Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 25
neðstu greinunum. — Nei, nei, nei! hrópuðu yrðlingarnir. — ^að er liættulegt að trufla vespurnar! En það var of seint. Pan stökk upp og sló i vespubúið. l*að datt ekki og hann ætlaði að slá aftur, þegar eitthvað stakk hann i trýnið. Á næsta andartaki suðaði allt i kring um hann og ekkert dugði þótt hann biti og sloægi um sig. — Hlauptu! hlauptu! æptu yrðlingarnir og með vespurn- ar eins og ský á eftir sér, hljóp Pan i litilli tjörn. Hann stakk sér út i og á bólakaf. Vespurn- ar hringsóluðu reiðar yfir svo- htla stund, en foru svo heim i húið aftur. Loks áræddi Pan að stinga höfðinu upp úr vatninu. — Eru Þær farnar? spurði hann og yrðlingarnir kinkuðu kolli. Rannblautur og þreyttur skreið Pan upp á bakkann. — Þið ættuð að koma með Wiér heim og sjá hvernig ég hef það á bænum, sagði hann. Þetta er alveg rétt hjá svo ttiamma ykkar tekur ekkert eftir þvi. Lilli og Lina hikuðu, en þegar Pan sagði þeim frá Wtatarfatinu, sem fólkið setti út handa honum á hverjum degi, komu þau með. Þau veltu boltanum á undár og á leiðinni sagði Pan þeim frá fina hálsbandinu sem hann fengi, þegar hann yrði stór. Þá fengi hann lika hundahús og fallega, gljáandi keðju. — Hvað er hálsband og keðja? spurði Lina og Pan sagði henni að það setti fólkið á hundana sina til að þeir væru á sama stað. — Það er eigin- lega merki þess að maður sé orðinn fullorðinn hundur, sagði Pan hreykinn. Bráðlega voru þau komin að húsinu, þar sem mamma lá og hvildi sig eftir matinn. En þegar hún vaknaði og sá Pan og yrðlingana, tók hún að gelta: — Voff, voff, voff! Ref- ur refur! svo hátt að fólkið á bænum kom til að sjá, hvað gengi á. Yrðlingarnir tóku til fótanna i átt að skóginum eins hratt og þeir gátu. Pan stóð ringlaður og horfði á mömmu sína. Hann skildi ekkert. — Þetta eru leikfélagar minir, sagði hann. — Okkur fannst svo gaman i skóginum. Þá tók mamma hans i hnakkadrambið á honum og dró hann inn í hundahúsið. -r- Veiztu ekki að við erum veiði- hundar? sagði hún reið. — Þegar þú verður stór hundur, áttu lika að veiða refi. Veiði- hundar leika sér ekki við refi... Pan varð óttalega leiður og hnipraði sig saman úti i horni. Þá vil ég ekki verða veiði- hundur, hugsaði hann, þvi ég vil ekki veiða refi. Allt sumarið læddist hann út i skóginn á hverjum degi og lék við Lilla og Linu. En þegar fór að hausta og bæði Pan og yrðlingarnir stækkuðu, sagði Lina eitt sinn: — Nú fer veiði- timinn að byrja og þá segir mamma að við eigum að finna okkur öruggari stað lengra inni i skóginum. En við hitt- umst aftur, þegar veiðitiminn er búinn. Daginn eftir kom húsbónd- inn að hundahúsinu og sagði að nú væri kominn timi til að Pan yrði almennilegur veiði- hundur, Pan skreið inn og íaldi sig, en var dreginn út. Svo fékk hann hálsband og Iagt var af stað út i skóginn. Þeir voru komnir langt, þegar 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.