Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóna Gróa Krist-mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. jan- úar 1917. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 15. sepember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jónína Jó- hannsdóttir, f. í Ossabæ í Landeyjum 30. október 1886. Hún ólst upp á Voð- múlastöðum, var húsmóðir í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík þar sem hún lést 6. september 1976, og Kristmundur Jónsson, f. 8. ágúst 1895 á Nesi á Seltjarn- arnesi, sjómaður í Vestmannaeyj- um og Reykjavík, síðar verkamað- ur í Reykjavík þar sem hann lést 9. janúar 1960. Systkini Jónu voru: Guðný (látin), Margrét (látin), Guðmundur (látinn), Kristín (lát- in), Jóhann og Árni. Jóna giftist 10. maí 1938 Gísla Guðnasyni, yf- irverkstjóra hjá Reykjavíkurborg, f. í Hafnarfirði 25. september 1914, d. 5. nóvember 1974 í Reykjavík. Foreldrar Gísla voru Þorbjörg Sigrún Eggertsdóttir, f. í Fremri Langey á Breiðafirði 1877, d. 1943, húsmóðir í Ósgerði Börn þeirra: Guðni, f. 1975, d. 1975, Hermann, f. 1976, maki Ingi- björg Hilmarsdóttir, Björk, f. 1979, maki Murat Özdemir, og Jó- hanna, f. 1980, maki Richard de- Goede. 7) Bára húsmóðir, f. 1951, gift Gunnari Gunnarssyni, f. 1948. Synir: Gísli, f. 1967, maki Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, Gunnar Bjarki, f. 1980 og Sævar Örn, f. 1987. 8) Ragnheiður Dóróthea skrifstofumaður, f. 1956, gift Hrafnkeli Gíslasyni, f. 1953. Börn: Erna, f. 1974, maki Mörður Finn- bogason, Ásta Lilja, f. 1975, maki Dagbjartur Herbertsson, Gísli, f. 1982, og Guðný, f. 1986. Barna- barnabörnin eru orðin 26 talsins og eru 25 þeirra á lífi. Jóna ólst upp á Hamri í Vest- mannaeyjum en fór ung til Reykja- víkur þar sem hún vann m.a. í Hampiðjunni þar til þau Gísli stofnuðu heimili sitt. Eftir það stundaði hún heimilisstörf um ára- tuga skeið enda heimilið stórt og mörg handtökin sem unnin voru, framan af án þeirra heimilistækja sem við eigum að venjast í dag. Jóna fór síðan að vinna aftur utan heimilis þegar yngsta barnið var komið á unglingsár, fyrst við fisk- vinnslu en síðan við símavörslu hjá Reykjavíkurborg í allmörg ár eða þar til hún fór á eftirlaun. Fjöl- skyldan var alla tíð hennar helsta áhugamál en auk þess fylgdist hún vel með íþróttum, einkum hand- bolta og ensku knattspyrnunni. Útför Jónu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og síðar Reykjavík og Guðni Einarsson, f. í Hallgeirsey í Landeyj- um 1881, d. 1924, bóndi í Ósgerði í Ölf- usi. Sonur Jónu: 1) Kristmundur Ingvar Edvardsson, f. 1935, var kvæntur Aðal- björgu Pálsdóttur, f. 1935, þau skildu. Börn þeirra: Páll Helgi, f. 1955, Rannveig, f. 1956, maki Þráinn Guðjónsson, og Gest- ur Hrafnkell, f. 1959. Börn Jónu og Gísla: 2) Guðni sjómaður, f. 1939, d. 1971 af slysförum. Var kvæntur Hildi Lár- usdóttur, þau skildu. 3) Eggert, f. 1942. Sambýliskona var Elín Al- bertsdóttir, þau skildu. Sonur þeirra : Albert, f. 1972. 4) Valgerð- ur framkvæmdastjóri, f. 1944, gift Lofti Ólafssyni. Börn þeirra: Ólaf- ur, f. 1961, maki Þórdís Ólafsdótt- ir, Hildur, f. 1963, maki Birgir Sig- urðsson, og Guðrún, f. 1969, maki Hjörtur Steindórsson. 5) Þorbjörn varahlutasali, f. 1945, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur, f. 1949. Börn þeirra: Sigrún, f. 1968, maki Steinþór Ingibergsson, Guðni, f. 1977, og Berglind, f. 1982. 6) Rún- ar dýralæknir, f. 1948, kvæntur Brynju Jóhannsdóttur, f. 1954. Nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Hún veiktist alvarlega á miðvikudegi og lést síðan aðfaranótt sunnudagsins 15. september. Fráfall hennar bar nokkuð óvænt að því þótt hún væri í seinni tíð orðin talsvert líkamlega slitin og lasburða var hún andlega mjög hress. Ég tengdist tengdafjölskyldunni fyrir rúmum 35 árum og man ennþá þegar ég hitti Jónu í fyrsta sinn, eða Nennu eins og hún var jafnan kölluð. Var dálítið kvíðin en það var ástæðu- laust, ég fann fljótt að hún var ákaf- lega góð og vönduð kona og því leið mér brátt sem ég væri ein af þessari stóru fjölskyldu. Ég á því mikið af ómetanlega góðum minningum um Nennu sem og tengdaföður minn, Gísla, sem lést aðeins sextugur að aldri árið 1974. Útfarardag Nennu ber upp á afmælisdag Gísla sem hefði orðið 88 ára hefði hann lifað. Ósjaldan leitaði ég til hennar eftir ráðum á frumbýlisárunum og sem nærri má geta átti hún ráð undir rifi hverju um hvaðeina sem sneri að heimilisrekstri og barnauppeldi þótt aðstæður hafi allar verið mun erf- iðari á þeim tíma sem hún var að ala upp sín börn. Þegar ég síðan eign- aðist mín börn tók hún mikinn þátt í lífi þeirra sem og annarra barna- barna. Þeim þótti ekki ónýtt að eiga slíka vinkonu sem ömmu sína og þá var ekki að sjá að aldursmunurinn skipti neinu máli. Barnabarnabörn- unum fannst líka ómissandi að langamma væri til staðar þegar eitt- hvað stóð til og buðu henni iðulega fyrst af öllum í afmælið sitt. Nenna hafði sérlega gott lundar- far, var alltaf glaðleg og smitaði aðra af góða skapinu. Fjölskyldan var alltaf hennar stærsta áhugamál og hún tók ævinlega þátt í öllum við- burðum innan hennar. Blóm voru líka hennar líf og yndi og fátt fannst henni skemmtilegra en að koma til nýjum blómum og var aðdáunarvert að fylgjast með natni hennar við þau. Var því gjarnan lífvana blómum komið undir hennar grænu fingur og ekki brást að þau blómstruðu á ný. Hún hafði líka mikið yndi af því að spila og var því oft glatt á hjalla þær ófáu stundirnar sem tekið var í spil í gegnum árin. Einnig naut hún þess að hlusta á góða tónlist. Hún fylgdist vel með íþróttum, sérstaklega hand- bolta og fótbolta. Fylgdist iðulega með ensku knattspyrnunni í sjón- varpinu og þekkti leikstíl leikmann- anna vel og átti auðvitað sitt uppá- haldslið, Liverpool. Handboltaleikir í sjónvarpinu fóru heldur ekki fram hjá henni hvort sem um var að ræða félagsleiki eða landsleiki. Víkingur og ÍBV voru hennar lið og vandaðist málið þegar þau kepptu innbyrðis. Þegar hins vegar HM í handbolta var haldið í Japan fyrir nokkrum ár- um lét hún sig ekki muna um að vaka yfir leikjunum að næturlagi komin yfir áttrætt. Ég er þakklát fyrir að hafa haft Nennu að samferðamanni og að hafa deilt með henni gleði og sorgum. Ég kem til með að sakna samverustund- anna með henni en veit að hún var tilbúin og sátt við að kveðja okkur að sinni. Hvíl í friði. Sigríður Halldórsdóttir. Árið 1972 kom ég fyrst inn á heim- ili tengdaforeldra minna, Gísla, sem lést fimmta nóvember 1974, og Nennu, því að hún var aldrei nefnd annað. Þau hjónin tóku mér opnum örmum og hófst þar vinátta sem hélst óbreytt þar til yfir lauk. Það er margs að minnast frá þess- um tíma, frá jólum og tyllidögum þegar allur hópurinn kom saman á Laugarnesveginum. Þá var glatt á hjalla og trúlega hefur heyrst eitt- hvað út fyrir íbúðina, því að Nenna var glaðvær kona sem horfði björt- um augum á tilveruna og smitaði hún jafnan alla af gleði sinni. Eða eins og Örn Arnarson sagði, skáldið sem hún hélt svo mikið upp á: Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvíst bros í augum tilverunnar. Nenna vakti yfir velferð fjölskyld- unnar, ekki síst ömmu- og lang- ömmubörnunum. Við eigum öll eftir að sakna hennar mikið. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Gunnarsson. Fyrstu minningar mínar um ömmu tengjast jólunum, þegar stór hluti fjölskyldunnar var samankom- inn hjá ömmu og afa. Amma að elda jólasteikina, allir að borða saman og afi að lesa utan á jólapakkana. Síðan lést afi aðeins 60 ára að aldri. Það er í dag, á afmælisdaginn hans afa, sem amma verður borin til grafar. Amma ólst upp í Vestmannaeyjum og hefur alltaf verið mikill Vest- mannaeyingur í sér þótt hún hafi flutt ung til Reykjavíkur. Henni þótti alltaf vænt um Eyjarnar sínar og fylgdist alltaf grannt með fréttum þaðan. Amma var mjög lífsreynd kona. Hún hefur upplifað allar þær miklu breytingar sem orðið hafa frá því í byrjun síðustu aldar, og var alltaf fús að miðla okkur úr yngri kynslóðinni af sinni miklu reynslu, hlutum sem við eigum trúlega aldrei eftir að upp- lifa. Svo átti hún líka auðvelt með að setja sig í spor unga fólksins og fylgdist af áhuga með því sem við fengumst við. Alla tíð hefur fjöl- skyldan verið ömmu efst í huga. Hún var mjög réttsýn og ósjaldan hef ég leitað til hennar, reyndist hún alltaf sannur vinur. Og alltaf var stutt í hláturinn og gleðina þegar amma var annars vegar og oft tekið í spil við mikið fjör. Einnig fylgdist amma vel með bæði fótbolta og handbolta og skellti hún sér með okkur á hand- boltaleik, þá 77 ára gömul. Það var alveg sérstök stund þegar sýndir voru landsleikir í beinni útsendingu í sjónvarpinu og hittumst við þá oft og horfðum á þá saman. Í mörg ár bjó amma á Laugarnes- veginum, en fyrir rúmu ári flutti hún í nýja íbúð í Grafarvogi, þar sem hún naut aðstoðar og umhyggju í nábýli við Völlu dóttur sína, og naut hún sín vel innan um blómin sín, en hún hafði mikið yndi af blómum, og var gjarn- an þekkt fyrir að koma lífi í allt sem hún snerti. Við eigum öll eftir að sakna ömmu mikið, en við vitum að hún var sátt við að kveðja. Sigrún Þorbjörnsdóttir. Okkar elskulega amma og langamma, Jóna Gróa, er látin. Þegar sest er niður og horft til baka flæða minningarnar yfir. Minn- ingar um ömmu, sem innan um öll stofublómin sín, var alltaf til staðar. Amma var ósérhlífin og allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af mikilli kostgæfni. Í blíðu og stríðu – í gleði og sorg var alltaf hægt að koma við á Laugarnesveginum, setjast með kaffibollann, spjalla og aldrei var langt í spilin. Amma var alltaf miðpunktur alls, hún naut þess að hafa líf í kringum sig og er skemmst að minnast þess þegar stórfjölskyldan tók sig saman í sumar og fór í útilegu, þá lét amma sig ekki vanta, mætti með spila- stokkinn og spilaði fram á kvöld. Amma fylgdist vel með öllu; með stóra sjónvarpinu sínu, myndbands- tækinu og þráðlausa símanum gat hún haft fingur á öllu því sem var að gerast og því sem hún hafði áhuga á. Aðeins tæpri viku áður en amma dó vorum við hjá henni að laga vídeóið sem hafði vanstillst því öll tæki þurftu að sjálfsögðu að vera í lagi. Lengi vel fylgdist amma vel með boltanum og hún var dyggur áhorf- andi íslenska landsliðsins í hand- knattleik. Þegar landsliðið var að keppa á stórmótum erlendis og beina útsendingu bar upp að nóttu til, þá að sjálfsögðu vaknaði amma til að horfa á leikinn, auk þess sem hún tók leikinn upp á myndband til að geta horft í rólegheitum aftur. Amma sá líka til þess að yngri kynslóðin hefði nóg af barnaefni og alltaf var íspinni í frystinum og Polo í eldhússkúffunni. Það hefur verið höggvið stórt skarð í líf okkar, skarð sem ekki verður fyllt nema með ljúfum minn- ingum um yndislega ömmu og lang- ömmu sem var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd og gefa af sér til annarra. Amma dó í góðri elli, södd lífdaga og er nú farin heim til Drottins. „En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elsk- aði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.“ (II. Þessaloníkubréf 2:16-17) Hönd þín snerti sálu okkar – Fót- spor þín liggja um líf okkar allt. Guðrún, Hjörtur, Steindór og Daníel Hjörtur. Haustið er að taka við af sumrinu. Skuggarnir lengjast með hverjum deginum, sólin lækkar á lofti, nýjar myndir birtast í fjöllum og dölum. Jörðin tekur á sig litbrigði haustsins í sinni ólýsanlegu fegurð, fuglarnir hópa sig til ferðarinnar yfir hafið í leit að hlýjum vetri. Mjúkt regn fell- ur til jarðar, friður hlýs hausts ríkir. Það er við hæfi að Nenna fái svo gott leiði í síðustu ferðina sína hér á jörð. Hún var kona friðar og gæsku, umvafði alla sína og var umvafin af þeim þegar krafta hennar þraut. Jóna Gróa hét hún, og var ávallt köll- uð Nenna. Þegar ég kom í fjölskyldu þeirra Gísla var hún enn ung kona, tág- grönn, létt í spori, falleg og lífsglöð. Hafði þá eignast sjö börn, gengið í gegnum erfiðleika styrjaldar og kreppu, ekki alltaf haft mikið milli handanna. Var lagin að lagfæra, bæta og staga og láta hlutina ganga upp. Vinnudagurinn var langur á þessum árum ekki síst þar sem svo stór barnahópur var og margir munnar að metta. Þar ríkti gleði en oft talsverður hávaði. Það varð ekki mikill tími til að sinna öðru því sem hugurinn stóð til, en Nenna hafði mikið yndi af lestri og nýtti allar stundir sem hægt var til þess. Það henti að hún gleymdi bæði stund og stað við lesturinn, þá lengdist vinnudagurinn sem því nam. Hún naut tónlistar, sem hún hafði aðeins aðgang að í Ríkisútvarp- inu, og fyrir kom að hún tók dans- spor á eldhúsgólfinu sínu í Hólm- garðinum. Hún var ein af hvunndagshetjum samtímans. Hún hafði mikla hæfileika til ræktunar, aldrei átti hún samt blómagarð, en blómin í húsum henn- ar báru af öðrum, allt óx og blómstr- aði í höndum hennar, Þegar að því kom að hagur þeirra batnaði var forgangsröðin þannig að fyrst nutu afkomendur og ástvinir, síðan hún. Einnig fékk hún meiri tíma fyrir sjálfa sig, fékk útrás fyrir fegurðar- og sköpunarþörfina, saumaði mikið út og fegraði heimilið. Þá fór hún líka að vinna utan heimilis og varð stolt af að verða fjárhagslega sjálfstæð. Sorg og missir sneiddu ekki hjá henni, þannig er lífið, en hún brotn- aði ekki þótt hún bognaði um stund. Atvikin höguðu því svo að ég var ekki lengi í fjölskyldu þeirra Nennu og Gísla en vinátta og umhyggja hennar gagnvart mér og mínum breyttist ekki. Eftir því sem árin liðu og við fullorðnuðumst báðar styrkt- ust böndin sem tengdu okkur saman. Nú að leiðarlokum er ég þakklát fyr- ir að hafa átt hana að vini, þakklát fyrir ástúðina sem hún sýndi mér, öllum mínum börnum og barnabörn- um, ekki bara hennar, hún varð amma þeirra allra. Þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman á seinni árum, þegar við hlógum og grétum yfir minningunum ljúfum og sárum, mest þó ljúfum. Hún var táknræn fyrir skopskyn hennar síðasta kveðjan sem ég fékk frá henni. Ljóð, sem hún hafði klippt út úr blaði, eftir Theodoru Thorodd- sen ,,Mitt var starfið“ sem á kíminn og kaldhæðinn hátt fjallar um stöðu kvenna þá. ,,Abba mín skilur þetta,“ sagði hún. Hún átti svo auðuga kímni- gáfu – og lífsgleði. Lífsgleðin var hennar aðalsmerki til síðasta dags. Hún kvaddi sátt við Guð og menn. Aðstandendum Nennu og Gísla og fjölskyldum þeirra vottum við Þór- steinn samúð. Blessuð sé minning hennar. Aðalbjörg Pálsdóttir. JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR Elsku afi, við bræð- urnir þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, allar sam- verustundirnar og góðu minningarn- ar sem eru okkur ómetanlegar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. JÓN HANNESSON ✝ Jón Hannessonfæddist á Undir- felli í Vatnsdal í A- Hún. 2. júní 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 10. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduós- kirkju 21. septem- ber. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi. Magnús Ívar og Jón Hannessynir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GÍSLASON bóndi á Innri-Skeljabrekku, Borgarfirði, lést mánudaginn 23. september. Jarðsungið verður frá Hvanneyrarkirkju laugar- daginn 28. september kl 14.00. Gísli Jónsson, Oddbjörg Leifsdóttir, Pétur Jónsson, Svava Kristjánsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Dagný Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.