Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú hringir 7,3% NEMA í framhaldsskólum sögðust hafa reynt að fremja sjálfsvíg í könnun sem Rannsóknir og greining ehf. gerði árið 2000 fyrir landlæknisembættið og kynnt var í gær. Voru það fleiri en sögð- ust hafa reynt sjálfsvíg í sambæri- legri könnun árið 1992. Þá sögðust 4,5% framhaldsskólanema hafa gert sjálfsvígstilraun. Í rannsókninni kemur fram að framhaldsskólanemar sem nutu lít- ils stuðnings foreldra, voru sjaldan með vinum eða neyttu áfengis, tób- aks og kannabisefna í meira mæli en aðrir voru líklegri til þess að hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Jafnframt voru þeir nemendur sem höfðu heyrt um sjálfsvígshug- leiðingar annarra, eða áttu vini sem höfðu reynt að fyrirfara sér, líklegri til að reyna að taka eigið líf. Stúlkur líklegri til að gera sjálfsvígstilraun Sjálfsvígstíðni meðal 15–24 ára pilta er mest í Finnlandi af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt töl- um frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni, en næstmest á Íslandi þegar fimm ára meðaltöl eru borin sam- an. Þá er tíðni sjálfsvíga pilta meiri hér en í öðrum löndum Evr- ópu og nokkuð svipuð tíðninni í öðrum iðnvæddum löndum, eins og Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu. Mun færri stúlkur fremja sjálfs- víg en piltar, þótt þær séu í ís- lensku rannsókninni 1,6 sinnum líklegri en piltar til að gera sjálfs- vígstilraun. Tíðni sjálfsvíga stúlkna er minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Högni Óskarsson, geðlæknir og formaður fagráðs sjálfsvígsfor- varna, segir í samali við Morg- unblaðið að skýringa á því hvers vegna tíðni sjálfsvíga hér á landi sé með hæsta móti hjá piltum en lægsta móti hjá stúlkum megi hugsanlega að einhverju leyti leita í uppeldinu. Strákum sé gjarnan innrætt að þeir eigi að vera karl- mannlegir og harðir af sér. Þeir leiti sér því síður hjálpar þegar eitthvað bjáti á og geti leiðst út í áfengis- og vímuefnaneyslu sem oft ýti enn frekar undir vandann og ýti einstaklingum út í blind- götu. Þannig sé mikilvægt að for- eldrar gæti þess í uppeldinu að innræta piltum jafnt og stúlkum að það sé allt í lagi að biðja um stuðn- ing og leita sér hjálpar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nær til árs- ins 2010, á að gera úrtak og fækka sjálfsvígum um 25% á tímabilinu, en fleiri falla fyrir eigin hendi ár- lega en farast í umferðarslysum. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að helsti Akkilesar- hællinn í baráttunni gegn sjálfs- vígum sé vanþekking, úr því sé verið að reyna að bæta með gerð rannsóknarinnar. „Sjálfsvíg eru í skúffu þagnar og það er orðið tímabært að opna hana,“ sagði landlæknir á blaðamannafundi þar sem rannsóknin var kynnt í gær. Yfir 7% framhaldsskóla- nema höfðu reynt sjálfsvíg  Fleiri.../26 TVÆR flugvélar af gerðinni Douglas DC-4 millilentu á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær en vélarnar eru á leið frá Bandaríkjunum til Berlínar í Þýskalandi vegna töku á kvik- mynd um loftbrúna til Berlínar. „Fjarkarnir“ sinntu millilanda- flugi Íslendinga í um áratug eftir seinni heimsstyrjöldina og auk þess átti Landhelgisgæslan slíka vél á svipuðum tíma, en vélar af þessari tegund hafa verið sjald- séðar undanfarin ár. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri flaug meðal annars „Fjarka“ á sínum tíma. Hann segir að Banda- ríkjamenn hafi notað þessar vélar til flutninga en boðið vinaþjóðum þær fyrir lítið eftir stríð og Loft- leiðir hafi fengið fyrstu vélina, Heklu, af þessari gerð 1947. Að sögn Dagfinns tóku þessar vélar 54 farþega eftir fyrstu breytingu, en síðan var hægt að koma rúm- lega 60 manns fyrir í þeim. Eng- inn loftþrýstibúnaður var í þeim og segir Dagfinnur að því hafi þeim yfirleitt ekki verið flogið hærra en í um 10.000 feta hæð, en flug til Kaupmannahafnar hafi tekið um sjö til átta klukkutíma. „Maður lenti í ýmsu á þessum vél- um, en þær voru traustar og góð- ar og stóðu alveg fyrir sínu,“ seg- ir Dagfinnur, en Loftleiðir og Flugfélag Íslands áttu samtals fjórar svona vélar. Þar á meðal var Geysir sem fórst á Vatnajökli. Flugvélarnar tvær komu frá Goose Bay í Kanada eftir tæplega sjö tíma flug og var áætlað að þær færu áfram árla dags í dag, en í aðfluginu féll olíuþrýstingur á einum hreyfli annarrar vélar- innar. Flugmaðurinn slökkti þá á hreyflinum og kom því inn til lendingar á þremur hreyflum en vegna þessa seinkar brottför vél- arinnar nokkuð. Hins vegar eru tveir varahreyflar meðferðis og ætti töfin því ekki að verða löng. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í aðfluginu féll olíuþrýstingur á einum hreyfli annarrar vélarinnar og kom hún því inn á þremur hreyflum. Tveir „Fjarkar“ millilentu í Reykjavík á leið til Berlínar Tvær flugvélar af gerðinni Douglas DC-4 millilentu á Reykjavíkurflug- velli síðdegis í gær en vélarnar eru á leið frá Bandaríkjunum til Berlínar í Þýskalandi vegna töku kvikmyndar. NORÐURLJÓS samskiptafélag hf., sem rekur m.a. Stöð 2 og Bylgjuna, hefur sent kvörtun til Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda á reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Í kvörtuninni er farið fram á að stofnunin taki til athug- unar hvort afnotagjöld Ríkisút- varpsins og samkeppni RÚV á sjón- varpsmarkaði, með sölu auglýsinga og kaupum á innlendu og erlendu sjónvarpsefni, samræmist reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Hörður F. Harðarson lögmaður, sem fer með málið fyrir hönd Norð- urljósa, segir að í þessu máli reyni einnig á gildandi reglur á vettvangi Evrópusambandsins og EES, sem mæla fyrir um aðskilnað í starfsemi opinberra fyrirtækja og stofnana á milli þátta sem lúta annars vegar að menningarstarfsemi og hins vegar þátttöku í hreinni samkeppni á markaði. ,,Það eru reglur sem mæla fyrir um að það beri að skilja þarna skýrt á milli og er ætlunin að fá úr því skorið hvort þau skilyrði séu uppfyllt í lögunum um Ríkisútvarp- ið,“ segir hann. Kvörtunin var send til ESA í gær. Að sögn Harðar eru fleiri mál af svipuðu tagi nú til meðferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Norðurljós samskiptafélag hf. Kvörtun send til ESA vegna starfsemi RÚV ararnir hentu þangað uppblásnum silfurkoddum, upphaflega gerðum af Andy Warhol fyrir fyrra verk sýningarinnar, sem tók tæplega tvo tíma. Að henni lokinni fékk Merce Cunningham, stofnandi og danshöf- undur flokksins, blómvönd í tilefni af henni. MERCE Cunningham-dansflokkur- inn sýndi tvö verk á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi og fagnaðarlætin í lokin sýndu að áhorfendur kunnu vel að meta sýn- inguna, en færri komust að en vildu. Stemmningin var gríðarleg og mikið fjör í salnum þegar dans- Morgunblaðið/Sverrir Merce Cunningham við lok sýningar í Borgarleikhúsinu. Mikil stemmning í Borgarleikhúsinu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á ráðstefnu Landsbanka Ís- lands fyrir erlenda bankamenn í gær, að rekstur sumra sjóða sem nú eru á hendi ríkisins gæti verið betur kominn innan bankakerfisins. „Rekstur ýmissar þjónustu sem ríkið veitir, m.a. í formi niður- greiðslu eða styrkja, gæti verið bet- ur kominn í höndum einkaaðila held- ur en í höndum ríkisins. Það má til dæmis velta upp þeirri spurningu hvort ekki megi færa rekstur sumra þeirra sjóða sem nú eru á hendi rík- isins inn í bankakerfið,“ sagði Davíð. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, fagnaði orðum forsætisráðherra um sjóðina og bankakerfið. Að mati Halldórs á að einkavæða Íbúðalánasjóð og það yrði til hagræðingar að sameina Íbúða- lánasjóð og banka. Bankar gætu tekið við rekstri sjóða  Sjóðir frá ríkinu/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.