Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 19
Þetta tæki sendir hljóðbylgjur gegn um heilann og þannig crQiti og önnur liffræðileg starfseini mæld. George Bradford. Bálreiður maður getur lamið þrisvar sinnum fastar, og lyft helmingi meiri þunga, en venjulega. í neyðartilfellum hugsa 65% okkar hraðar og skýrar enviðhöldum mögulegt. Og þegar annað fólk er í lifshættu, setjum við á hreyfingu allan okkar varaforða af starfsorku, hugrekki og snarræði. Undir slikum hringumstæðum, getur satt að segja hvað sem er gerzt. Við skulum taka dæmi. Veiðimaðurinn Carl Akeley barðist við fulloröinn hlébarða og drap hann með berum höndum, eftir að hlébarðinn hafði ráðizt á einn af mönnum hans i Kenya- safari. Siðar sagði Akeley: —Ef ég hefði ekki verið öskureiður, hefði ég ekkert haft að gera i klær dýrsins. En þarna fannst mér, að ég hefði engu að tapa. Frú Helen Fulton hélt vitskertum morðingja með öxi i hendi i skefjum i heila klukkustund með því einu að tala við hann. Hún fékk hann til að láta ársgamla dóttur sina i friði með þvi að tala við hann eins og móðir við óþægan krakka. A meðan hringdi nágranni til lögregiunnar, sem kom og sótti manninn. En það er þó reiðin, sem kemur mestu aflinu af stað. Það mál var nýlega rætt á mikilli ráðstefnu og komizt að þeirri niðurstöðu, að maðurinn er árásar- hneigðasta lffveran i heiminum. Aðeins hjá manninum er árásvarhvötin svo stjórnlaus, að afleiðingin getur orðið tor- timing alls mannkyns. Engin önnur lif- vera getur gert slikt. Likamlega er ástand okkar bezt i reiðikasti. Nýrnahetturnar starfa eins og þær geta og þessi aukna adrenalínfram- leiðsla hækkar blóðþrýstinginn. Reiðin spennir vöðva, stöðvar meltinguna i bili og eykur blóðsykurinn. Blóðið fer úr kviðarholssvæðinu og safnast saman i vöðvum þeim, er geta framkvæmt gefnar orrustuskipanir. A andartaki hafa hendleggir, hendur, heröar og fætur öðlazt nýjan, yfirnáttúru- legan kraft. Hvers vegna verður þessi kraftur til svo skyndilega? Það er ekki vitað til fullnustu ennþá. Tilraunir á sjálfboðaliðum sanna að svona er þetta. Maöur, sem með erfiðis- munum gat lyft ákveðinni þyngd i eöli- legu skapi, gat skyndilega slegið um sig með sömu þyngd, þegar hann var æstur upp. Þessi aflsaukning mældist 40%. Dr. Stanislav Andreski við háskólann i Ibadan i Nigeriu, hefur einkum rannsakað áhrif reiðinnar. Hann er sann- færður um, að reiðin sé öflugasta drif- fjöðrin að baki ma.mlegrar velgengni i lifinu. Hann segir, aö i æöstu stöður veljist garnan fólk, sem er tillitslaust, valdafikið og á auðvelt með að reiðast. Hann bætir þó við, að menn verði að minnast þess, að allt of tið reiðiköst gangi svo á likams- kraftana, að það geti valdið skaða á liffær um. Það á sem sagt að geyma þá dular- fullu krafta sem reiðin framkallar, til sér- stakra tækifæra. Þess vegna er ágætt að kunna að stilla sig. Er við horfumst i augu við hættu verða jafnvel sljóustu manneskjur varar við hárbeitt viðbrögð. 1 siðari heims- styrjöldinni brugðu orrustuflugmenn svo skjótt við, aö ef óvinaflugvél birtist skyndilega fram undan skýi, þekkti flug- maöurinn þar óvin á 9/10 úr sekúndu, ákvað hvað skyldi gera á 5/10 úr sekúndu og framkvæmdi það siðan á 5/10 úr sekúndu. Óttinn var þeim góður lærifaðir. Venjulega tekur 3/4 úr sekúndu að bregðast við einhverju óvæntu. En ef viðbrögðin þurfa að vera sérstaklega snögg, minnkar heilinn sjálfkrafa þennan tima i 1:2 úr sekúndu eða minna — alít eftir aðstæðum. Dr. Penfield segir, að likami okkar sé endingarbezta samsetning i heimi, þegar á þarf að halda. Andstætt öðrum vélum hefur hann innbyggða varahluti, vara- birgðir af eldsneyti og hæfileikann til að gera við sig sjálfur. Allt gerir þetta það að verkum, að við þolum meira en við höldum. Við getum lifað dögum saman án vatns, ef við hreyf- um okkur litið og hitinn er ekki of hár. Óþolandi hiti þarf heldur ekki að vera lffs- hættulegur, en þá verðum við að hafa vatn. Sjálfboðaliðar hafa látið steikjasigi hitakössum og þoldu allt að 104 stiga hita ihálfa klukkustund og allt að 121 stigi i stundarfjórðung. En andlega ástandið er þó mikilvægara, þvi að það má virkja i neyðartilfellum. Sérfræðingur segir: —Maður, sem sam- kvæmt öllum náttúrulögmálum ætti aö vera látinn, getur haldið sér lifandi með andlegum varaforða. Ef maður trúir þvi statt og stöðugt að hann lifi af, er liklegast . aö hann geri það. Maðurinn býr yfir fleiri duldum kröft- um en þeim, sem ótti og reiði leysa úr læðingi. Hópur sérfræðinga hefur komizt að raun um, að 80% mannkyns eru fjór- um-fimm árum yngri læknisfræðilega en foreldrarnir voru á sama aldri. Heilbrigður maður um fimmtugt hefur um 83% þess vöðvaafls, sem hann hafði 25 ára. Viðbrögð hans og stjórn á vöðvum eru hér um bil þau sömu. Dr. Ernst Jokyl, sem er sérfræðingur I likamsþjálfun, segir: — Margt fólk lifir alla ævina án þess að reyna nokkru sinni, hvað það getur likamlega. Slikt er hugsunarleysi, þar sem allar iþróttir, meira að segja golf, gefa okkur tilfinningu fyrir getu likamsns. Þetta er þekking, sem getur lengt lif okkar einn góðan veðurdag, þegar óvænt hætta ógnar okkur. Loks er það sú einkennilega tilfinning, að hafa veriðá vissum stað áöur. Sjö af Framhald á 3 8.siöu. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.