípuð úr norsku birki. „Volvo PV var mjög mikilvægur bíll í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eftir að hann kom á markaðinn. Hann táknaði frelsi og fjölskyldulíf, velmegun og uppfyllingu drauma. Ég nota upp- runalegt eintak af bílnum í skúlp- túrinn, sem nefnist „If not Today, then Tomorrow“ og vísar nafnið kannski til drauma um nánar sam- vistir við aðra manneskju, um fjöl- skyldulíf, eða bara um drauma sem rættust ef til vill ekki í dag, en við höldum í vonina,“ segir Kimmo. Umgjörð um einhvers konar nánd og mýkt Yfirskrift sýningar Kimmos er „Tilfinningar“ og má líta á verkin sem þar eru sýnd sem nokkurs konar birtingarmynd tilfinninga- lífs manneskjunnar. Verk sem sýnt er bakatil í galleríinu nefnist „Sweet Dreams“ og er þar á ferð- inni vandlega smíðað rúm, og líkt og í áðurnefndu verki er þar að finna massíva umgjörð um ein- hvers konar nánd og mýkt. Grindin er lóðuð saman úr járni, og inn í hana er fellt vandlega útsaumað leðurfóður. Í miðju er hvítt satín sem glitrar og minnir á perlu í miðju skeljarlaga rúminu. Hand- verkið er mikilvægur þáttur í verk- um Kimmos, og birtist það skýrt hér. „Ég var hálft ár að vinna þetta verk. Það er gríðarstórt, og finnst mér ákveðið gildi í því að vinna með stór verk sem taka langan tíma í vinnslu. Maður myndar sam- band við verkið sem er einhvern veginn svo skilyrðislaust, ákaflega náið, verkið verður vinur þinn og óvinur, þinn nánasti vinur.“ Kimmo segist hafa gert verkið á tíma sem hann var að íhuga að ganga í hjónaband. „Verkið fjallar um nánd, en sú umfjöllun fær þó annað samhengi þegar verkinu er stillt upp til sýnis með sterkum ljóskösturum. Það verður til ann- ars konar merkingarsamhengi þegar einhverju svo persónulegu er stillt upp á svo opinskáan hátt. En verkin tvö sem ég sýni hér í Skugga eru eiginlega skyld hug- myndalega. Ég hef sýnt þau með fleiri verkum í galleríum og söfn- um á Norðurlöndum, í Lettlandi, Litháen og Hollandi, en hef hálf- partinn verið að bíða eftir tækifæri til að sýna þau tvö ein saman. Mér finnst fremra rýmið henta bílnum ákaflega vel, því það er mjög opið gagnvart götunni og myndar því skemmtilegt samspil við bílana og umferðina úti við.“ Kimmo Schroderus býr og starfar í Hels- inki og hefur unnið að list sinni í um áratug. Hann lauk meistara- gráðu við Listaakademíuna í Hels- inki árið 1998 en segist alla tíð hafa leitast við að sýna utan skól- ans meðan hann var í námi. „Ég var með gjörninga og sýningar í galleríum og söfnum og fannst mér það veita mér nauðsynlegt aðhald í náminu. Innan skólans er auðveld- ara að halda að það sem maður er að gera sé gott, en með því að stilla verkunum andspænis áliti fagfólks og gagnrýnenda utan skólans lærði ég hraðar og lagði mig meira fram. Ég hélt mína fyrstu einkasýningu fyrir nær tíu árum og hef sýnt mik- ið og víða á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Nú hef ég hins vegar hægt á ferðinni og breytt vinnulaginu. Það er auðvit- að algengt að myndlistarmenn séu með mikið á sinni könnu og séu jafnvel að keppast við að klára verk fram á síðustu stundu. Nú vil ég hafa nægan tíma til að hugsa og vinna áður en ég sýni.“ Algjörar andstæður Þegar Kimmo er spurður hvers vegna hann sýni nú á Íslandi segist hann hafa hug á að dvelja hér um stund síðar meir og vinna. Sýning- in í Gallerí Skugga er afrakstur samstarfs finnskra og sænskra listamanna, sem sýnt hafa saman áður í Hollandi og víðar. „Char- lotta er sænsk, starfar í Stokk- hólmi, og er þetta önnur sýningin sem við höldum saman. Hún vinnur mjög markvisst með afmörkuð rými og miða verk hennar að því að skapa rof í skynjun áhorfand- ans. Þetta eru hárfínar innsetn- ingar sem virka á hina sjónrænu skynjun. Ég dáist að því hvað hún þorir að nota lítinn efnivið í verk sín, að því leyti eru sýningar okkar reyndar algjörar andstæður,“ seg- ir Kimmo. Er kominn á dálítið aðrar slóðir í skúlptúrnum Næsta ár verður annasamt hjá Kimmo en hann mun m.a. annast sýningarstjórn á stærstu skúlptúr- sýningu sem haldin hefur verið í Finnlandi og segist hann hlakka til þess að kynnast verkum annarra listamanna náið í tengslum við þá vinnu. „Næsta ár verður ár í Finnlandi, ég held einkasýningu í galleríi, tek þátt í safnasamsýningu og verður skúlptúr sem ég vann fyrir borg- arlistasafnið í Helsinki vonandi vígður á næsta ári. Ég er kominn á dálítið aðrar slóðir í skúlptúrnum, ég held að bíllinn sem ég sýni hér á Íslandi hafi e.t.v. verið mitt síðasta hlutbundna verk. Ég hef unnið fjöl- mörg verk sem tengjast heimilis- og einkalífi undanfarin ár. Nú er ég farinn að vinna afstrakt, að verkum sem ég veit ekki hvað eru, veit bara að þau heilla mig.“ Sýningar Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga standa til sunnudagsins 29. september næstkomandi. Galleríið er opið milli kl. 13 og 17 alla daga nema mánudaga og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Finnski myndhöggvarinn Kimmo Schroderus í nánd við skúlptúrinn „If Not Today, Then Tomorrow“ sem hann sýnir í Gallerí Skugga. Morgunblaðið/Þorkell Charlotta Mickelsson vinnur með gagnsæ efni, nánast ósýnileg. Skúlptúrinn og draumurinn í Skugga LISTIR FORSETAFRÚIN á Taívan, Wu Shu-chen, er nú í heimsókn í Bandaríkjunum og veifar hér til aðdáenda sinna við komuna til Washington á föstudag. Wu slas- aðist illa í bílslysi 1984 og notast við hjólastól. Hefur verið tekið á móti henni með mikilli viðhöfn þótt Bandaríkin hafi ekki stjórnmála- samband við Taívan af tillitssemi við kommúnistastjórnina í Peking. Óljóst var í gær hvort Wu myndi hitta að máli háttsetta ráðamenn í Washington. Wu heimsótti á mánu- dag minnisvarðann um Thomas Jefferson, þriðja forseta Bandaríkj- anna og aðalhöfund sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar. AP Forsetafrú hyllir lýðræðið UM átta þúsund manns söfnuðust saman í miðbæ Kiev, höfuðborgar Úkraínu, í gær til að krefjast afsagn- ar Leoníds Kútsjma forseta. Á sama tíma lögðu þingmenn stjórnarand- stöðunnar fram ályktun á þingi sem felur í sér málshöfðun á hendur for- setanum til embættismissis. Enn- fremur komu um 60 þingmenn stjórnarandstöðunnar sér fyrir í for- setahöllinni og hófu þar hungurverk- fall en þeir krefjast þess að fá að af- henda forsetanum bænaskjal um að hann segi af sér. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan þinghúsið í Kiev og báru þeir kröfuspjöld og hrópuðu slagorð: „Kútsjma víki,“ „Kútsjma, yfirmaður þjófanna,“ og „valdaklík- una í fangelsi, völdin til fólksins.“ Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi skipulögðu mótmælin en þau koma degi eftir að leiðtogar flokkanna ruddust inn á skrifstofur ríkissjón- varpsins til að krefjast meiri umfjöll- unar þar um sjónarmið andstæðinga forsetans. Yulia Timosjenkó, einn af leiðtog- um stjórnarandstöðunnar, hvatti þingmenn til að samþykkja að höfða mál á hendur forsetanum, enda hefði hann misbeitt valdi sínu. Felur þingsályktun stjórnarandstöðunnar í sér að haldnar skuli nýjar forseta- kosningar í landinu. Var haft eftir Ti- mosjenkó að neiti þingið að taka ályktunina á dagskrá muni stjórnar- andstaðan ekki taka frekari þátt í þingstörfum. Þá var sagt frá því í gær að Banda- ríkjastjórn væri hætt við áform um að styðja Úkraínu fjárhagslega um 55 milljónir dollara eins og til stóð. Grunar Bandaríkjamenn að Úkraína hafi með vitund Kútsjma selt Írök- um tæknibúnað, þ.e. ratsjárkerfi sem notað er í hernaði, en hugsan- legt er að Írakar ættu auðveldara með að skjóta niður bandarískar herþotur með þessum búnaði. Mótmæli gegn Kútsjma harðna Kiev, Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.