Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýr veitingastaður Aðalstræti 12 restaurant bar take-away Sólin rís í austri sushi, salöt, misósúpur, curries, núðlur og grillréttir opið frá kl.12.00 mán. - fös. og frá kl.17.30 lau. og sun. UNGMENNAFÉLAG Akureyrar, UFA, og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, stefna að því að sækja sameiginlega um að halda Lands- mót UMFÍ á Akureyri 2007 eða 2009. Félögin hafa sent erindi til íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrarbæjar vegna málsins en ekki fengið form- legt svar. Fyrsta ungmennafélag landsins var stofnað á Akureyri árið 1906, UMFÍ var stofnað 1907 og fyrsta Landsmót ungmennafélaganna var haldið á Akureyri árið 1909. Því eru stór tíma- mót framundan hjá ungmennafélagshreyfing- unni. Haukur Valtýsson, formaður UFA, sagði að þótt stefnt væri að því að senda umsóknir um bæði mótin, væri frekar horft til mótsins 2009, þegar 100 ár verða liðin frá fyrsta landsmótinu. Hann sagði að sækja þyrfti um mótin fyrir 1. nóv- ember nk. Haukur sagðist vita af áhuga Sunn- lendinga á að halda landsmótið 2007. Mótið hefði verið haldið á Egilsstöðum 2001, það verður hald- ið á Sauðárkróki á næsta ári og því taldi Haukur ólíklegt að mótið yrði haldið norðan heiða 2007. Því væri frekar horft til ársins 2009. UFA og UMSE hafa starfað mikið saman og Haukur sagði að innan raða UMSE væri fólk sem hefði mikla reynslu af keppnishaldi. UFA væri ekki það stórt eða öflugt félag að það réði eitt við framkvæmdina. Einnig þyrftu ÍBA og fleiri félög að koma að málum, enda megi gera ráð fyrir tvö til þrjú þúsund keppendum á landsmót. Hann sagði jafnframt að Akureyrarbær og þau sveit- arfélög sem standa að félögunum þyrftu að standa formlega að umsókninni, að öðrum kosti væri hún ekki tekin gild. Haukur sagði að nokkur áhugi væri á frjálsum íþróttum á Akureyri. „Við hefðum þó alveg viljað hafa fleiri yngri iðkendur. Þá hefur okkur heldur ekki tekist að vera með nógu breiðan hóp fullorð- inna iðkenda. Þeir eldri fara margir suður og í fé- lög þar. Við höfum heldur ekki haft neina al- mennilega aðstöðu. Við höfum haft ágæta aðstöðu í Boganum frá áramótum en ekki neina boðlega útiaðstöðu, þar sem hægt er að bjóða upp á keppni. Útiæfingar fara fram á Akureyrarvell- inum en þar eru hlutirnir úr sér gengnir og við fáum ekki að halda nein mót þar. Aðstaðan á Ak- ureyrarvellinum var full boðleg á sínum tíma en er barns síns tíma. Það þarf því að endurbyggja svona völl og við viljum ekki endilega fá bætta að- stöðu í tengslum við væntanlegt landsmót, heldur mun fyrr.“ Íþróttabandalag Akureyrar sendi fyrr á árinu erindi til ÍTA, varðandi áframhaldandi uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í bænum. Þar var m.a. talið æskilegt að skoða sem fyrst undirbúning að endurbótum á Akureyrarvelli vegna hugsanlegs landsmóts 2007 eða 2009. Þá sendi Íþróttafélagið Þór erindi til ÍTA í byrjun sumars, þar sem óskað var eftir viðræðum vegna uppbyggingar á frjáls- íþróttaaðstöðu og áhorfendastúku á félagssvæði Þórs. Haukur sagði að UFA hefði gert ýmsar at- hugasemdir við hugmyndir Þórs og taldi útilokað að stunda æfingar í frjálsum íþrótttum og knatt- spyrnu á sama velli á sama tíma, ekki síst vegna kastgreinanna. Slíku væri ekki að heilsa á Ak- ureyrarvellinum, þar sem þar færu ekki fram knattspyrnuæfingar. Haukur sagðist þó ekki úti- loka neitt svæði í bænum undir frjálsíþróttavöll en vill að völlurinn verði sýnilegur. Vilja halda landsmót á Akureyri 2007 eða 2009 Fyrsta Landsmót ung- mennafélaganna var haldið á Akureyri 1909 ATVINNUMÁLANEFND Akureyrarbæjar hélt sinn síð- asta fund í vikunni og hætti þar með formlega störfum. Um leið var verkefnum sem nefndin hafði unnið að flestum vísað til nýstofnaðrar Kynningar- og markaðsstofu Akureyrarbæjar (KOMA) sem mun fylgja þeim eftir. Það að nefndin skuli vera lögð niður er í samræmi við til- lögur um breytingar á aðkomu bæjarins að atvinnumálum sem hún átti sjálf drjúgan þátt í að móta. Einnig var á fundinum samþykkt tillaga um að skipað- ur verði starfshópur sem fylgi eftir þeim tillögum og hug- myndum sem hafa komið fram vegna vinnu að Byggðaáætlun 2002–2005 og geta stuðlað að eflingu byggðar á Akureyri. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar. Atvinnu- málanefnd hættir störfum DAGLEGT ljós á daglegri för er heiti á bók sem Irene Gook, 94 ára gömul kona á Akureyri, hefur ný- lega gefið út. Greinilegt er að bókin á nokkrum vinsældum að fagna því þetta er í fjórða sinn sem hún er gefin út hér á landi, kom fyrst út fyrir nær einni öld eða árið 1908. „Bókin var uppseld og mér datt í hug nú síðasta vetur að gaman væri að gefa hana út til minningar um manninn minn, Guðvin Gunn- laugsson, og nú hef ég látið verða af því,“ segir Irene sem ber ald- urinn einkar vel og kemur starfs- fólki heilsugæslunnar á óvart ár hvert þegar hún fær vottorð vegna endurnýjunar á ökuskírteini sínu; „Það eru allir svo hissa á hve sjónin er góð ennþá en fyrir það er ég mjög þakklát,“ segir hún, en kveðst að mestu aka um innanbæjar. Bregði sér þó stöku ferðir inn í Eyjafjörð, austur í Fnjóskadal og jafnvel vestur í Skagafjörð. Með von um bless- unarríkan ávöxt Það var Ólafía Jóhannsdóttir sem þýddi bókina úr ensku og gaf út ár- ið 1908. Hún starfaði á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar að líknarstörfum í Noregi, hjúkraði þar sjúkum og heimilislausum og stundaði hjálparstarf meðal ógæfu- fólks í Ósló. „Aldrei hefir neitt verk verið mér eins unaðsríkt eins og að umrita þessa litlu bók á mál okkar, ég hef aldrei gert neitt verk með eins mikilli von um blessunarríkan ávöxt fyrir þjóð mína,“ segir Ólafía í formála sem hún skrifar með fyrstu útgáfunni. Guðrún Ásmunds- dóttir samdi leikrit um Ólafíu sem sýnt var fyrr á árinu. Bókin var löngu uppseld árið 1952 þegar faðir Irene, Arthur Gook, gaf hana út öðru sinni, en Ólafía hafði beðið hann að sjá um áframhaldandi útgáfu. Þau Irene og Guðvin sáu svo um þriðju útgáfu bókarinnar árið 1992 og var hún uppseld. Irene gefur bókina nú út enn að nýju, „því fólk var alltaf að spyrja um hana og vildi greinilega eignast þessa bók,“ eins og hún seg- ir. Kristilegar hugleiðingar fyrir hvern dag ársins Bókin inniheldur kristilegar hug- leiðingar fyrir hvern dag ársins auk hugleiðinga sem eiga við sér- stök tækifæri, ástvinamissi, erf- iðleika, vanda, giftingar og afmæli. „Sjáðu hérna,“ segir Irene og flett- ir upp á 21. desember en þar má sjá tilvitnunina: Hörmungardagar þín- ir skulu þá vera á enda. „Á þessum degi árið 2001 dó maðurinn minn. Fólk notar bókina m.a.til að fletta upp ákveðnum dögum eða þegar eitthvað gerist tiltekna daga, les hugleiðinguna og margir fá styrk eða huggun við það,“ segir hún. „Margir grípa einnig til bókarinnar þegar þeim líður illa og lenda kannski á kafla sem gefur þeim nýja von.“ „Ég vona að bókin fái jafngóðar viðtökur nú og áður, en auðvitað er nú til mikið af bókum af þessu tagi, úrvalið er meira en áður var,“ segir hún en nefnir að bókin sé mikið gef- in í tækifærisgjafir sem og til ferming- argjafa. Arthur faðir Irene kom fyrst til Íslands sem trúboði árið 1905, en hann kvæntist eiginkonu sinni, Florence árið 1907 og komu þau þá bæði hingað til lands. Irene fædd- ist í Lundúnum áið 1909, en móðir hennar var heilsu- tæp á meðgöngu og eftir að fyrsta barn þeirra dó í fæðingu var ákveðið að hún héldi á heimaslóðir í Englandi til að fæða börn sín. Irene ólst upp í Bristol og gekk þar og víðar í skóla, en hún lauk námi í hjúkrunarfræði og er einnig ljósmóðir, en námi lauk hún árið 1936. Sólsetrið dýrðleg sjón „Ég kom í heim- sókn til Íslands árið 1929 með móður minni og yngri systur, það var mjög góður tími,“ segir Irene, en í Íslandsförinni gekk hún ásamt bróður sínum frá Akureyri í Mý- vatnssveit. „Ég gleymi aldrei þeirri dýrðlegu sjón sem við okkur blasti þegar við komum að kvöldlagi yfir Mývatnsheiðina og sáum sólsetrið, ég hef aldrei séð neitt eins fallegt og tók ástfóstri við landið. Ég upp- lifði mjög sterkar tilfinningar og vissi að ég ætti eftir að koma aftur til Íslands.“ Arthur stofnaði drengjaheimilið að Ástjörn, en þar lést eiginkona hans árið 1948. „Eftir það fór ég að hugsa um að mig langaði að koma til Íslands og lét svo verða af því í mars árið 1950 og hef átt heima hér síðan,“ segir Irene, en hún starfaði m.a. sem ljósmóðir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og hjúkr- unarfræðingur á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem hún býr nú. Irene Gook gefur út bók með kristilegum hugleiðingum, komin á tíræðisaldur Margir grípa til bókarinn- ar þegar þeim líður illa Irene Gook með bók sína. Morgunblaðið/Kristján FIMMTÁN umsóknir bárust um starf jafnréttisráðgjafa Akureyrar- bæjar sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. Af þessum fimmtán umsóknum voru 7 frá körlum. Staða jafnréttisfulltrúa er 100% og verður á stjórnsýslu- sviði og ein af sex stöðum sem heyra beint undir bæjarstjóra. Umsækjendur um stöðuna eru: Ásta María Sverrisdóttir, Reykja- vík, Dögg Matthíasdóttir, Akur- eyri, Gísli Þór Gunnarsson, Reykjavík, Guðmundur Björn Ey- þórsson, Kópavogi, Haukur Hauksson, Reykjavík, Helga Rún Viktorsdóttir, Reykjavík, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Reykjavík, Hulda Sigríður Guðmundsdóttir, Akureyri, Katrín Björg Rík- arðsdóttir, Akureyri, Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, Linda Hrönn Ríkharðsdóttir, Akureyri, Ragnar Þór Pétursson, Dalvík, Sigfús Aðalsteinsson, Akureyri, Steinar Almarsson, Akranesi, og Þórður Björn Sigurðsson Reykja- vík. Stefnt er að því að ráða í stöð- una eftir miðjan þennan mánuð. Undanfarin fjögur ár hefur Elín Antonsdóttir verið í 50% stöðu sem jafnréttisfulltrúi bæjarins en hún lét af störfum í byrjun júlí sl. 15 umsóknir um stöðu jafnréttisráðgjafa Um helmingur um- sókna frá körlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.