Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 11 STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að til greina komi að þau fresti um eitt ár gildistöku nýrra reglna sem gera ráð fyrir að ferða- menn framvísi vegabréfi sem hægt er að lesa upplýsingar úr með raf- rænum hætti; eða hafi að öðrum kosti tryggt sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í viðkom- andi ríkjum þurfa þó að sækja sér- staklega um þennan frest. Íslendingar er í hópi tuttugu og sjö Vestur-Evrópuþjóða, og annarra vinaþjóða Bandaríkjanna, sem hafa samning um það við Bandaríkin að íslenskir ríkisborgarar geti ferðast vestur um haf án vegabréfsáritunar. Yfirvöld í Washington ákváðu hins vegar í fyrra að frá og með 1. október 2003 yrði gerð sú krafa að íbúar þessara landa framvísuðu vegabréfi með tölvulesanlegri rönd, auk fleiri öryggisatriða sem miða að því að koma í veg fyrir fölsun. Tengdist þessi ákvörðun hertri öryggisgæslu á flugvöllum í Bandaríkjunum eftir árásirnar 11. september 2001. Íslendingum hefur verið kynnt málið Stjórnvöld í löndunum tuttugu og sjö, sem eins og Ísland hafa undan- þágu frá kröfunni um vegabréfsárit- un, hafa lýst óánægju sinni við bandarísk yfirvöld með þessar hertu reglur og í fyrradag tilkynnti banda- ríska utanríkisráðuneytið að til greina kæmi að veita eins árs frest, sem fyrr segir. Skv. upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík var íslensk- um stjórnvöldum tilkynnt um það í fyrradag að þau gætu sótt um fram- lengingu núgildandi reglna, þ.e. að hertar kröfur taki ekki gildi fyrr en að ári liðnu. Þurfa þau að hafa lagt fram beiðni um slíkt fyrir næstu helgi. Farið var að gefa út vegabréf á Ís- landi sem hægt er að lesa upplýs- ingar úr með rafrænum hætti 1. júní 1999. Lá því fyrir að frá og með 1. október nk. hefðu allir, sem eiga vegabréf sem gefið var út fyrir þann tíma, þurft að sækja um vegabréfs- áritun eða fá sér nýtt vegabréf. Haft var eftir embættismönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu að ákvörðunin nú, um að opna fyrir þann möguleika að nýjar reglur taki ekki gildi fyrr en að ári liðnu, skýrð- ist af því að enn væri mikið magn vegabréfa í umferð sem ekki væru með tölvulesanlega rönd. Fyrirsjá- anlegt væri að, ferðamenn sem ekki væru með slík vegabréf, yrðu fyrir verulegum óþægindum tækju regl- urnar stax gildi. Þá væri ljóst að margir væntan- legir ferðamenn hefðu ekki hug- mynd um þessar hertu reglur Bandaríkjamanna. Fresta gildis- töku reglna um vegabréf Íslensk stjórnvöld þurfa að leggja fram formlega beiðni fyrir helgi RÍKISSAKSÓKNARI hefur svar- að Ragnari Aðalsteinssyni hrl. vegna kæru á hendur Luo Gan, ein- um æðsta yfirmanni öryggis- og dómsmála í Kína, sem var í heim- sókn á Íslandi. Ríkissaksóknari tekur ekki af- stöðu um sekt eða sakleysi Luo Gan en segir að hann geti ekki hafist handa um að rannsaka mál hans því að hann hafi verið í opinberri heim- sókn skipulagðri af utanríkisráðu- neytinu íslenska og njóti þ.a.l. frið- helgi skv. Vínarsamningnum og samningi sem Ísland er ekki aðili að, Convention on Special Missions. Ragnar hefur sent utanríkis- ráðuneytinu bréf þar sem hann spyrst fyrir um hvort þetta hafi verið opinber heimsókn og í hvers boði Luo Gan hafi komið hingað til landsins og hvort hann hafi komið til þess að semja um eitthvað, t.d. menningarsambönd eða eitthvað annað. Ragnar segir að ef sú hefði verið raunin þá væri hann að öllum líkindum undir vernd. Þetta mál er þ.a.l. búið hér í bili, segir Ragnar, en bætir við að öll umræða um það sé eftir. Ríkissaksóknari hafnaði kæru á hendur Kínverjanum Luo Gan GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir erlend ríki leita til utanrík- isráðuneytisins og óska eftir að eiga samskipti og viðræður við opinbera aðila hér á landi. Um leið og íslensk stjórnvöld samþykki það hafi heim- sóknin einkenni opinberrar athafnar þó frumkvæðið hafi ekki komið frá Íslendingum. Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar ekki berum orðum að um opinbera heimsókn sé að ræða þegar erlent ríki, líkt og Kína gerði vegna heimsóknar Luo Gan, leitar eftir því að tekið sé á móti embættis- eða stjórnmálamanni hér á landi. Hann líkir þessu við þegar gestur bankar upp á og biður um að fá að koma í heimsókn. „Þó gestur banki upp á, og honum er boðið inn fyrir þrösk- uldinn, þá er hann gestur.“ Hann segir það vissulega mögu- leika fyrir íslensk stjórnvöld að hafna slíkri ósk en þá gæti ríkið, sem óskaði eftir heimsókninni, tekið það óstinnt upp. Framtíðarsamskiptin yrðu heldur óvinsamlegri á eftir. Stjórnmálaleiðtogar óska eftir að koma í heimsókn Gestir þó þeim sé ekki boðið Morgunblaðið/Ásdís Fulltrúar Amnesty gagnrýndu harkalega mannréttindabrot í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.