Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 27

Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 27 NAUÐGUN er einn viðbjóðsleg- asti glæpur sem hægt er að fremja. En engu að síður er margt sem bendir til þess að sam- félagið meti nauðgun ekki alltaf sem mjög alvarlegan glæp. Frá- sagnir af nauðgunum eftir verslunarmanna- helgina fá iðulega minna pláss í fjöl- miðlum heldur en um- fjöllun um veður. Að baki hverri frétt um nauðgun liggur eftir niðurbrotin mann- eskja, oft til lífstíðar. Með hverri nauðgun sem við fréttum af hef- ur dóttir einhvers, móðir, eiginkona eða kærasta verið eyðilögð. Dómstólar og lög- gjafinn standa sig ekki En hvernig er næmi opinberra aðila gagn- vart nauðgunum? Dómstólar mæta ekki alvarleika brotsins í dómum. Dómstólar taka einnig vægar á nauðgunum sem eru framdar af einhverjum sem fórn- arlambið þekkti. Í svokölluðum ,,til- efnislausum“ nauðganum eru dæmdir þyngri dómar. Þetta eru hættuleg skilaboð sem erfitt er að skilja enda er aldrei tilefni til nauðgunar til staðar. Reynsla konu sem verður fyrir nauðgun af hálfu kunningja er ekkert bærilegri en þeirrar sem verður fyrir nauðgun af hálfu ókunnungs. Löggjafinn er ekki heldur í sam- ræmi við þann veruleika sem þol- endur nauðgana búa við. Löggjaf- inn gerir ráð fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi til að hægt sé að beita hinu eiginlega nauðgunarákvæði í 194. gr. almennra hegningarlaga og er refsingin frá 1–16 ár. Sé ekki of- beldi til staðar er 195. gr. beitt með refsingu upp að 6 árum og sú nauðgun er aðeins skilgreind sem ,,ólögmæt nauðung“ af hálfu lög- gjafarvaldsins. Munurinn á refsihæð lagaákvæð- anna eru heil 10 ár og sýnir það að löggjafinn lítur nauðgun ,,án ofbeld- is“ ekki nærri eins alvarlegum aug- um og ef um nauðgun skv. 194. gr. er að ræða. Skilyrði um of- beldi eða hótun um of- beldi rímar hins vegar oft ekki við þann veru- leika sem konur lenda í þegar þær verða fyr- ir nauðgun. Er það í samræmi við upplifun fórn- arlambsins að ofbeldið sé það versta við nauðgun? Skyldi þeim konum sem verða fyr- ir nauðgun skv. 195. gr. líða öðruvísi en þeim konum sem eru þolendur nauðgunar skv. 194. gr.? Sú áhersla sem lögð er á ofbeldi dregur úr öðr- um þáttum, eins og að nauðgun er fyrst og fremst árás á kyn- frelsi, athafnafrelsi og virðingu. Lögin bera því þess merki að þau eru samin út frá sjónarhóli gerand- ans en ekki þolandans. Karlmenn segja NEI við nauðgunum Það er grundvallaratriði að átta sig á að það eru karlar sem nauðga. Þess vegna er mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni um nauðg- anir og velti fyrir sér leiðum til að koma í veg fyrir nauðganir. Föstudaginn 23. apríl mun Karla- hópur Femínistafélags Íslands standa fyrir átakinu Karlmenn segja NEI við nauðgunum og er takmarkið að fá karla til að velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Þar sem það eru karlar sem nauðga þá eru það karlar sem geta komið í veg fyrir nauðganir. Karlar geta komið í veg fyrir nauðgun Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um nauðganir Ágúst Ólafur Ágústsson ’Þar sem þaðeru karlar sem nauðga þá eru það karlar sem geta komið í veg fyrir nauðg- anir.‘ Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Á SUMARDAGINN fyrsta eru allir hvattir til að fagna nýju ferðasumri með fyrirtækjum og stofnunum í ferðaþjónustu og vera ferðamenn í einn dag. Allir sem hafa fengið gesti þekkja það að fara um borgina og landið og kynna það helsta sem fyrir augun ber. Fæstir gera sér hins vegar grein fyrir þeim aragrúa spenn- andi ferðaþjónustuað- ila og afþrey- ingamöguleika sem þróaðir hafa verið á undanförnum árum um allt höfuðborg- arsvæðið. Ferðalangi 2004 – ferðamaður í einn dag – er ætlað að draga þetta fram. Ferðaþjónustufyr- irtæki bjóða heim. Dagur ferðaþjónustunnar Ferðalangur er einn fyrsti af- rakstur stefnumótunar Reykjavík- urborgar í ferðamálum sem kynnt verður á næstunni. Hún var unnin í víðtæku samráði við fjölmarga aðila í ferðaþjónustu af öllu höf- uðborgarsvæðinu. Með Ferðlangi á að freista þess að efla samstarf ferðaþjónustuaðila þvert á sveitar- félagamörk og hvetja íbúa til að ferðast á heimaslóð; horfa á um- hverfið með augum gestsins – og verða í leiðinni betri gestgjafar gagnvart ferðamönnum, jafnt er- lendum sem innlendum. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að íbúar eru helstu leiðsögumenn gesta sinna og ferðafólks almennt. Viðmót okkar gagnvart ferðafólki ræður oft úrslitum um að gera dvölina hér eftirminnilega og ánægjulega. Um leið verður Ferðalangur vonandi með tím- anum til þess að efla ásýnd ferða- þjónustunnar og benda á mik- ilvægi hennar sem atvinnugrein. Dagskrá fyrir fjölskylduna Fjölbreytt og fjölskylduvæn dag- skrá verður í boði víðsvegar á höf- uðborgarsvæðinu í tengslum við Ferðalang. Hópbílafyrirtæki standa fyrir spenn- andi skemmtiferðum með leiðsögn á ís- lensku, auk þess sem afþreyingarfyrirtæki, hótel, bílaleigur, söfn og fleiri bjóða Íslend- ingum að kíkja í bæ- inn og kynna sér að- stöðuna og þjónustuna. Flugfélag Íslands býður í útsýn- isflug yfir borgina fyrir aðeins 1.500 kr. Hvalaskoðunarfyr- irtækin sýna heima- mönnum þá heillandi veröld hafs- ins og gefa kost á sjóstangaveiði. Hjá Íshestum og í Laxnesi verða útreiðar auk þess sem Gestakort Reykjavíkur, sem veitir ókeypis aðgang að öllum helstu söfnum, sundlaugum og strætó, verður selt á 500 kr. Dagskráin í heild er á www.reykjavik.is og www.visi- treykjavik.is Fjölbreyttar skemmtiferðir Útfærðar hafa verið fimm frábær- ar skemmtiferðir á heimaslóð í til- efni dagsins þar sem fléttað er saman skoðunarferðum um ný hverfi, afþreyingu sem ekki allir vita af, siglingum, hella- og nátt- úruskoðun, ferð um nálægar sögu- slóðir og Hafnarfjarðarferð í fylgd Víkinga og álfa. Allar ferðirnar eru í fylgd viðurkenndra leiðsögu- manna. Öll börn fá ókeypis aðgang og blöðrur í kaupbæti. Raunar er rétt að benda á forsala fullorð- insmiða (1.000 kr.) verður í Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna, Að- alstræti 2. Rétt er að tryggja sér miða tímanlega þar sem búast má við umtalsverðri ásókn. Víðtækt samstarf að sameiginlegu markmiði Höfuðborgarstofa, markaðs- og ferðamálaskrifstofa Reykjavík- urborgar, hafði frumkvæði að skipulagningu þessa nýja við- burðar sem vonandi mun festa sig í sessi á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Að honum hefur ver- ið unnið í samstarfi við fyrirtæki og sveitarfélög auk Ferða- málaráðs, Ferðamálasamtaka höf- uðborgarsvæðisins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Er þeim öllum þökkuð góð viðbrögð og vaskleg vinna á undirbúningstímanum. Sameiginlegt markmið allra sem að deginum standa er að kynna fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins allt það skemmtilega sem ferða- mönnum býðst að gera á svæðinu og við jaðar þess – að bregða und- ir sig betri fætinum, og vera ferðamaður í einn dag. Ferðalangur 2004 – gerumst ferðamenn í einn dag! Dagur B. Eggertsson skrifar um ferðaþjónustumöguleika ’Ferðalangur er einnfyrsti afrakstur stefnu- mótunar Reykjavíkur- borgar í ferðamálum sem kynnt verður á næstunni.‘ Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Höfuðborgarstofu. TIL skamms tíma þótti sjálfsagt að sömu kennsluaðferðir í skólum ættu við alla nemendur jafnt. Þeir sem ekki gátu fylgst með ein- hverra hluta vegna urðu að hætta og hlutu þann dóm að vera óhæfir til náms. Þetta einstrengings- lega sjónarmið hefur sem betur fer vikið smátt og smátt og æ fleirum orðið ljóst að sömu aðferðir við kennslu í skólum geta ekki átt við alla; sum- ir nemendur þurfa sérstaka meðferð og geta staðið sig vel ef rétt er að farið. Samvinna heimilis og skóla Í Menntaskólanum í Kópavogi stendur nemendum, sem lokið hafa samræmdu prófi í tveimur greinum og meðaltal þeirra og skólaeinkunna er 5,0, til boða nám á almennri braut I (fornám). Nám- ið skiptist í tvær annir – haust- og vorönn. Milliannarpróf er tekið á miðri haustönn og gildir 50% af lokaeinkunn annarinnar. Á al- mennri braut I er mikil áhersla lögð á umsjón með nemendum og samvinnu heimilis og skóla. Þann- ig er umsjónarmaður brautarinnar vikulega við fyrir foreldra til skrafs og ráðagerða. Kennarar brautarinnar funda einnig viku- lega og bera saman bækur sínar varðandi framfarir og ástundun nemenda sinna. Foreldrafundir eru haldnir einu sinni á hverri önn. Við almenna braut I kenna þaulvanir kennarar með mikla reynslu, og nemendur eru ein- ungis 15 í hóp þannig að hægt er að sinna hverjum og einum mjög vel. Á fyrri önn skiptist námið sem hér segir: Nem- endur eru átta kennslustundir í ís- lensku, sex í ensku, sex í dönsku, sex í stærðfræði, sex í upp- lýsinga- og tölvu- tækni, tvær viku- stundir í námstækni og tvær í íþróttum. Fyrir utan þetta fá nemendur aðstoð við heimanám tvær stundir á viku hverri. Nemendur halda sér- staka vinnubók í öll- um fögum sem þeir fá einkunn fyrir. Á seinni önn er ís- lenska í 8 tíma á viku, enska 6, danska 6, stærðfræði 6, tölfræði 2 tíma en einnig námstækni einn tíma og aðstoð við heimanám í tvo tíma á viku. Á þessari önn eins og þeirri fyrri halda nemendur sér- staka vinnubók í öllum fögum og fá einkunn fyrir. Ný tækni og góð aðstaða Aðstaða til kennslu í Mennta- skólanum í Kópavogi er mjög góð. Skjávarpinn gerir það að verkum að hægt er að stækka allt letur, myndir, gröf og fleira eins mikið og þörf er á. Þetta kemur sér ein- staklega vel fyrir nemendur á þessari braut sem margir hverjir eiga við lesblindu að stríða. Snertitaflan er og bráðnauðsyn- legur kennslubúnaður fyrir al- menna braut I. Þar er hægt að setja liti inn til undirstrikunar eða breytinga og möguleikarnir nánast óteljandi. Þessi frábæra aðstaða til kennslu bæði á móðurmáli, tungumálum og stærðfræði, ásamt miklu aðhaldi í námi, veldur því að árangur verður góður og brottfall lítið. Að loknu vel heppnuðu námi á almennri braut I geta nemendur síðan valið um að fara á almenna braut II eða grunndeild mat- vælasviðs í MK. Einstaka nem- endur hafa náð yfir 8 á lokaprófi og eiga þeir þá rétt til að fara inn á stúdentsprófsbrautir MK. Skiptir sköpum Það er óþarfi að fara mörgum orð- um um hve mikilsvert er að hlúa eins vel og mögulegt er að þeim nemendum sem einhverra hluta vegna eiga við erfiðleika að etja í námi sínu. Ný tækni og breyttar kennsluaðferðir gera kleift að sinna þeim mun betur en áður, svo að þeir geta oft náð undraverðum árangri. Þetta er ekki lítils virði með tiliti til þess að menntun er nú á dögum það sem skiptir sköp- um varðandi framtíð ungs fólks og velgengni þess í lífinu. Nám við allra hæfi að loknu grunnskólaprófi Þóranna Tómasdóttir Gröndal skrifar um menntamál ’Aðstaða til kennslu íMenntaskólanum í Kópavogi er mjög góð.‘ Þóranna Tómasdóttir Gröndal Höfundur er MA í íslensku og umsjónarmaður almennrar brautar I í Menntaskólanum í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.