Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN minnast þess í dag að tvö ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Gert er þó ráð fyrir því að minningarathöfn sem fram fer þar sem Word Trade Center stóð áð- ur á Manhattan-eyju í New York verði lágstemmdari en í fyrra, þegar eitt ár var liðið frá árásunum. Ljóst má hins vegar vera að atburðir 11. september 2001 verða mönnum of- arlega í huga og margir óttast enn frekari árásir af hálfu al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna. Ber eink- um á ótta meðal íbúa New York. George W. Bush Bandaríkjafor- seti var viðstaddur minningarathöfn í New York í fyrra. Í ár hafði verið ákveðið að Dick Cheney varaforseti yrði fulltrúi stjórnvalda en Michael Bloomberg borgarstjóri í New York tilkynnti í gær að hann hefði beðið varaforsetann vinsamlegast um að koma ekki til meginathafnarinnar. Sagði Bloomberg ástæðuna þá að auka hefði þurft til muna öryggisráð- stafanir á staðnum ef Cheney hefði verið viðstaddur. Það hefði aftur valdið þeim sem misstu ástvini í árásunum, og hyggjast vera við- staddir minningarathöfnina, óþæg- indum. Bloomberg sagði ennfremur að Cheney hefði samþykkt beiðni hans. Í staðinn verður Cheney við- staddur aðra og umfangsminni at- höfn síðar um daginn. Þrír ákærðir vegna árásanna Bush forseti sækir hins vegar bænastund í Washington og mun síð- an verða viðstaddur athöfn í Hvíta húsinu þar sem fórnarlamba árás- anna verður minnst. Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í New York í tengslum við minningarathöfnina sem þar verður haldin í dag. Við athöfnina munu m.a. börn sem misstu ástvini í árás- unum lesa upp nöfn allra þeirra sem létu lífið þegar hryðjuverkamenn beindu farþegaflugvélum inn í tví- buraturnana. Næstum 2.800 manns biðu bana í árásinni á World Trade Center og 180 til viðbótar létust þeg- ar flugvél var flogið á Pentagon- bygginguna í Washington. Þá létust 44 þegar flugvél hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu eftir að farþegarnir gerðu tilraun til að yfirbuga hryðju- verkamennina. Árásirnar á Bandaríkin ollu því að stjórnvöld í Washington tóku upp nýja stefnu í utanríkismálum og efndu til alþjóðlegrar baráttu gegn hryðjuverkum. Þó að margir forystumenn í al- Qaeda-samtökunum hafi verið hand- samaðir á þeim tveimur árum sem liðin eru frá árásunum hafa aðeins þrír verið ákærðir í tengslum við þær og einungis einn sakfelldur. Tvö ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu 2.800 manns lífið Aukinn öryggisviðbúnað- ur í New York og víðar New York. AFP. Reuters Vegfarandi gengur í gær framhjá veggspjaldi í Pristina, höfuðborg Kosovo-héraðs, þar sem fólk er hvatt til að kveikja á kertum og halda þagnarmínútu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. ÍSRAELSKAR herþotur jöfnuðu hús Hamas-leiðtogans Mahmouds Zahars við jörðu með því að varpa á það hálfs tonns þungri sprengju. Zahar lifði árásina af, særður, en elzti sonur hans og lífvörður létu líf- ið. Var árásin gerð í hefndarskyni fyrir sjálfsmorðssprengjuárásir tveggja liðsmanna Hamas-samtak- anna, sem bönuðu fimmtán Ísraelum daginn áður. Þá bárust þær fréttir einnig í gær- kvöld, að tveir Palestínumenn hefðu verið drepnir og sá þriðji særður í skothríð ísraelskra hermanna í Bal- ata-flóttamannabúðunum við Nablus á Vesturbakkanum, eftir því sem starfsfólk á sjúkrahúsi á svæðinu greindi frá. Loftárásin í gær var fyrsta dæmið um að Ísraelar reyni að ráða Hamas- foringja af dögum á heimili sínu með svo stórvirkum aðferðum. Þykir árásin bera vitni um að ísraelsk yf- irvöld séu nú staðráðin í að beita öll- um tiltækum ráðum til að uppræta herská samtök Palestínumanna á borð við Hamas. Margir forsvars- menn Hamas hafa farið í felur og samtökin hafa hótað því að færa bar- áttu sína gegn Ísraelum á róttækara stig með því að hóta að sprengja upp háhýsi og íbúðarhús í Ísrael. Ahmed Qurei, forseti palestínska þingsins, féllst loks í gær formlega á að taka að sér að gegna embætti for- sætisráðherra heimastjórnarinnar, sem Yasser Arafat, forseti hennar, tilnefndi hann í um helgina, er Mahmoud Abbas sagði af sér. Svo virtist sem það hefði hjálpað Qurei að gera upp hug sinn að Palestínu- menn óttast að Ísraelar reyni að nýta sér valdatómarúmið sem biðin eftir nýjum manni í palestínska for- sætisráðherraembættið ylli til að herða árásir Ísraelshers á palestínsk skotmörk. Qurei sagðist myndu kalla saman neyðarstjórn með mest átta ráðherrum og leita samþykkis þings- ins á henni strax í dag, fimmtudag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, flýtti í gær heimför sinni úr opinberri heimsókn til Indlands og mun í dag eiga samráðsfund með öðrum æðstu mönnum öryggismála í Ísrael til að taka ákvarðanir um framhaldið. Arafat í útlegð og allsherjar- innrás á Gazasvæðið? Tvær grundvallarákvarðanir eru á dagskrá, eftir því sem ísraelskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, greindi frá. Þær eru hvort reka skuli Arafat í útlegð og hvort fyrirskipa skuli umfangsmikla innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. Ísraelar beita herþotum gegn forystumanni Hamas Gazaborg, Nablus. AP, AFP SÖGULEGUR viðburður átti sér stað í Belgrað í gær en þá áttu þeir fund saman þeir Stipe Mesic, forseti Króatíu (til hægri á myndinni), og Svetozar Marovic, forseti Serbíu og Svartfjallalands. Þetta er fyrsta heimsókn Króatíuforseta til Belgrað frá stríðunum á Balkan- skaga á síðasta áratug en átök brutust fyrst út í kjölfar þess að Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu 1991 og rauf tengslin við júgó- slavneska sambandsríkið, sem þá var við lýði og stýrt frá Belgrað. Enn frekari athygli vöktu um- mæli Marovics eftir fund forset- anna. „Sem forseti Serbíu og Svart- fjallalands vil ég biðjast afsökunar vegna hvers þess ódæðis sem rík- isborgari þessa lands kann að hafa framið gegn króatískum borgara,“ sagði hann. Sagðist Mesic fyrir sitt leyti samþykkja þessa táknrænu af- sökunarbeiðni og lét síðan svipuð ummæli sér um mann fara fyrir hönd Króata. Fréttaskýrendur segja fund for- setanna og ummæli þeirra „óvænt en mikilvægt skref“ í átt að bættum samskiptum ríkjanna tveggja. Reuters Söguleg ummæli í Belgrað ARABÍSKA sjónvarpið Al-Jazeera sýndi í gær myndir af Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasam- takanna al-Qaeda, og helsta sam- starfsmanni hans, Ayman al-Zaw- ahri. Að sögn Al-Jazeera voru myndirnar teknar á „óþekktu fjalli“, líklega í lok apríl eða í maí. Á myndbandinu minnist bin Lad- en hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum fyrir tveimur árum og hann lýkur lofsorði á hryðjuverkamenn- ina sem rændu flugvélum og flugu þeim á World Trade Center í New York og varnarmálaráðuneytið í Washington. „Sá sem vill temja sér hollustu, einlægni, göfuglyndi og hugrekki í stuðningnum við ísl- am … ætti að feta í fótspor Said al- Ghamdi, Mohammad Atta, Khaled al-Mihdar, Ziad al-Jarrah og bræðra þeirra, Guð veri með sálum þeirra,“ sagði bin Laden um hryðjuverkamennina. Hann talaði einnig um þá músl- íma sem eru andvígir jíhad, eða heilögu stríði. „Ég segi þeim að þeir sem óttast að klífa fjallið munu lifa til eilífðar í holunum.“ Al-Jazeera lék einnig hljóðupp- töku þar sem Zawahri lýsti því yfir að árásir al-Qaeda til þessa væru aðeins „skærur“ miðað við það sem væri í undirbúningi og sagði að bar- áttan gegn Bandaríkjunum væri ekki enn hafin fyrir alvöru. Áður höfðu fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA sagt að al- Qaeda-samtökin væru að „molna“ en þau væru samt mjög hættuleg. AP Myndum af bin Laden sjónvarpað Doha. AFP. EDWARD Teller, vísindamaðurinn sem átti stóran þátt í þróun vetnis- sprengjunnar, er látinn á 96. aldurs- ári. Teller tók þátt í mótun varnar- mála Bandaríkjanna á síðustu öld, en hann stýrði þróun á kjarna- og vetnissprengjum fyrir bandaríska herinn. Hann var einnig ötull stuðn- ingsmaður kjarnorku- og geim- varnaáætlunar Bandaríkjanna. Teller fékk hjartaáfall og lézt í Stanford í Kaliforníu á þriðjudag, nærri Hoover-stofnuninni við Kali- forníuháskóla þar sem hann starfaði um árabil. Greindi rannsóknastofn- unin Lawrence Livermore National Laboratory frá þessu í tilkynningu í gær, en þá stofnun átti Teller þátt í að stofna og stýrði henni fyrstu árin, unz hann fór á eftirlaun árið 1977. Vegna þess hve lengi Teller var við störf í þágu bandarískra stjórn- valda átti hann þátt í að móta stefnu nokkurra Bandaríkjaforseta, sem gegndu embætti á 20. öld. Hann var einn þriggja vísindamanna árið 1939 sem hvöttu Albert Einstein til þess að gera Franklin Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, viðvart um að hægt væri að nota kraft frá klofningi á frumeindum (atómum) til þess að búa til máttugt vopn. Það var vísindamaðurinn Enrico Fermi, samstarfsmaður Tellers, sem fékk þá hugmynd að nota kjarnasamruna til þess að búa til vetnissprengju árið 1941. Teller stýrði hinu svonefnda Manhattan-verkefni í Los Alamos í Nýju Mexíkó á árunum 1943–1946, þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var búin til, og vetn- issprengjan þróuð í framhaldi af því. Sú vinna færði honum nafnbótina „faðir vetnissprengj- unnar“. Vetnissprengja, öflugasta gerð kjarna- sprengju, var fyrst sprengd í tilraunaskyni árið 1952, en aldrei verið notuð í átökum. Teller, sem var af ungverskum gyðingaættum, flúði til Bandaríkjanna árið 1935, er blikur naz- ismans voru komnar á loft yfir Evrópu. Teller, sem Livermore-stofnunin kallar „risa í eðlisfræði á 20. öld“, hlaut margar heiðursviðurkenningar á löngum ferli. Í ár var hann sæmdur æðsta heið- ursmerki Bandaríkjanna, Frelsisorðu forsetans. „Faðir vetnissprengjunnar“ látinn Washington. AFP. Edward Teller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.