Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 05 .2 00 3 arsviðs Norðuráls, segir jákvætt skref hafa verið stigið á fundinum með orkufyrirtækjunum í gær og ærið tilefni til að halda viðræðum áfram. Of snemmt sé þó að fagna þar sem eftir séu ýmis óleyst mál. Skoða þurfi m.a. hvort fjármögnunaraðilar Norðuráls samþykki orkufyrirtæk- in. Álit þeirra sé væntanlegt á næstu dögum. Ragnar segir ljóst að gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir fyrirtækið sem og hið opinbera. Ef stækkunin frestist um fjögur ár geti það þýtt tapaðar útflutningstekjur fyrir Norðurál upp á 45 milljarða króna á tímabilinu. Þá muni ríki og sveitarfélög verða af útsvari og skattgreiðslu upp á á annan milljarð króna. Ótalin séu áhrif á frekari stækkun Norðuráls sem fyrirhuguð var á árunum 2008– 2009 og hugsanleg áhrif á önnur stóriðjuverkefni eins og stækkun Alcan í Straumsvík. FORRÁÐAMENN Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja funduðu í gær með fulltrúum Norðuráls um mögulega orkuöflun til stækkunar álversins. Að fundi loknum voru menn bjartsýnir á að fyrirtækin gætu útvegað þá orku sem til þyrfti, eða um 150 MW. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra OR, eru góðir möguleikar á að fyrsta orkuafhending til Norðuráls geti orðið í nóvember 2005 með stækkun Nesjavallavirkjunar og síð- an í áföngum fram eftir árinu 2006 með Hellisheiðarvirkjun og orku frá Reykjanesi. Norðurálsmenn telja já- kvætt skref hafa verið stigið í gær en málið sé ekki komið á leiðarenda. „Þetta nálgast það að verða hugs- anlegt samkomulag. Tímalega séð virðist vera hægt að láta stækkunina ganga upp en við eigum eftir að fara betur yfir peningalegu hliðina og orkuverðið fyrst og fremst,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið að fundi loknum. Sagði hann ekkert endanlega verða ákveðið fyrr en á stjórnarfundum fyrirtækjanna. Orkuveitan og Hitaveita Suður- nesja miða við að skipta með sér af- hendingunni þannig að hvort fyrir- tæki um sig útvegi 70–80 MW. Með stækkun Nesjavallavirkjunar nær OR 30 MW og með nýrri Hellisheið- arvirkjun er reiknað með 60–80 MW. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagðist geta tekið undir með Guðmundi um að vel miðaði í viðræðunum við Norðurál. Var hann bjartsýnn á að lausn fyndist í tæka tíð. Ekkert hefði gerst enn sem breytti þeirri trú. Júlíus sagðist hafa fengið jákvæð svör sinna tækni- manna við því hvort tvær vélar í gufuaflsvirkjun á Reykjanesi myndu duga. Ekki væri talin ástæða til stækkunar í Svartsengi fyrir þetta verkefni. Hitaveitan ætti að geta út- vegað 70–90 MW með þessum hætti. Tugir milljarða í húfi Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnun- náið með framvindu mála. Valgerður sagðist í samtali við Morgunblaðið vera bjartsýnni á lausn málsins en hún var sl. föstu- dag er stjórn Landsvirkjunar ákvað að fresta Norðlingaölduveitu. Taldi hún ágætar líkur vera á því að Orkuveita Reykjavíkur og Hita- veita Suðurnesja gætu útvegað þá orku til stækkunarinnar sem til þyrfti, þó að upphaflegar tímaáætl- anir Norðuráls gætu vart staðist. „Við hér í ráðuneytinu leggjum okkur fram um að vera til aðstoðar og tengja aðila saman ef á þarf að halda. Við viljum finna lausn því okkur finnst afar mikilvægt að af stækkun álversins geti orðið,“ sagði Valgerður. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra hefur heitið Norður- áli fullum stuðningi þannig að stækkun álvers- ins nái fram að ganga á tilætl- uðum tíma. For- ráðamenn fyr- irtækisins áttu fund með ráð- herra á þriðju- dag þar sem nið- urstaðan varð m.a. sú að Krist- jáni Skarphéð- inssyni, ráðu- neytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu, var falið að vera Norðuráli innan handar á næstu dögum og fylgjast Bjartsýnni en áður á lausn málsins Valgerður Sverrisdóttir Vel miðar í viðræðum orkufyrirtækjanna vegna stækkunar Norðuráls Raforkan sögð fyrst til reiðu í nóvember 2005 Morgunblaðið/Árni Sæberg Létt var yfir samningamönnum á fundi orkufyrirtækjanna tveggja með Norðuráli í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Vinstra megin á myndinni eru Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Norður- áls, og Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, og gegnt þeim sitja Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. EKKI nema lítill hluti örorku- og ellilífeyrisþega fær greiddar óskertar hámarksbætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna ýmissa ákvæða sem verða til þess að skerða bæturnar. Þannig fengu einungis 1,2% ellilífeyrisþega greiddar óskertar bætur í desember síðast- liðnum og 9,5% öryrkja fengu greiddan óskertan örorkulífeyri. Þetta kemur til af því að hjúskap- arstaða, tekjur úr lífeyrissjóðum, at- vinnutekjur og eignatekjur til dæmis verða til þess að skerða elli- og ör- orkulífeyrisbætur. Þá eru óskertar bætur hærri en skattleysismörk og því dregst einnig frá þeim skattur sem því nemur sem bæturnar eru umfram skattleysismörkin. 1,2% ellilífeyrisþega fengu óskertan ellilífeyri Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar voru þeir 26.014 sem fengu einhvern ellilífeyri frá stofn- uninni í desember síðastliðnum. Af þeim fengu 1,2% óskertan lífeyri. Íbúar eldri en 67 ára voru hins vegar 30.100 þannig að rúmlega fjögur þúsund manns fengu þá engan ellilíf- eyri frá stofnuninni. Þá fengu 10.443 öryrkjar örorkulífeyri frá TR í des- ember síðastliðnum og þar af voru 9,5% sem fengu hann óskertan. Hins vegar fengu 280 öryrkjar engar greiðslur frá TR vegna tekna. Ef endurhæfingarlífeyririnn er skoðaður kemur í ljós að 446 fengu hann í desember og þar af fengu 22% hann óskertan. 61 fékk aftur á móti engan endurhæfingarlífeyri vegna tekna í mánuðinum. Óskertar hámarksbætur örorku- lífeyrisþega sem býr einn og hefur engar tekjur eru 95.083 kr. á mánuði og ellilífeyrisþega sem eins er ástatt um 94.090 kr. Þegar skattur hefur verið lagður á og persónufrádráttur dreginn frá að fullu lækka útborg- aðar bætur um tæpar tíu þúsund kr. og eru á bilinu 84-85 þús. krónur. Bætur Trygginga- stofnunar til elli- og örorkulífeyrisþega Bætur sjaldnast óskertar FRIÐRIK Pálsson og Friðrik Jó- hannsson sögðu af sér í stjórn SÍF á stjórnarfundi í félaginu í gær. Friðrik Pálsson lætur því af formennsku stjórnarinnar og hverfur jafnframt úr stjórnum þeirra dótturfyrirtækja SÍF sem hann hefur setið í. Ástæða uppsagnar þeirra er sú að þeir hlut- hafar sem þeir sátu fyrir í stjórninni hafa nú selt allan sinn hlut í SÍF. Ólafur Ólafsson, varaformaðurs stjórnar, tekur nú við formennsku. Í tilefni þessa hefur Friðrik Páls- son sent tilkynningu frá sér: „Ég tók fyrst sæti í stjórn SÍF hf. árið 1999 fyrir hönd Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og hf. Eim- skipafélags Íslands og hef jafnframt verið formaður stjórnar félagsins síð- an. Þeir hluthafar sem ég hef starfað í umboði fyrir hafa nú selt allan sinn eignarhlut í SÍF hf. og hef ég því í dag sagt af mér sem formaður stjórn- ar félagsins og jafnframt sagt mig úr stjórn félagsins. Á þessum rúmum fjórum árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á félaginu, meðal annars vegna sam- einingar við Íslenzkar sjávarafurðir hf. og kaup og yfirtöku á öðrum fé- lögum hér heima og erlendis. Það hefur reynt mikið á starfsmenn þess en þeir hafa staðizt það álag af mikilli prýði. Þá hefur stjórn félagsins allan þennan tíma starfað sem einn maður að framgangi félagsins og hefur það ráðið miklu um úrlausn erfiðra mála á stundum. Félagið hefur á að skipa hæfu og reyndu starfsfólki og hefur skýra stefnu og hófsöm markmið. Það fer jafnframt af því mjög gott orð meðal viðskiptavina þess um allan heim fyrir framsækni, styrk og áreið- anleika. SÍF hf. byggir á 70 ára reynslu og án frekari málalenginga leyfi ég mér að fullyrða að félagið hafi alla burði til að vera áfram sú kjöl- festa í útflutningsmálum okkar Ís- lendinga sem verið hefur og óska nýj- um eigendum og stafsfólki félagsins velfarnaðar í sínu starfi.“ Morgunblaðið/Kristinn Frá stjórnarfundi SÍF í gær. Fremst á myndinni er Friðrik Pálsson, sem sagði af sér sem formaður SÍF í gær. Tveir segja sig úr stjórn SÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.