Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvor er betri, gulur eða rauður? Menningar- og menntasamskipti við Japan Kynna sér sér- stöðu Íslands NÝ NEFND ummenningar- ogmenntasamskipti Íslands og Japans stóð fyrir heimsókn sjö jap- anskra ungmenna til landsins, bæði til að kynn- ast landi og þjóð, en einnig til að sitja ráðstefnu um orkumál með íslensku nefndinni. Á dagskrá hópsins var meðal annars heimsókn í menntamála- ráðuneytið, þar sem þau hittu Tómas Inga Olrich, menntamálaráðherra, og heimsókn í utanríkisráðu- neytið. Einnig hittu þau japanska sendiherrann á Íslandi og rákust óvænt á japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Morg- unblaðið ræddi við Yuriko Shibayama, eina af jap- önsku ungmennunum. Getur þú sagt okkur aðeins frá þessum nýju menningar- og menntasamskiptum Íslands og Japans? „Ég gekk í þennan hóp í júní eftir að hafa rekist á auglýsingu frá honum í háskólanum mínum. Ég hef mikinn áhuga á Norður- löndum svo mig langaði að hitta aðra sem hafa þennan sama áhuga.Við héldum svo málþing í júní í íslenska sendiráðinu í Jap- an. Þar fengum við kynningu á Íslandi og hittum Íslending sem var við nám í Japan, auk þess að vinna sem plötusnúður. Auk þess var haldin tónlistarhátíð þar sem meðal annarra kom fram íslenska hljómsveitin Trabant.“ Hver var svo kveikjan að þess- ari ferð hingað til Íslands? „Við höfum verið í sambandi við íslensku krakkana frá því í vor og vonumst til að þau heimsæki okkur til Japans næsta vor. Við fengum styrki til þessa samstarfs og höfum hlakkað til að koma.“ Hvernig hefur dvölin hér á Ís- landi verið hingað til? „Við komum hingað 3. septem- ber og förum aftur heim mánu- daginn 15. september. Við höfum mestmegnis setið á ráðstefnu um orkumál, til dæmis vetni sem orkugjafa. Við höfum heimsótt fyrirtæki á þessu sviði og hlustað á fyrirlestra um orkumál. Einnig erum við að kynnast menningar- arfleifð Íslendinga og kynna þeim okkar. Við tókum þátt í japanskri tesiðaathöfn í Háskóla Íslands á laugardaginn. Einnig hittum við japanska sendiherrann á Íslandi, sem hefur aðsetur í Noregi, þeg- ar hann kom hingað til lands.Við fórum á bókmenntahátíðina í Reykjavík og hittum þar óvænt japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Það var einstök upp- lifun, hann sést ekki mikið í fjöl- miðlum í Japan svo það var mikill heiður að hitta hann hér. Hann las upp úr bók sinni á japönsku og sagði okkur að hann hafi ekki ímyndað sér að neinn í áhorf- endahópnum skildi hvað hann væri að segja. Svo þetta var óvænt fyrir báða að- ila.“ Hafið þið ferðast eitthvað um landið? „Við fórum að Skóg- um og upplifðum ís- lenska náttúru. Hún var allt öðru- vísi en náttúran í Japan. Náttúran er einhvern veginn svo yfirþyrmandi hérna, mikið pláss alls staðar. Svo sá ég jökul í fyrsta skipti á ævinni. Mér finnst liturinn á himninum og öll þessi mismunandi ský sem þið hafið hér sérlega heillandi. Stundum sé ég ekki skilin á milli lands og skýja. Á morgun förum við svo til Þingvalla, sem mér finnst mjög spennandi vegna áhuga míns á Norðurlöndum. Þarna var fyrsti þingstaðurinn á Norðurlöndum og ég hlakka mikið til að sjá það. Þar ætlum við að bjóða Íslending- unum upp á japanskt sushi sem við útbúum fyrir þá.“ Af hverju er ráðstefnan um orkumál? „Tæknin í orkumálum á Íslandi er mjög þróuð, alveg eins og í Japan, en við þekkjum ekki vel til hvernig málum er háttað hér. Eitthvað hefur verið um samstarf og heimsóknir á milli fyrirtækja en það eru ekki margir náms- menn í Japan sem vita eitthvað um Ísland. Við viljum kynna okk- ur sérstöðu Íslands í þessum mál- efnum.“ Hvað eiga Ísland og Japan sameiginlegt þegar kemur að orkumálum? „Það er erfitt að segja því sam- félagið er svo mismunandi, það er færra fólk og öðruvísi loftslag og landslag hér. Það sem við eigum helst sameiginlegt er vel þróuð tækni. Japanskir bílaframleið- endur, eins og Toyota og Mitsu- bishi, eru að vinna að þróun vetn- isknúinna bíla og þegar hafa verið settar upp fimm vetnisstöðvar í Tókýó, svipaðar stöðinni hér í Reykjavík. Ef til vill geta Ísland og Japan haft með sér samstarf um þessa þróun þar sem Íslend- ingar eru að taka þessa tækni í notkun. Það er áhugavert að bera löndin tvö saman því þau eru ólík að mörgu leyti, við höfum til dæmis engar náttúrulegar orku- auðlindir en Íslendingar hafa á hinn bóginn mun meira en þeir hafa þörf fyrir. Svo er líka jarðvarmi í Japan alveg eins og hér, böð í heitum lind- um eru mikið stunduð í Japan. Í gær fórum við í Bláa lónið, sem er æð- isleg upplifun fyrir Japana.“ Er þá hægt að keyra um á vetnisbíl í Tókýó í dag? „Ég held að það sé ennþá of erfitt að nota vetnisbíla. Þeir eru enn of dýrir og það eru allt of fáar vetnisstöðvar í borginni til að það gangi. Strætisvagnar eru annað mál þar sem þeir fara sömu leið- ina og geta tekið eldsneyti á sama stað í hvert skipti.“ Yuriko Shibayama  Yuriko Shibayama er fædd 1983 í japönsku borginni Tókýó. Hún er nú á öðru ári í hinum virta Waseda-háskóla í Tókýó þar sem hún nemur norræn fræði við félagsvísindadeild há- skólans. Námið er nýtt af nálinni og hefur einungis verið í boði síð- ustu þrjú ár. … tókum þátt í japanskri tesiðaathöfn Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! FRÁBÆRT VERÐ! OPIÐ 11-20 ALLA DAGA HVERGI BETRA VERÐ! 295- 1/1 KJÚKLINGAR frosnir pr.kg. NÝR rekstraraðili, Bær hf., hefur tekið við rekstri Hótels Kirkjubæj- arklausturs, en Kaupfélag Árnes- inga (KÁ) hefur rekið hótelið um árabil. KÁ er nú í greiðslustöðvun vegna rekstrarörðugleika. Bær hf. hefur átt Hótel Kirkjubæjarklaust- ur frá því bygging þess hófst árið 1980 en leigt það út til mismunandi rekstraraðila undanfarin ár. Jón Helgason, stjórnarformaður Bæjar hf., segir það hafa blasað við að taka þyrfti við rekstrinum af KÁ, þar sem rekstraraðilinn taldi sig ekki getað staðið að því lengur. „Reksturinn verður í sama formi og verið hefur, þannig að viðskiptavin- ir munu ekki verða varir við neinar breytingar, að minnsta kosti ekki til hins verra. Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um leit að nýjum rekstraraðila ennþá, því fyrst þarf að gera sér grein fyrir hver staðan er núna.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarskipulagningu hótels- ins, sökum þess hversu snögg at- burðarásin hefur verið. „Framtíð- aráform okkar eru að reyna að styrkja stöðu hótelsins eftir því sem kostur er og leita þeirra leiða sem líklegastar eru til að ná því mark- miði.“ Nýr rekstraraðili tekur við Hótel Kirkjubæjarklaustri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.