Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 22

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Fleiri húsbílar væntanlegir í mars og apríl Sjón er sögu ríkari Komið og skoðið úrval af húsbílum Umboð á Akureyri: Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 OFT hefur verið sagt að Vínlands- kortið sem fannst árið 1957, sé of gott til að geta verið satt. Kortið er um 35 sinnum 48 sentimetrar að stærð og á pergamenti sem talið er fullvíst að sé gamalt, frá 15. öld. Sé það ósvikið er það elsta kort í heimi sem sýnir ekki aðeins Ísland, Græn- land heldur líka hluta af Norður- Ameríku, að vísu eins og um stóra eyju sé að ræða. Haldin verður ráð- stefna fræðimanna í Kaupmanna- höfn í maí til að fjalla um kortið, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende og má búast við að þar verði heitt í kolunum. Grænland er á Vínlandskortinu sýnt í fyrsta sinn sem eyja, eins og bent er á í grein í bandaríska blaðinu sThe Washington Post. En Kirsten Seaver, norskfæddur kortafræðingur sem býr í Kali- forníu, er meðal efasemdarmanna. Hún bendir á að jafnvel þótt frá- sagnir af ferðum Leifs Eiríkssonar og fleiri Grænlendinga/Íslendinga/ Norðmanna hafi getað borist frá Ís- landi til evrópskra kortagerð- armanna sé útilokað að þeir hafi vitað að Grænland hafi verið eyja. Vissulega hafi loftslag verið nokkru hlýrra en nú en ekki svo að menn hafi getað siglt umhverfis Grænland á farkostum þeirra tíma. En vísindamenn hjá Smithsonian- stofnuninni í Bandaríkjunum segja, að rannsóknaniðurstöður sem birt- ust í fyrra um að Vínlandskortið svonefnda væri falsað, byggist á röngum ályktunum sem dregnar hafi verið af fyrirliggjandi vísbend- ingum um efni í blekinu á kortinu. Fram kemur á vefnum innovations- report.com að vísindamennirnir segja að einnig sé hægt að nota rannsóknir á blekinu til að styrkja þá trú að kortið sé ófalsað. Vínlandskortið er geymt í bóka- safni Yale-háskóla og er metið á um 20 milljónir dala, um 1.500 milljónir króna. „Margir fræðimenn eru sammála um að ef Vínlandskortið sé ófalsað sé það eina kortið sem sýni Norður-Ameríku áður en Kól- umbus kom þangað,“ segir Jacquel- ine Olin, sérfræðingur hjá Smit- hsonian. „Dagsetning þess er því mikilvæg til að staðfesta að Evr- ópubúar hafi vitað af landsvæðinu vestan Norður-Atlantshafsins og varpa fram spurningum um hvort Kólumbus hafi vitað af því,“ er haft eftir Olin á vefsíðunni innovations- report.com. Gamalt bókfell en blekið? Í júlí í fyrra birtust tvær vís- indagreinar um Vínlandskortið, önnur í tímaritinu Radiocarbon þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að pergamentið eða bókfellið, sem kortið er teiknað á, sé frá árinu 1434 eða þar um bil, og hin í ritinu Analytical Chemistry, þar sem því var haldið fram að kortið sé fölsun frá 20. öld en teiknarinn hafi notað bókfell frá miðöldum. En Olin, sem átti hlut að grein- inni í Radiocarbon, hefur nú skrif- að nýja grein í Analytical Chem- istry. Segir hún, að þar sem ekki sé deilt um aldur bókfellsins, liggi lausnin á deilunni um aldur korts- ins í sjálfu blekinu, ekki bókfellinu. Fyrir tíma prentverksins, sem kom til sögunnar seint á 15. öld í Evr- ópu, voru handrit skrifuð með bleki. Í greininni, sem birtist í Ana- lytical Chemistry í fyrra, og skrifuð var af vísindamönnum við Univers- ity College í Lundúnum, var nið- urstaðan sú að efni í blekinu sanni að kortið hafi verið gert eftir árið 1923. Eldri rannsóknir hafa bent til sömu niðurstöðu en deilt hefur ver- ið um umrætt efni í blekinu þar sem það finnst einnig í náttúrunni. Olin segir, að þvert á móti bendi rannsóknir á blekinu til að kortið sé ófalsað og rökstyður það með ýmsum hætti. Hún segir m.a. að kopar, ál og zink, sem finnast í bleki Vínlandskortsins, finnist einn- ig í miðaldableki. Segir Olin að engir falsarar á fyrri hluta 20. ald- ar hafi getað búið yfir svo ná- kvæmri þekkingu á slíku bleki. Aðrir hafa auk þess bent á að kort- ið á bókfellinu hafi verið bundið inn í bók úr pappír sem sannanlega hafi verið framleiddur í Basel í Sviss á 15. öld. Dularfullur uppruni Kirsten Seaver telur að þýskur jesúíti og frægur kortasérfræð- ingur, Franz Fischer, sem lést 1944, hafi viljað gera nasistum grikk með því að falsa kortið. Nas- istar vildu í áróðri sínum ávallt ýta undir hugmyndir um hið merka framlag þýskra og norrænna manna til sögunnar, þ. á m. varð- andi landafundi. Fischer hafi notað gamalt bókfell sem nóg sé til af, dregið upp sitt eigið kort og áletr- anir og sett í textana fjölmargar vísanir til kaþólskra trúboða og Rómarkirkjunnar. Þá kæmust menn að þeirri niðurstöðu við nán- ari skoðun að Páfagarður hafi í reynd staðið fyrir landafundunum en ekki norrænu ofurmennin. Einn- ig segir hún að hæfir kortafræð- ingar sjái fljótlega að Fischer hafi verið að stríða mönnum, sumir textarnir séu þess eðlis. Áðurnefndur Fischer fann á sín- um tíma elsta kort sem vitað er um með nafninu America er seinna varð heiti heimsálfunnar allrar. Heitið er dregið af skírnarnafni Ítalans Amerigo Vespucci sem rit- aði mikið um landafundina. Deilt hefur verið um Vínlands- kortið frá því á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Paul nokkur Mellon gaf þá Yale-háskóla í Bandaríkjunum kortið. Það hafði Mellon keypt á sjötta áratugnum af manni í Con- necticut í Bandaríkjunum. Sá upp- lýsti aldrei hvernig kortið komst í hendur hans. Vínlands- kortið ófalsað? Efnafræðingur við Smithsonian- stofnunina dregur í efa eldri nið- urstöður rannsókna á blekinu AP Vínlandskortið umdeilda. sem sýnir lönd við vestanvert Atlantshaf. BJÖRGUNARSVEITIR hafa fund- ið lík forseta Makedóníu, Boris Traj- kovski, og sex annarra manna í flaki flugvélar hans, sem fórst í fyrradag í slæmu veðri í fjalllendi um tuttugu kílómetra suðvestur af borginni Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. „Öll líkin eru í flakinu. Enginn komst af,“ sagði talsmaður flugmálayfirvalda í Bosníu, Mirsad Teskerdzic. Merki voru um eld í flakinu og voru flest líkin illa brunnin en ekki er hægt að slá neinu föstu um orsak- ir slyssins. Makedónski varn- armálaráðherrann, Vlado Buc- kovski, sagði þó að ekki benti neitt til bilunar í vélinni sjálfri. Svarti kass- inn með segulbandsupplýsingum um flug vélarinnar er fundinn og munu sérfræðingar í Skopje, höfuðborg Makedóníu, nú rannsaka hann. Flugvél forsetans, af gerðinni Beechcraft King Air, fórst í svarta- þoku í fjalllendi, sem þakið er jarð- sprengjum, milli Mostar og Stolac, sem var á víglínu stríðsins í Bosníu, er háð var á árunum 1992 til 1995. Áhöfn þyrlu fann flakið rúmum sól- arhring eftir að flugvélin hvarf af ratsjárskjám flugumferðarstjóra á flugvellinum í Mostar þangað sem ferð forsetans var heitið. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Makedóníu og Bosníu-Hersegóvínu í dag vegna hins sviplega dauðdaga forsetans. Reuters Sprengjuleitarmaður við flakið af flugvél Trajkovskis Makedóníuforseta í gær. Mikið er af jarðsprengjum á svæðinu. Lík Trajkovskis fundið Rotimlja í Bosníu-Hersegóvínu. AFP. AYATOLLAH Ali Sistani, einn af helstu trúarleiðtogum sjíta í Írak, hef- ur fallist á það mat Sameinuðu þjóð- anna að ekki sé raunhæft að ætla að hægt verði að halda kosningar í Írak fyrir lok júní, en þá hyggjast Bandaríkjamenn framselja völd sín í landinu í hendur heimamönnum. Hann vill hins vegar fá tryggingu fyrir því að kosn- ingarnar verði haldnar á þessu ári. Sistani sendi frá sér yfirlýsingu frá hinni helgu borg, Najaf, í fyrradag en þar lýsti hann því yfir að hann vildi að öryggisráð SÞ ályktaði um kosningar í Írak og að m.a. yrði ákveðin dag- setning vegna kosningahaldsins. Sistani hafði krafist þess að kosn- ingarnar færu fram fyrir valdafram- salið 1. júlí nk. Sérfræðingar SÞ kom- ust hins vegar að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að ekki yrði hægt að halda kosningar, sem mark væri á takandi, fyrr en undir lok ársins í fyrsta lagi. Um leið og Sistani lýsti því yfir að hann myndi una þessum úr- skurði SÞ fór hann fram á að sú stjórn, sem tekur við af Bandaríkja- mönnum 1. júlí, legði allt kapp á að skipuleggja kosningar fyrir árslok. Sistani vill kosningar fyrir árslok Bagdad. AFP. Ali al-Sistani

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.