Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 23 FJÖLMIÐLAR hafa verið að færa okkur fréttir sem hljóta að vekja áhyggjur og spurning- ar um framtíð heilsu- gæslunnar; þess hluta heilbrigðiskerfisins sem á að standa al- menningi næst. Meginkröfu heilsu- gæslulækna er lýst þannig í grein Emils Sigurðssonar, yfir- læknis, í Morgun- blaðinu 14. þ. m.: „... fái sömu grunnlaun og sjúkrahúslæknar og sömu möguleika til að opna eigin stofur með samningum við Tryggingastofnun ríkisins“. Krafan hlýtur að vekja ugg meðal fólks sem skoðar hana í ljósi frétta af úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri sem fer fram á eigin stofum lækna og gagnrýni sem þar kemur fram á þann rekstur. Enn alvar- legri virðist vandinn þegar niður- staða af úttekt Ríkisendurskoðunar á heilsugæslunni í Reykjavík er tekin með í myndina. Áhyggjuefni sem þessi blasa við: – Útgjöld Tryggingastofnunar vegna hverrar komu til læknis með eigin stofu hafa tvöfaldast á ár- unum 1997–2001 og heildarútgjöld- in á sama tíma um 133,4%. Út- gjöldin fara jafnan fram úr fjárlögum. – Það virðist tíðkast að læknar, sem taka full laun eða því sem næst á sjúkrahúsum, séu einnig með stofurekstur sem telst full vinna og jafnvel meira en það. – Komum á hvert ársverk læknis í heilsugæslunni í Reykjavík fækk- aði um tæplega fimmtung á ár- unum 1997–2001. Við blasir að framundan séu skattahækkanir og/eða komu- gjaldahækkanir ef stofurekstur heimilislækna verður ofan á. Þá mundi fjölga stórlega læknum sem starfa innan kerfis sem gerir þeim unnt að hamast í tvöfaldri vinnu og tvöfalda kostnaðinn á fimm árum. Þeir sem fara til lækna á einkastof- um eru eins og kunnugt er í eins konar viðskiptasambandi við lækn- inn, en þriðji aðili, Tryggingastofn- un, greiðir þó meginhluta verðsins. Arðvænlegur rekstur læknastofu byggist á því að fá sem flesta í heimsókn sem oftast og afkasta sem flest- um verkeiningum á sem skemmstum tíma. Fastlaunakerfið virðist heldur ekki hagkvæm lausn eða stytta bið á heilsugæslustöð ef það dregur úr afköstum lækna og leiðir til þess að sá hluti vinnutím- ans sem þeir verja með sjúklingunum dregst saman eins, sbr. úttektina á heilsu- gæslunni í Reykjavík. Almannahagsmunir krefjast þess að leitað sé lausna sem efla heilsu- gæsluna þannig að biðlistar hverfi og kostnaður við móttöku og með- ferð verði sem minnstur. En hvern- ig á að fara að því? Torskilin afstaða ráðherra Það sem fjölmiðlar hafa undan- farnar vikur haft eftir heilbrigð- isráðherra um launakerfi heilsu- gæslulækna virðist mér torskilið og ekki nógu traustvekjandi. Í viðtali við Mbl. 14. sept. segir ráðherrann að hjá hans fólki standi vilji til þess „... að launakerfið verði rýmkað, svigrúm læknanna aukið og fast- launakerfið verði afnumið“. Þetta liggur beinast við að túlka þannig að ráðherrann sé að gangast inná allsherjar einkastofurekstur heilsu- gæslulækna. Hann ræðir um kerfið eins og það sé rekið fyrir lækna en ekki almenning. Háttvirtum kjós- endum líst vafalaust illa á þetta enda margir hneykslaðir á síðustu fréttum af ótrúlegum greiðslum sem renna til einkarekstrarins af almannafé. En þess ber að gæta að ráðherrann tekur í sama blaði und- ir tillögur frá forráðamönnum heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu um að gefa læknum kost á að velja milli fastra launa eða vera að hluta til á föstum launum og að hluta til með verkagreiðslur. Miðað við niðurstöður áðurnefndrar út- tektar virðist það heldur ekki væn- legur kostur. Opnar líka leið fyrir akkorðsvinnu sem getur ógnað heilsu læknanna. (Ég þori ekki að halda því fram að hún geti bitnað á sjúklingum.) Ef að er gáð má þó útfæra síðarnefndu leiðina þannig að allir hafi hag af: læknar, vald- hafar og almenningur. Lausn vandans Ég tel að sú útbreidda skoðun að samningsstaða ríkisins sé veik ef læknar í leit að auknum tekjum segja upp stöðu sinni eða samn- ingum sé byggð á misskilningi. Þeir geta einfaldlega farið í rekstur án þátttöku ríkisins. Almannahags- munir leyfa ekki að einhverjir at- vinnurekendur hafi krana inn í rík- issjóð og geti látið renna úr honum til sín umfram það sem fjárlög heimila. Það vita læknar eins vel og aðrir og hljóta að gæta virðingar sinnar með því að verða ekki oftar bendlaðir við slíkt. Með hliðsjón af þessu ættu fulltrúar almennings í samningum við lækna að bjóða þessa kosti: 1) Góð föst laun fyrir vel skil- greinda fasta vinnu (verkeiningar) og eðlilegt eftirlit með framkvæmd- inni. 2) Læknum á föstum launum gefist tækifæri til að fá allt að 25% meira en þau þannig að það op- inbera greiði verkin að mestu ef þeir vilja að auki vinna sem verk- takar, þ. e. vinna umfram það sem skilgreint er í launasamningi. 3) Ríkið haldi áfram að taka þátt í kostnaði þeirra sem leita til lækna sem einungis reka stofur með svip- uðum hætti og nú eftir leiðrétt- ingar í samræmi við ábendingar Ríkisendurskoðunar og reynsluna sem fengin er af framkvæmd nú- gildandi samninga. Greiðslur til hvers læknis með stofu miðist við hámarkið 1.25 faldan rekstur. 4) Öllum læknum verði heimilt að reka stofur án þátttöku hins op- inbera í kostnaði við reksturinn eða kostnaði þeirra sem þangað leita. Raunar er það síðastnefnda heimilt og því minnisatriði fremur en samningsatriði. Samninga á þennan veg ætti ekki aðeins að bjóða heilsugæslulæknum heldur einnig öðrum sérfræðilæknum. Takist slíkir samningar vinnst margt fyrir alla aðila: Læknum bjóðast góðar tekjur og dregið get- ur úr hættu á að þeir ofgeri sér við vinnuna. Þeir sem vilja leggja nokkuð á sig til að afla sérstakra tekna eiga þess kost, sbr. 2. og 3. liður. Þeir sem vilja reyna að afla sér óvenjulegra tekna hafa leiðina sem nefnd er í 4. lið. Þeir sem eiga nóga peninga geta keypt sér ekta einkarekna þjónustu. Þar með losn- ar hið opinbera við kostnað vegna meðferðar þeirra og getur látið aðra njóta þess sem þannig spar- ast. Almenningur sér að þeir fulltrúar hans sem fara með rík- isvaldið reyna að nýta skynsamlega það fé sem varið er til heilbrigð- isþjónustu. Launakerfi í heilsu- gæslunni og almannahagur Hörður Bergmann Heilsugæsla Við blasir að framundan séu skattahækkanir og/ eða komugjaldahækk- anir, segir Hörður Bergmann, ef stofu- rekstur heimilislækna verður ofan á. Höfundur er kennari og rithöfundur. HREINN Loftsson, lögmaður, skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 24. þ.m. Fyrirsögnin er: Hvenær opnar Haraldur póst- inn? Ég get upplýst lögmanninn um að svarið við spuringu hans er ekki flóknara en svo að Haraldur opnar póstinn til sín þegar honum berst hann í hendur. Fyrr ekki. Ég hef opinberlega fundið að því að bréf lögmannsins til mín, dagsett 20. september 2002, skuli berast fjölmiðlum áður en ég fæ vitneskju um tilvist og efni þess. Eflaust hefur bréfið verið sent öll- um fjölmiðlum á föstudagskvöldið. Afrit bréfsins voru send dóms- málaráðherra og ríkissaksóknara. Ég veit ekki hvenær afritin bárust þeim eða hvort ráðherra og rík- issaksóknari hafi verið krafin svara um efni bréfsins yfir helgina eða síðar enda skiptir það kannski engu máli. Mér skilst á lögmanninum að mér hafi borið embættisleg skylda til að svara erindi hans opinber- lega þótt ég hafi ekki fengið vitn- eskju um innihald þess eða ráð- rúm til að kynna mér það. Lögmaðurinn hefur upplýst að bréfið hafi verið sent embætti rík- islögreglustjóra að kvöldi föstu- dagsins 20. september þegar emb- ættið var lokað yfir helgina. Því barst mér bréfið á mánudegi 23. þ.m. og fól saksóknara efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra að undirbúa svar embættisins. Ég hafnaði beiðni fjölmiðla um að tjá mig efnislega um innihald bréfs lögmannsins og benti á að ég tjái mig ekki um erindi sem mér hafa ekki borist í hendur og ennfremur að lögmaðurinn muni fá formlegt svar ríkislögreglustjóra við fyrsta tækifæri. Ég tel þessa málsmeð- ferð í samræmi við rétta stjórn- sýsluhætti og eðlilega embættis- færslu. Að mínu mati er aðfinnsluvert af embættismanni að fjalla opinberlega um erindi sem hann hefur ekki fengið í hend- ur og á eftir að fjalla málefnalega um, hvað þá um rannsóknir saka- mála. Þá skiptir engu máli þótt lögmaðurinn sjálfur vilji fá svar í gegnum fjölmiðla. Reyndar minn- ist ég þess ekki, á alllöngum emb- ættisferli, að erindi lögmanns hafi borið að með slíkum hætti sem hér um ræðir. Kannski vakti það ekki fyrir lögmanninum að fá svar með venjubundnum hætti stjórnsýsl- unnar heldur að vekja fjölmiðla- umræðu um erindi hans. Ef svo er þá hefði hann ekki átt að senda mér embættiserindi heldur skrifa grein eða láta taka við sig viðtal í fjölmiðlum. Allt gott um það að segja. Hins vegar gengur sá mála- tilbúnaður ekki upp að tala um op- ið bréf til mín. Ég hef engar at- hugasemdir við það að lögmaðurinn sendi fjölmiðlum til birtingar svar ríkislögreglustjóra, þegar það berst honum. Lögmaðurinn verður að sætta sig við það að sama málsmeðferð eigi við um erindi hans og um önn- ur erindi sem ríkislögreglustjóra berast. Sama máls- meðferð og hjá öðrum Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum Klapparstíg 44, sími 562 3614 10 tegundir - Verð kr. 1.995 Nýkomin aftur skurðabretti Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.