Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 17 Sérhæft námSérhæft nám hjá NTV Hagnýtt tveggja anna nám sem undirbýr nemendur undir störf á þessu sviði eða frekara nám. Yfir 200 nemendur hafa lokið námi í Forritun og kerfisfræði hjá NTV og hefur skólinn þróað öflugt nám með sérfræðingum og vel menntuðum kennurum. Helstu námsgreinar: - Pascal forritun - Tölvufræði - Gagnasafnsfræði - Hlutbundin kerfisgreining og hönnun - Delphi forritun - ASP.Net vefforritun - Lokaverkefni í Delphi og ASP.Net Lengd: 552 stundir Verð: 460.000 Tími: Kvöldnámskeið Forritun og kerfisfræði Markmiðið með þessu námskeiði er að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérþekkingu á rekstri og umsjón Linux netkerfa. Helstu námsgreinar: - Linux umhverfið - Uppsetning vélbúnaðar og stýrikerfa - Uppbygging netkerfa - Uppsetning netþjóna Lengd: 540 stundir Verð: 450.000 Tími: Kvöldnámskeið Kerfis- og netstjórnun m. LINUX Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl á viðgerðarsviðinu. Eftir námið eiga nemendur að vera í stakk búnir að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað, ásamt því að setja upp viðeigandi stýrikerfi og koma tölvum í netsamband. Lengd: 90 stundir Verð: 115.000 Tími: Kennt aðra hverja helgi Tölvuviðgerðir MCSA námið er fyrir þá sem vilja starfa sem sérfræðingar við umsjón Microsoft netkerfa. Markmiðið með náminu er að nemendur geti að náminu loknu tekið þau 4 alþjóðlegu próf sem þarf til að öðlast MCSA gráðuna. Námið skiptist upp í þrjá þætti: - Kennsla og verkefnatímar (9 helgar samtals 150 kennslust.) - Sjálfnám - lestur námsbóka og heimaverkefni - Fjarnámsvefur - verkefni, spjall, spurningar og svör Lengd: 150 stundir Verð: 249.900 Tími: Kennt aðra hverja helgi (Innifalið í verði: Kennslubækur, 4 alþjóðleg próf og hádegisverður) MCSA 2000/2003 - netstjórnun Markmiðið með þessu námskeiði er að nemendur öðlist víðtækan skilning á netkerfum og verði færir að sjá um rekstur minni og meðalstórra tölvukerfa. Innifalið í náminu er alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna "Microsoft Certified Professional". Helstu námsgreinar: - Vélbúnaður - Uppsetning stýrikerfa - Netkerfi - Rekstur tölvukerfa - Windows 2003 Server Lengd: 108 stundir Verð: 145.000 Tími: Kvöldnámskeið ...að á öllum námskeiðum er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur. ...að öll námsgögn eru innifalin í verði námskeiða hjá NTV. ...að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms. ...að félagsmenn VR og BSRB eru á sérstökum afsláttarkjörum hjá NTV. ...að NTV hefur milligöngu um starfsmenntalán frá Íslandsbanka. MCP XP - netumsjón Vissir þú... Nýi tölvu og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 Upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og á ntv.is Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð FÉLAG myndistarmanna í Reykja- nesbæ hefur stofnað Myndlist- arskóla Reykjaness til þess að halda utan um námskeiðahald fé- lagsins. Innritun stendur yfir á námskeið haustannar. Að sögn Hjördísar Árnadóttur, formanns Félags myndlist- armanna, er námskeiðahald félags- ins orðið svo umfangsmikið að ákveðið var að stofna formlegan skóla til að auðvelda umsjón með starfseminni. Einnig sé stofnun skólans liður í því að efla og þróa myndlistarmenntun á svæðinu. Litlar breytingar verða á náminu fyrst um sinn og mun stjórn félags- ins hafa umsjón með skólanum. Þó verður farið að gefa út viðurkenn- ingarskjöl vegna þátttöku á nám- skeiðum. Loks segir Hjördís að með stofn- un skólans vonist stjórnin til að auðveldara verði að fá kennara til starfa. Hún tekur þó fram að félag- ið hafi verið heppið með kennara og vel hafi gengið að fá kennara á þau námskeið sem haldin verða nú. Á haustönn verða þrjú námskeið fyrir fullorðna og þrjú fyrir börn. Vatnslitun er sex vikna námskeið sem Ásta Árnadóttir myndlist- armaður kennir á. Kristinn Pálma- son myndlistarkennari verður með þrettán vikna námskeið í af- straktlist og Inga Þórey Jóhanns- dóttir myndlistarkennari með sex vikna námskeið, Teiknun og málun tvö. Erik Hearn myndskreytir verður með tvö sex vikna námskeið í teiknimyndagerð fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Þá verður þrettán vikna námskeið sem heitir Listsköpun og form þar sem unnið er með mósaík. Kennari er Svana A. Daðadóttir myndlistar- kennari. Hjördís segir að mósaík- námskeiðið sé fyrsta námskeiðið utan hins hefðbundna myndlistar- náms sem félagið standi fyrir. Myndlistarskólinn hefur aðsetur í Svarta pakkhúsinu við Hafn- argötu í Keflavík. Þar fer fram skráning á námskeiðin, í dag milli klukkan 16.30 og 18. Stofna skóla um myndlistarkennslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Afrakstur myndlistarnámskeiða síðasta vetrar var sýndur í Svarta pakk- húsinu um síðustu helgi. Námskeið vetrarins hefjast á næstunni. Reykjanesbær MEIRIHLUTI hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps felldi tillögu fulltrúa T-listans um að kanna hug nágrannasveitar- félaga til sameiningar. Sameiningarmál voru á dag- skrá fundar hreppsnefndar fyrir nokkrum dögum, vegna átaks í sameiningarmálum sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að beita sér fyrir. Við umræðurnar lagði Birgir Örn Ólafsson, varafulltrúi T-list- ans, til að sveitarstjórn kannaði nú þegar hug nágrannasveitar- félaga til sameiningar við Vatns- leysustrandarhrepp. Vildi hann að viðræður hæfust eins fljótt og auðið væri og að sameining- arferlinu yrði lokið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Tillagan var felld með þremur atkvæðum, einn fulltrúi sat hjá og flutningsmaður einn greiddi atkvæði með tillögunni. Fram kom sú afstaða fulltrúa H-list- ans, sem fara með meiri- hlutavald í hreppsnefndinni, að ekki væri tímabært að fara í formlegar viðræður en þeir lýstu sig sammála því að nauð- synlegt væri að fylgjast vel með málinu. Fellt að kanna áhuga nágranna á sameiningu Vatnsleysustrandarhreppur RÁÐINN hefur verið nýr yfirlæknir heilsugæslu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Er það Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir Heilbrigðisstofn- unarinnar á Patreksfirði. Jón kemur til starfa í janúar. Sig- ríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, segist binda von- ir við að ráðning nýs yfirlæknis verði til að efla heilsugæsluna. Erfiðlega hefur gengið að fá lækna til starfa við Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja eftir að allir þáverandi heilsugæslulæknar, tíu talsins, sögðu upp störfum og hættu í byrjun nóv- ember á síðasta ári. Í sumar byggðist þjónustan mikið á læknanemum á síðasta ári. Sigríður segir að heilsugæslan sé tiltölulega vel mönnuð nú, miðað við það sem verið hafi. Þar séu nú læknar í um fimm stöðugildum og verði í sex stöðugildum síðar í þess- um mánuði. Eru það átta útskrifaðir læknar, flestir sérfræðingar í sér- greinum en einnig reyndir heilsu- gæslulæknar, sem fylla þessar stöð- ur auk læknanema sem taka ein- stakar vaktir. Fyrrverandi landlæknir til starfa Sigríður getur þess að Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, muni koma til starfa síðar í mánuðin- um. Einnig að Jóhann Ágúst Sig- urðsson, prófessor í heimilislækning- um, komi vikulega til að veita stjórnendum stofnunarinnar og læknum ráðgjöf. Kveðst Sigríður vona að það leiði til þess að Heil- brigðisstofnunin geti í framtíðinni orðið virk kennslustofnun á þessu sviði. Þá hefur nýr hjúkrunarforstjóri tekið til starfa við Heilbrigðisstofn- unina eftir að Erna Björnsdóttir sagði upp og hvarf til annarra starfa. Staðan var auglýst og Hildur Helga- dóttir ráðin en hún hefur starfað að sérverkefnum fyrir framkvæmda- stjóra stofnunarinnar. „Það er heldur að birta til í þessu þótt við gæum vissulega ráðið fleiri lækna. En við tökum eitt skref í einu,“ segir Sigríður. Fyrir alþingiskosningar í vor gáfu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslan í Reykjavík út sameig- inlega yfirlýsingu, fyrir milligöngu heilbrigðisráðuneytisins, um að læknar af heilsugæslunni mönnuðu stöður lækna á heilsugæslunni á Suð- urnesjum til bráðabirgða. Spurð um framkvæmd þessa segir Sigríður að fljótlega hafi komið í ljós að ekki næðist samkomulag á þessum grunni og viðræðunum þá verið verið slitið. Ekki kemur því til þess að læknar úr Reykjavík hjálpi upp á sakirnar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með lækna í fimm stöðugildum Ráðinn yfirlæknir á heilsugæslunni Keflavík „MÉR finnst spennandi að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem þarna á að fara fram. Það á að efla sjúkrahúsið og heilsugæsl- una og er von- andi að fjár- magnið fylgi,“ segir Jón B.G. Jónsson sem ráð- inn hefur verið yfirlæknir heilsugæslunnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jón er 43 ára Suðurnesjamaður, alinn upp í Sandgerði. Hann er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur undanfarin ár starfað sem yfirlæknir við Heilbrigðis- stofnunina á Patreksfirði og auk þess setið í bæjarstjórn Vestur- byggðar og verið þar forseti. Spurður að því hvort ekki verði erfitt að koma til starfa við heilsu- gæsluna í Keflavík eftir þær deil- ur sem upp komu á sínum tíma segist Jón telja að deilurnar séu liðin tíð. Nú þurfi að byggja starf- semina upp að nýju. „Ég vona að okkur takist að fá starfsfólk, ekki veitir af. Mér finnst að mörgu leyti skemmtileg aðstaða þarna suður frá til að vinna sem heim- ilislæknir,“ segir Jón B.G. Jóns- son. Hann reiknar með að koma til starfa í janúarmánuði. Spennandi uppbyggingarstarf Jón B.G. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.