Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinningarík/ur og frjálslynd/ur og ferð ekki alltaf troðnar slóðir. Þú ert hlý/r og barngóð/ur og ert því frábært foreldri. Á kom- andi ári þarftu að læra eitt- hvað af aukinni einveru. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru miklar líkur á valda- baráttu í vinnunni. Þú ert sann- færð/ur um að þú hafir á réttu að standa en einhver annar er jafn sannfærður um hið gagn- stæða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er mikilvægt að þú komir að öllum málum með opnum huga í dag, sérstaklega þeim sem tengjast börnum og ást- vinum. Það er hætt við að þú festist í ákveðinni hugsun eða hugmynd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að láta ekki vaða yfir þig í dag. Sumir virðast til- búnir til að ganga ansi langt til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu deilur við systkini þín og þá sem þú ert í daglegum samskiptum við. Þú þarft ekki að sanna neitt. Ef þú kemst að leyndarmálum farðu þá vel með þau. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar svo mikið til að kaupa eitthvað að það er hætt við að þú fáir það á heilann. Ekki taka ákvörðun fyrr en þú hefur náð áttum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki reyna að troða skoðunum þínum upp á aðra í dag, jafnvel þótt þér finnist mikilvægt að þeir sjái þína hlið á málinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyndarmál verða hugsanlega afhjúpuð í dag. Dagurinn hent- ar því vel til alls konar rann- sóknarvinnu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að samræður við vini og vandamenn verði harkalegar í dag. Þú getur komið í veg fyrir þetta með því að halda ró þinni. Forðastu að blanda þér í deilur annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirmenn þínir munu hugs- anlega gera auknar kröfur til þín í dag. Bíddu með að segja skoðun þína á málinu þar til eftir helgina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn hentar vel til alls konar rannsóknarvinnu sem tengist sálfræði, geðlækn- ingum og jafnvel göldrum. Þú vilt vita hvað leynist undir yf- irborði hlutanna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til alls konar rannsóknarvinnu. Þú ert óvenju líkleg/ur til að grafa upp leyndarmál. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðist valdabaráttu við maka ykkar og yfirmenn í dag. Málið snýst ekki um annað en völd og er ekki þess virði að æsa sig yf- ir. Síðar í vikunni mun þér finn- ast kjánalegt að hafa gert veð- ur út af því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA HEIMSMEISTARAMÓT ungmenna (25 ára og yngri) fór fram í níunda sinn í París í síðasta mán- uði. Fimmtán þjóðir hófu keppni og var fyrst spiluð einföld umferð leikja (allir við alla), en fjórar efstu sveitirnar spiluðu síðan til úrslita. Hinar fjórar út- völdu þjóðir voru Danir, Bandaríkjamenn, Ítalir og Pólverjar, allt stórþjóðir í brids. Danir unnu Pól- verja í tiltölulega jöfnum leik í undanúrslitum og Ítalir lögðu Bandaríkja- menn með 0,5 IMPa mun í 64 spilum! Minni getur munurinn vart orðið. Ítal- ir unnu svo Dani örugg- lega í 96 spila leik með 271 IMPum gegn 184. Á næstu dögum verða skoð- uð spil frá mótinu og við byrjum á öfugum enda, á sjálfum úrslitaleiknum. Spil 1. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 5 ♥ 75 ♦ G764 ♣ÁKG1085 Vestur Austur ♠ KG1098632 ♠ D74 ♥ ÁG8 ♥ K10942 ♦ 8 ♦ 1052 ♣9 ♣62 Suður ♠ Á ♥ D63 ♦ ÁKD93 ♣D743 Rétt er að kynna liðin fyrst. Sigursveit Ítala er þannig skipuð: Bræðurnir Stelio og Furio di Bello; Fabio Lo Presti og Francesco Mazzadi; og Ruggiero Guariglia og Stefano Uccello. Lið Dana: Kare Gjaldbaek og Martin Schaltz; systkinin Björg og Jonas Houmöll- er; og Andreas Marq- uardsen og Boje Henrik- sen. Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Mazzadi Schaltz Lo Presti Gjaldbaek – 3 grönd * Pass 4 tíglar * 4 spaðar Dobl * Pass Pass Pass Opnun Matins Schaltz á þremur gröndum var góð hindrun í láglit og Kare Gjaldbaek ákvað að spyrja um einspil til hlið- ar með fjórum tíglum. Mazzadi blandaði sér í umræðuna með fjórum spöðum og Schaltz dobl- aði til að sýna einspil í spaða. Gjaldbaek óttaðist þrjá tapslagi á hjarta í fimm laufum og ákvað að verjast í fjórum spöðum dobluðum. Það gaf ekki góða raun, því sagnhafi fann hjartadrottninguna léttilega og fékk tíu slagi: 590 í AV. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Houmöller S. di Bello J. Hou- möller F. di Bello – 1 lauf Pass 1 tígull 4 spaðar 4 grönd * 5 hjörtu 6 lauf 6 spaðar Dobl Allir pass Sagnir fara rólega af stað í lokaða salnum, en svo fer allt á fulla ferð. Það þarf hjartaútspil til að bana sex laufum, svo það var góð ákvörðun hjá Björgu að fórna í sex spaða. Hún fann líka hjartadrottninguna og fór tvo niður: 300 til Ítala og 13 IMPar. Tónninn gefinn, strax í fyrsta spili. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson FRÉTTIR Mjódd, sími 557 5900 Svartar og plómulitaðar dragtir frá SHARE Úrval af buxum BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní sl. í Háteigs- kirkju af séra Halldóri Reynissyni þau Ragnhildur Elín Lárusdóttir og Stefán Ari Guðmundsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Ljósmynd/Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní sl. í Längbro kirkju i Örebro, Svíþjóð, þau Sigurlaug Jónsdóttir og Mats Jonas Forsman. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur, Lilja Hrönn Einarsdóttir og Lísa Rún Kjartansdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 4.048 til styrktar Rauða krossi Íslands. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. Rxf6+ Dxf6 12. Dd2 0-0 13. c3 Bb7 14. Rc2 Re7 15. Bd3 d5 16. De2 Had8 17. 0-0 Rg6 18. g3 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, kvennaflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Lenka Ptácníková (2.215) hafði svart gegn Hörpu Ingólfsdóttur (2.057). 18 … Rf4! 19. De3 hvítur hefði staðið upp með tapað tafl hefði mannsfórnin verið tekin þar eð eftir 19. gxf4 Dg6+ 20. Kh1 dxe4 21. Bxb5 e3+ 22. f3 Hd2 kem- ur hvítur engum vörnum við. Eftir textaleikinn er svarta staðan einnig unnin. 19 … Rxd3 20. Dxd3 dxe4 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 21. De2 Df3 22. Hfe1 Hd2 23. Dxf3 exf3 24. Hac1 f6 25. Hed1 Hfd8 26. Re3 Kf7 27. Kf1 Be4 28. h4 Bd3+ 29. Kg1 Hxb2 30. Rc2 a5 31. a3 e4 32. Rd4 Hc8 33. Rxf3 Hb3 34. Re1 Hbxc3 35. Rxd3 exd3 36. Hb1 H8c5 37. Ha1 Hb3 38. Ha2 Hc2 39. Hda1 Hxa2 40. Hxa2 Ke6 41. Ha1 d2 42. Kf1 Hc3 43. Hd1 Hc1 44. Ke2 Hxd1 45. Kxd1 Kd5 46. Kxd2 Kc4 47. Kc2 b4 48. axb4 axb4 49. f4 f5 50. h5 h6 og hvítur gafst upp. REYKJAVÍK Þjóðminningardaginn 1897 Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík. – Og þó vor höfn sé opin enn og enn þá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. En þó við flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð, – ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. – Þeir segja, að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst og útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. _ _ _ Einar Benediktsson LJÓÐABROT SIGURÐUR Kári Kristjánsson al- þingismaður segist borinn röngum sökum í frétt í tímaritinu Séð og heyrt sem er nýkomið út. Í fréttinni er sagt að lögregla hafi stöðvað þing- manninn í Ölfusumdæmi fyrir hrað- akstur og án ökuréttinda hinn 5. júlí síðastliðinn. Sigurður segist ekki hafa ekið umræddri bifreið og hafi fengið staðfestingu frá því hjá sýslu- manninum á Selfossi. Yfirlýsing Sig- urðar Kára er eftirfarandi: „Vegna fréttar tímaritsins Séð og heyrt sem kemur út í dag, miðviku- daginn 10. september 2003, sé ég mig knúinn til að taka eftirfarandi fram. Í frétt blaðsins er fullyrt að þann 5. júlí sl. hafi ég verið gripinn fyrir of hraðan akstur í Ölfusum- dæmi án ökuréttinda. Hafi hið meinta umferðarlagabrot mitt verið ljósmyndað og sýni ljósmyndin að í umræddu tilviki hafi ég verið öku- maður bifreiðarinnar. Þá er fullyrt að ég eigi yfir höfði mér háar fjár- sektir vegna hins meinta umferðar- lagabrots. Það skal skýrt tekið fram að frétt blaðsins og áðurnefnd full- yrðing Séð og heyrt er röng og úr lausu lofti gripin, enda var ég ekki ökumaður bifreiðarinnar. Ég hef fengið staðfestingu á því frá sýslu- manninum á Selfossi, sem jafnframt hefur staðfest við mig og ritstjóra Séð og heyrt að á umræddri ljós- mynd komi skýrt fram að ég sé ekki ökumaður bifreiðarinnar og að frétt blaðsins sé því röng og eigi ekki við rök að styðjast. Ég sé þar borinn röngum sökum. Blaðamaður Séð og heyrt sá ekki ástæðu til að bera frétt sína undir mig áður en hún var skrif- uð. Eftir að ég fékk vitneskju um að blaðið hugðist birta umrædda frétt, og í kjölfar þess að ég fékk upplýs- ingar um að Sýslumaðurinn á Sel- fossi hefði staðfest við ritstjóra blaðsins að fréttin væri efnislega röng, fór ég þess á leit við ritstjóra Séð og heyrt og stjórnarformann út- gáfufélagsins Fróða hf., sem gefur blaðið út, að fréttin yrði ekki birt. Urðu þeir ekki við ósk minni. Óskaði ég þá eftir því að blaðið lýsti því yfir að fréttin væri röng og bæði mig af- sökunar á því að hafa haft mig fyrir rangri sök með þessum hætti. Þeirri ósk minni var einnig hafnað. Ég harma það að tímaritið Séð og heyrt skuli viðhafa önnur eins vinnubrögð og ég hef hér lýst. Ég harma það einnig að ritstjóri blaðsins skuli ekki hafa dregið birtingu fréttarinnar til baka eða beðið mig velvirðingar á fréttaflutningnum þrátt fyrir að hafa fengið staðfestingu frá sýslumannin- um á Selfossi, æðsta yfirmanni lög- reglunnar og handhafa ákæruvalds í umdæminu, um að fréttin væri röng. Að lokum beini ég því til þeirra frétta- og blaðamanna sem hyggjast fjalla um málið að fá staðfestingu á því sem að ofan greinir hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á Selfossi.“ Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að umrædd mynd sýndi að Sigurður Kári hefði ekki ekið bíln- um. Frétt um hraðakstur úr lausu lofti gripin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.