Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 39 ✝ Hinrik Jón Magn-ússon fæddist á Innri-Veðrará 12. ágúst 1947. Hann lést 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundur Jónsson bóndi, f. 2. mars 1910, d. 21. maí 1988, og Gróa Stein- unn Þórðardóttir, f. 21. apríl 1907, d. 9. júlí 1988. Systir Hin- riks er Kristín Ragn- heiður Magnúsdóttir, f. 24. júlí 1944. Upp- eldisbróðir Hinriks er Steingrímur Stefnisson, f. 12. mars 1952. Hinrik kvæntist 24. ágúst 1968 Matthildi Alvildu Hafsteinsdóttur Fossdal frá Skagaströnd, f. 29. Björk, f. 22. janúar 1993. b) Sólrún Eva, f. 28. ágúst 1994. c) Hildur Birta, f. 28. febrúar 1998. d) Hinrik Logi, f. 22. desember 2001. 3) Svan- björg Gróa, f. 19. maí 1973, maki Bergur Hólm Aðalsteinsson, f. 7. júní 1968. Börn þeirra eru tvíbur- arnir Arnór Ingi og Bergrún Lilja, f. 29. október 1996. Hinrik byrjaði ungur að taka til hendinni, fór ungur til náms í pípu- lagningum til Reykjavíkur en flutt- ist að því loknu aftur til Önundar- fjarðar. Þar fór hann að stunda sjómennsku og starfaði við það óslitið í 25 ár, þar af tæp 19 ár á togaranum Gylli ÍS 261. Vorið 1988 tekur hann svo við æðarvarpi sem foreldrar hans höfðu komið upp og sinnti því af natni með öðrum störf- um. Í janúar 1992 flytjast þau hjón- in til Reykjavíkur en Hinrik stund- aði áfram sjómennsku fyrir vestan þar til í maí 1994. Þá gerðist hann húsvörður í Sólheimum 25 og sinnti því starfi af alúð fram á síð- asta dag. Útför Hinriks fór fram í kyrrþey. nóvember 1949. For- eldrar Matthildar voru Hafsteinn Auð- unn Björnsson, f. 2. febrúar 1921, d. 22. febrúar 1962, og Svan- björg Magdalena Jós- efsson, f. 27. apríl 1925, d. 31. mars 2002. Börn Hinriks og Matt- hildar eru: 1) Magnús Hafsteinn, f. 1. nóvem- ber 1968, maki Sonja Sif Sigurðardóttir, f. 3. október 1972. Börn þeirra eru: a) Hugrún Líf, f. 6. nóvember 1995. b) Selma Björt, f. 13. nóvem- ber 1999. c) Viktor Darri, f. 9. febr- úar 2004. 2) Sigríður, f. 26. desem- ber 1970, maki Árni Björnsson, f. 19. júní 1971. Börn þeirra: a) Linda Elsku hjartans pabbi minn, mér fannst svo gott að komast inn í hlýja faðminn þinn. Viltu vaka yfir mér, án þín er allt svo tómlegt hér, ég mun aldrei gleyma þér. Þú kær verður ætíð mér. Senn förum við í sveitina, að hugsa um fallegu fuglana, og varðveitum þannig minninguna um þig. (S.H.) Börnin þín. Magnús Hafsteinn, Sigríður og Svanbjörg Gróa. Í fáum orðum langar mig til að minnast föður míns og besta vinar en hann er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við tveir áttum margar dýrmætar og eftirminnilegar stund- ir og höfðum gaman af lífinu og tók- umst á við ýmis verkefni líðandi stundar af miklum áhuga. Helst er að minnast ófáu ferðanna vestur í Önundarfjörð á ættaróðalið okkar, Veðrará, þar sem við unnum saman við að hlúa að æðarvarpinu ásamt ættingjum og vinum. Tíndum dún- inn og hreinsuðum, vörðum æðar- fuglinn fyrir ágangi og þess á milli tókum við á móti gestum og nutum þess að vera til úti í guðs grænni náttúrunni. Kajakinn var oft með í för og við rerum saman á kvöldin út í sumarnóttina og lögðum á ráðin um ýmis ævintýr sem við báðir þráðum. Mörg þeirra rættust og lifa í minn- ingunni um ókomna framtíð. Pabbi var ósérhlífinn maður og mátti hvergi vamm sitt vita. Allir gestir voru settir í hásæti og enginn skilinn útundan, allir jafnir. Börnin nutu þess að leika sér í kringum hann enda hændust þau að honum í hvívetna. Hann var mikill barnakall og hafði óþrjótandi þolinmæði gagn- vart börnum og þau eiga eftir að sakna hans sárt eins og við öll hin. Fjölskyldan var alltaf fremst í hans huga og það skipti hann engu þótt hann sjálfur væri aftast í röðinni í kaffiboðum eða ættarmótum. Pabbi var einstaklega geðgóður maður og reiddist aldrei eftir því sem ég man best. Ferðirnar vestur, svokallaðar „frágangsferðir“, fórum við alltaf saman í september ár hvert og gengum frá húsinu og gerðum klárt fyrir vetur konung. Þær ferðir eru eftirminnilegar því þá vorum við alltaf tveir og ræddum mikið um lífið og tilveruna. Við áttum einnig skemmtilega tíma sumarið 2002 úti í Drangey er við háfuðum saman lunda og um miðnætti gengum við í logninu út á eyna og virtum fyrir okkur fegurð Skagafjarðar allan hringinn og sáum flugeldasýningu frá Sauðárkróki á hafnardegi í allri sinni dýrð frá þessum tignarlega stað langt úti í firði. Þá vorum við sáttir við lífið eins og alltaf og brost- um út í nóttina. Trilluferðir okkar voru ófáar í Skagafirði á Drangi SK50, sem sum- ir kalla „þvottabalann“. Merkilegt hvað svo lítil fleyta hélt miklum afla og stórum hásetum. Við drógum fisk úr sjó, flökuðum, söltuðum, hökkuð- um og útbjuggum bollur sem gjarn- an var útbýtt til vina og ættingja. Þannig maður var pabbi. Hann vildi alltaf vera að gefa af sér og gleðja aðra. Pabbi kom oft óvænt norður í heimsókn til okkar Sonju og barna, tyllti sér við eldhúsborðið með mömmu, drakk svart kaffi og vildi alltaf fá að leysa einhver verkefni. Ef ég fann þau ekki fyrir hann, þá fann hann þau sjálfur og undi sér hvergi betur en að hafa eitthvað fyr- ir stafni. Hann fann alltaf tíma fyrir börnin, lék við þau og fíflaðist enda vissi hann vel eftir hverju þau sótt- ust. Vorið var hans tími, undirbúning- ur fyrir varpið var í hámarki þegar kallið kom. Við vitum það nú að hann er kominn vestur örlítið fyrr en hann ætlaði sér og við vitum að hann mun halda verndarskildi yfir Veðr- ará hvað sem á dynur og verður í huga okkar öllum stundum. Sökn- uðurinn er mikill og erfitt að fylla hans skarð. Ættaróðalinu og hans hjartans málum verður haldið áfram gangandi af ættingjum hans og minningu um góðan mann haldið á lofti um ókomna framtíð. Sonja og afabörnin þín, þau Hug- rún Líf, Selma Björt og Viktor Darri, biðja fyrir þér í þeirri trú að þú verðir með okkur í hug og hjarta. Við sjáumst fyrir vestan í vor kall- inn minn. Magnús, Sonja, Hugrún Líf, Selma Björt og Viktor Darri. Elsku tengdapabbi, vinur og fé- lagi. Það er erfitt að átta sig á hlut- unum þegar þú kveður svo snögg- lega. Djúpt skarð er höggvið í til- veru okkar. Mín fyrstu kynni af þér voru fyrir rúmum 13 árum, þegar við Sigga byrjuðum saman. Það fyrsta sem kemur upp í minningunni er að þú sendir okkur fisk áður en ég sá þig fyrst og það var vísir að því sem koma skyldi, þú varst farinn að aðstoða okkur við að færa björg í bú áður en ég sá framan í þig í fyrsta sinn. Ég fékk fljótlega að kynnast því hvað þú varst mikill fjölskyldu- maður. Börnin okkar Siggu hafa fengið að brasa svo ótrúlega margt með þér og alltaf breikkaði á þeim brosið þegar þau sáu afa sinn. Alltaf var hægt að leita til þín með hvað sem var, og alveg á hreinu að þú varst alltaf til staðar, bæði í orði og verki. Ég vil þakka þér kæri vinur fyrir að hafa verið svo mikill drif- kraftur fyrir okkar fjölskyldu, verk- legur kraftur bar af en andlegur kraftur var alls ekki síðri. Það var ótrúlegt að sjá hvað þessar stóru kröftugu hendur tóku ungbörn úr vöggu svo traust og blíðlega. Það væri of langt mál að telja upp það sem við höfum gert saman, en ég hef verið svo lánsamur að fá að vera mikið með þér, bæði við störf og leik. Eitt af þínum einkennum var að þú tókst daginn alltaf snemma, og nýtt- ir hann vel. Það skýrir hvers vegna þú hefur komist yfir allt það sem þú hefur afrekað. Alltaf hafðir þú tíma fyrir fjölskylduna og barnabörnin gátu alltaf gengið að þér vísum, þótt þú værir störfum hlaðinn. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að umgangast þig og alltaf var okkur vel tekið hjá ykkur Möttu, sama hvert erindið var. Það var gaman að fylgjast með þér í æðarvarpinu fyrir vestan vegna þess að það var unnið af svo miklum áhuga, elju og kunnáttu. Ég veit að þú hlakkaðir mikið til að komast þangað í vor og krakkarnir gátu ekki beðið eftir því að komast í sveitina sína, til afa síns. Börnin skipuðu stóran sess hjá þér og á sama hátt skipar þú stóran sess hjá þeim. Það sem þú tókst þér fyrir hendur var unnið fumlaust, hratt og örugg- lega. Það er alveg ótrúlegt að sjá að það er nokkuð sama í hvaða íbúð hjá fjöl- skyldunni eða vinum að allvíða má sjá þitt handbragð á framkvæmdum sem þar hafa verið unnar. Það segir allt sem segja þarf um það hversu greiðvikinn og hjálpsamur þú varst. Þótt nú séu sorgarstundir, þá má ekki gleymast að það var alltaf stutt í grínið hjá þér. Ég held að allir sem hafa umgengist þig hafi orðið fyrir þínu góðlátlega gríni, og alltaf hafðir þú þitt lag á því að koma öllum í gott skap, sama hvað bjátaði á. Þær minningar um þig hjálpa á þessum erfiðu tímum vegna þess að þegar ég hugsa til baka til þeirra stunda sem við áttum saman, þá koma upp góðar minningar og sælustraumur fer um hugann. Mér finnst mjög skrýtið að vera að skrifa minningargrein um þig og langt frá því að vera tímabært, en ég trúi því að ástandið hinum megin hafi verið orðið þannig að það hafi þurft stórmenni til að koma hlutun- um þar í lag. Mig langar til að þakka þér kæri vinur fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þinn tengdasonur, Árni Björnsson. Elsku hjartans kletturinn okkar. Elsku hjartans afi minn, þú ert besti vinur minn, í draumum mínum svíf ég til þín, elsku hjartans afi minn. Elsku hjartans afi minn, eins og þegar sólin skín, tindra bláu augun þín, elsku hjartans afi minn. Takk fyrir að kenna mér að lesa, takk fyrir að kenna mér að synda og takk fyrir allt hitt sem er svo mikið að ég get ekki talið það upp. Sólrún Eva. Ég sakna þín, besti afi. Allar minningarnar um þig eru í hjartanu mínu. Þú ert svo góður og skemmti- legur. Þótt þú sért ekki hér þá ertu alltaf hjá okkur öllum. Takk fyrir það sem þú kenndir mér. Þú áttir svo mikla krafta í sálinni, þú varst klár og duglegur, hjálpaðir öllum sem voru í vanda. Dag eftir dag var afi að hjálpa nokkrum og þegar hann kom inn fékk hann sér kaffi. Svo fór hann að hvíla sig. Hugrún Líf. Elsku afi minn. Þú varst ávallt kletturinn okkar (minn). Ég elska þig svo mikið, en finnst svo hræði- legt að sjá þig svona en það sem huggar mig er að vita af þér hér hjá mér og að þú ert alltaf til staðar. Ég sakna þín mjög mikið, það getur enginn fyllt upp í skarðið þitt. Allt á eftir að breytast í lífi okkar við að missa þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Síðasta kvöldið okkar er ógleymanlegt, það var svo gaman hjá okkur og við hlógum svo mikið saman og áttum góðar stundir. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, sýnt og gefið. Linda Björk. Ég elska þig afi minn. Ég sakna þín mjög mikið. Ég var að gráta til þín í gær. Hildur Birta. Ég elska afa og þú varst besti afi í öllum heiminum. Arnór og afi. Arnór Ingi. Elsku afi minn. Við erum í sveit- inni, ég og þú. Ég elska þig, afi minn. Takk fyrir mig áður en þú dóst. Bergrún Lilja. Fáein minningarorð til minningar um Hinrik Magnússon húsvörð frá þakklátum íbúum í Sólheimum 25. Fráfall Hinriks kom okkur í opna skjöldu. Hann var í augum okkar ímynd hreystinnar – stór og sterkur og ávallt fús til hjálpar, þægilegur og ljúfur. Í þau skipti sem við leituðum eftir aðstoð hans mættum við alltaf greið- vikni og góðsemi, hann var maður sem gott var að leita til. Hinrik var greinilega mikill fjöl- skyldumaður og það fór ekki framhjá neinum að hann var elsk- aður af fjölskyldu sinni, eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Við íbúð hans á fyrstu hæð- inni var oft líf og fjör og tíðum sást Hinrik með eitt eða tvö börn á hand- legg og fleiri í kring. Okkar síðasta minning um Hinrik er þegar við hitt- um hann í byrjun apríl alsælan með nokkurra vikna gamlan afastrák í fanginu. Söknuður Matthildar og fjölskyld- unnar allrar er mikill. Hugur okkar er hjá þeim. Minningin um góðan mann lifir. Áslaug og Kristján. HINRIK JÓN MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Hinrik Jón Magnússon bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR BILLICH. Sigurborg E. Billich, Oddi Erlingsson, Karl Erlingur Oddason, Kjartan Oddason. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls frænda okkar og bróður, SIGVALDA PÉTURSSONAR frá Ökrum í Stykkishólmi. Hafdís Berg Gísladóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát móður okkar og móðursystur, ELÍSABETAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Eyjaseli 3, Stokkseyri. Útförin fór fram frá Kotstrandarkirkju laugar- daginn 10. apríl. Högna og Móeiður Sigurðardætur, Andrea Oddsteinsdóttir. Sonur minn, JÓN GAUTI BIRGISSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 21. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Jónsdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.