Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Umfang eftirlitsstarfsemiaf öllu tagi af hálfuhins opinbera hefuraukist umtalsvert á undanförnum árum. Að mati Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands er árlegur kostnaður fyrirtækja hér á landi vegna eftirlitsstarf- seminnar um 7,2 milljarðar króna og þar af er beinn stjórnunar- kostnaður fyrirtækja talinn vera 5,7 milljarðar eða sem svarar til 0,7% af vergri landsframleiðslu. Fjármagnskostnaður fyrirtækja er talinn nema 20% af heildar- kostnaðinum við að framfylgja eftirlitsreglum eða um 1,5 millj- arðar kr. Kostnaður stjórnvalda vegna eftirlitsstarfseminnar er metinn á um 1,5 til 5 milljarða kr. Er hér ekki talinn með ýmis óbeinn kostnaður vegna eftirlitsstarfsem- innar. Heildarkostnaður sam- félagsins að óbeinum kostnaði frá- töldum er þar með talinn liggja á bilinu níu til 12 milljarðar kr. að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar, sem kynnt var í gær. Ábatinn gæti verið á bilinu 10 til 16 milljarðar króna Skipta má kostnaði samfélags- ins vegna opinberra eftirlits- reglna í kostnað fyrirtækja við að framfylgja eftirlitsreglum, í óbeinan kostnað samfélagsins sem fellur einkum á fyrirtækin og kostnað yfirvalda við rekstur eft- irlitskostnaðarins. Ekki var lagt mat á heildarábata af eftirlits- reglum fyrir samfélagið í skýrsl- unni og er tekið fram að erfitt hafi reynst að fá gögn til að meta slíkt og þann ábata til fjár. Bent er á að skv. bandarískri könnun megi telja líklegt að heildarábati af eftirlitsreglum sé meiri en heildarkostnaðurinn. Ef sú grein- ing væri yfirfærð yfir á Ísland megi ætla að árlegur kostnaður gæti verið um 2,5 til 3 milljarðar kr., en ábatinn verulega hærri eða 10 til 16 milljarðar kr. Taka skýrsluhöfundar fram að hér sé þó fyrst og fremst um ágiskun að ræða. Mikilvægt að einfalda Hagfræðistofnun vann skýrsl- una að beiðni forsætisráðuneyt- isins fyrir ráðgjafarnefnd um op- inberar eftirlitsreglur. Markmiðið var að reyna að varpa ljósi á kostnað vegna eftirlitsiðnaðarins og ábata hans fyrir samfélagið í heild. Þóra Helgadóttir, starfs- maður Hagfræðistofnunar, vann skýrsluna undir handleiðslu dr. Ásgeirs Jónssonar sérfræðings. Á fréttamannafundi í gær sagði Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar, sem sæti á í ráðgjafarnefndinni, að mjög fjölþætt eftirlitskerfi ylli fyrir- tækjum oft verulegum kostnaði og mikilvægt væri að einfalda framkvæmd eftirlitsins þar sem þess er kostur. Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sem einnig á sæti í ráð- gjafarnefndinni tók í sama streng og benti á að skv. skýrslunni væri beinn kostnaður fyrirtækja hér á áttunda milljarð kr. vegna eft- irlitsiðnaðarins. Að mati samtak- anna er eftirlitsiðnaðurinn allt of kostnaðarsamur fyrir atvinnulífið. Kom fram í máli hans að SA munu kynna nýjar tillögur um hagræðingu á ákveðnum sviðum eftirlitsstarfseminnar, á aðalfundi samtakanna í næsta mánuði. Í könnun sem Samtök atvinnulífs- ins gerðu árið 2003 kom í ljós að um 40% aðspurðra for- svarsmanna fyrir- tækja kvörtuðu undan íþyngjandi reglubyrði hins opinbera og töldu margir hana vaxa mjög hratt, vera óskilvirka og illa skilgreinda. Eftirlitsreglum fjölgar vegna EES-samningsins Skýrsluhöfundur bendir á að áhrif EES-samningsins á aukið umfang eftirlitsstarfseminnar hafi verið töluverð þar sem íslensk stjórnvöld hafa þurft að taka upp fjölda opinberra eftirlitsreglna til að uppfylla ákvæði hans á síðustu árum en á móti hefur samning- urinn tryggt fyrirtækjum mark- aðsaðgang sem ella væri ekki fyr- ir hendi. Umfang eftirlitsiðnaðarins hef- ur vaxið á Vesturlöndum og í nið- urstöðum skýrslunnar segir að Ís- land hafi fylgt þessari þróun. „[...]þar sem annars staðar hefur umfang eftirlitsstarfsemi farið vaxandi, ekki hvað síst þess eft- irlits sem á að tryggja hina ýmsu félagslegu hagsmuni, dæmis snúa að öryggi linga og umhverfisvernd. tíma hefur eftirlit sem æt tryggja efnahagslega h verið einfaldað og almen reglur að einhverju leyti t Yfirvöld á Íslandi hafa f dæmi annarra vestrænn og mótað heildarstefnu inberan eftirlitsiðnað se það markmið að draga ræði í sam við einstak fyrirtæki, óþarfar efti ur og try eftirlit íþyn um of starf irtækja. Í hafa verið töluverðar b ar á eftirlitsstarfsemi á Í aukin áhersla lögð á að s starfsemi stofnana á þe og auka skilvirkni. Samt s má greina töluverða meðal forsvarsmanna fyri Íslandi vegna íþyngjand eftirlitsreglna. Að einhve má rekja þá óánægju til aðstæðna á markaði, auknum alþjóðaviðskiptu kröfur um samkeppnishæ irtækja aukist sem hefur þess að áhrif eftirlitsre sýnilegri en áður. Auk þ íslensk stjórnvöld þurft upp fjölda eftirlitsregln framfylgja ákvæðum EE ingsins eftir að þau sa hann og hefur oft reynst tryggja skilvirkni þeirra r Tekið er fram að til a þess að bregða mælistiku an kostnað hinna fjölmör eftirlitsreglna var gert r Hagfræðistofnun HÍ hefur gert úttekt ábata samfélagsins vegna eftirlitssta Árlegur kostnaður fyrirtækja 7,2 milljarðar Frá blaðamannafundinum kynnt. Talin frá vinstri Ar dór Árnason, Tryggvi Her                                                             !    " #        %     &' (') (&  ( '   *   * +   ,   ,,    -'  , .    . /  +/ #  . /   0   0     0   1 '2 ) 3( #            !!"     ’Brýnt að reyntsé að ná mark- miðum eftirlits- ins fram á skil- virkan hátt.‘ Úttekt | Heildarkostnaður íslensks sam- félags vegna opinberrar eftirlitsstarfsemi er talinn vera á bilinu 9 til 12 milljarðar króna á ári. Beinn kostnaður fyrirtækja er talinn nema 7,2 milljörðum, að því er fram kemur í frásögn Ómars Friðrikssonar. Hagfræðistofnun HÍ telur að ábati af op- inberum eftirlitsreglum sé yfirleitt meiri en kostnaðurinn fyrir samfélagið í heild. SAMRÆMING MATARSKATTA Fimm samtök í atvinnulífinubirtu í Morgunblaðinu ásunnudag áskorun á stjórn- völd að setja öll matvæli í sama þrep virðisaukaskattsins og fella af þeim vörugjöld samtímis því að ákveðið verði hve mikið eigi að lækka 14% virðisaukaskatt, sem lagður er á flestar tegundir matvæla. Samtökin eru m.ö.o. ekki sammála þeim fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar að lækka lægra þrep virðisaukaskattsins úr 14% í 7% en hreyfa hvorki við efra þrepinu né breyta vörugjöldum. Í núverandi kerfi eru tvö þrep virð- isaukaskatts á mat; flest matvæli bera 14% skatt en ýmis mat- og drykkjarvara, sem oft inniheldur sykur, ber 24,5% skatt. Auk þess eru svo lögð á vörugjöld í átta flokkum, allt frá 8 krónum á kíló eða lítra og upp í 400 krónur, á margvíslega mat- vöru. Þegar leitað er skýringa á mismun- andi skattlagningu matar gefa tals- menn hins opinbera gjarnan þá skýr- ingu að óhollur matur eða „lúxusvara“ sé fremur í efra skatt- þrepinu, en „lífsnauðsynjarnar“ í því lægra. Sömu skýringar eru gjarnan gefnar varðandi mismunandi vöru- gjöld. Þegar grannt er skoðað halda þess- ar röksemdir þó ekki og oft eru rökin á bak við mismunandi gjaldtöku tóm della og eiga ekkert skylt við heil- brigða skynsemi. Morgunblaðið hef- ur í gegnum tíðina bent á ýmis grát- brosleg dæmi um þetta. Þannig hafa verið lögð hærri vörugjöld á vatn á flöskum en sykraða gosdrykki. Vatn á flöskum ber 24,5% virðisaukaskatt en sykraðir goslausir svaladrykkir 14%. Virðist lítið vit í því. Enn minni skynsemi virðist í að kakó, sem mælt er með að blandað sé út í heita mjólk, sé skattlagt öðruvísi en kakó, sem mælt er með að blandað sé út í kalda mjólk. Kakóið fyrir heitu mjólkina eða vatnið ber 14% virðisaukaskatt en kakóið fyrir köldu mjólkina 24,5% virðisaukaskatt. Enginn nema við- komandi embættismenn skilur lík- lega hvers vegna innflutt frosið grænmeti í neytendapakkningum ber 30% vörugjald, en niðursoðið græn- meti ekkert. Meira að segja kartöflu- mús er mismunað; ef hún er í flögum ber hún engin aðflutningsgjöld, en kartöflumús í dufti ber 14 króna kíló- gjald. Hér er heilbrigð skynsemi víðs fjarri. Það er almennt ástæða til að efast um ágæti þess fyrirkomulags að op- inberir embættismenn sitji á skrif- stofum sínum og ákveði að sumt sé hollt og eigi að bera lág gjöld, en ann- að óhollt og eigi að vera dálítið dýrt. Má ekki t.d. alltént deila um að kókó- mjólk beri 14% virðisaukaskatt en hreinn ávaxtasafi 24,5%? Önnur ástæða til að samræma gjöld er að það er almennt óhentugt og dýrt og skekkir samkeppnisstöðu fyrir- tækja að vera með mörg mismunandi skatt- og gjaldþrep. Slíkt eykur líka alltaf hættu á einhvers konar svindli eða undanskoti eins og dæmin sanna. Það virðist því full ástæða til að rík- isstjórnin taki mark á áskorun hags- munasamtakanna við breytingar á skattlagningu matvæla og samræmi skatta og gjöld – að sjálfsögðu til lækkunar. Það er auðvitað mikilvægt hagsmunamál neytenda að skattar á matvæli lækki, en það eru líka hags- munir þeirra að kerfið sé einfaldað og þeim treyst til að taka sjálfir ákvarð- anir um hvað sé hollt og óhollt, út frá þeim upplýsingum og fræðslu sem stendur til boða. Hitt er svo annar handleggur að við allar breytingar af þessu tagi þarf að ganga fast eftir því, bæði af hálfu neytenda og stjórnvalda, að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í raun í vasa neytenda en verði ekki til þess að fyrirtækin geti aukið álagningu sína. Á því hefur stundum orðið mis- brestur. IMPREGILO OG ALÞINGI Ítalska verktakafyrirtækið Imp-regilo, sem vinnur að byggingu Kárahnjúkavirkjunar, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is umsögn um tillögu til þingsálykt- unar um erlendar starfsmannaleig- ur. Í umsögn fyrirtækisins segir m.a.: „Félagið vill hins vegar láta koma fram, að því er það mikið undrunar- efni að á þjóðþingi Íslendinga skuli dreift þingskjali með svo marghátt- uðum, alvarlegum og röngum ásök- unum í garð nafngreinds fyrirtækis og felast í greinargerð með nefndri tillögu. Rógburðuinn er einsdæmi og slíkur að tæpast er tilefni til sér- stakra andsvara.“ Impregilo hefur að sjálfsögðu full- an rétt á að mótmæla ásökunum í garð fyrirtækisins, sem fram koma á Alþingi hvort sem er í umræðum eða í formi þingskjala. Fyrirtækið hefur fullan rétt á að kalla slíkar ásakanir rógburð eða nota hver þau orð, sem fyrirtækinu hentar í þessu tilviki. En það er eitt, sem þetta fyrirtæki getur ekki leyft sér: Það getur ekki leyft sér að gera athugasemdir við að því sem það telur „alvarlegar og rangar ásakanir“ skuli dreift á Al- þingi Íslendinga. Þingmenn njóta friðhelgi á Alþingi og ekki að ástæðulausu. Þeir þing- menn, sem eru staðnir að því að fara með rangfærslur eða rógburð missa traust, sem getur orðið til þess að þeir nái ekki endurkjöri. En það er ekki við hæfi og ekki hyggilegt hjá viðkomandi fyrirtæki, að lýsa „undr- un“ á því, að þingskjali skuli yfirleitt dreift á Alþingi Íslendinga. Hvort sem fyrirtæki eru innlend eða erlend verða þau að sýna þjóð- þingi Íslendinga þá virðingu, sem hæfir grundvallarstofnun íslenzka lýðveldisins. Þingskjöl, sem lögð eru fram á Alþingi, hafa þá þegar fengið ákveðna málsmeðferð. Á meðan ítalska verktakafyrirtækið starfar hér verður það að sýna stofnunum íslenzka lýðveldisins tilhlýðilega virðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.