Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 11. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Róið með Rúnu RE á kola á Faxaflóa, ný skip til Grindavíkur, selveiðar við Kanada og staðsetning fiskiskipa. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ÍSLENDINGAR seldu Bretum mest af fiski á fyrstu fimm mánuðum þessa árs mælt í verðmætum. Alls seldum við Bretum fisk til manneldis, ferskan, frystan og tilbúna rétti fyrir 81 milljón punda eða 10,4 milljarða króna. Þessu til viðbótar keyptu Bretar af okkur fiskimjöl og lýsi fyrir ríflega 12 millj- ónir punda eða 1,5 milljarða króna. Meira keypt frá Íslandi Bretar fluttu alls inn 37.300 tonn af ferskum fiski á umræddu tímabili, sem er um 1.600 tonnum minna en árið áður. Mest keyptu þeir frá Færeyjum, 13.200 tonn sem er 2.500 tonna aukning frá árinu áður. Fyrir þennan fisk fengu Færeyingar 2,4 milljarða króna. Næstmest í magni talið kom frá Írlandi, 8.100 tonn, sem er 5.300 tonna samdráttur. Fiskurinn frá Írlandi er mest makríll og því fengust aðeins 666 milljónir króna fyrir fisk- inn. Frá Íslandi keyptu Bretar 7.850 tonn, sem er tæplega 500 tonna aukning. Verð- mæti þessa fisks var hins vegar mest eða 2,8 milljarðar króna. Þegar litið er á frysta fiskinn kemur í ljós að mesta magnið kemur frá Rússum, en ís- lenzki fiskurinn er verðmætastur. Frá ára- mótum til maíloka fluttu Bretar inn 17.400 tonn að verðmæti 3,8 milljarðar króna. Frá Íslandi keyptu þeir 11.220 tonn að verðmæti 4,4 milljarðar króna. Dan- mörk er í þriðja sæti með 9.800 tonn að verð- mæti 3,5 milljarðar og loks koma Norðmenn með 8.700 tonn að verðmæti 2,6 milljarðar króna. Tvöföldun frá Kína Athygli vekur mikil aukning á innflutningi á fiski frá Kína. Umrætt tímabil nam hann 8.300 tonnum að verðmæti 2,1 milljarður króna. Það er hvort tveggja um það bil tvö- földun frá sama tímabili á síðasta ári. Inn- flutningur frá Íslandi hefur dregizt saman um 1.200 tonn og um 4.000 tonn frá Noregi. Rússar hafa aukið sinn hlut um 4.600 tonn og Danir um 2.300 tonn. Alls nam innflutningur á frystum fiski 79.200 tonnum og dróst hann saman um 4.600 tonn. Innflutningur á tilbúnum réttum var 82.000 tonn, sem er 3.200 tonna aukn- ing. Í verð- mætum talið var mest keypt frá Íslandi, fyrir 3,2 milljarða króna, en magnið var 7.300 tonn. Uppistaða þessa er skelflett rækja. Nokkur lönd voru með nokkru meira magn eins og Tæland, Ghana, Seyschelles- eyjar og Máritíus, en vantaði töluvert á að ná sömu verðmætum og Ísland. Samdráttur í mjölinu Innflutningur Breta á mjöli og lýsi jókst um ríflega 10.000 tonn milli ára og varð alls 108.500 tonn. Mest af þessum afurðum keyptu þeir frá Íslandi, 29.300 tonn að verð- mæti 1,5 milljarðar króna. Það er verulegur samdráttur frá árinu áður eða um 8.400 tonn og 700 milljónir króna. Næst mest keyptu Bretar frá Perú, 26.400 tonn fyrir 1,2 millj- arða króna. Það er margföldun frá árinu áð- ur, en vegna veiðibanns við Perú nam inn- flutningur á mjöli og lýsi þaðan fyrstu fimm mánuði síðasta árs aðeins 5.200 tonnum að verðmæti 230 milljónir króna. Mest af þorski frá Rússum Af einstökum tegundum keyptu Bretar mest af þorski frá Rússum, 13.100 tonn að verð- mæti 3,3 milljarðar króna. Frá Íslandi keyptu þeir 11.200 tonn að verðmæti 4,9 milljarðar króna. Þá keyptu Bretar 8.300 tonn frá Danmörku, 5.300 tonn frá Færeyj- um og 4.600 frá Noregi. Innflutningurinn frá Rússland og Danmörku hefur aukizt, frá Ís- landi stendur hann nánast í stað, en sam- dráttur hefur orðið í kaupum frá Noregi og Færeyjum. Ýsuna kaupa Bretar mest frá Færeyjum, 7.800 tonn, frá Íslandi keyptu þeir 4.200 tonn, 3.300 tonn frá Noregi og 3.200 frá Rússlandi. Sjáum Bretum fyrir fiskinum Seldum Bretum fisk og fiskafurðir fyrir um 12 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins LAUGAFISKUR hefur í auknum mæli unnið hausa af frystitogurum Brims að undanförnu, annars vegar af Sléttbaki EA og hins vegar Arnari HU. „Við byrjuðum seint á síðasta ári að taka hausa af Sléttbaki til vinnslu og á þessu ári fórum við einnig að taka hausa af Arnari á Skagaströnd. Við höfum einnig verið að kaupa hráefni af fleiri frystiskipum, t.d. fengum við fyrir stuttu hausa af Mánaberginu ÓF,“ segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, í frétt á heimasíðu ÚA. Hann kveðst aðspurður eiga von á að á næstu miss- erum færist í vöxt að útgerðir frystitogara hirði hausana til þurrkunar í landi. Hins vegar sé ljóst að stærri frystitogararnir séu betur í stakk búnir til þess að frysta hausana en þeir minni. Hausa af frystitogurunum er Laugafiskur að vinna í verksmiðju sinni á Akranesi. Að undanförnu hefur fremur lítið hráefni verið til vinnslu í vinnslustöðvum Laugafisks á Akra- nesi og á Laugum. Tvennt kom þar til, annars vegar var kvótinn víða af skornum skammti síðustu dagana í ágúst og einnig lokuðu mörg vinnslufyrirtæki í ágúst vegna sumarleyfa. „Það má segja að þetta sé allt að komast í fullan gang þessa dagana,“ segir Lúðvík. Nýting fiskhausa af frystitogurum færist stöðugt í vöxt, enda ört vaxandi markaður fyr- ir þessar afurðir. Þorskhausarnir eru þurrk- aðir og seldir til Nígeríu, en hausar af grálúðu eru frystir og fæst gott verð fyrir þá í Asíu. Þurrka hausa af frystitogurum Morgunblaðið/Jim Smart ÍTALSKA lögreglan reynir nú að hafa hendur í hári óprúttinna beitu- sala sem selt hafa lifandi kettlinga í beitu. Kettlingunum er egnt fyrir svokallaðan fengrana, sem er stór- fiskur sem veiðist í vötnum nálægt borginni Mílanó. Lögreglan segir að grimmdin í þessum ógeðfelldu veiðum felist einkum í því að krók- ar séu reknir í gegnum kettlingana og þeir lokki til sín bráðina þegar þeir brjótast um í kvalafullum dauðdaga í vatninu. Fengrani getur orðið allt að 4,5 metra langur og 300 kíló að þyngd og finnst í vötnum og ám í Mið-Evrópu og Vestur-Asíu. Hann er mikið rándýr og nærist einkum á fiski, froskum, smáfuglum og litlum spendýrum. Hann er þekktur fyrir mikla grimmd og eru dæmi um að hann hafi ráðist á litla báta. Fen- grani selst dýru verði á veitinga- húsum, þar sem hann er oft seldur sem styrja. Kettlingar í beitu Beita? SÍLDVEIÐISKIPIN eru nú óðum að útbúa sig fyr- ir síldarvertíðina. Í gær voru Örn KE, Birtingur NK og Sunnutindur SU að taka síldarnæturnar um borð í skipin í Neskaup- stað og gera sig klár til að halda á miðin. Menn eru hóflega bjartsýnir á kom- andi síldarvertíð með það í huga að ástand sjávar er óvenjulegt við landið og eru smeykir við breytt hegðunarmynstur síldarinnar vegna þess. Þá hefur lítið sem ekk- ert orðið vart við síld austan við landið í haust og þeir bátar sem á miðin eru komnir hafa lítið sem ekkert orðið varir við síldina. Hófleg bjartsýni á komandi síldarvertíð Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÞEGAR snurvoðin rifnar þarf að merkja við gatið svo hægt sé að bæta það þegar tími gefst til. Ólafur Steingrímsson, skipverji á Rúnu RE frá Reykjavík, hugar hér að snurvoðinni en þeim á Rúnunni hefur gengið vel í kolanum í Faxaflóa það sem af er vertíð- inni, aflinn jafnan um og yfir 10 tonn eftir daginn. Morgunblaðið/Jim Smart Hugað að snurvoðinni í Faxaflóa PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 BONUS Stores, dótturfyrir- tæki Baugur Group í Bandaríkj- unum, mun á næstunni selja eða loka öllum verslunum sínum. Eins og fram hefur komið er Bonus Sto- res í gjaldþrotameðferð, sem kall- ast Chapter 11, og ætlunin hafði verið að selja eða hætta rekstri stærsta hluta verslana fyrirtækis- ins. Fyrirhugað var að halda áfram rekstri hluta verslananna, en nú hefur borist tilboð í þær. „Það er fagnaðarefni að betur hefur gengið hjá Bonus Stores að selja búðirnar en menn þorðu að gera sér vonir um þegar þetta ferli hófst, þ.e. Chapter 11 ferlið. Þetta þýðir að meirihluti búðanna held- ur áfram starfsemi og meirihluti starfsfólks heldur vinnu sinni. Baugur er nú að losa sig út úr fjár- festingum í Bandaríkjunum og mun einbeita sér að Bretlandi og Norðurlöndunum,“ segir Jón Scheving Thorsteinsson, yfirmað- ur erlendrar fjárfestingar hjá Baugi. Yfir 200 verslanir seldar Baugur hóf þátttöku í rekstri lág- vöruverðsverslana í Bandaríkjun- um fyrir um fjórum árum. Óx sú starfsemi hratt, aðallega árið 2001 með kaupum á lágvöruverðskeðj- unni Bill’s Dollar Stores sem rak yfir 400 verslanir. Sú keðja var þá í gjaldþrotameðferð. Í fyrra var til- kynnt um erfiðleika í rekstri Bo- nus Stores og í lok júlí síðastliðins óskaði fyrirtækið eftir gjaldþrota- meðferð. Þá voru rúmlega 300 verslanir eftir í verslanakeðjunni og fyrirhugað var að selja eða hætta rekstri 214 þeirra, en reka áfram 97 verslanir. Nú hefur borist bindandi tilboð í þessar 97 verslanir frá fyrirtækinu Variety Wholesalers og ákveðið hefur verið að taka því tilboði nema hærra verð verði boðið, en vegna reglna sem gilda um Chap- ter 11 verður að halda uppboð á verslununum þó að tilboð hafi komið fram. Tilboð Variety Who- lesalers er ekki gefið upp, en upp- hafsboð á fyrirhuguðu uppboði er rúmar 10 milljónir Bandaríkja- dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Á þriðjudaginn í næstu viku mun dómstóll taka afstöðu til niðurstöðu uppboðsins. Auk tilboðsins í þessar 97 versl- anir, sem litið hefur verið á sem kjarna fyrirtækisins, hafa borist tilboð í 113 af þeim 214 verslunum sem þegar hafði verið fyrirhugað að selja eða hætta rekstri á. Var- iety Wholesalers býður einnig í rúmlega 30 þeirra verslana, en aðrir bjóðendur eru Dollar Gene- ral, sem býður í 28 verslanir, Fa- mily Dollar, sem býður í 25 versl- anir, Duckwall, sem býður í 25 verslanir, og Fred’s, sem býður í 2 stórverslanir, eða svokölluð Su- percenter. Tap Baugs um 3 milljarðar Þessar verslanir munu allar ganga í gegnum sama ferli og þær 97 sem áður er getið um og verða seldar að því loknu. Starfsemi þeirra verslana sem ekki seljast nú verð- ur hætt. Staðan gagnvart kröfuhöfum er þannig að Fleet Bank, sem er eini bankinn sem Bonus Stores skuldaði fé, hefur fengið allt sitt greitt. Ekki er hins vegar komið í ljós hve mikið birgjarnir fá greitt, en fyrirsjáanlegt þykir að hluti krafna þeirra muni tapast. Baugur á meirihluta í Bonus Stores og gert er ráð fyrir að tap Baugs af þessari fjárfestingu verði um eða yfir 3 milljarðar króna. Baugur hættir starf- semi í Bandaríkjunum Bonus Stores mun á næstunni selja allar verslanir sínar eða hætta rekstri þeirra. Baugur mun einbeita sér að Bretlandi og Norðurlöndunum Baugur hefur ákveðið að hætta starfsemi í Bandaríkjunum en bindandi tilboð hefur borist frá fyrirtækinu Variety Wholesalers í þær 97 Bonus Stores-verslanir sem ætlunin var að reka áfram. Morgunblaðið/Kristinn VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KAUPÞING Búnaðarbanki lækkar í dag vexti óverðtryggðra og verðtryggðra inn- og útlána. Lækkunin kemur til vegna vax- taþróunar og sterkrar lausafjárstöðu Kaupþings Búnaðarbanka. Bankinn tekur nú ákvörðun um að breyta vöxtum óverðtryggðra liða án þess að til komi vaxtabreyting hjá Seðlabanka Íslands en hingað til hefur bankinn fylgt eftir vaxtalækkunarferli Seðlabankans og lækk- að óverðtryggð kjör til samræmis við vaxta- breytingar Seðlabankans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Vextir óverð- tryggðra útlána lækka um 0,15 til 0,25 pró- sentustig og vextir verðtryggðra útlána lækka um 0,20 prósentustig. Þar má nefna að kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka úr 8,70% í 8,45% eða um 0,25 pró- sentustig og kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa lækka úr 6,60% í 6,40%. Vextir verðtryggðra innlánsreikninga lækka á sambærilegan hátt. Ákvörðunin er tekin í ljósi þróunar undanfarinna mánaða en ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur verið að síga niður á við,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að breyta vaxtaálagi á þrepum Markaðsreiknings en sá reikningur tekur mið af ávöxtun á mark- aði á hverjum tíma. Vextir reikningsins verða á bilinu 4,30% til 5,00%. Vextir Eignalífeyrisbókar, sem er fyrir 60 ára og eldri, verða 5,00%. Ávöxtun Markaðs- reiknings og Eignalífeyrisbókar var sú hæsta meðal sambærilegra reikninga á fyrri árshelmingi þessa árs. Þá hefur verið ákveðið að lækka fasta vexti húsnæðis- og sumarbústaðalána um 0,20 prósentustig. Vextir þessara lána verða á bilinu 6,75% til 9,25% eftir veðsetn- ingarhlutfalli. V E X T I R Kaupþing Búnaðar- banki lækk- ar vexti Engin vaxtalækkun hjá Seðla- bankanum S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Aukin verðbólga Vísitala neysluverðs hækkar um 0,71% 2 Stormur í vatnsglasi Milljarðamálaferli SCO gegn IBM 6 FLEIRI KOSTIR Í BÍLAMÁLUM Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 12/14 Minningar 30/34 Höfuðborgin 15 Sport 40/43 Akureyri 16 Bréf 36 Suðurnes 17 Kirkjustarf 37 Landið 19 Dagbók 38/39 Neytendur 20 Fólk 44/49 Listir 21/22 Bíó 46/49 Menntun 29 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * SENDIHERRA Bretlands í Reykjavík afhenti íslenskum stjórnvöldum í gær yfirlýsingu fyrir hönd 23 ríkja sem fordæma þá ákvörðun Ís- lendinga að hefja hvalveiðar í vísindaskyni. Í yfirlýsingunni eru veiðarnar sagðar vera óþarf- ar og óréttmætar. Búið er að veiða 22 hrefnur af þeim 38 sem til stendur að veiða á þessu hausti. Ríkin 23 eru Argentína, Ástralía, Austurríki, Belgía, Brasilía, Finnland, Frakkland, Þýska- land, Írland, Ítalía, Kenýa, Mexíkó, Mónakó, Holland, Nýja-Sjáland, Portúgal, Perú, San Marínó, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkin og Bretland. Mótmælin voru afhent í utanríkis- ráðuneytinu og í fylgd með breska sendiherr- anum voru sendiherrar og sendifulltrúar frá Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkj- unum. Í yfirlýsingunni er fullyrt að veiðar Íslend- inga samræmist ekki ályktun, sem samþykkt var á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári, þar sem segir að vísindaveiðar á hvölum séu í andstöðu við anda banns ráðsins á hvalveiðum í atvinnuskyni. Þess vegna hvetji ríkin 23 ríkisstjórn Íslands til að endurskoða ákvörðun sína um að hefja vísindaveiðar. Í tilkynningu frá breska sendiráðinu er haft eftir Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, að Bretar séu alfarið andvígir hvers konar athæfi sem grefur undan núgildandi hvalveiðibanni. Bretar hafi haft frumkvæði að því að fá þjóðir til að mótmæla þessum sorg- legu veiðum, og sú staðreynd að 23 ríki styðji yfirlýsinguna sýni hve þetta mál sé mikilvægt. „Ég tek eftir því að stór hluti þeirra ferða- manna, sem ferðast til Íslands og fara meðal annars í hvalaskoðun þar, er frá mörgum þess- ara þjóða. Hvalveiðar munu án efa skaða þá vistvænu ímynd, sem Ísland hefur á alþjóða- vettvangi, og gæti haft víðtækar afleiðingar. Við munum halda áfram, með hjálp annarra ríkja, að reyna að fá Íslendinga til að skipta um skoðun og hætta þessum óréttmætu og ónauð- synlegu rannsóknum, sem margir líta á sem að- ferð til að sniðganga hvalveiðibannið,“ segir Bradshaw í tilkynningunni. Lögð hefur verið fram í breska þinginu álykt- unartillaga þar sem lýst er áhyggjum yfir því að Íslendingar skuli hafa byrjað hvalveiðar á ný og vísindaveiðar þeirra á hrefnu fordæmdar. Aðalflutningsmaður ályktunarinnar er Rob Marris, þingmaður Verkamannaflokksins í suð- vesturkjördæmi Wolverhampton. Ásamt honum bera hana upp 10 samflokksmenn hans úr Verkamannaflokknum, þrír þingmenn Frjáls- lyndra demókrata og einn þingmaður Íhalds- flokksins. Í tillögunni er jafnframt lýst áhyggjum yfir tillögum Íslendinga, eins og þar segir, um að drepa 500 sandreyðar, langreyðar og hrefnur á næstu tveimur árum. Vikið er að því að bæði á Íslandi og Bretlandi sé hvalaskoðun ábatasöm atvinnugrein og fagn- að er harðri andstöðu Breta við hvalveiðar í at- vinnuskyni og stuðningi við bann við hval- veiðum í atvinnuskyni. 23 ríki mótmæla hrefnu- veiðum Íslendinga EKKI fór mikið fyrir aflanum þeg- ar ljósmyndari rakst á þessa ungu pilta á smábátabryggjunni í Hafn- arfirði. Þeir skemmtu sér vel þrátt fyrir slæleg aflabrögð, enda alls- endis óvíst að aflinn hefði lent á kvöldverðarborðinu þó að hann hefði látið sjá sig hjá veiðimönn- unum ungu. Morgunblaðið/Kristinn Dorgað í Hafnarfjarðarhöfn FJÁRMÁLARÁÐHERRA og heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra ætla að leggja til við Alþingi að í haust verði veittar 930 milljónir á fjárauka- lögum til að styrkja rekstur Landspít- alans á þessu ári. Þetta kom fram á fundi stjórnarnefndar spítalans í gær. Spár höfðu bent til þess að halli árs- ins gæti orðið um 1.500 milljónir. Að mati nefndarinnar þýðir ákvörðun ráðherranna að komist verði hjá stór- felldum samdráttaraðgerðum í starf- semi LSH. „Að áliti stjórnenda spít- alans verður ekki gengið lengra í lækkun útgjalda án þess að það komi niður á núverandi þjónustu LSH. Stjórnarnefnd telur að fjárframlög til spítalans að undanförnu hafi ekki fylgt auknum og þyngri verkefnum. Raunútgjöld spítalans hafi því sem næst staðið í stað síðastliðin ár og það hljóti að teljast góður árangur í rekstri,“ segir í frétt frá spítalanum. Landspítalinn Fær 930 milljónir til viðbótar LÖGREGLAN í Keflavík hefur í samvinnu við Tollpóststofuna í Reykjavík upplýst innflutning á 30 e-töflum sem bárust með bréfasend- ingu frá Póllandi. Í tengslum við mál- ið voru tveir pólskir menn handtekn- ir í Grindavík og viðurkenndi annar þeirra að vera eigandi fíkniefnanna, sem vinur hans í Póllandi hafði sent honum. Vildi hinn kærði ekki segja til nafns hans. Lögreglan mun fara með málið til ákæruvaldsins. Handteknir fyr- ir e-töflusmygl sjávarútvegsmál- um og landbúnað- armálum rekist ekki á. Sjávarút- vegsmálin verði ekki tekin upp sérstaklega á þessum fundi. Þau séu í eðlileg- um farvegi og all- ir séu sammála um að vel hafi tekist til um að safna upplýsingum í Genf undanfarin tvö ár og greina þann vanda sem staðið sé frammi fyrir. Fyrir fundinn í Cancun séu samningamenn vel í stakk búnir að „HÉR í Cancun er fyrst og fremst verið að tala um landbúnað og við styðjum aukna opnun gagnvart þró- unarríkjunum,“ segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra um fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Cancun í Mexíkó. Opnunarhátíð fundar Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, í Cancun í Mexíkó var í gær og fundir héldu áfram í gærkvöld. Halldór Ás- grímsson segir að það hafi verið sem rauður þráður í málflutningi manna að bæta hag þróunarríkjanna og opna heimsmarkaðinn meira fyrir þau. Halldór segir að áherslur Íslands í hefja viðræður um breytingar á öll- um reglunum með það í huga að koma í veg fyrir skaðsemi ríkis- styrkja í landbúnaðinum, en full samstaða sé um að sú skaðsemi sé fyrir hendi. Varðandi þróunarríkin er fyrst og fremst verið að tala um vörur eins og ávexti, sykur, hrísgrjón, kaffi og baðmull og fleiri vörur. „Allt vörur sem við flytjum inn til Íslands,“ segir Halldór og bendir á að þessi ríki séu ekki að tala um fullunnar vörur eins og í mjólkurafurðum eða kjötvörum. „Það er fyrst og fremst verið að tala um grundvallarvörur í landbúnaði þeirra.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að öll umræða á fundi WTO í Mexíkó snúist um landbúnaðarmál Vilja bæta hag þróunarríkjanna Halldór Ásgrímsson ÚTGÁFUFÉLÖGIN Edda útgáfa og Guðrún útgáfufélag hafa stofnað fyrirtækið EDDA UK í Bretlandi. Markmið nýja félagsins er að tryggja aðgang íslenskrar bókaút- gáfu að enskumælandi markaði og víkka og auka vaxtarmöguleika þeirra sem að félaginu standa. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að gera fornan menningarf aðgengilegan nýjum kynslóðum og kynna lönd og staði í ljósmyndabókum. Árið 2004 er fyrirhuguð útgáfa á 11 nýjum bókatitlum og árið eftir 20 nýjum titlum. Edda UK er að meiri- hluta í eigu Eddu útgáfu og verða höfuðstöðvar í Cambridge. Fram- kvæmdastjóri er Björn Jónasson. Íslensk bóka- útgáfa stofnuð í Bretlandi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ REYNT AÐ MYRÐA LINDH Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, særðist alvarlega þegar hún var ítrekað stungin með hnífi í maga, brjóst og handlegg í Stokk- hólmi í gær. Hún var í aðgerð fram á nótt. Kosningabaráttunni vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um hvort Svíþjóð eigi að taka upp evr- una var frestað tímabundið vegna banatilræðisins. Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, lýsti til- ræðinu sem árás á hið opna sam- félag landsins. Launaviðtöl öflugt vopn Launaviðtöl starfsmanna og yf- irmanna skila þeim félagsmönnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem hafa nýtt sér slík viðtöl, um 11% launahækkun að meðaltali, sam- kvæmt nýrri launakönnun VR sem kynnt var í gær. Að mati forsvars- manna VR eru launaviðtöl auk þess öflugt vopn í baráttunni gegn launa- mun kynjanna. Baugur hættir vestra Baugur Group hefur ákveðið að selja eða hætta rekstri allra verslana dótturfyrirtækis síns í Bandaríkj- unum. Dótturfyrirtækið, Bonus Stores, hefur sem kunnugt er átt í rekstrarvanda og hefur frá því í sumar verið í gjaldþrotameðferð. Sakaður um rangfærslur Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, er sakaður um að hafa gefið þingnefnd, sem rannsakað hef- ur aðdraganda stríðsins í Írak, rang- ar upplýsingar. Að sögn blaðsins The Evening Standard kemur þetta fram í skýrslu nefndarinnar, sem birt verður í dag. Brýtur ekki úrskurðinn Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra, sem felldi úrskurð um Norðlingaölduveitu sem settur um- hverfisráðherra síðasta vetur, sagði aðspurður við Morgunblaðið í gær að útfærsla Landsvirkjunar um 568 metra lónhæð veitunnar bryti ekki úrskurðinn. Árás á Hamas-leiðtoga Ísraelskar herþotur jöfnuðu hús Hamas-leiðtogans Mahmouds Zah- ars við jörðu í gær, vörpuðu á það sprengju til að hefna sprengjuárása, sem kostuðu fimmtán Ísraela lífið daginn áður. Zahar særðist en elsti sonur hans og lífvörður létu lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.