Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 35 ✝ Guðmundur Haf-steinn Þórðar- son fæddist í Hafn- arfirði 15. október 1915. Hann andaðist á Sólvangi í Hafnar- firði 15. september síðastliðinn. Faðir hans var Þórður Þórðarson, f. 24. maí 1873, sonur Þórðar Jónssonar bónda á Arnarnesi í Garða- bæ og konu hans Herdísar Guð- mundsdóttur, f. á Árvöllum á Kjalar- nesi. Þórður fórst með togaranum Fieldmarshall Robertson í febrúar 1925. Móðir Guðmundar var Sig- ríður Grímsdóttir, f. 24. júní 1878, dáin 18. júní 1949. Hún var dóttir Gríms Indriðasonar bónda í Ása- koti í Biskupstungum og konu Guðmundur lærði rafvirkjun og vann við það starf í mörg ár, um tíma á millilandaskipinu Trölla- fossi. Hann lærði síðar offsetljós- myndun og rak, ásamt bróður sín- um Sigurbirni, Prentmyndagerð Hafnarfjarðar í fjölda ára eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðmundur byggði ásamt móð- ur sinni og systkinum húsið á Sel- vogsgötu 1 í Hafnarfirði. Eftir lát móður sinnar hélt Guðmundur heimili með systrum sínum Helgu og Herdísi. Síðar reisti Guðmund- ur hús á Ölduslóð 28 í Hafnarfirði ásamt Sigurbirni bróður sínum og bjó á þriðju hæð hússins ásamt systrum sínum meðan þær lifðu. Guðmundur söng um tíma með karlakórnum Þröstum eins og fleiri bræður hans og síðar bræðrasynir. Hann var einn af upphafsmönnum Hauka í Hafnar- firði og starfaði mikið með því liði á yngri árum og var alla tíð ein- lægur stuðningsmaður Hauka. Guðmundur verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hans Helgu Guð- mundsdóttur. Systk- ini Guðmundar voru níu talsins. Átta þeirra eru látin og þau eru auk Guð- mundar: Anna Sigríð- ur, f. 8.9. 1904, d. 17.12. 1986; Helga, f. 2.11. 1905, d. 17.12. 1981; Herdís Margrét, f. 2.1. 1907, d. 20.9. 1987; Guðný Magna, f. 5.8. 1909, d. 29.4. 1983; Þórður, f. 29.7. 1910, d. 4.5. 1998; Að- alsteinn Valur, f. 24.2. 1913, d. 30.3. 1993; Steingrímur Gunnar, f. 26.10. 1918, d. 25.1. 1928; og Sigurbjörn Guðmundur, f. 11.12. 1919, d. 1.1. 1996. Eftirlif- andi er systirin Kristín Sigríður Kimmel, f. 12.7. 1914, búsett í Bandaríkjunum. Fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ég kom inn í fjölskyldu Helgu konu minnar, kynntist ég allsérstæðum sambúðaraðstæðum á nútímamæli- kvarða. Á efstu hæð húss fjölskyldu hennar við Ölduslóðina bjuggu sam- an þrjú systkini, Helga, Herdís og Guðmundur Þórðarbörn. Helga var þá orðin sjúklingur og náði ég aldrei að kynnast henni náið. Herdís eða Dísa varð uppáhaldsfrænka eins sona minna þegar hann fékk að hjálpa henni við uppvaskið, tveggja ára gamall. Það urðu viðbrigði fyrir hann þegar hún féll frá árið 1987. Síð- an var það Mummi, en hann kveðjum við í dag. Það tók mig líklega allnokk- ur ár að kynnast Mumma. Hann var hæglátur og feiminn, en svo gat hvin- ið hressilega í honum af svölunum ef börn og unglingar úr nágrenninu gerðu sig of heimakomin innan um plönturnar og trén sem hann hafði gróðursett og hlúð að af alúð. Fyrstu kynni mín af Mumma urðu eiginlega þegar hann og Sibbi tengdafaðir minn heitinn mættu kvöld eftir kvöld til að hjálpa okkur Helgu að standsetja fyrstu íbúðina okkar. Sennilega sagði ég þeim aldrei hversu þakklátur ég var fyrir alla þá hjálp sem þeir bræður veittu okkur þá og ekki síður á seinni árum. Um ævi Mumma fram að því að ég kynnt- ist honum veit ég fátt. Hann var kraftmikill íþróttamaður á yngri ár- um, menntaðist sem rafvirki og starf- aði sem slíkur um árabil á millilanda- skipum. Þegar ég kom inn í fjöl- skylduna á Ölduslóð starfaði hann með bróður sínum við prentmynda- gerð, sem þeir bræður ráku í kjallara hússins sem þeir höfðu byggt saman. Þangað var notalegt að heimsækja þá þótt lyktin væri ekki alltaf góð. Alltaf var hægt að trufla þá til þess að setjast yfir kaffibolla og spjalla um heima og geima. Mummi var mjög fróður og fylgdist vel með mál- efnum líðandi stundar. Um fortíðina var hann líka náma fróðleiks. Á síðari árum, eftir að tengdafaðir minn, bróðir hans, lést gerðist Mummi ein- rænni. Það var stundum eins og hann væri bara að bíða þess að kallið kæmi því hann ætti ekkert eftir að gera í þessu lífi. Ef honum byrjaði að líða illa af einhverjum líkamlegum ástæð- um vildi hann meina að nú væri þetta bara búið og ekki tæki því að gera veður út af hlutunum og leita til læknis. Þá þurfti stundum að dekstra hann til þess að koma nú með í lækn- istímann sem búið var að panta fyrir hann, án þess að hann vissi af því. Stundum varð hann hundfúll yfir bölvaðri afskiptaseminni, en stund- um varð hann að játa að honum liði nú betur á eftir, eins og þegar búið var að gera við þindarslitið sem veru- lega var farið að hrjá hann fyrir nokkrum árum. Ekki lét hann heldur líkamleg veikindi stöðva sig í að heimsækja okkur Helgu út til Eng- lands í þrígang og í eitt skiptið dvaldi hann hjá okkur sumarlangt. Það eina sem honum óx í augum í því sam- bandi var að þurfa að setjast í hjóla- stól og láta fylgja sér út í flugvél eins og smábarni. Smám saman fór að draga kraftinn úr Mumma með ár- unum eins og búast má við. Síðasta árið má segja að aðeins sterkt hjarta og einhver lífsvilji sem ekki er hægt að útskýra hafi haldið í honum lífinu. Hvert áfallið af öðru reið yfir, en allt- af reis Mummi upp aftur, eins og köttur með sín níu líf. Á endanum kláruðust þó lífin níu og eftir síðasta áfall varð Mummi að játa sig sigr- aðan. Ég held þó í hjarta mínu að í þetta sinn hafi Mummi raunverulega verið tilbúinn að láta undan síga. Það er skrýtið hvernig maður getur stundum áttað sig á svona hlutum eftir á, en það var eitthvað í því hvernig Mummi kvaddi íbúðina sína síðast þegar hann kom þangað og hvernig hann kvaddi nafna sinn, son minn, síðustu helgina sem hann lifði, sem segir mér að hann hafi gert sér skýra grein fyrir hvert stefndi. Ég hef nú kvatt þennan vin minn hinsta sinni. Leitt þykir mér að geta ekki komið því við að vera viðstaddur jarðarförina sjálfa, en ég er þess full- viss að Mummi hefði fyrirgefið mér það. Blessuð sé minning mæts manns. Karl Ólafsson. Guðmundur eða Mummi frændi, eins og hann var ætíð kallaður innan fjölskyldunnar, var áttundi í röð tíu systkina. Hann lifði tímana tvenna eins og flestir af hans kynslóð. Þ.a.l. var hann óþrjótandi uppspretta sagna sem við getum vart látið okkur dreyma um í dag. Þegar hann sýndi mér tóftirnar af æskuheimili sínu á „Hólnum“ í Hafn- arfirði, brá mér við tilhugsunina um að í þessu 20 fm húsi sem jafnast á við eitt gott svefnherbergi í dag, bjuggu amma mín og afi (foreldrar Mumma) með tíu börn. Þrátt fyrir örbirgð, tæringu og aðra sjúkdóma sem herj- uðu á landann komust öll á legg utan Steingríms Gunnars sem lést úr heilahimnubólgu níu ára gamall. Sögurnar sem Mummi sagði mér af ættingjum okkar eru margar og ógleymanlegar en of langt mál væri að fara út í ævisögu tólf manna fjöl- skyldu hér. Sigríður amma hafði upplifað það að koma frá „sundraðri“ fjölskyldu og lagði því allt sem í hennar valdi stóð til að halda barnahópnum sínum saman eftir að faðir Mumma fórst í Halaveðrinu 1925. Þetta tókst henni með styrk frá skipafélagi Field Marshal Robinson, aðstoð bróður síns en ekki síst með samvinnu allra systkinanna sem skilaði sér einnig í óvenju mikilli samheldni barna henn- ar sem rofnaði aldrei. Mummi lagði sitt snemma af mörkum og oft hef ég hugsað til þess hvað þessi gáfumaður hefði lagt fyrir sig í lífinu, hefði hann átt val eins og unga fólkið í dag. Fyrir elju, dugnað og aðstoð Önnu systur sinnar, tókst honum að ljúka námi í rafvirkjun og afla sér meist- araréttinda í þeirri grein. Nýttist sú menntun honum vel, fyrst á farskip- um, þar sem áhugi hans á umheim- inum jókst til muna. Þó svo Mummi starfaði ekki sem rafvirki alla sína starfsævi, þá nýttist hún honum til hinsta dags. Rúmlega áttræður var hann enn að liðsinna manni mínum í sambandi við rafmagn sem og annað, því það var fátt sem Mummi gat ekki lagað eða gert. Að auki var hann það víðlesinn að hann var uppspretta allskyns fróð- leiks. Um lönd og lýð, plöntur, póli- tík, íþróttir og allt það sem lífið snýst um. Hann fylgdist með heimsmálum sem öðru til hinsta dags. Mummi var ákaflega barngóður og þegar hann var yngri lék hann á als oddi við systkinabörn sín. Hann reyndist börnunum mínum einnig einstaklega vel og oftar en ekki var meira gaman að segja Mumma frænda hvað þau höfðu lært þann daginn í skólanum en okkur foreldrunum. Það var ótrúlegt hversu þolinmóður hann var þegar þau skriðu upp í fang hans og iðuðu þar fram og aftur, héldu í andlit hans til að vera viss um að hann væri að hlusta, klifruðu upp á haus, fyrir augu og eyru og niður á tær og upp aftur eða hossuðu sér á bumbunni, jafnvel þegar hann var að reyna að fylgjast með fréttum. Mumma frænda verður ekki lýst með örfáum línum en hann var heitt elskaður og ómetanleg fyrirmynd í lífi mínu og drengjanna minna. Kristín, systir Guðmundar, sem býr í Bandaríkjunum og ber nafnið Kristín Þórðardóttir Kimmel, er nú ein eftir þessara systkina. Við vottum henni okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að varðveita hana og gefa henni styrk. Guð blessi minningu Mumma. Helga Steingerður. Góður vinur er fallinn frá og þótt kveðjustund sé alltaf erfið var okkur sem þekktum Guðmund ljóst í nokk- urn tíma hvert stefndi. Guðmundur vissi einnig að kveðjustundin væri í nánd og kvaðst sáttur við að tíminn væri kominn. Við slíkar aðstæður er öllum auðveldara að kveðja og áfram lifir minningin um góðan vin. Guðmundur var af þeirri kynslóð sem sá og upplifði meiri breytingar á íslensku þjóðlífi en nokkur önnur kynslóð. Fátæktin á fyrrihluta ald- arinnar, umbrot stríðsáranna og vel- megun eftirstríðsáranna voru samof- in lífshlaupi Guðmundar. Lífið á æskuheimili Guðmundar var erfitt, húsakostur fjölskyldunnar örlítið hús á hólnum við lækinn þar sem nú mætast Austurgata og Lækjargata í Hafnarfirði. Móðirin, ekkja með tíu börn, hefur þurft að hafa mikið fyrir lífinu og þó að eldri systkini Guð- mundar færu fljótlega að afla heim- ilinu tekna ásamt móðurinni er ljóst að úr afar litlu var að spila. Erfiðleik- ar í uppvexti hafa vafalítið sett mark sitt á lífsskoðanir Guðmundar sem alla tíð var einlægur vinstrisinni sem fann til með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Guðmundi varð ekki tíðrætt um erfiðleika móður sinnar eða þau kröppu kjör er hann sjálfur ólst upp við en þeim er til þekktu var engu að síður ljóst að hann mundi vel uppruna sinn. Guð- mundi voru umbrotatímar stríðsár- anna ætíð mikið umhugsunarefni en í því umróti sem fylgdi gafst honum eins og svo mörgum alþýðumannin- um færi á að stokka spilin og sækja á önnur og áður óþekkt mið. Guðmundur lærði rafvirkjun og starfaði um tíma sem rafvirki á milli- landaskipum en setti síðar á stofn rafvélaverkstæði í Hafnarfirði er hann starfrækti um hríð uns hann söðlaði um og gekk til liðs við Sig- urbjörn bróður sinn sem rak Prent- myndagerð Hafnarfjarðar. Bræðurnir voru að því er best er vitað fyrstir manna til að hefja fram- leiðslu hér á landi á myndamótum úr plastefni í stað þess að nota sink en þá framleiðslu þróuðu þeir síðar yfir í stimplagerð er eftirspurn eftir myndamótum minnkaði samfara aukinni offsettprentun. Vélar til framleiðslunnar keyptu þeir í Þýska- landi og sá Guðmundur um uppsetn- ingu vélanna og viðhald en hann var vel laghentur. Þeir bræður stofnuðu einnig Þórsútgáfuna sf. sem gaf m.a. út hinar víðfrægu Heiðubækur, sög- ur Agötu Christie og fleiri bóka- flokka. Bræðurnir voru mjög sam- rýndir og saman byggðu þeir stórt íbúðarhús við Ölduslóð í Hafnarfirði þar sem þeir bjuggu báðir ásamt fjöl- skyldum sínum. Guðmundur hélt alla tíð heimili með tveimur systrum sín- um, Helgu og Herdísi, auk þess sem móðir hans var á heimilinu meðan hún lifði. Guðmundur var nægjusamur mað- ur sem lifði spart en var örlátur við aðra. Guðmundur las mikið og var fróður um mannkynssögu og jurta- og dýraríkið. Á yngri árum spilaði Guðmundur fótbolta með Haukum og var meðal stofnenda þess félags. Guðmundur hafði gaman af ræktun og átti fallegan skrautgarð við hús sitt sem hann annaðist af natni með- an heilsan leyfði. Guðmundur var föðurbróðir eigin- konu minnar og reyndist henni og systrum hennar alla tíð sem best hann mátti. Eftir að Guðmundur var orðinn einn í heimili aðstoðaði tengdamóðir mín, Heiðveig Hálfdán- ardóttir, Guðmund á ýmsa vegu auk þess sem frænkur hans og annað frændfólk voru honum til aðstoðar er aldurinn færðist yfir. Með Guðmundi Hafsteini Þórðar- syni er genginn traustur og góður maður sem reyndist vel fjölskyldunni minni og þeim er til hans leituðu. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Gunnlaugur M. Sigmundsson og fjölskylda. Fyrir fjórum og hálfu ári kom Mummi frændi í þrjá mánuði í heim- sókn út til Englands. HM ’98 var í gangi og Mummi horfði á alla leikina með mér og mér fannst það lang- skemmtilegast þegar hann horfði á þá með mér. Í mars 2001 þegar ég frétti að Mummi væri með ónýt nýru þá vildi ég koma til Íslands bara til að hitta hann. Ég saknaði og ég mun alltaf sakna hans. Guð blessi Mumma frænda. Grímur Steinn. Góður vinur og Haukafélagi, Guð- mundur Þórðarson, er genginn yfir landamærin, farinn til guðs. Eftir sitja vinir með sorg og söknuð í huga. Þakklæti fyllir hugann fyrir liðnar samverustundir. Hann var Haukafélagi af lífi og sál, hann Guðmundur, allt frá því að hann á unga aldri gekk í Hauka. Þar var hann heill og aldrei hálfur. Það var í reyndinni einkenni hans að hverju sem hann gekk. Knattspyrnufélagið Haukar var aðeins á öðru árinu, þegar Guðmund- ur keppti fyrst fyrir það í knatt- spyrnu, þá í öðrum flokki. Og árin liðu og Guðmundur lét að sér kveða sem leikmaður Hauka, bæði í knatt- spyrnu og handbolta. Komu þá vel í ljós lipurð hans og leikni ásamt keppnisskapi og metnaði fyrir fram- gangi Hauka. Og félagi sínu og vin- um var hann betri en enginn. Ég get ekki stillt mig um að rifja upp einn atburð í sambandi við Guð- mund og Hauka. Það var sett upp sameiginlegt lið Hauka og FH-inga á vegum Íþróttabandalags Hafnar- fjarðar til að keppa við utanbæjarlið í knattspyrnu. Allir hafnfirsku liðs- mennirnir mættu í svörtum buxum nema tveir. Það voru bræðurnir Sig- urbjörn og Guðmundur. Þeir mættu auðvitað í hvítu Haukabuxunum sín- um. Annað kom ekki til greina af þeirra hálfu – í Haukabuxunum skyldu þeir vera. Þannig voru þessir bræður gegnsýrðir af Haukaanda. Metnaður og merki félagsins þeirra var samgróið þeim bræðrum. Þeir háðu líka marga hildi á knattspyrnu- og handknattleiksvellinum saman, þeir bræður. Það er ekki ónýtt fyrir félag að eiga slíka eldhuga í sínum hópi. Ég var einn þeirra sem fengu að njóta þeirrar ánægju að leika með þeim bræðrum fyrir félagið okkar Hauka. Þær samverustundir geym- ast í vel í minni og ég er þakklátur fyrir þær. Nú er komið að kveðjustund. Þeir bræður báðir hafa nú yfirgefið þessa jarðvist og keppa ekki aftur fyrir Hauka hérna megin grafar. En hver veit hvað gerist hinum megin á hin- um himnesku grundum? Þar verður kannski merki Haukanna haldið hátt á lofti af þeim bræðrum. Hver veit það? En Öldungaráð Hauka sendir Guðmundi innilegar kveðjur og þökk fyrir samveruna og vináttuna sem henni fylgir. Aðstandendur og vinir Guðmund- ar fá líka innilegar samúðarkveðjur frá Knattspyrnufélaginu Haukum. Guð blessi minningu Guðmundar Þórðarsonar. Fyrir hönd Öldungaráðs Hauka, Óskar Halldórsson. GUÐMUNDUR H. ÞÓRÐARSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.