Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 16
gert. Það var til að leggja áherzlu á, hvað hán var litið elskuð og óaðlaðandi i samanburði við Jean. Hún mætti augum Jimmys Hann horfði á hana eins og hann var vanur þegar þau ein skildu kimnina. Svo leit hann niður og rannsakaði sigarettuna gaumgæfilega. Reiði hennar leið hjá og allt i einu langaði hana til að hlægja. Hann hafði á réttu að standa. Jean var hlægileg! Það sem eftir var kvöldsins var i raun- inni notalegt. Þegar hún var að fara i káp- una inni i svefnherberginu, sagði Jean: Elsku vina, ég veit aö ég talaði um afmælisdaga og þess háttar, en hvað ætl- astu fyrir með þessu stolti? Jimmy fer bara að taka þig eins og sjálfsagðan hlut og áður en þú veizt af, feF hann að leita sér að annarri, sem þarf að láta dekra við sig. Trúðu mér, ég vil ennþá láta David koma fram við mig, eins og þegar við vorum trúlofuð. • — Já, kannske bara dekra ennþá meira við þig,sagði Angela og setti á sig hanzk- ana. Magurt andlit Jean roðnaði af reiði. — Já, er það ekki þannig, sem það á að vera? Þetta er allt i lagi, þegar maður er ungur og öruggur, en þegar maður eldist þarfnast maður einhvers til aö halda f. Ég vil hafa sannanir fyrir tilfinningum ann- arra. Angela leit á hana i speglinum, þetta vel málaða, áhyggjufulla andlit. Þær þögðu og augu þeirra mættust. Svo leit Jean undan. Angela hikaði. Hana langaöi að segja eitthvað huggandi, en kom ekki upp oröi. Hún gat ekkert sagt. Þau gengu hægt heim og fótatakið berg- málaði i hreinu, svölu næturloftinu. — Heldurðu,aðhannelskihana? spurði Angela allt i einu. — Nei, honum er ekki einu sinni vel við hana. — Ó? Svo bætti hún varlega við: — Likar þér vel við mig? — Já, vina min. Angela hló. Hún nam staðar, þegar hún heyrði kirkjuklukkuna slá. — Er hún orðin tólf? Ég sagði hálf tólf.Frú Jenkins verð- ur áreiðanlega reið. — En ég sagði tólf, svo vertu róleg. Hann nam staðar og faðmaöi hana að sér. — Til hamingju með daginn, elskan!! Angela glápti á hann. — Það var mál til komið! — Hvaö áttu við? Afmælisdagurinn þinn er rétt að byrja. Angela var ringluð. — En hann var I dag... ég meina i gær. — Elsku óreiðustelpan min hann var það ekki. Hann er á morgun, ég meina I dag. Hann þrýsti henni að sér. — Ég samdi við mann um að koma og byrja á forstofunni á morgun. Veggfóðrið, sem þig langaði i er faliö á bak við fataskáp- inn. Keypti konfektkassa lika, en hann er ekki mjög stór. Angela fékk kökk i hálsinn. Hún lagði 16 handleggina um háls honum og hallaði sér upp aö honum. — Ég hlýt að hafa rifið tvö blöð af dagatalinu, sagði hún. — Hugsa sér, hló Jimmy. — Hugsa sér að gömul kona eins og þú skuli hafa eytt heilum degi til ónýtis. Þú hefur alls ekki efni á þvi, þegar þú ert orðin hvorki meira né minna en 29 ára. Angela þurrkaði sér um augun á jakk- anum hans. — Dagurinn hefur alls ekki farið til ónýtis, mótmælti hún. — Ég held, að þetta hafi verið einhver nytsamasti dagur á ævi minni. hKgið — Hættu þessu „loksins”, „loksins”. czrr.n 4? AUTOSERV — Fyrst það góða. Gírstöngin og hægra afturljósið eru í góðu lagi. -------A ölluni heimilum þar sem börn eru, eru til spil, þar sem 37 til 51 eru f stokknum. Ræðumaðurinn á árshátlðinni talaði i hálftima, en hann sagði ekki það sem hann talaði um. 4 Heiðarlegasti matsveinniheimi var sá sem skrifaði á matseðilinn — Borðið heima I dag. * Ef þú þarft að gera eitthvað, munar þig ekkert um að gera það almenni- lega. 4 Heldur Ijótt Ilát með einhverju I, en fallegt sem er tómt. Það eina sem maður hefur til að gleðjast yfir nú orðið er maður sjálfur. öllum er hollt að hlægja svolitið aö sjálfum sér til tilbreytingar. 4 Laukur getur komið meira að segja erfingjum og ekkjum til að gráta. ★ Börn þurfa meira á fordæmi aö halda en gagnrýni. ♦ Maður fær ekki sár á tunguna af aö tala vel um fólk.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.