Morgunblaðið - 11.09.2003, Side 18

Morgunblaðið - 11.09.2003, Side 18
AUSTURLAND 18 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 HELDUR óvenjulegt brúðkaup var á dögunum haldið við Hafursá, skammt norðaustan Snæfells. Brúðhjónin Arna Jóhannsdóttir og Christen Nørgaard eru búsett á Jótlandi í Danmörku og voru hér á hreindýraveiðum og í fjöl- skylduheimsókn, þegar brúðkaupið var ákveðið með skömmum fyr- irvara. „Við fórum upp eftir um morg- uninn, vorum með eitt leyfi á tarf, sem Christen skaut síðan,“ segir Arna. „Við eigum von á okkar fyrsta barni, svo að ég hleyp ekki á eftir hreindýrum þessa dagana. Christen fór svo og þvoði stígvél og hendur og hitti mig í fallegri laut við Hafursá, rétt hjá Hafurs- felli. Þar var sr. Lára G. Odds- dóttur sóknarprestur á Valþjófs- stað komin þeirra erinda að gefa okkur saman og aðrir viðstaddir voru foreldrar mínir og systir, hennar maður og börn og ein frænka.“ Athöfnin símuð til Danmerkur með handfrjálsum búnaði „Tengdaforeldrar mínir búa úti í Danmörku, en höfðu ekki mögu- leika á að koma, svo að við settum bara handfrjálsan búnað á símann hennar Maríönnu systur og næld- um í prestinn. Þannig heyrðu tengdaforeldrar mínir allt saman í gegnum símann til Danmerkur.“ Arna segir þau Christen ekki mikið fyrir tilstand og því hafi þau kosið að hafa þennan háttinn á. „Við höfðum einhvern tímann talað um þetta í gríni, en þegar við vorum nú komin hingað á veiðar ákváðum við að slá til.“ Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar í lautinni. „Jú, það var smurt, sjáðu til, og með því kampa- vín,“ segir Arna kankvís. „Svo spil- aði frænka mín Ísland er land þitt á þverflautu. Það var ofsalega fal- legt veður þennan dag og sól allan tímann. Það var blástur af jökl- inum, en þennan dag hefði veðrið ekki getað verið fallegra.“ Arna og Christen eru sem fyrr segir búsett á Jótlandi. Hún er nuddari og nálastungusérfræð- ingur og hann skógfræðingur og að auki stunda þau bæði veiðar. Óvenjulegt brúðkaup var á dögunum haldið við Hafursá, norðaustan Snæfells Skaut tarf og brá sér svo í næstu laut til að kvænast Ljósmynd/MJ Sr. Lára G. Oddsdóttir gefur Jótlandsbúana Örnu Jóhannsdóttur og Christen Nørgaard saman við Hafursá. Egilsstaðir LANDSVIRKJUN hefur undirritað samninga við Fosskraft JV (E. Phil & Søn, Hochtief Construction AG, Ís- lenska aðalverktaka og Ístak hf.) um gerð stöðvarhússhvelfingar Kára- hnjúkavirkjunar. Þessir aðilar áttu lægsta tilboð í verkið og er samning- urinn gerður á grundvelli þess. Upp- hæð hans er um 8,3 milljarðar króna. Friðrik Sophusson forstjóri undir- ritaði samninginn f.h. Landsvirkjun- ar en f.h. Fosskrafts undirrituðu Sör- en Langvad, E. Phil & Søn, Harald Wolf og Robert Simoni, Hochtief, Stefán Friðfinnsson, ÍAV, og Loftur Árnason, Ístaki. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Samningur um gerð stöðvarhúss- hvelfingar Kárahnjúkar girðingu. Ekki mun útstillingin vera af listrænum toga sérstaklega, heldur er verið að selja bolina vegfar- endum. ÞEGAR ekið er um Helgustaða- hrepp í Fjarðabyggð má við bæ- inn Helgustaði sjá stuttermaboli blakta tugum saman á Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Blaktandi bolir til sölu Fjarðabyggð SÍLDVEIÐISKIPIN eru nú óðum að útbúa sig fyrir síldarvertíðina. Í gær voru Örn KE, Birtingur NK og Sunnutindur SU að taka síldar- næturnar um borð í skipin í Nes- kaupstað og gera sig klár til að halda á miðin. Menn eru hóflega bjartsýnir á komandi síldarvertíð með það í huga að ástand sjávar er óvenjulegt við landið og sjómenn eru smeykir við breitt hegðunarmynstur síldarinnar vegna þess. Þá hefur lítið sem ekkert orðið vart við síld austan við landið í haust og þeir bátar sem á miðin eru komnir hafa lítið sem ekkert orðið varir við síld.Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hófleg bjartsýni á síldarvertíð Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.