Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ R isa-risastóra draumráðninga- bókin kom að litlum notum þegar ég vaknaði í gærmorg- un. Líklega tómt rugl allt saman, hugsaði ég með mér, en stóð þó ekki á sama. Hvers vegna er ekkert um svona drauma í bókinni? Hvað getur þessi fjandans draumur táknað? Mér fannst ég í raun staddur á tveimur stöðum. Sá annars vegar gamlan kunningja sem áður hef- ur verið fjallað um á þessum vettvangi, sveitarstjórann Georg sem sigraði eftirminnilega í kosningum eftir harða og tvísýna baráttu í sinni sveit fyrir fáeinum misserum og hins vegar Geirharð, hreppstjóra handan foss- andi jökul- árinnar. Georg yngri, alnafni föður síns, er af mörgum talinn heldur sérkennilegur náungi en þó snjall þegar kemur að áhugamál- unum; ekki síst þegar hann tekur þátt í torfærukeppni. Hann á nefnilega flottustu græjurnar; marga svakalega jeppa með alls kyns sérútbúnaði þannig að eng- inn stenst honum snúning. Hann sigrar alltaf. Og ræður gjarnan öllu. Hann á nefnilega brautina sem keppt er í. Mér er sagt að ef hinir kepp- endurnir eru ekki sammála Georg ulli hann bara á þá og seg- ist ekki bjóða þeim í næsta af- mæli. Og eftir að torfærubrautir voru settar upp í öðrum löndum – brautir sem hann fær ekki að stjórna að vild og þar sem jafn- vel aðrar reglur gilda en hans eigin – á hann það til að snið- ganga þá sem þar ráða ríkjum. Jafnvel þótt þeir séu vinir hans. Ekki kannski beint eðlileg hegðun fullorðins manns, en svona er þetta nú bara. Hreppstjórinn sem birtist mér svo skyndilega í draumnum vill helst ekki standa mikið í tor- færukeppni. Á reyndar einhverja bíla, en það er meira til þess að sýnast en vegna þess að hann hafi mikinn áhuga. Það er nefni- lega slæm reynsla af slíkri keppni í hreppnum; um miðja síðustu öld var þar við völd hreppstjóri sem blekkti margan góðan sveitunga sinn með skrumi og lygum, sem og fólk í nágrannasveitum, sem hann söls- aði undir sig. Valdatíð hans end- aði með ósköpum og margir lágu í valnum eftir að torfærukeppni fór algjörlega úr böndunum. Þetta var hryllilegt slys, sem fólk í hreppnum vildi lengi vel ekki tala um. Nafn hans er enn vart nefnt á nafn í hreppnum en allir vita þó af honum. Hreppstjórinn, sem skírður var Geirharður, en er oftlega kallaður Geiri skraddari eftir afa sínum, hafði – að því er mér virt- ist í þessum stórundarlega draumi – naumlega haldið velli í kosningum þegar mig bar að garði. Hann er glaður og reifur fyrst í stað, brosir sínu breiðasta þar sem hann talar við sveitungana en heldur svo til skrifstofu sinn- ar. Nú er hann sestur við símann og bíður eftir því að Georg hringi til að óska honum til hamingju. Georg er, þrátt fyrir allt, óskor- aður foringi jeppakarlanna og það er regla í bílaklúbbnum að hann hringi í hina eftir að þeir sigra í svona kosningum. En ekkert gerist nú. Geirharður er ósköp vonsvik- inn á svip. „Hvers vegna hringir hann ekki?“ Aðstoðarmennirnir yppta öxl- um. Þeir hafa þegar hringt á pósthúsið og fengið staðfest að ekkert heillaóskaskeyti er heldur á leiðinni. Þá kemur eldri kona askvað- andi inn í herbergið, veifandi staðarblaðinu sem nýkomið er út. „Það segir hérna að Georg sveitarstjóri í Sameinaða sveitar- félaginu fyrir vestan hafi alls ekki í hyggju að óska Geirharði til hamingju!“ Það fer undrunarkliður um herbergið. „Hvað kemur til?“ segir rit- stjóri markaskrárinnar. Konan rennir snöggt yfir frétt blaðsins. „Þeir segja að Georg hafi móðgast yfir því að ein síma- stúlkan hér á skrifstofunni hafi um daginn líkt honum við…ja, þið vitið hvern; að líkt og sá leggi Georg jafnríka áherslu á tor- færukeppni og raun ber vitni til þess að draga athyglina frá því hve ástandið sé slæmt í sveitar- félaginu. Hve illa hann kemur fram við örvhenta og rauðhærða og þá sem ekki trúa á stokka og steina, eins og hann, svo dæmi sé tekið.“ Það verður undarlega hljótt á skrifstofu hreppstjórans. „En ég er fyrir löngu búinn að senda honum afsökunarbeiðni vegna þessa,“ segir Geirharður og brosið frýs á andlitinu. „Löngu búinn.“ „Bíddu við,“ segir konan og les meira í blaðinu. „Þeir segja hérna að hann hafi ekki tekið afsökunarbeiðnina til greina. Og að aðstoðarsveitar- stjóri Georgs hafi lýst því yfir að samband sveitarfélags þeirra og hreppsins okkar sé „eitrað“ hvað sem hann á svo sem við með því. Þessi maður segir hér líka að þegar hann kemur á sameinlegt þorrablót hreppanna hér fyrir austan, eins og venjan er, hafi hann engan sérstakan áhuga á að tala við fulltrúa okkar hrepps. Bara hinna.“ Eins gott að ég er ekki ber- dreyminn, hugsa ég. Brýt heilann fram undir há- degi en er engu nær. Þvílík og önnur eins vitleysa. Ég hlýt að hafa gleymt að taka töflurnar mínar í gærkvöldi. Næ svo í fimm ára dóttur mína á leikskólann. Ég er alltaf jafn- stoltur af því, að ef einhver kast- ar í hana sandi eða skilur út- undan svarar hún aldrei í sömu mynt. Brosir bara og spyr hinn seka hvort hann geti verið með eftir leikskóla. Vel uppalin… Að ráða draum Þeir segja hérna að hann hafi ekki tekið afsökunarbeiðnina til greina. Og að aðstoðarsveitarstjóri Georgs hafi lýst því yfir að samband sveitarfélags þeirra og hreppsins okkar sé „eitrað“. . . VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ✝ Hannes Finn-bogason læknir fæddist á Selfossi 5. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ketill Finn- bogi Sigurðsson sýsluskrifari á Sel- fossi og Eyrarbakka, síðar bankafulltrúi í Reykjavík, f. 7. des. 1898, d. 19. júlí 1959, og Jóhanna Sigríður Hannesdóttir hús- freyja á Eyrarbakka og í Reykja- vík, f. 4. maí 1896, d. 26. des. 1971. Systkini Hannesar eru Sigríður, f. 4. des. 1925, d. 10. september 1936, Kristján, f. 26. maí 1928, d. 10. febrúar 1983, Sigurður, f. 26. maí 1928, og Elísabet, f. 15. mars 1935. Hannes kvæntist 4. des. 1944 Helgu Gróu Lárusdóttir, f. 22. apr- íl 1924. Foreldrar hennar voru Lárus Jónsson bóndi í Gröf í Eyr- arsveit og Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir, þau eru bæði látin. Börn Hannesar og Helgu eru: 1) Finn- bogi, f. 31. maí 1955, vélvirki, fisk- kaupmaður í Kópavogi, maki Steinunn Þórdís Maríusdóttir, f. 16. apríl 1957, svæfingahjúkrunar- fræðingur, börn þeirra eru Hann- es, f. 24. maí 1980, unnusta hans er Nanna Jónsdóttir, f. 3. sept. 1982, Haukur Þór, f. 2. ágúst 1984, Helgi Mar, f. 20. mars 1987, og Hekla Mjöll, f. 15. febrúar 1997. 2) Birna, f. 22. okt. 1962, bankafulltrúi, maki Kjartan Gúst- avsson, f. 29. des 1962, þau skildu, barn þeirra er Guð- rún, f. 10. febrúar 1985. Hannes ólst upp á Eyrarbakka til 13 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur, varð stúdent frá MR 1943 og lauk kandi- datsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1950. Hann var aðstoðar- læknir hjá héraðslækninum í Húsavíkurhéraði 1950–1951, þá kandídat á Landspítalanum 1951– 1952. Fór síðan til Svíþjóðar og var þar við nám í handlækningum næstu þrjú árin. Hannes var hér- aðslæknir í Patreksfjarðarhéraði frá 1955–1960, héraðslæknir í Blönduóshéraði frá 1960–1962. Eftir það starfandi sérfræðingur í skurðlækningum og síðar yfir- læknir á Landspítalanum, hand- lækningadeild, til 1993. Hannes starfaði við ýmisleg fé- lags-, trúnaðar- og ritstörf hjá Læknafélagi Íslands, síðast sem gjaldkeri hjá öldungadeild LÍ. Útför Hannesar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mér er þungt fyrir brjósti og því læt ég eftir mér að gráta en ég veit ég á að vera þakklát því svona hefði hann bróðir minn helst viljað hafa það, að líða út af við sitt bardús. Hann fékk góð ár eftir langt og farsælt starf sem skurðlæknir þar sem mannelska hans og djúpt innsæi fékk notið sín. Í ell- inni gat hann svo helgað sig sínum áhugamálum sem voru veiðar, hesta- mennska, útskurður og spilamennska og ekki má gleyma skógarþröstunum sem bregður við í vetur þegar þeirra besta vinar nýtur ekki lengur við. En við í eigingirni okkar hefðum viljað hafa hann svo miklu lengur hjá okkur enda lifði hann lífinu lifandi fram til hinstu stundar. Hann var farsæll í starfi og einkalífi og nú var hans tími kominn. En hugurinn reikar til æskuár- anna. Fyrsta starfið sem Nanni hafði með höndum þegar hann var rétt far- inn að staulast var að hella úr kopp sýslumannsins á Eyrarbakka, Magn- úsar Torfasonar, en pabbi var sýslu- skrifari hans og mamma ráðskona. Var hann því kallaður „koppaprins- inn“. Þetta starf rækti hann af mikilli skyldurækni eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og sýslumaðurinn átti heima fyrir ofan okkur. Það var viss passi að þegar pabbi kom heim úr vinnunni í bankanum kom hann niður og þá mátti mamma gjöra svo vel að setjast að spilum og var þá spilað bridge. Ég skottaðist í kring og átti að innheimta hjá „sýslumanninum“ 5 aura í hvert skipti sem hann kallaði mig „hornhögld“ og minnir mig að það hafi safnast drjúgt í baukinn. Gæti ég trúað að þá hafi Nanni tekið bridge-bakteríuna því alla tíð spilaði hann bridge einu sinni í viku með sín- um góðu vinum. Nanni var tólf árum eldri en ég og hafði heilmikið með uppeldi mitt að gera. Oft var hann truflaður við lest- urinn út af erfiðum heimadæmum eða ýmsum spurningum. Svo kom hann með fallega kærustu á heimilið, hana Helgu, og þá fannst mér ég eignast stóra systur. Oftar en ekki fékk stelp- an að fara með þegar þau fóru niður í bæ, í bíó eða á Laufásveginn að spila við Betu. Var mér mikil ráðgáta hvernig Beta gat prjónað og spilað þótt blind væri. Þegar unglingsárin komu fann hann oft ástæðu til að siða mig til og fékk ég þá orð í eyra fyrir að vera hyskin við námið og of skemmtana- glöð og var það víst ekki nema mak- legt. Þau Helga hafa síðan gengið göt- una saman þessi 60 ár og komið upp tveimur börnum og eiga fimm barna- börn sem hafa átt drjúgan sess hjá afa sínum og ömmu í Brekkubyggð. Sumarið 1950, eftir að Nanni varð kandídat, fékk ég að fara með þeim Helgu norður í Djúpavík, en hann leysti þá af sem læknir þar og í Hólmavík. Ég fékk að vera hjá þeim í hálfan mánuð og var þetta þvílíkt æv- intýri að aldrei gleymist. Mikið var hlegið þegar við Helga vorum að baxa við kolaeldavélina í eldhúskytrunni. Allt var svo frumstætt en svo óskap- lega skemmtilegt. Síðan átti ég eftir að heimsækja þau hvar sem þau voru, Húsavík, Patreksfjörð og að síðustu til Svíþjóðar þar sem Nanni var í framhaldsnámi. Ég hringi ekki lengur í stóra bróð- ur þegar upp koma kvillar í fjölskyld- unni, vandamál sem þurfa úrlausnar, spurningar varðandi ættfræði eða bara þegar ég er komin í þrot með myndagátuna í Mogganum. Ég sakna hans en er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hann að hvenær sem á þurfti að halda. Mér fannst hann Nanni alltaf hafa sérstakt innsæi til að finna út hver var rót meinsins. Nanni minn, ég held ég hafi aldrei sagt þér hve mér þótti vænt um þig og virti þig mikils en ég vona að þú hafir fundið það. Ég veit að þér verð- ur tekið fagnandi hinum megin. Helga mín, ég votta þér, Birnu, Finnboga, Steinunni og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Elsa systir. Það er mér mjög þungbært að þurfa að kveðja svo góðan afa og mik- inn vin sem Hannes afi var mér. Allt frá því að ég fyrst man eftir mér höf- um við tveir sjaldan setið auðum höndum og er þar af æði mörgu að taka. Þó ég hafi verið ungur að árum þegar við sátum við eldhúsborðið í Hlíðarbyggð 8 og afi ýmist sagði mér sögur, kenndi mér að tefla og lesa og svo margt fleira og eru þetta ógleym- anlegar minningar sem ég varðveiti um ókomna tíð, ásamt öllu öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Útreið- artúrarnir sem við fórum eru minn- isstæðir svo ekki sé minnst á alla veiðitúrana austur í Meðalland. Þegar ég var 12 ára gamall réð afi mig í sumarvinnu og vorum við þá flesta daga sumars út í garði að dunda okkur og svo á hverju hausti tókum við upp kartöflur í görðunum í Engi- dal, þar sem nú er byggð. Þá var mað- ur uppi í sveit og ég man alltaf eftir pásunum þegar við sátum á pallinum á Izuzuinum og teyguðum maltöl og borðuðum lakkrís. Þegar ég hóf að læra trésmíði var nú ekki slegið slöku við. Það byrjaði í fyrrasumar með heljarinnar palla- smíði fyrir utan húsið hjá Birnu frænku, og var afi með mér á hverju kvöldi í því. Strax í vor var svo hafist handa við að mála Hlíðarbyggð 8 og þegar því var lokið var byrjað að leggja drög að garðhúsi sem við ætl- uðum að koma dótinu úr bílskúrnum fyrir í, því að afi hafði gefið mér leyfi til að innrétta skúrinn til að fara að búa í. En á mánudagskvöldið var átt- um við okkar síðustu samverustund. Afi minn var athafnamaður mikill og úrræðagóður og alltaf var hægt að leita til hans þegar á bjátaði eða úr- lausnir vantaði á ýmiss konar hug- dettum, alltaf var spurt álits á jafn- ingjagrundvelli. Allt sem hann hefur kennt mér og sagt kemur til með að vera mitt veganesti út í lífið og kveð ég þig, afi minn, í bili þangað til við hittumst aftur síðar. Hannes Finnbogason yngri. Elsku afi, þegar ég heyrði fréttina um að þú værir dáinn trúði ég því ekki að ég myndi ekki sjá þig aftur. Þú varst mér svo góður og hafðir alltaf áhuga á hvernig mér gengi í skólan- um og laumaðir að mér pening ef ég hafði fengið góðar einkunnir. Það var svo gaman að koma til ykkar ömmu og fá jarðarber sem þú varst nýbúinn að tína af plöntunni úti á palli. Þegar ég var lítil var ég oft hjá ykkur ömmu og þú tókst mig með þér upp í hesthús og leyfðir mér að fara á hestbak og ég hjálpaði þér að gefa hestunum. Þegar ég varð veik komst þú alltaf þegar mamma var farin til vinnu til að gá að hvort það væri ekki allt í lagi með mig, þú varst svo umhyggjusamur. Þú varst mikill sælkeri og settist allt- af fyrstur til borðs þegar fjölskyldan kom saman, við hlógum oft að því. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér né öllu sem þú gerðir fyrir mig sem er óteljandi. Ég lofa að hugsa vel um ömmu þangað til þið hittist aftur. Þín Guðrún. Nanni frændi var enginn venjuleg- ur frændi. Hann var sko uppáhalds frændi minn. Ég man alltaf hvað það var gaman sem barn að heimsækja Nanna og Helgu í Garðabæinn. Þau áttu nefnilega forláta rafmagnsorgel sem okkur systkinunum þótti afar gaman að glamra á. Ekki kunnum við að spila neitt af viti enda voru þetta allt frumsamin lög. En ekki hafði Nanni neitt á móti látunum í okkur og brosti bara sínu blíðasta eins og hann gerði alltaf. Já, hann Nanni var góður frændi. Ég hitti Nanna síðast í fimm- tugsafmælinu hans pabba í maí. Þá hafði ég ekki hitt hann í þó nokkurn tíma og var ekki alveg viss um hvort hann þekkti mig. En jú, Nanni þekkti mig strax og sagðist alltaf þekkja frænku sína. Mér þótti svo vænt um að heyra það. Það var alltaf gaman að hitta Nanna enda var gott í kringum hann því hann var afskaplega góður maður. Pabbi vildi koma á framfæri þakklæti til hans en hann var læknir pabba alla tíð og hjálpaði honum mik- ið. Það er erfitt að trúa því að Nanni sé dáinn því að hann hafði verið heilsuhraustur. Ég veit að það verða fagnaðarfundir í himnaríki þegar Nanni hittir aftur Heiðu í Haga, Kiddu frænku og ömmu í sveitinni. Þau hafa örugglega um margt að ræða. Elsku Helga og börn, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Jóhanna Sigríður Hannesdóttir. Snöggt fráfall frænda míns og vin- ar, sem virtist í fullu fjöri og stóð í stórræðum, kemur eins og verðug áminning til okkar um að við eigum okkur ekki morgundaginn vísan. Frá ungum aldri lágu leiðir okkar saman í Norðurmýrinni, þar sem heimili okkar stóðu og svo í sveit á sumrin. Jóhanna móðir hans tók sig upp með strákana þrjá og Elsu strax í maí og flutti austur að Stóru-Sandvík og kom ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en öllum uppskerustörfum og HANNES FINNBOGASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.