Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 45 DAGBÓK VOR Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. Snorri Hjartarson LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinninganæm/ur og sterk/ur leiðtogi og leggur þig fram um að hjálpa þínum nánustu og þeim sem minna mega sín. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að gera það upp við þig hvað skiptir þig mestu máli í líf- inu. Fólk gerir sér allt of oft ekki grein fyrir því hvað skiptir raun- verulegu máli fyrr en það er orðið of seint. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er komið að þér að end- urhlaða batteríin fyrir næsta árið. Sólin verður í merkinu þínu næstu fjórar vikurnar og það ger- ir þig kraftmeiri en venjulega. Þú gætir líka fengið óvænt tækifæri upp í hendurnar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt helst alltaf vera á fullri ferð en það er þó mikilvægt að þú gefir þér tíma til hvíldar og af- slöppunar þannig að þú tapir ekki einbeitingunni. Dragðu andann djúpt og leyfðu þér að slaka á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt njóta aukinna vinsælda næstu sex vikurnar. Fólk langar til að vera með þér og því áttu von á þónokkrum heimboðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt njóta óvenju mikillar at- hygli næstu fjórar vikurnar og ættir því að huga að útliti þínu. Þú þarft ekki að leggja mikið á þig til að vekja hrifningu fólks. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gerðu eitthvað óvenjulegt í dag. Þú hefur þörf fyrir að víkka sjón- deildarhring þinn, annaðhvort með ferðalögum eða framhalds- námi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Reyndu að ganga frá skuldum og reikningum og mál- efnum sem tengjast sameig- inlegum eignum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur lært margt af sam- skiptum þínum við aðra þessa dagana. Sólin verður beint á móti merkinu þínu næstu fjórar vik- urnar og því verða nánustu sam- bönd þín í brennidepli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður tími til að koma skipulagi á líf þitt. Byrjaðu á því að rýma til í kringum þig með því að henda því sem þú notar ekki og þarft ekki á að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefðu sjálfri/sjálfum þér tæki- færi til að njóta listviðburða og skemmtana. Þér líður eins og þú sért barn í annað sinn og því þarftu að gefa þér tíma til að gera það sem þér finnst skemmtilegt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjölskyldan verður í brennidepli hjá þér næsta mánuðinn og þú munt sennilega eiga óvenjumikil samskipti við foreldra þína. Sýndu þínum nánustu þolinmæði og hlýju. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er að færast meiri hraði í lífið hjá þér. Þú munt hafa nóg að gera við lestur og skriftir á næst- unni auk þess sem þú verður í miklum samskiptum við annað fólk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. cxd5 Rxd5 8. Dc2 Rc6 9. Be2 0-0 10. 0-0 Be7 11. Hd1 Bf6 12. Re4 Be7 13. Bc4 Bd7 14. Reg5 Rf6 15. Re5 Rb4 16. De2 Hc8 Líf atvinnuskák- mannsins er ekki allt- af dans á rósum og hefur hin síðari ár jafnvel orðið erfiður róður fyrir bestu skákmenn heims að finna mót við sitt hæfi. Þetta hefur leitt til þess að þeir leita æ meir í liðakeppnir en staðan kom upp í frönsku deildakeppn- inni sem lauk fyrir skömmu. Enski ofur- stórmeistarinn Michael Adams (2.731) hafði hvítt gegn Gabor Kallai (2.497). 17. Rexf7! og svartur gafst upp enda staðan töpuð eftir 17. – Hxf7 18. Bxe6 Bxe6 (18. – Be8 19. Rxf7 Bxf7 20. Bxc8 vinnur á hvítt líka.) 19. Dxe6 De8 20. Rxf7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. UNDIR venjulegum kring- umstæðum væri vandalaust að vinna sex spaða í spili dagsins, enda eina hættan sú að tromp mótherjanna skipt- ist 4–0. En gerum ráð fyrir því að kringumstæðurnar séu óvenjulegar: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠10976 ♥Á74 ♦Á104 ♣KD3 Suður ♠ÁK432 ♥8 ♦KD5 ♣Á1076 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Eftir Standard-opnun á laufi finna NS spaðann og leita svo eftir slemmu. Þrjú lauf suðurs er krafa og geim- leit á því stigi, en síðan koma fyrirstöðusagnir og lyk- ilspilaspurning. Norður sýn- ir tvo ása, en ekki drottn- inguna í spaða. Útspil vesturs er hjartakóngur. Hvernig er best spila? Allt snýst þetta um tromp- ið. Það er taktísk byrjun að spila (lymskulega) spaða- sexu úr borði og láta hana fara ef austur fylgir með fimmu. Ef austur á öll trompin þarf ekki að gefa nema einn trompslag, en það er þægilegra að „stela“ slag strax og geta þá notað fjórða tromp blinds til að stinga lauf. En segjum að austur fylgi ekki lit í spaðann. Þá kemur upp þyngri staða: Norður ♠10976 ♥Á74 ♦Á104 ♣KD3 Vestur Austur ♠DG85 ♠– ♥KD9 ♥G106532 ♦62 ♦G9873 ♣9842 ♣G5 Suður ♠ÁK432 ♥8 ♦KD5 ♣Á1076 Nú verður að byggja upp þriggja spila endastöðu, þar sem vestur á DG8 í trompi, blindur 1097 og suður Á4 í trompi og eitt spil í láglit. Undirbúningurinn felst í því að trompa hjörtu blinds, taka svo fyrst þrjá efstu í laufi, því vestur þarf alltaf að eiga minnst þrjú lauf. Hér kemur gosinn annar í austr- inu, sem þýðir að hægt er að henda tígli í lauftíu, taka tvo efstu í tígli og spila hátígli að heiman í lokastöðunni. Og þá er vestur skák og mát. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STREITA www.heilsuvernd.is KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Brids aðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16. Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg. Laugarneskirkja. Kl. 18 æfing fermingar- barna vegna fermingar sumardagsins fyrsta. Börn mæti með forráðamönnum sínum. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 20. Bjarni Karlsson sóknarprestur tek- ur upp þráðinn að nýju og kennir nú öll þriðjudagskvöld fram á vor. Aðgangur ókeypis og gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar, bakatil. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina ásamt kór Laugarneskirkju við undirleik Gunnars Gunnarssonar á flygil- inn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leik- ur á klassískan gítar. Gengið er inn um að- aldyr kirkju eða komið beint inn úr fullorðinsfræðslunni. Kl. 21.30 fyrirbæna- þjónusta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl. 20–22 fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðs- félag í Grafarvogskirkju kl. 20–22 fyrir ung- linga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn- legg í hverri samveru. lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir hjartanlega velkomn- ir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt- ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spil- að, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónar- maður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869–1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 og 17 frí hjá Litlum lærisveinum. Næsta æfing er 27. apríl á hefðbundnum tíma. Kl. 17.30 fermingar- æfing fyrir þá sem fermast laugardaginn 24. apríl. Skyldumæting fyrir börn og for- eldra. Kl. 18.15 fermingaræfing fyrir þá sem fermast sunnudaginn 25. apríl kl. 11. Skyldumæting fyrir börn og foreldra. Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverður, samfélag og fræðsla um kristna trú.Einnig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur og nágrennis, Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið ásamt Keflavíkur- kirkju. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is AD KFUK, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Lofgjörðar- og bænasamvera í umsjá Þórdísar K. Ágústsdóttur, Hrannar Sigurð- ardóttur og Kristínar Bjarnadóttur. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar eru alla þriðjudagsmorgna kl. 10 í safnaðar- heimili Hveragerðiskirkju. Herdís Storga- ard verður gestur á foreldramorgni í dag, 20. apríl, og ræðir um slysavarnir og örygg- ismál barna. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerðiskirkja. MEÐ MORGUNKAFFINU Burt, strákur! Í dag steikjum við ekki pulsur! Er þetta hjá lögreglunni? Ég hef áhyggjur af mann- inum mínum. Blaðran hans var að koma alein heim …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.