Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 32
r 26. marz Sú hlið persónuleika þins, sem mest ber á, er frábært minni þitt, sem verður þér til mikils gagns i hvaða starfi sem er. Til eru viss störf, þar sem hæfileikinn til að muna nöfn og númer getur verið lykillinn að miklum frama. Þú ert alvarlega hugsandi og veltir hlutunum mikið fyrir þér, en kímnigáfan getur komið i veg fyrir að þú verðir þungur og þröngsýnn. Þú getur lifgaö upp á hvaða samkvæmi sem er og verið midepillinn, en oftast ertu þó meðal þeirra „venjulegu” því það viltu helzt. Þú ert ánægðastur ef þú starfar á ein- hverju listrænu sviði, þar sem þú getur sjálfur tekið ákvarðanir án afskipta yfir- manns, sem segir þér, hvað þú átt að gera og hvenær. Þú gerir miklar kröfur, eink- um hvað varðar starfið og alltaf má treysta þvi að þú gerir þitt bczta á hverj- um tima. Þótt tilfinningar þinar séu djúpar, áttu ekki auðvelt með að láta þær i ljósi og þú framkvæmir sjaldan af fljótfærni eða vanhugsuðu máli. En þegar þú verður ástfanginn af alvöru, verðurðu það við fyrstu sýn og aðeins þessi eina eða eini getur gert þig fullkomlega ánægðan. Ef þú giftist ekki viðkomandi, giftistu að lik- indum aldrei þvi þú kærir þig ekki um það næstbezta. LdöT) Sigurður Draumland: Að Þrístöpum Morgunsáriö mildar eigi martröð — Foldarslóð líkt og stirðnuð örends ásýnd, áður fjörs með blóð, skynjar ei hve skórinn kreppir skelfda, hrakta þjóð. Þögnin dýpkar þá er fellur þungt með dimmum hljóm högg, sem breytir héraðsrómi hratt í sýknudóm. Hatur blint og heift skal stöðva, hitt er auðn og tóm. öxin leyst af tveggja taki teflir næsta leik, aldahvörf mót eggjum snúa annt um lífsins kveik, hinzta sinni hrjóta af stalli höfuð dauðableik. Harmi sér i huga veltir herra að þessum stað. Flestir kjósa fljótt að gleyma. Fennir sköflum að. — ,,Skal mitt hróp af heitum dreyra....", Hjáimar Jónsson kvað. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.