Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Fleiri húsbílar væntanlegir í mars og apríl Sjón er sögu ríkari Komið og skoðið úrval af húsbílum Umboð á Akureyri: Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 OFT hefur verið sagt að Vínlands- kortið sem fannst árið 1957, sé of gott til að geta verið satt. Kortið er um 35 sinnum 48 sentimetrar að stærð og á pergamenti sem talið er fullvíst að sé gamalt, frá 15. öld. Sé það ósvikið er það elsta kort í heimi sem sýnir ekki aðeins Ísland, Græn- land heldur líka hluta af Norður- Ameríku, að vísu eins og um stóra eyju sé að ræða. Haldin verður ráð- stefna fræðimanna í Kaupmanna- höfn í maí til að fjalla um kortið, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende og má búast við að þar verði heitt í kolunum. Grænland er á Vínlandskortinu sýnt í fyrsta sinn sem eyja, eins og bent er á í grein í bandaríska blaðinu sThe Washington Post. En Kirsten Seaver, norskfæddur kortafræðingur sem býr í Kali- forníu, er meðal efasemdarmanna. Hún bendir á að jafnvel þótt frá- sagnir af ferðum Leifs Eiríkssonar og fleiri Grænlendinga/Íslendinga/ Norðmanna hafi getað borist frá Ís- landi til evrópskra kortagerð- armanna sé útilokað að þeir hafi vitað að Grænland hafi verið eyja. Vissulega hafi loftslag verið nokkru hlýrra en nú en ekki svo að menn hafi getað siglt umhverfis Grænland á farkostum þeirra tíma. En vísindamenn hjá Smithsonian- stofnuninni í Bandaríkjunum segja, að rannsóknaniðurstöður sem birt- ust í fyrra um að Vínlandskortið svonefnda væri falsað, byggist á röngum ályktunum sem dregnar hafi verið af fyrirliggjandi vísbend- ingum um efni í blekinu á kortinu. Fram kemur á vefnum innovations- report.com að vísindamennirnir segja að einnig sé hægt að nota rannsóknir á blekinu til að styrkja þá trú að kortið sé ófalsað. Vínlandskortið er geymt í bóka- safni Yale-háskóla og er metið á um 20 milljónir dala, um 1.500 milljónir króna. „Margir fræðimenn eru sammála um að ef Vínlandskortið sé ófalsað sé það eina kortið sem sýni Norður-Ameríku áður en Kól- umbus kom þangað,“ segir Jacquel- ine Olin, sérfræðingur hjá Smit- hsonian. „Dagsetning þess er því mikilvæg til að staðfesta að Evr- ópubúar hafi vitað af landsvæðinu vestan Norður-Atlantshafsins og varpa fram spurningum um hvort Kólumbus hafi vitað af því,“ er haft eftir Olin á vefsíðunni innovations- report.com. Gamalt bókfell en blekið? Í júlí í fyrra birtust tvær vís- indagreinar um Vínlandskortið, önnur í tímaritinu Radiocarbon þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að pergamentið eða bókfellið, sem kortið er teiknað á, sé frá árinu 1434 eða þar um bil, og hin í ritinu Analytical Chemistry, þar sem því var haldið fram að kortið sé fölsun frá 20. öld en teiknarinn hafi notað bókfell frá miðöldum. En Olin, sem átti hlut að grein- inni í Radiocarbon, hefur nú skrif- að nýja grein í Analytical Chem- istry. Segir hún, að þar sem ekki sé deilt um aldur bókfellsins, liggi lausnin á deilunni um aldur korts- ins í sjálfu blekinu, ekki bókfellinu. Fyrir tíma prentverksins, sem kom til sögunnar seint á 15. öld í Evr- ópu, voru handrit skrifuð með bleki. Í greininni, sem birtist í Ana- lytical Chemistry í fyrra, og skrifuð var af vísindamönnum við Univers- ity College í Lundúnum, var nið- urstaðan sú að efni í blekinu sanni að kortið hafi verið gert eftir árið 1923. Eldri rannsóknir hafa bent til sömu niðurstöðu en deilt hefur ver- ið um umrætt efni í blekinu þar sem það finnst einnig í náttúrunni. Olin segir, að þvert á móti bendi rannsóknir á blekinu til að kortið sé ófalsað og rökstyður það með ýmsum hætti. Hún segir m.a. að kopar, ál og zink, sem finnast í bleki Vínlandskortsins, finnist einn- ig í miðaldableki. Segir Olin að engir falsarar á fyrri hluta 20. ald- ar hafi getað búið yfir svo ná- kvæmri þekkingu á slíku bleki. Aðrir hafa auk þess bent á að kort- ið á bókfellinu hafi verið bundið inn í bók úr pappír sem sannanlega hafi verið framleiddur í Basel í Sviss á 15. öld. Dularfullur uppruni Kirsten Seaver telur að þýskur jesúíti og frægur kortasérfræð- ingur, Franz Fischer, sem lést 1944, hafi viljað gera nasistum grikk með því að falsa kortið. Nas- istar vildu í áróðri sínum ávallt ýta undir hugmyndir um hið merka framlag þýskra og norrænna manna til sögunnar, þ. á m. varð- andi landafundi. Fischer hafi notað gamalt bókfell sem nóg sé til af, dregið upp sitt eigið kort og áletr- anir og sett í textana fjölmargar vísanir til kaþólskra trúboða og Rómarkirkjunnar. Þá kæmust menn að þeirri niðurstöðu við nán- ari skoðun að Páfagarður hafi í reynd staðið fyrir landafundunum en ekki norrænu ofurmennin. Einn- ig segir hún að hæfir kortafræð- ingar sjái fljótlega að Fischer hafi verið að stríða mönnum, sumir textarnir séu þess eðlis. Áðurnefndur Fischer fann á sín- um tíma elsta kort sem vitað er um með nafninu America er seinna varð heiti heimsálfunnar allrar. Heitið er dregið af skírnarnafni Ítalans Amerigo Vespucci sem rit- aði mikið um landafundina. Deilt hefur verið um Vínlands- kortið frá því á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Paul nokkur Mellon gaf þá Yale-háskóla í Bandaríkjunum kortið. Það hafði Mellon keypt á sjötta áratugnum af manni í Con- necticut í Bandaríkjunum. Sá upp- lýsti aldrei hvernig kortið komst í hendur hans. Vínlands- kortið ófalsað? Efnafræðingur við Smithsonian- stofnunina dregur í efa eldri nið- urstöður rannsókna á blekinu AP Vínlandskortið umdeilda. sem sýnir lönd við vestanvert Atlantshaf. BJÖRGUNARSVEITIR hafa fund- ið lík forseta Makedóníu, Boris Traj- kovski, og sex annarra manna í flaki flugvélar hans, sem fórst í fyrradag í slæmu veðri í fjalllendi um tuttugu kílómetra suðvestur af borginni Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. „Öll líkin eru í flakinu. Enginn komst af,“ sagði talsmaður flugmálayfirvalda í Bosníu, Mirsad Teskerdzic. Merki voru um eld í flakinu og voru flest líkin illa brunnin en ekki er hægt að slá neinu föstu um orsak- ir slyssins. Makedónski varn- armálaráðherrann, Vlado Buc- kovski, sagði þó að ekki benti neitt til bilunar í vélinni sjálfri. Svarti kass- inn með segulbandsupplýsingum um flug vélarinnar er fundinn og munu sérfræðingar í Skopje, höfuðborg Makedóníu, nú rannsaka hann. Flugvél forsetans, af gerðinni Beechcraft King Air, fórst í svarta- þoku í fjalllendi, sem þakið er jarð- sprengjum, milli Mostar og Stolac, sem var á víglínu stríðsins í Bosníu, er háð var á árunum 1992 til 1995. Áhöfn þyrlu fann flakið rúmum sól- arhring eftir að flugvélin hvarf af ratsjárskjám flugumferðarstjóra á flugvellinum í Mostar þangað sem ferð forsetans var heitið. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Makedóníu og Bosníu-Hersegóvínu í dag vegna hins sviplega dauðdaga forsetans. Reuters Sprengjuleitarmaður við flakið af flugvél Trajkovskis Makedóníuforseta í gær. Mikið er af jarðsprengjum á svæðinu. Lík Trajkovskis fundið Rotimlja í Bosníu-Hersegóvínu. AFP. AYATOLLAH Ali Sistani, einn af helstu trúarleiðtogum sjíta í Írak, hef- ur fallist á það mat Sameinuðu þjóð- anna að ekki sé raunhæft að ætla að hægt verði að halda kosningar í Írak fyrir lok júní, en þá hyggjast Bandaríkjamenn framselja völd sín í landinu í hendur heimamönnum. Hann vill hins vegar fá tryggingu fyrir því að kosn- ingarnar verði haldnar á þessu ári. Sistani sendi frá sér yfirlýsingu frá hinni helgu borg, Najaf, í fyrradag en þar lýsti hann því yfir að hann vildi að öryggisráð SÞ ályktaði um kosningar í Írak og að m.a. yrði ákveðin dag- setning vegna kosningahaldsins. Sistani hafði krafist þess að kosn- ingarnar færu fram fyrir valdafram- salið 1. júlí nk. Sérfræðingar SÞ kom- ust hins vegar að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að ekki yrði hægt að halda kosningar, sem mark væri á takandi, fyrr en undir lok ársins í fyrsta lagi. Um leið og Sistani lýsti því yfir að hann myndi una þessum úr- skurði SÞ fór hann fram á að sú stjórn, sem tekur við af Bandaríkja- mönnum 1. júlí, legði allt kapp á að skipuleggja kosningar fyrir árslok. Sistani vill kosningar fyrir árslok Bagdad. AFP. Ali al-Sistani
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.