Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÁ er hinn árvissi bændagrátur skoll- inn á með fullum þunga. Og það í öll- um gerðum af fjölmiðlum. Þeir gráta „hvíta bankakjötið“, hvernig það hef- ur leikið offramleiðsluna þeirra, „rauða ríkiskjötið“. Uhuuuuuuuuuuu- uuu. Ljótu bankarnir sem dæla pen- ingum í hvíta kjötið með þeim afleið- ingum að almenningur er búinn að gleyma ketinu þeirra sem framleitt er á kostnað landsmanna og gróðurs landsins. Allir formenn hinna ýmsu bænda- samtaka jafnt sem bændur hafa kveinað. Og ekki stendur heldur á landbúnaðarráðherra og alþingis- mönnum á sífelldum atkvæðaveiðum. Og á meðan heldur landinu áfram að blæða út. Sandurinn svíður restina af grasinu, vatnið sverfur og sverfur gróðurlausan jarðveginn, kindurnar grafa holur í moldarbörðin og moldin heldur áfram að fjúka út í hafsauga. Hvað eru menn að hugsa á 21. öld- inni? Er ekki kominn tími til að tengja? Það eru alltof, alltof, alltof margar rollur sem naga hina grænu kápu fjallkonunnar og alltof, alltof, alltof margir rolluskrokkar (lamba- ket) afgangs að hausti, sem við hvorki viljum né getum étið. Við verðum auk þess bara feitari, feitari og feitari af öllu þessu kjötáti. Burt með féð af fjöllum. Það hefur nagað nógu mörg göt í grassvörðinn og hleypt þar með vatni og vindi í sárin. Sárast af öllu er þó að ala rasssíða útlendinga á við- kvæmum gróðri landsins, þar sem reynt er að selja þeim umframbirgðir af ketinu því arna fyrir lítið. Ég bara skil ekki hvernig á því stendur að rolluskjáturnar skuli vera svona réttháar í þessu landi, að hafa öld eftir öld, haft einkarétt á hinum villta gróðri landsins og „blóðsogið“ hann. Sannkallaðar lýs landsins. Reyndar hafa hreindýr og hestar bæst í hópinn. Nú er tækifærið fyrir bændur að hætta offramleiðslu þessarar tegund- ar kjöts og koma svo restinni af roll- unum í beitarhólf. Hættum að níðast á landinu með þessari hirðingjaaðferð. Næg vinna í þéttbýlinu. Vita fjár- bændur (já, og nautakjötsframleið- endur) ekki að það þarf að flytja inn fólk til landsins til að hægt sé að vinna fiskinn okkar? Vita þeir ekki að það þarf að flytja inn fólk til vinnu á Aust- fjörðum? Flest hótelin eru mönnuð með útlendingum. Nú er tækifærið fyrir bændur að hætta þessum kotbú- skap og fá almennilega borgaða vinnu. Auk þess mundi almenningur þá losna við að borga beingreiðslur til þeirra sem hætta, að ég tali nú ekki um, hvað sjónmengunin af völdum þessara skelfilega, skelfilega, skelfi- lega ljótu plasthauga þeirra mundi minnka. Færri plasthaugar, ekki satt? Þetta árlega bændakvein endar alltaf á einn veg; ríkisstjórnin grípur inn í og gefur þeim enn einu sinni dá- góða summu af peningum lands- manna, til að lengja í hengingarólinni þeirra. Er það kannski það sem bændur vilja? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Frá Margréti Jónsdóttur Morgunblaðið/RAX „Bændavæll 2003“ Í hernaði áttavilt heimsmenning er og hryðjuverk gerast það dagurinn sver. Sterk aðför að lífi er hvers-dags-frétt hér því hraði til björgunar vökumenn sér. Ei hatur og illvilja-hugfesta má, Þar hefndin er mögnuð og rót sína á. En ráðsmennska ómannleg ofraun varð sú og af því fer versnandi heimsbölið nú. Ef sýnir þú skilning og sanngirni fljótt þá sáttargerð kemur og vinarþel skjótt og elsku Guðs þegar í Syninum sérð þú samtímis átt nær í ljósið hans ferð. Hervæddur heimur, misrétti og manndráp samrýmast ekki mannhelgi Pétur Sigurgeirsson Þá kom formyrkvun yfir allt Lag: Í fornöld á jörðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.