Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 8

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og ef um allt þrýtur, þá hefur Dóri lofað að herinn hans taki yfir þegar hann hefur lokið hernaðarhlutverki sínu á Kabúl-flugvelli. Ferðalangur 2004 Efling ásýndar ferðaþjónustu Nýr viðburður í bæj-arlífinu verðurkynntur af Höfuð- borgarstofu á sumardaginn fyrsta, nk. fimmtudag, Ferðalangur 2004. Stefnt er að því að halda viðburð- inn árlega hér eftir. Morg- unblaðið ræddi við Dóru Magnúsdóttur verkefna- stjóra ferða- og markaðs- mála Höfuðborgarstofu. – Hvað er Ferðalangur 2004? „Ferðalangur 2004 á sumardaginn fyrsta er nýr viðburður sem ætlað er að efla ásýnd ferðaþjónust- unnar á höfuðborgarsvæð- inu. Höfuðborgarstofa vill með deginum hvetja íbúa höfuðborgarsvæðisins til að sinna enn betur gestgjafa- hlutverkinu gagnvart ferðamönn- um, erlendum sem innlendum en aðrir aðstandendur Ferðalangs eru Ferðamálaráð Íslands, Ferða- málasamtök höfuðborgarsvæðisins og Samtök ferðaþjónustunnar. Ein leiðin að því markmiði er að fá ferðaþjónustuaðila til að opna dyr sínar upp á gátt og bjóða fólk vel- komið að taka þátt í öllu því skemmtilega sem í boði er – á sér- stökum kostakjörum.“ – Tilgangurinn með deginum? „Tilgangurinn er að opna augu fólks á höfuðborgarsvæðinu fyrir þeim óendanlegu möguleikum sem ferðaþjónustan á svæðinu býður upp á. Það er einfaldlega mjög skemmtilegt að vera ferðalangur á heimaslóð og prófa eitthvað af þeirri ferðaþjónustu eða afþrey- ingu sem erlendir ferðamenn koma um langan veg til að prófa hér á landi. Með því að fá fólk til að ger- ast ferðalangar á sumardaginn fyrsta kynnist fólk betur því sem í boði er, það áttar sig á töfrum svæðisins og verður betur í stakk búið að miðla reynslu sinni til ferðamanna sem hingað koma.“ – Nefndu dæmi um það sem boðið verður uppá þennan dag. „Dagskráin er afskaplega fjöl- breytt og skiptist í fjóra flokka; 1. Skemmtiferðir á heimaslóð, 2. Af- þreying fyrir alla, 3. Menningar- tengd ferðaþjónusta og 4. Gakktu í bæinn. Skemmtiferðirnar saman- standa af sérstaklega samansett- um ferðum í tilefni Ferðalangs 2004. Sex hópbílafyrirtæki sjá um að skipuleggja ferðirnar og skipta höfuðborgarsvæðinu bróðurlega á milli sín. Farið verður um nýja og gamla borgarhluta, græn svæði á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem allar ferðirnar innifela afþreyingu og/eða safnastopp, hestaferð, gönguferð, siglingu, kajakróður og svo mætti áfram telja. Í tilefni Ferðalangs 2004 bjóða söfn upp á áhugaverða dagskrá, nokkur hótel bjóða fólk sérstaklega velkomið með því að hafa herbergi til sýnis og tilboð á veitingum, fjallatrukkur fer í nokkrar ferðir upp á Úlfars- fell, bílaleigur bjóða upp á ratleik og ökuleikni með rafmagnsbílum, borgargöngur eru í boði í Reykjavík og Hafnar- firði, hægt er að fara í útsýnisflug yfir Reykja- vík fyrir brot af raun- kostnaði og þannig mætti áfram telja. Fólk verður bara að kíkja sjálft á dagskrána, sem liggur frammi á Select-stöðv- um Shell, í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti og á vefn- um reykjavik.is og velja hvernig það ætlar að eyða deginum. Við verðum einnig með forsölu miða í skipulögðu skemmtiferðirnar í Upplýsingamiðstöðinni í Aðal- stræti og Flugfélag Íslands sér um forsölu í útsýnisflugið.“ – Eru allir í þessum greinum sammála um ágæti þessa? „Já, hugmyndin hefur fengið einróma lof og allir sem við höfum heyrt í eru sammála um ágæti þessarar nálgunar. Margir ferða- þjónustuaðilarnir bjuggu til sér- staka dagskrá í tilefni dagsins en aðrir létu duga að veita veglegan afslátt og bjóða fólk þannig vel- komið með áberandi hætti. Það eru ekki síst ferðaþjónustufyrirtækin sem átta sig á mikilvægi þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu meðvitaðir um mikilvægi ferða- þjónustunnar og þá gífurlegu möguleika sem hún veitir. Á sjötta tug ferðaþjónustufyrirtækja taka þátt í að skipuleggja dagskrá Ferðalangs 2004.“ – Vantar talsvert uppá að þínu mati að borgarbúar nýti sér það sem ferðamenn sækja til borgar- innar? „Já, ég held mér sé óhætt að full- yrða það. Það hafa til dæmis ekki margir farið með stálpuð börn sín í hvalaskoðun eða sjóstangaveiði þó svo að þessi þjónusta bjóðist hér nánast handan við hornið og sé jafnframt stórbrotin náttúruskoð- un og frábær leið til að gera eitt- hvað skemmtilegt með börnunum sínum. Hið sama má segja um ann- ars konar afþreyingu víðs vegar við höfuðborgarsvæðið sem mest er nýtt af er- lendum ferðamönnum en er, þegar betur er að gáð, allt eins skemmti- leg og fróðleg fyrir landann.“ – Geturðu nefnt eða mælt sér- staklega með einhverju? „Nei, ég get það ekki þó ég viti sjálf hvað ég myndi gera með minni fjölskyldu sem almennur ferðalangur á sumardaginn fyrsta! Málið er einfaldlega að smekkur manna er svo ólíkur að það sem höfðar til mín höfðar ef til vill ekki til annarra.“ Dóra Magnúsdóttir  Dóra Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík 1965. B.Sc.-próf í landfræði við HÍ 1992 og loka- próf í hagnýtri fjölmiðlun 1995. 2000 lauk hún prófi í markaðs- og margmiðlunarfræðum frá Int- eractive Marketing and Media Academy í Danmörku. Starfaði um árabil við leiðsögn erlendra ferðamanna og blaðamennsku og sem deildarstjóri í upplýs- ingadeild Flugleiða ’95–’98 og markaðs- og kynningarstjóri Ís- lenskra ævintýraferða ’01–’03. Er nú verkefnisstjóri markaðs- og ferðamála hjá Höfuðborg- arstofu. Maki er Guðmundur J. Guðjónsson margmiðlunarhönn- uður og eiga þau tvö börn, Kára, 11 ára, og Lilju, 6 ára. Á sjötta tug fyrirtækja tekur þátt MJÖG rammt kvað að sinubrunum í gær og var Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kallað út ítrekað vegna þeirra, einkum í Hafnar- firði. Ekki hlutust skemmdir af á híbýlum eða öðrum mannvirkjum, en slökkviliðsmenn voru meira eða minna uppteknir af sinubrunum sem voru orðnir 15 síðdegis í gær. Það sem af er vori hafa brennu- vargar oft sætt færis þegar veður er bjart og þurrt og kveikt í sinu. Sinubrunar taka drjúgan tíma frá slökkviliðinu og vill vaktstjóri slökkviliðsins brýna fyrir foreldr- um og kennurum að vara börn við þeim hættulega leik að kveikja í sinu. Afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar með því að eldur berist í annan gróður og/eða mannvirki. Mörg útköll vegna sinubruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.