Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 43 FIDE-MEISTARINN Róbert Harðarson (2.307) náði áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli á First Sat- urday móti í Ungverjalandi sem lauk á föstudag. Hann hafnaði í 2.–3. sæti á mótinu, fékk 9 vinninga í 13 skákum í AM- flokki mótsins. Fjórir aðrir ís- lenskir skákmenn tóku þátt í mótinu. Páll Þór- arinsson (2.278) tefldi einnig í AM-flokki, hlaut 5 vinninga og hafnaði í 11. sæti. Tómas Björnsson (2.256) náði góðum árangri í FM- flokki A, fékk 6½ vinning í 11 skák- um og deildi efsta sæti með fjórum öðrum. Jón Árni Halldórsson (2.193) sem tefldi í sama flokki fékk 4 vinn- inga og lenti í 10.–12. sæti. Sigurður Ingason (1.937) fékk 5 vinninga í 10 skákum í FM-flokki B og hafnaði í þriðja sæti af sex keppendum. Róbert fór taplaus í gegnum mót- ið, vann fimm skákir og gerði átta jafntefli. Hann hafði tryggt sér áfangann eftir sigur í tíundu umferð og slakaði lítið á eftir það. Fyrsti sig- ur hans í mótinu kom í annarri um- ferð þegar hann mætti Þjóðverjan- um Basilius Gikas (2.271). Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Basilius Gikas Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. Dxd4 – Þetta sakleysislega afbrigði, sem Róbert bregður stundum fyrir sig, getur verið erfitt viðfangs fyrir svart. 3. – Rc6 4. De3 Rf6 5. Rc3 e5 Varlegra er að leika 5. … e6. 6. Bc4 Rd4 7. Dd3!? – Nýr leikur, en Róbert hefur áður leikið 7. Bd3 með misjöfnun árangri, t.d. 7. – d5 8. exd5 Rg4 9. Dg3 h5 10. h4 Bc5 11. Rh3 f5 12. Bg5 Da5 13. 0– 0–0 0–0 14. f3 f4 15. Rxf4 exf4 16. Bxf4 Rf2 17. Be5 Rxd3+ 18. Hxd3 Rf5 19. Dg6 Bd7 og svartur vann (Róbert-Nybäck, Reykjavík 2001). 7. … Bb4 8. Bd2 Bxc3 Til greina kemur að leika 8. …d5!? 9. Bxd5 0–0, þótt svartur eigi í vök að verjast, eftir 10. Bg5 Bxc3+ 11. bxc3 Re6 12. Bxf6 Dxf6 13. Re2 Rc7 14. c4 o.s.frv. 9. Bxc3 d5 10. Bxd5 Rxd5 11. Bxd4 exd4 12. Db5+ Dd7 13. Dxd5 Dxd5 14. exd5 Bf5 15. Hd1 Bxc2 16. Hxd4 Kd7 17. Kd2 Bg6 18. Re2 Kd6 19. Rc3 a6 20. h4 f6? Eftir 20. … h5 er ekki verið eins einfalt fyrir hvít að notfæra sér um- frampeðið. 21. h5 Bf7 22. Re4+ Ke5 Engu betra er 22. … Ke7 23. h6 Kf8 (23. – gxh6 24. d6+ Ke6 25. Hxh6 Bg6 26. Rc5+ Kf7 27. Hh3) 24. Hc1 Hd8 25. Hc7 og hvítur að yf- irburðatafl. Eða 22. … Kd7 23. h6 Hhg8 24. Rc5+ Kc8 25. Hc1 b6 26. Re6+ Kb8 27. Rxg7 Hd8 28. d6 Bxa2 29. Rh5 Ha7 30. Rxf6 Hf7 31. Re4 o.s.frv. Stöðumynd 1 23. Ke3 Had8 24. f4+ Kf5 25. d6 b6 26. Kf3 Ke6 27. h6! g5 Eða 27. … gxh6, t.d. 28. Hxh6 Bg6 29. g4 Kf7 30. f5 Kg7 31. Hh1 Bf7 32. Hc1 Hd7 33. Hc7 Hhd8 34. Hxd7 Hxd7 35. a4 a5 36. b4 axb4 37. Hxb4 Bd5 38. Hxb6 Ha7 39. Hb5 Ba8 40. a5 Ha6 41. d7 Hd6 42. Hb8 Bxe4+ 43. Kxe4 Hxd7 44. a6 Kh6 45. Hb4 Kg5 46. Ha4 Hd8 47. a7 Ha8 48. Kd5 og hvítur vinnur. 28. fxg5 f5 Eftir 28. … Ke5 29. Hhd1 Bxa2 30. Rxf6 Kf5 31. Hf4+ Kxg5 32. Re4+ Kxh6 33. Hg4 Hhf8+ 34. Kg3 Hf5 35. Hh1+ Hh5 36. Hf1 á svartur enga skynsamlega vörn við hótun- inni 37. Hf6+. 29. Rf6 Ke5 30. Hd2 f4 Stöðumynd 2 31. g4 fxg3 32. Kg4 Be6+ 33. Kxg3 Kf5 34. Kh4 Hc8 Eða 34. … Kg6 35. He1! Kf7 (ef biskupinn hreyfir sig, kemur 36. He7 með máthótun á g7) 36. Rg4! Hhe8 (36. … Bxg4 37. He7+ Kg8 38. Hf2 Hd7 (38. … Bd1 39. Hg7+ mát) 39. He8+ mát) 37. Hf2+ Kg8 38. Rf6+ Kf7 (38. … Kh8 39. Rxe8 Hxe8 40. Hxe6 Hxe6 41. Hf8+ mát) 39. Rxe8+ Kxe8 40. Hxe6+ og hvítur vinnur auðveldlega. 35. Hf1+ Kg6 Önnur leið er 35. … Ke5 36. Rd7+! Bxd7 37. He1+ Kf5 38. Hf2+ Kg6 39. Hf6+ mát. 36. Rg4! og svartur gafst upp. því að hann verður mát: 36. … Bxg4 (36. … Bf5 37. Re5+ mát; 36. … Hhf8 37. Re5+ mát; 36. … Hc5 37. Hf6+ mát) 37. Hf6+ mát. Sýslumót Kjósarsýslu Sýslumót Kjósarsýslu í skólaskák verður haldið í Garðabergi, Garða- torgi 7, í Garðabæ (félagsmiðstöð aldraðra) kl. 18 þriðjudaginn, 20. apríl. Þátttökurétt hafa 2 keppendur frá hverjum skóla í yngri (1.–7. bekk) og eldri aldursflokki (8.–10. bekk). Þ.e. um er að ræða 2 keppendur í hvorum flokki fyrir sig, fjóra alls. Um er að ræða keppendur úr öll- um skólum í Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Seltjarnarnesi og Mos- fellsbæ auk Kjósar. Mótið er undankeppni fyrir Kjör- dæmismót Reykjaness og á kjör- dæmismót fara svo tveir efstu kepp- endur í hverjum flokki úr sýslumótinu auk tveggja keppenda úr Hafnarfirði og tveggja úr Kópa- vogi sem keppa á innanbæjarmótum. Einnig koma tveir keppendur úr hvorum flokki frá Suðurnesjum. Það mót verður haldið á sama stað kl. 13. sumardaginn fyrsta, hinn 22. apríl. Það mót er aftur undankeppni fyr- ir Landsmót í skólaskák sem verður haldið væntanlega á Norðaustur- landi í ár. Reykjaneskjördæmi á einn fulltrúa í eldri flokki en tvo í yngri flokki á Landsmóti. Skráning fer fram hjá Páli Sig- urðssyni í síma 861 9656 eða í tölvu- pósti (pall@vks.is). Róbert náði AM-áfanga og öðru sæti SKÁK Búdapest FIRST SATURDAY MÓTIN 3.–16. apríl 2004 Stöðumynd 1 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Róbert Harðarson dadi@vks.is Stöðumynd 2 www.thumalina.is ÞAU mistök voru gerð við vinnslu Morgunblaðsins í gær að síða með minningargreinum var ranglega auðkennd. Efst á síðunni átti vita- skuld að standa Minningar. Að- standendur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Réttur aldur Í frétt um 30 ára afmæli Grinda- víkurkaupstaðar í gær misritaðist aldur Kristlaugar Lilju Halldórs- dóttur, sem settist í sæti forseta Ís- lands. Kristlaug er 6 ára en ekki 5 ára eins og stóð í myndartexta. LEIÐRÉTT Fjallað um dönskukunnáttu ís- lenskra námsmanna Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, flytur fyr- irlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum í dag, þriðjudaginn 20. apríl, kl. 16 í stofu 101 í Lögbergi. Í fyr- irlestrinum verður fjallað um nið- urstöður þríþættrar megindlegrar og eigindlegrar rannsóknar meðal íslenskra námsmanna í framhalds- námi í Danmörku, sem unnin var á árunum 1999–2003 o.fl. Aðalfundur Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í dag, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20, í Hásöl- um, safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju við Strandgötu. Gestir fundarins verða: Helgi Benedikts- son hjúkrunarfræðingur hjá Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins, Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Land- spítalanum, og Valgerður Sigurð- ardóttir, yfirlæknir líknardeildar Landspítalans. Námskeið hjá Karuna-búddamið- stöðinni Námskeiðið „Hugleiðsla og daglegt líf“ verður haldið í dag, þriðjudaginn 20., og þriðjudaginn 27. apríl og 4. maí kl. 20–21.30, hjá Karuna-búddamiðstöðin, Ljós- vallagötu 10. Búddanunnan, Ani-la Nyingpo skýrir og veitir hagnýtar leiðbeiningar um hugleiðslu. Þá verður einnig haldið námskeið hjá Karuna er nefnist „Glaður hug- ur“ þriðjudagana 11. og 18. maí kl. 20.–21.30. Ráðstefna um friðargæslu Íslend- inga verður í dag, miðvikudaginn 20. apríl kl. 17, í Skála á Hótel Sögu. Af hverju friðargæsla? heitir ráð- stefnan sem Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg standa að í samvinnu við utanríkisþjón- ustuna. Á ráðstefnunni verður fjallað um til- gang og gildi friðargæslu Íslend- inga. Hvað erum við að gera á er- lendri grundu? Hvaða þýðingu hefur framlag okkar til friðargæslumála fyrir Ísland? Hvað segja þeir sem þegar hafa þjónað á hættusvæðum undir merkjum Íslands? Á ráðstefnunni flytja eftirtaldir framsöguerindi: Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, setur ráð- stefnuna, Sólveig Pétursdóttir, al- þingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Arn- ór Sigurjónsson, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, Hallgrímur Sig- urðsson flugumferðarstjóri, Nína Björk Jónsdóttir, blaðamaður Morg- unblaðinu, og Þórunn Hreggviðs- dóttir hjúkrunarfræðingur. Í DAG Fyrirlestur um viðhorf nem- endahópa í leikskólakenn- aranámi Jóhanna Einarsdóttir dós- ent við KHÍ og Sif Einarsdóttir dósent við KHÍ halda opinn fyr- irlestur á morgun, miðvikudaginn 21. apríl, kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð. Yfirskrift fyrirlestrarins er: „Þær eiga börn á okkar aldri“ – Reynsla og viðhorf eldri og yngri leikskólakennaranema. Í fyrirlestrinum greina Jóhanna og Sif frá rannsókn á reynslu og viðhorfi ólíkra nemendahópa í leikskólakenn- aranámi. Þær könnuðu hvernig nem- endum líkaði kennslufyrirkomulagið og tengsl þeirra við aðra nemendur o.fl. Fyrirlesturinn er á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla Ís- lands. Lögrétta, félag laganema við Há- skólann í Reykjavík heldur lög- fræðiþing á morgun, miðvikudaginn 21. apríl kl. 13, í þingsal 101 í Háskól- anum í Reykjavík. Jón Steinar Gunn- laugsson prófessor heldur erindi um nýfallinn dóm Hæstaréttar í máli nr. 344/2002, íslenska ríkið gegn Söndru Lind Eggertsdóttur. Málið snýst um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna meintra læknamistaka sem urðu við fæðingu Söndru Lindar. „Markaðssetning gagnvart börn- um og unglingum, hvenær er of langt gengið?“ er yfirskrift hádeg- isverðarfundar ÍMARK, félags ís- lensks markaðsfólks, sem haldinn verður á morgun, miðvikudaginn 21. apríl, í Ársal Radisson SAS Hótels Sögu kl. 12–13.30. Fundarstjóri er Guðrún Ögmundsdóttir alþing- ismaður. Framsögu hafa: Anna María Proppé, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður á Fíton, Ketill B. Magnússon, stundakennari í við- skiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, og María Dungal, sér- fræðingur á markaðssviði Lands- bankans. Á MORGUN Á MORGUN, miðvikudaginn 21. apríl, eru síðustu forvöð á að skrá sig hjá Vinnumiðlun ungs fólks fyrir sumarið 2004. Þeir sem eru fæddir 1987 eða fyrr og með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá Vinnu- miðlun ungs fólks. Í boði eru sum- arstörf hjá stofnunum Reykjavíkur- borgar og eru störfin mjög fjölbreytt. Einungis er hægt að sækja um á netinu á heimasíðu Vinnumiðlunar- innar www.vuf.is Ef umsækjendur hafa ekki aðgang að netinu geta þeir komið í Vinnumiðlunina og nýtt sér þær tölvur sem þar eru. Starfsfólk Vinnumiðlunar er einnig boðið og búið til að aðstoða þá umsækjendur sem ekki eru netvanir. Vinnumiðlun- in er opin til kl. 21 annað kvöld. Lokadagur Vinnumiðlunar ungs fólks „SAMTÖKIN Lífsvog lýsa furðu sinni á umkvörtunum fulltrúa Land- spítala – háskólasjúkrahúss, um meint læknamistök í fjölmiðlum, varðandi atgervisflótta úr lækna- stétt vegna þessa,“ segir í ályktun samtakanna. „Samtökin telja nærtækari skýr- inga að leita í skipulagsmálum sjúkrahússins og að virðist skorti á fjármagni til þess að reka nauðsyn- legar bráðadeildir sbr. uppsagnir hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum sem að öllum líkindum ógna öryggi sjúklinga. Fulltrúi frá Lífsvog átti fund með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga nú í janúar sl. þar sem mistök í heil- brigðisþjónustunni voru til umræðu við hringborð. Á fundi þessum var viðhorf al- mennt uppi að bæta þyrfti skráningu og gæðaferli allt innan sjúkrahúsa sem utan, hins vegar væri stóraukið álag starfa sívaxandi áhættuþáttur. Þar kom fram að stofnaður hefði ver- ið rannsóknarhópur á vegum emb- ættis Landlæknis, til þess að skoða alvarleg tilvik sem upp koma. Oftar en ekki er umfjöllun um meint læknamistök í fjölmiðlum gagnrýni á málsmeðferð í kerfinu sem enn þann dag í dag er þung- lamaleg og því miður á stundum ekki í þeim faglega farvegi sem vera skyldi,“ segir í ályktuninni. Lífsvog undrandi á umkvörtunum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi við gatnamót Hringbrautar og Njarðar- götu föstudaginn 16. apríl kl. 14.13. Þá rákust saman tvær fólksbifreiðir, Saab 90 og Toyota Yaris, sem báðum var ekið vestur Hringbraut. Vitni að óhappinu eru beðin um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9014 eða 569 9050. Lýst eftir vitnum „Á SÍÐASTA stjórnarfundi LIST- EN, samráðsfundi stjórna norrænna kennaranema, í Stokkhólmi 27. mars sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Norrænir kennaranemar mót- mæla harðlega áætlunum um að inn- heimta skólagjöld við Háskóla Ís- lands. Þessar áætlanir grafa undan megingildi norrænnar menningar um gjaldfrjálsa almenningsmenntun og þar með velferðarkerfinu öllu. Nor- rænir kennaranemar hvetja íslenska stjórnmálamenn og háskólafólk til að hugleiða niðurrifsáhrif slíkrar stefnu- breytingar til langframa.“ Undir þetta skrifa fulltrúar stjórna allra kennaranemasamtaka á Norð- urlöndum sem alls hafa um 49.500 fé- lagsmenn á sínum snærum. LISTEN leggst gegn skóla- gjöldum í HÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.