Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Jeanne D’arc, Georges Leygues, og Helgafell koma í dag. Jupiter og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hermann Sibum kem- ur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. S. 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans, kl. 15 boccia. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð í Bónus kl. 12.40, bóka- bíllinn á staðnum kl. 14.15–15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng- og harmónikku- stund í borðsal. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur, spil og bók- bandsnámskeið, kl. 16– 17 leikfimi og jóga. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Tréskurður kl. 13.30, Garðakórinn, kór FEBG, æfing kl. 17. Lokað í Garðabergi eft- ir hádegi, kirkjan með opið hús í Safnaðar- heimilinu. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, frjáls prjónastund, Morgungangan kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11, brids og billjard kl. 13, saumur og billj- ard 13.30. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Kl. 9–17 myndlistasýning. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9. 15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list, línudans, kl. 15 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9. 30 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, miðvikudag, dansæfing í Fjölnissal kl.13.30. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, kl. 13–16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 hand- mennt, og postulín, kl. 14 félagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20. Sjálfsbjörg, Hátúni 12, kl. 20 bingó. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Aðalfundur í Húnabúð þriðjud. 4. maí kl. 20. Lagabreyt- ing. Minningarkort Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og lang- veika fást í s. 587 5566, fyrir hádegi. Í dag er þriðjudagur 20. apríl, 111. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Því að hér höfum vér ekki borg er stendur, heldur leit- um vér hinnar komandi. (Hebr. 13, 14.)     Þorbjörg SigríðurGunnlaugsdóttir gagnrýnir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra í grein á Deiglunni fyrir að hafa borið það fyrir sig að jafnréttislögin væru barn síns tíma eftir að kæru- nefnd jafnréttismála úr- skurðaði að hann hefði brotið lögin með því að skipa karl í embætti hæstaréttardómara sem metinn var minna hæfur en kvenkyns umsækjandi.     Dómsmálaráðherra hef-ur sumsé látið sér nægja að bregðast þannig við að engu máli skipti að hann hafi brotið gegn landslögum, því hann sé ekki sammála þessum lögum,“ segir Þorbjörg. „Björn hefur reyndar líka talið að það hljóti að vera eitthvað bogið við jafn- réttislöggjöf landsins og kærunefndina sjálfa þar sem úrskurði hennar hafi verið snúið við af Hæsta- rétti í tilteknu máli. Hér gleymir hann að nefna að héraðsdómur var sam- mála kærunefndinni og með sömu röksemda- færslu væri því hægt að segja að sitthvað væri bogið við héraðsdóms- stólastigið. Nú er það þannig að sumum úr- skurðum kærunefndar- innar hefur verið hnekkt af Hæstarétti en aðrir úr- skurðir hafa verið stað- festir. Þetta út af fyrir sig segir vitaskuld lítið um tilverurétt kærunefndar- innar eða jafnréttislag- anna.“     Þorbjörg bendir jafn-framt á að misskiln- ings hafi gætt um efni jafnréttislaganna í um- ræðunni undanfarið. „Birni Bjarnasyni bar ekki að skipa Hjördísi af því að hún er kona, ekki af því Björn Bjarnason átti að gjalda fyrir syndir forvera sinna, heldur ein- faldlega vegna þess að Hjördís var hæfari en sá dómari sem Björn skip- aði. Í þessu máli eru ekki áhöld um það hvor aðilinn var hæfari.“     Þorbjörg segir dóms-málaráðherra hafa sýnt með skipun sinni að jafnréttislögin séu nauð- synleg. „Allur sá farsi sem fór af stað eftir úr- skurð kærunefndar jafn- réttismála sýnir því mið- ur alltof vel hve nauðsyn- leg lögin eru og jafnframt vel nauðsyn þess að hafa úrræði á borð við kæru- nefnd jafnréttismála. Enn er raunin sú að konur standa ekki jafnfætis karlmönnum á atvinnu- markaði þrátt fyrir menntun og reynslu. Þessa staðreynd skynja ekki allir, eða horfa vís- vitandi framhjá, og því er mikilvægt að jafnrétt- islögin séu til staðar sem og úrræði við brotum á þeim.     Um mikilvægi þess aðdómsmálaráðherra fari að landslögum ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða,“ segir Þorbjörg að lokum. STAKSTEINAR Dómsmálaráðherra brýtur gegn landslögum Víkverji skrifar... Víkverji er enginn stóraðdáandieinkabílsins. Hann er hrifnari af göngum og hjólreiðum sem ferða- máta. Þó vill brenna við að stór- innkaup í ódýrari verslunum og ým- iss konar tilfærslur á þungum hlutum milli landshluta geri kröfur um millistaðagræju á fjórum hjól- um, og helst til rúmgóða. Því fjár- festi Víkverji í prýðilegum Saab 9000i frá árinu 1988. Frábær bíll í alla staði, þótt hann sé nokkuð kom- inn til ára sinna, mjúkur, lipur og rúmgóður. En eins og fer oft með gamla bíla eru nú ýmsir hlutir farnir að gefa eftir og getur tekið dálítinn tíma að láta laga græjuna, enda við- gerðarmaðurinn náinn Víkverja og gerir við bílinn fyrir hann af ein- skærri greiðvikni og vináttu. Vík- verja þykir það þó langtum betra fyrirkomuleg en rándýr bíll og rán- dýrar viðgerðir. Yfirleitt þarf bara að setja hosu utan um eitthvert rör, og þá er allt í lagi. Engar flóknar tölvugræjur, bara bíll. Um daginn fór vatnskassi sjálf- rennireiðar fjölskyldunnar að leka og bíllinn að hitna. Þetta var á sunnudagskvöldi og fjölskyldan á leið úr fermingarveislu. Víkverji minntist þá tilburða föður síns í lík- um aðstæðum, en faðirinn hafði í líkum kringumstæðum (enda átti hann líka alltaf gamla bíla) rúntað inn á bensínstöðvar, skrúfað frá krana og fyllt á vatnskassann með tilheyrandi slöngu. Með þessa minn- ingu lifandi í huga sínum ók Víkverji beint inn á plan þjónustustöðvar Skeljungs í Skógarhlíð. En viti menn! Þar var engin slanga, búið að skrúfa fyrir allt vatn og ekki einu sinni kústar til að þrífa bílinn. Vík- verji varð forviða! „Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?“ spurði Víkverji frúna agndofa. Hún sagðist hafa heyrt af því að bensínstöðvar væru farnar að taka saman allar þvottagræjur á kvöldin vegna þess að unglingar væru að fíflast með þær. Fyrr má nú aldeilis fíflast með vatnsslöngu. En Víkverji dó ekki ráðalaus og rölti inn á skrifstofu leigubílastöðv- arinnar BSR. Tóku starfsmenn hon- um með virktum og buðu velkom- inn. Fékk hann tveggja lítra flösku og allt það vatn sem hann vildi og þakkaði hann vel fyrir sig þegar hann kvaddi. x x x Víkverji er afar þakklátur leigu-bílastöðinni fyrir að bjarga fjöl- skyldunni í þessari neyð, en um leið þykir honum fráleitt að þjón- ustustöðvar bensínstöðvanna séu hættar að útvega óhjákvæmilegum kúnnum sínum grundvallarþjónustu eins og vatn utan opnunartíma. Vík- verji minnist þess einnig að slökkt hafi verið á loftdælu við bensínstöð á Háaleitisbraut þegar dekkið á hjólinu hans var lúið. Þetta er skrýt- ið ástand og ekki til að bæta ímynd fyrirtækjanna sem klippa á þessa verðmætu en ókeypis þjónustu. Morgunblaðið/Ásdís Er þessi iðja óþarfa lúxus utan af- greiðslutíma þjónustustöðvanna? Lögreglan og Jón eða séra Jón ER ekki lögreglan skyldug að rannsaka kærur hvort sem þær koma frá Jóni eða séra Jóni, ég bara spyr ? Ég fór til lögreglunnar í Reykjavík og kærði mann fyrir þjófnað og fjárdrátt. Ég hafði undir höndum sannanir fyrir hvoru tveggja en af einhverjum ástæðum taldist ekki ástæða til ákæru. Hvert á litli maðurinn að snúa sér ef réttarkerfið snýr við honum bakinu? Arnheiður Ragnarsdóttir. „Er að fara að ferma“ „SVEINBJÖRN féhirðir kom heim til að ferma barn- ið sitt og fékk ákæru.“ Þetta stendur stórum stöfum á forsíðu DV. Enn sér maður svona rugl í dagblöðum. Fólk fermir ekki börnin sín sjálft. Það eru prestar í kirkjum landsins sem ferma börnin. Foreldrarnir sjá um að börnin gangi til prestsins og sjá um undir- búning svo sem að kaupa fermingarföt og sjá um veisluhöld. Ég heyri oft konur taka svo til orða: Ég er að fara að ferma eins og þær fermi sjálfar. Fólk þarf að hugsa um hvað það segir. L.M. Varaði við VEGNA fréttar sem var í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag, um að Bush hefði látið eftir Sharon það sem hann vildi fá, þá hef ég varðveitt grein úr Morgunblaðinu síðan 1967. Ben Gurion var þá að vara landsmenn sína við. Í blaðinu stóð: „Ben Gur- ion varaði áheyrendur sína við þeirri gleði sem farið hefði um gyðingaheiminn í kjölfar 6 daga stríðsins. Ben Gurion krafðist þess að öll- um svæðunum sem hefðu náðst yrði skilað með hraði vegna þess að halda þeim mundi skrumskæla og gæti að endingu eyðilagt ríki gyðinganna.“ Lesandi. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU með keðju og í vínrauðu hulstri töpuðust á Laugavegi 33 að 43. Finn- andi góðfúslega hringi í síma 588 7016. Bakhlið af gsm-síma týndist BAKHLIÐ af Samsung gsm-síma (með rafhlöðu) datt af á Álfaskeiði fyrir framan raftækjaverslunina sl. fimmtudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 555 0802 eða 898 6548. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR, svartur og hvítur högni, fæst gefins. Kassavanur. Upplýsingar í síma 699 1866. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 kvenkyns folald, 8 frá, 9 róin, 10 ótta, 11 magrir, 13 hagnaður, 15 ís, 18 skrá, 21 svelgur, 22 hreysið, 23 ber, 24 órétt- látir. LÓÐRÉTT 2 deilur, 3 útlimir, 4 fisk- ur, 5 landið, 6 reiðir, 7 kvenfugl, 12 reið, 14 sefi, 15 árás, 16 kirtla, 17 fim, 18 á, 19 poka, 20 kvendýr LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 nýtni, 4 húmar, 7 fólin, 8 lærin, 9 afl, 11 röng, 13 arga, 14 ættin, 15 fals, 17 nefs, 20 man, 22 lygna, 23 iðjan, 24 arnar, 25 týnir. Lóðrétt: 1 næfur, 2 tólin, 3 iðna, 4 holl, 5 múrar, 6 renna, 10 fitla, 12 gæs, 13 ann, 15 fulla, 16 lygin, 18 elj- an, 19 synir, 20 maur, 21 nift. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.